Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999- 25 LÍFIÐ í LANDINU sviði innan veggja heimila, þar sem aðilar eru bara tveir, ger- andinn og þolandinn, og sönn- unarfærslan er gríðarlega erfið. Glæpirnir eru hræðilegir, oft gagnvart litlum börnum sem við öll viljum vernda. En þótt þetta séu kringum- stæður afbrotanna megum við ekki láta eftir okkur að slaka á sönnunarkröfunum. I nágranna- löndum hafa miklir harmleikir orðið þegar felldir hafa verið þungir dómar yfir mönnum sem síðar reyndust saklausir. I ein- hveijum tilvikum sátu menn mörg ár í fangelsi áður en sak- leysi þeirra sannaðist og dæmi eru um að menn hafi svipt sig lífi. - Hvers konar þjóðfélag sérðu fyrir þér ef sönnunarbyrði yrði snúið við? „Þá væri nóg að til dæmis barn eða unglingur bæri svona sakir á foreldri sitt eða aðra. Komi slíkar ásakanir fram hljóti þær að vera sannar, því ekki sé líklegt að barnið fari að skálda þær upp. Ef þetta væri nóg til sönnunar væru einstaklingar komnir með vopn í hendur til að ná sér niðri á öðrum sem þeir geta talið sig eiga óuppgerðar sakir við. Um leið hefði fólk líf annarra á valdi sfnu. Það hljóta auðvitað allir að sjá að slíkt gengur ekki. I þessu umrædda máli var um að ræða sakir án þess að nokkrir ákveðnir glæpir væru nefndir. Þetta var almenn lýsing á afbrot- um yfir langt tímabil. Við höfum enga vissu um að nokkrir glæpir hafi nokkurn tíma verið framdir. Reyndar var það þannig að jafn- an þegar stúlkan var spurð um það þá færðist hún undan. I fræðum er það talið einkenni á röngum sökum að sakaráberinn færist undan svörum þegar farið er að nálgast ákveðin atvik. Það var einmitt einkenni á þessu máli. Þá breyttist framburður stúlkunnar í málinu einatt þegar hún stóð frammi fyrir spurning- um um ólíkindi í fyrri ífamburði hennar. Um þetta voru mörg dæmi, þó að kyndarar múgæs- ingarinnar vilji sjálfsagt ekkert af þessu vita. Það kom einnig fram í þessu máli, að stúlkan hafði orðið uppvís að því að bera kennara sinn röngum sökum um kyn- ferðislega áreitni. Um þetta var ekki margt sagt í hinum birtu dómum, sjálfsagt af tillitssemi við stúlkuna og aðra sem því máli tengdust. Eins og múgæs- ingin gegn manninum hefur þróast er nauðsynlegt að dómar- arnir á götunni fái að vita um þetta. I málinu lá fyrir að faðirinn átti góð samskipti við heimilið eftir að hann flutti út í maí 1995 og þar til hann tók saman við aðra konu haustið 1996. Meðal annars hafði stúlkan sent honum einkar ástúðleg bréf til útlanda haustið 1995 (“elsku pabbi minn“, „jæja gamli kallinn okkar", „við hlökkum allar of- boðslega mikið til að sjá þig“, „við elskum þig allar og bíðum spenntar eftir þér“, „þúsund milljón kossar"). Þegar hún var spurð um þetta, sagði hún að móðir sín hefði látið sig skrifa bréfin. Aðspurð fyrir rétti kann- aðist móðirin ekki við að hafa hvatt hana til að skrifa ástúð- legri bréf heldur en hún sjálf hafi verið tilbúin að skrifa. I lok júlí 1996 gerðu hjónin skilnað- arsamning, þar sem maðurinn fékk umgengnisrétt með yngri dóttur sinni, meðal annars rétt til að hafa barnið hjá sér í sam- fellt eina viku á hverju sumri. Agreiningur milli foreldrana um þennan umgengnisrétt kom upp Óréttmæt gagnrýni - Eitt af því hræði- legasta sem maður getur hugsað sér er að sitja saklaus í fangelsi. Það hlýtur að vera hetra að sek- ur maður gangi laus en saklaus maður silji inni. „Það er oft sagt að betra sé að tíu sekir menn gangi lausir en einum saklaus- um sé refsað. Það er skelfilegt að svipta mann frelsi fyrir glæp sem hann ekki framdi. Það er auð- vitað mjög margt til þess vinnandi að slíkt gerist ekki. Það er því miður engin trygging eða vissa fyrir því að af- brot upplýsist með óyggjandi hætti og þvf ganga sekir menn stundum lausir. Það er gjald „Sjálfur áég 8 börn og hefmikinn áhuga á því að þau fái notið réttaröryggis i lífi sínu. Það verður best tryggt með því að láta þau njóta kosta þess að búa í réttarríki." nokkrum vikum síðar, en þá hafði maðurinn tekið saman við aðra konu. Ekkert annað gerðist þá. I kjölfar þessa ágreinings komu hinar alvarlegu ásakanir stúlkunnar fram í fyrsta sinn. Við vitum líka að móðirin sem bjó á heimilinu sá aldrei neitt á dóttur sinni, hvað þá að hún yrði vör við einhverja glæpi framda í Iítilli fbúð, þó að hún hafi átt að vera sofandi í næsta herbergi og reglan væri sú að hurðir væru opnar á milli her- bergja. Þetta er auðvitað með mjög miklum ólíkindum svo al- varlegir ofbeldisglæpir sem það voru, sem áttu að hafa gerst á heimilinu. Engin vitni voru að brotunum sem sakargiftir lutu að. Það voru bara þau tvö til frá- sagnar, maðurinn og stúlkan. Það er auðvitað óskemmtilegt, að þurfa að segja ffá viðkvæm- um efnisatriðum þessa sorglega máls á opinberum vettvangi. Það er hins vegar nauðsynlegt, vegna þess að búið er með mjög hlutdrægum málflutningi og beinum rangfærlsum að kalla ffam dóm hjá almenningi um að þessi maður sé sekur, þrátt fyrir sýknudóminn. Sökin liggur hjá því fólki sem það verk hefur unnið. Við getum spurt okkur að því, hvort það sé nóg að tilnefna bara sálfræðinga og geðlækna til að skoða fólkið og gera upp á milli þess hvor segir satt. Ef það væri nóg til sönnunarfærslu í opinberu máli þá getum við spurt okkur hvort það sé bara nóg þegar maður ásakar annan um hvers konar ofbeldisbrot að kalla út sálfræðinga og geð- lækna í þessu skyni. Þarf lög- reglan þá nokkuð að rannsaka vettvanginn? Þarf hún nokkuð að taka fingraför eða gera athug- anir á áþreifanlegum sönnunar- gögnum? Þarf nokkuð að kalla til vitni? Menn verða að skilja að sönnunar- færsla í opinberum málum er ekkert gamanmál. Þar er leitað eftir áþreifan- legum sönnunar- gögnum. Fáist þau ekki er sjaldnast ákært, hvað þá dæmt, eins og nokkrir dómarar vildu þó gera í þessu máli. Eg held að þeir hafi látið undan pressunni sem ég nefndi áður. Því miður.“ sem við greiðum fyrir þessa meginreglu, þó ég telji sterkar líkur standa gegn því að það gjald hafi verið greitt í því máli sem við höfum verið að tala um hér.“ - Nú hefur Hæstaréttur verið harðlega gagnrýndur fyrir sýknu- dóm sinn. Hvað segirðu um þá gagnrýni? „Það er auðvitað nauðsynlegt að dómstólum sé veitt aðhald með gagnrýni. Við megum ekki banna þeim að tala sem vilja gagnrýna dómstólana, heldur „Það kom einnig fram í þessu máli, að stúlkan hafði orðið uppvís að því að bera kennara sinn röngum sökum um kynferðislega áreitni. Um þetta var ekki margt sagt í hinum birtu dóm- um, sjálfsagt af tillits- semi við stúlkuna og aðra sem því máli tengdust. Eins og múg æsingin gegn mannin- um hefur þróast er nauðsynlegt að dómar- arnir á götunni fái að vita um þetta.“ ekki þeim sem vilja gagnrýna þá á ómálefnalegum grundvelli eða þeim sem vilja gagnrýna dóm- stólana án þess að kynna sér málin. Allir hafa rétt á að tjá sig á sínum forsendum og þeir sem sjá veilurnar í gagnrýninni taka þá til máls á móti. Gagnrýni, sem ekki er nægilega studd efn- islegum rökum, getur valdið mildu írafári í augnablikinu en þegar frá líður fellur hún dauð og ómerk vegna þess að það var ekki nægilegur grundvöllur fyrir henni. I þessu tilfelli er gagn- rýnin afar óréttmæt. Almenning- ur á Islandi á að fagna því að dómstóllinn skuli gegna skyldu sinni í erfiðu máli af þessu tagi.“ Davíð og Ólafur Ragnar - Snúum okkur að öðru, það er sagt að þú hafir mikil áhrif í 'pólitíkinni á bak við tjöldin. „Eg vona að ég hafi stundum einhver áhrif með sjónarmiðum mínum, sem ég hef oft verið duglegur að birta opinberlega. Kannski spyrðu vegna þess að ég á marga vini sem gegna ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Við Davíð Oddsson erum til dæmis persónulegir vinir og það er kannski þess vegna sem menn halda þessu fram. Vinir ræða saman og bera jafnvel saman bækur sínar og það get- ur vel verið að ég hafi einhvern tímann haft einhver áhrif á Davíð en þá meira og minna án þess að vita mjög mikið af því sjálfur. Hann hefur líka áreið- anlega haft áhrif á mig.“ - Hvað meturðu mest við Dav- íð Oddsson? „Hann hefur skoðanir sem hann er tilbúinn að standa við, þótt hann þurfi líka stöðu sinn- ar vegna að sýna vissan sveigj- anleika á stundum. Eg held að yfirgnæfandi meirihluti stjórn- málamanna okkar sé fólk sem skiptir engu máli. Þetta er fólk sem einhvern tímann kann að hafa haft hugsjónir en er kom- ið inn á braut þar sem það set- ur sjálft sig í öndvegi. I stað þess að fylgja fram skoðunum sem það hefur sannfæringu fyrir að séu réttar eða setja sig inn í mál til að taka afstöðu þá er það sífellt að hlusta á um- hverfið og taka síðan þá af- stöðu sem þægilegast er að taka og „kemur sér best pólit ískt“. Með öðrum orðum: Þetta eru leikbrúður á sviði og það skiptir í raun og veru engu máli hver leikur hlutverkið, það verður alltaf eins leikið. Yfir- gnæfandi hluti stjórnmála- manna hér á landi er að mestu leyti þessarar gerðar. Það sem ég hef metið mest við vin minn, Davíð Oddsson, er að hann er ekki svona.“ - Þú getur verið ansi harður í horn að taka og lést til þin taka i forsetakosningunum síðustu. Hefur viðhorf þitt til Ólafs Ragnars eitthvað breyst? „Nei. Ég vék sæti mínu sem formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík í forsetakosningun- um af ástæðum sem ég gerði þá ítarlega grein fyrir. Ég hafði í starfi mfnu sem málflytjandi nokkrum sinnum þurft að eiga við hann samskipti sem voru þannig að mér fannst það al- gjörlega óviðeigandi að ég sæti sem formaður yfirkjörstjórnar í einu af kjördæmum landsins meðan hann væri að taka þátt í forsetakosningum. Sú afstaða mín sem olli þeirri ákvörðun er sú sama í dag og hún var þá.“ - Finnst þér Ólafur Ragnar hafa staðið sig vel i embætti? „Hann gerir sumt sæmilega en það er hins vegar margt annað sem mér líkar miður. Mér finnst hann vera of sjálf- hverfur, það er eins og hann telji sig nánast vera konung og finnist að þjóðin eigi að með- höndla sig þannig. Hann dreg- ur til dæmis fjölskyldu sína inn í embættisfærsluna eins og kóngafjölskyldur gera í útlönd- um og fer á margan hátt fram með þeim hætti að mér Iíkar það ekki. Hann er að mínu mati eins gott dæmi og hugsast getur um mann sem á sér bara eina hugsjón: sjálfan sig. Fram- koma hans í farsanum um nýju ástkonuna er ömurleg og emb- ættinu til minnkunar. Þar var hann sjálfur eini höfundur handritsins." - Hefurðu alltaf verið svona hreinskilinn? „Ég er kannski haldinn þeim annmarka að hafa skoðanir á hlutunum og skammast mín ekkert fyrir þær. Ég vil vera sanngjarn og tel mig vera það. En ef ég er búinn að komast að niðurstöðu sem ég hef sann- færingu fyrir þá vil ég fylgja henni fram. Það er heiðarleika- mál fyrir mig, enda reyni ég þá að útskýra hvers vegna ég hef þá skoðun. Ef ég á tveggja kosta völ, annars vegar að segja það sem ég verð gagnrýndur fyrir, og hins vegar að segja eitthvað sem ég hef ekki sann- færingu fyrir til að forðast gagnrýni þá vel ég tvímælalaust fýrri kostinn." - Svona i lokin. í hugum sumra hafa lögmenn þá ímynd að vera kaldrifjaðir menn sem séu tilbúnir að svikja sannfær- ingu sína ef þeir vinni málið. „Lögmannsstarfið er mjög göfugt starf. Það er grundvall- aratriði í réttarríki að starfandi séu sjálfstæðir lögmenn sem óttalausir geta tekið að sér bar- áttu fyrir hagsmunum einstald inga og málstað á lagalegum forsendum, meðal annars gegn ríkjandi þjóðfélagsvaldi. Fólk segir oft að því lfki ekki vel við lögfræðinga og talar jafnvel um þá sem þrjóta. Þegar eitthvað bjátar á hjá þessu fólki, hvert leitar það þá eftir aðstoð? Það leitar til „þrjótanna" vegna þess að þeim treystir það best.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.