Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 13
 l.ír OG STÍLI. LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 - 29 ------------------------------- ^ „Maður verður bara hræddur, “ varð Ragnheiði á orði þegar hún sá í hvert stefndi með förð- unina og þótti hún helst minna á karakter úr Star Trek. Var þó býsna ánægð með útkomuna og gekk ótrauð út í há- bjartan hvunndaginn í vikunni með aldamóta- förðunina. Pálína er vönust því að nota þrúna og drappaða liti um augun en var bara ánægð með bleika augnskuggann sem Anna valdi. Plokkað, perlað, stök gerviaugnhár, glimmer, glans og gljái eru helstu einkenni förðunarinnar sem prýða mun konur kvöldið þegar næsta þúsöld gengur í garð, að mati Önnu Toher snyrtifræðings. Ekki nóg með að andlit kvenna muni glitra af alls kyns stjörnupúðri og kristalssteinum heldur er dýrðarinn- ar mikil litagleði í augnskuggum og varalitum, m.a. grænir tónir og appelsínugulir, brúnir og gylltir, bláir, lillaður og svo auðvitað bleiki liturinn. Anna féllst á að fá tvær íslenskar konur, ræstitækni og 10. bekk- ing, í aldamótaförðun... Þeir sem vanir eru að eyða 4-7 mínútum í að mála sig fyrir minniháttar og jafnvel meirihátt- ar kvöldskemmtanir skulu heldur betur fara að búa sig undir að „aldamótaförðunin" taki meira á - vilji menn standast samkeppnina í litagleði og glamúr þeirra sem leita til fagmanna í förðunarstétt. Þegar Dagur lagði upp í leitina að aldamótaförðuninni kom fljótlega í ljós að snyrtifræðingar og snyrti- vöruframleiðendur voru löngu búnir að hugsa fyrir þessu. Fyrsti snyrtifræðingurinn sem haft var samband við, Anna Toher hjá Förðunarskóla Islands, sem einnig rekur snyrtivöruverslun á Skólavörðustíg 2, var búin að fá uppgefna línuna í aldamótaförð- uninni frá snyrtivöruframleiðand- anum Make up for ever sem hún skiptir við. Anna tók vel í þá beiðni Dags að fá tvær venjulegar íslenskar konur í heimsókn og smyija á þær glæsilegt galaandlit fyrir síðasta gamlárskvöld árþús- undsins. Það tók engar 4-7 mín- útur, Ragnheiður Ragnarsdóttir í 10. bekk Garðaskóla, sat þolin- móð í hvorki meira né minna en nærri tvo tíma meðan andlit hennar var farðað í tilefni þús- aldamótanna og Pálína Geir- harðsdóttir ræstitæknir sat í ldukkutíma áður en andlitið var tilbúið. Áður en Anna hófst handa við förðunina fengum við hins vegar dálitlar útskýringar á hvað snyrti- vöruframleiðandinn hennar telur að verði heitast í aldamótaförðun- inni. „Það eru miklir litir í alda- mótaförðuninni fyrir það fyrsta. Það er glans, gljái og til að fá end- urkast í andlitið eru notaðir stein- ar eða glimmer eða glans. Glans- inn kemur með sanseruðum augnskuggum, stjörnupúðri sem glansar mjög mikið, varirnar eru glossaðar og svo eru líka til eyelinerar með glansi. Þannig að það er gljái og glans í öllu. A húð, augum og vörum og svo er mikil förðun," segir Anna og telur að augnmálningin sé að nokkru leyti afturhvarf til 6. áratugarins. „En nú eru komnir litir. Spádómurinn fyrir veturinn var að það yrðu allir grænir Iitir og appelsínugulir. Með því komu náttúrulega brúnir og gylltir tónar, því þeir harm- onera vel saman. En svo kemur líka hin lfnan, köldu litimir sem eru bláir og fjólutónarnir - og svo er bleiki Iiturinn alfsráðandi." Holl ráð Anna er með ýmsa fastakúnna sem hún málar fyrir gamlárs- og nýárskvöld og hún segir konur al- mennt vera til í mikla og jafnvel djarfa förðun þegar til stendur að fdæðast glæsilegum galakjólum. Fyrir þær konur (eða karla) sem hyggjast setja á sig förðun aldar- innar fyrir gamlárskvöldið 1999 eru hér dregin saman helstu holl- ráðin sem hrutu af vörum Onnu meðan hún málaði Ragnheiði og Pálínu: - algert grundvallaratriði er að plokka fyrst augabrýmar. Sé það gert stækkar augnsvæðið og eykur möguleika á förðun í kringum augun. „Það birtir upp andlitið ef augabrúnirnar em hreinsaðar og plokkaðar til. Augun skína skær- ar.“ - nota einhvers konar leiðrétt- ingarefni til að fylla upp í misfell- ur í húð og á bauga undir augum. - ekki þekja andlitið, leyfa húð- inni frekar að njóta sín undir Iétt- um og Ijósum farða. nota ljóst púður eða augnskugga á allt augnsvæðið, áður en litaður augnskuggi er borinn á, til að stækka svæðið. - dreifa ávallt úr öllum sam- skeytum svo línur sjáist ekki. - ef þú ætlar að hafa augnmáln- inguna mjög afgerandi er ráðlegt að hafa litina í sömu tónum og augnliturinn. - gæta þess að svipaðir litir séu í förðun og klæðnaði svo þú verð- ir ekki eins og „blikkandi ljósa- sjó“. LÓA FYRIR: Ragnheiður Ragn- arsdóttir mætti á svæðið með andlitið eins og það kom frá náttúrunnar hendi. Þegar búið var að plokka augabrýrnar á Ragnheiði setti Anna glæran rakagrunn á andlitið sem getur haldið farðanum allt upp í sólarhring á húðinni - afar hentugt séu menn á leið í sólarhrings- gleði. Þvínæst setti hún Ijósan, olíulausan fljótandi farða á andlitið til að leyfa húðinni að njóta sín. „Svo er líka í tisku að nota glansandi farða." Á myndinni er Anna að setja leiðréttingarefni ofan á farðann, þar sem þess þurfti með. T.d. yfir roðann í kinnunum og undir augun þar sem húðin erþynnst. Til að fá glansandi áferð á and- litið bar hún glanspúður með rökum svampi á andlitið. FYRIR: Pálína ómáluð og nýkomin frá því að ræsta hús í nágrenninu. . ...Anna ákvað að lengja augnsvæðið á Ragnheiði og „fá svona nýrrar aldar förðun á hana“. Ragnheiður er með blá augu og til þess að geta notað sterka förðun ákvað Anna að nota bláa tóna í augnmálningunni, því ef augnlitur stangast á við augnskuggana getur sterk förðun orðið ofsláandi. Fyrst setti hún púður á augn- lokin til að augnmálningin safnaðist ekki saman í rendur. Auga- brúnirnar voru litaðar með bláum augnskugga en síðan var hvítur glansandi augnskuggi settur á augnlokið og upp undir augabrún. Þá dró Anna línu með dökkbláum augnskugga eftir „glóbuslínu" en svo kallast línan þar sem augnlok og augnbein mætast. Þvínæst setti hún „highlight", þ.e. hvítan augnskugga með bleik- um tóni fyrir ofan glóbuslínuna og sanseraðan hvítan augnskugga í augnkrókinn til að stækka svæðið. Blár augnskuggi fór undir augun og til að skyggja hluta svæðis fyrir ofan gló- buslínu (séu þessar leiðbeiningar að verða heldur flóknar er rétt að grannskoða einfaldlega myndina) og túrkísblár augnblýantur inn í augun. Maskarinn var einnig dökkblár og þvínæst límdi Anna stök augnhár til að fylla upp í augnhárin á Ragnheiði... ..og svo rúsínan í pylsuendann, rauðgylltur varalitur með sanseringu varð niðurstaðan á varirnar... Það var sami grunnur settur á Pálínu en farðinn var hins vegar fljótandi með olíu sem Anna segir nauðsynlegt fyrir eldri húð þvi olian verji húðina betur fyrir kulda og hitabreytingum. Yfirþað fór litlaust laust púður og glanspúður sem gefur eilitla satínáferð. Pálína hyggst klæðast rústrauðum flauelskjól á gamlárskvöld og því valdi Anna bleikan augnskugga. Fyrst setti hún þó Ijósan grunn allt í kringum augnsvæðið en dró svo bleikan augnskuggann eftir glóbuslínunni. Augnlokinu hélt hún Ijósu - svo augnstæðið virki stærra - en setti svo sanseraðan ferskjutón fyrir ofan glóbuslínuna. Þá málaði hún kóralbleikan skugga undir augað „því það opnar augað og dregur fram græna litinn í auganu". Aftur brúkaði hún brúnbleika kinnalitinn en maskarinn var að þessu sinni fjólublár... ...Til að fullkomna glitið límdiAnna svo litla krist- alssteina I röð á augnlok- inu og notaði brúnbleikan kinnalit til að gefa eðlileg- an roða í kinnarnar... ...Og þá vantar bara punktinn yfir i-ið. Anna teiknaði fyrst línu með dekkri varalitablýanti og fyllti svo upp í með blöndu aftveimur vín- rauðum litum til að ná rétta tóninum á varirnar...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.