Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 11
Xfc^iir LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 - 27 MATARGATIÐ Aðventan er á næsta leiti og hugurínn hvarflar til notalegra kvöldstunda yfir jólaglögg og pipar- kökum. En eftir allmörg símtöl á kaffi- og veit- ingahús út um borg og bý kom í Ijós að jólaglöggin hefur dalað í vinsældum. Á endanum tókst að grafa upp einn þjón, á Kaffl Reykjavík, sem var til í að rífja upp með lesendum hvernig setja á saman jólaglögg svo úr verði indælis jóla- diykkur. Allir þeir þjónar sem blaðið hafði samband við til að forvitnast um hver galdurinn væri við að setja saman gómsæta jólaglögg voru á einu máli um að glöggdrykkja hefði snarminnkað á síðustu fjór- um til fimm árum og Beaujoulais Nouveau komið að nokkru leyti í staðinn. Fyrir nokkrum árum var nefnilega rekinn talsverður áróð- ur gegn jólaglögginu, einkum vegna þess hve Islendingar voru fljótir til að grípa tilefnið og taka að halda vinnustaðapartý þar sem menn sötruðu á vel styrktu jólaglöggi þar til þeir urðu reglu- lega ölvaðir líkt og þeir væru að þamba bjór eða annað áfengi. Jólaglögg er hins vegar illa fallin til fylleríis og getur farið öfugt ofan í meltingarkerfið og upp úr því aftur sé hennar neytt í óhófi. Ekki blanda of sterkt! Inga Hafsteinsdóttir veitingastjóri á Kaffi Reylgavík segir staðinn þó ætíð bjóða upp á jólaglögg í des- ember og menn biðja enn um glögg þótt í minni mæli sé. Þegar blanda skal glögg þarf íyrst að kaupa grunninn, sem fæst í mörgum matvöruverslunum, og einnig má hafa í huga að glöggin verður þeim mun betri sem betra rauðvín er notað. „En aðalatriðið er að nota réttu hlutföllin, það má alls ekki eyðileggja glöggina með því að blanda hana of sterkt. Þegar jólaglöggin kom fyrst hing- að þá byijaði þetta vel en svo eru Islendingar svo gráðugir að þeir ætluðu að fara að drekka þetta eins og áfengi. Maður á bara að drekka 1 -2 glös af jólaglöggi með góðum piparkökum og í góðum félagsskap." Hér að neðan gefur Inga okkur grunnuppskrift að jólaglöggi en auðvitað má gera tilraunir með glöggina til að ná fram nýju og nýju bragði. Inga segir þó fátt annað krydd en kanill og negul- nagla passa vel við glöggina en hins vegar megi skvetta ýmsum áfengistegundum ofan í glöggina til að gefa fyllra bragð, t.d. Galli- ano, DOM, Drambuie og Grand Marnier. „Cointreau gæti líka far- ið vel með þessu og jafnvel skvetta af Amaretto möndlu- líkjömum. Það má líka alveg nota koníak, það væri mjög gott en það Inga tíndi til nokkrar afþeim áfengistegundum sem má skvetta ofan I glöggina til að gefa henni fyllra bragð, m.a. Galliano, konalk, DOM, Cointreau, Drambuie, Grand Marnier og Amaretto. verður alltaf að passa hlutföllin vel. Setja bara skvettu og smakka til. Því um leið og það er komið of mikið og maður fer að finna sterkt vínbragð þá er þetta bara orðið vont. Þá ertu bara búinn að eyðileggja jólaglöggina," segir Inga og bætir því við að sumir setji jafnvel skvettu af brennivíni í glöggina en það gefur eilítið kúm- enbragð sem passar mjög vel við glöggina, segir Inga sem ætlar ekki að gefast upp íyrir dalandi vinsældum glöggsins. „Við ætlum að selja glögg, það þýðir ekkert að gefast upp. Það er ekki til róman- tískara en að setjast hérna niður með vini eða vinkonu yfir jólaglöggi þegar það er farið að rökkva, að mínu mati. Nei, við gefúmst ekki upp,“ sagði Inga ákveðin og tók svo að sinna gest- um á Kaffi Reykjavík. Jólaglögg 1 1 jólaglögg (grunnur) 2 1 rauðvín Grand Marnier ef vill vodka eða romm ef vill 50 gr rúsínur 50 gr möndlur Inga ersjálfmjög hrifin afjólaglöggi og ætlar sko ekki að gefast upp við að bjóða upp á jólaglögg þótt salan hafi snarminnkað síðustu 4-5 árín. myndir: eól Byijað er á að blanda saman grunni og rauðvíni og hellt í pott. Vilji fólk nota líkjör, sem gefur góða fyllingu og bragð, eða styrkja glöggina með vodka eða rommi er það einnig sett í pottinn ásamt rúsínum og möndlum. Blandan er hituð var- lega (ekki sjóða). Sé notað sterkt vín eða líkjör er best að setja smá skvettu og smakka glöggina til. Þeir sem vilja geta látið rúsínurnar liggja í líkjöri eða rommi í nokkra klukkutíma áður en glöggin er hituð. Sumir kjósa að setja app- elsínusneiðar í glöggina til að gefa henni kraft og sleppa þá jafnvel Iíkjörnum. Óáfeng jólaglögg I I jólaglögg (grunnur) 1,5 1 eplasafni 1 1 vatn Jólaglöggin dalað í vinsældum Úr Dýrunum í Hálsaskógi. Piparkökur Piparkökur leika menningar- sögulegu hlutverki, en þær koma fyrir f mörgum ævintýr- um og er þar skemmst að minnast nornarinnar í sög- unni um Hans og Grétu, en hún bjó í piparkökuhúsi sem var skreytt með allskonar sæt- indum og súkkulaði. Piparkökur eru nauðsynleg- ar í jólaveislunni - þegar að hópar koma saman í glögg- partíum nú eða á jólahlað- borðum. Það eru engin jól án þess að þeim fylgi piparkökur. Það er margt hægt að gera til þess að leika sér að deiginu. Það má til að mynda móta kökurnar á ýmsan hátt. Þegar piparköktir bakast, kökugerðannaður tekur, fyrst af öllu steikarpottinn ... Margir kannst við pipar- kökusöng Héraðstubbs bak- ara þar sem hann notaði að- eins eina teskeið af pipar en bakaradrengurinn endurbætti þá uppskrift þannig að pipar- kökurnar stóðu undir nafni. „Afí minn sagði alltaf að góð- ar piparkökur væru keyptar piparkökur, en vondar pipar- kökur væru stolnar piparkök- ur.“ Það er frekar auðvelt að baka piparkökur og hér er uppskrift af súkkulaðihúðuð- um kökum sem minnstu fjöl- skyldumeðlimirnir verða ör- ugglega hrifnir af. Efni: 650 g hveiti 500 g púðursykur 200 g smjörlíki 1 dl síróp 2 dl mjólk 2 tsk. kanill 2 tsk. negull 2 tsk. engifer 2 tsk. matarsódi (natron) 1/2 tsk. pipar 1 egg Skreyting: 100 g suðusúkkulaði (kons- um), brætt 1 poki hlaup-fígúrur Aðferð: Setjið hveitið og sykurinn í skál, og myljið smjörííkið ofan í. Hitið mjólkina og sírópið saman í potti og kælið lítil- lega. Setjið eggið og mjólkur- blönduna saman við þurrefn- in og hnoðið. Kælið yfir nótt. Fletjið degið út og mótið karla og kerlingar úr deginu. Bakið við 180°C í 8-10 mín. Skreyting: Bræðið súkkulaðið í vatns- baði, smyrjið því á kökurnar og setjið svo hlaupdýrin á til skrauts.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.