Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 20. NÚVEMBER 1999 - 31 LÍFIÐ í LANDINU íslendingar gáfu hátt á sjöttu milljón til vatns- öflunar í Mósambík í vor sem leið og keyptu meðal annars 18 brunna, sem sjá þús- undum manna fyrir hreinu drykkjarvatni. „Við seldum 18 brunna, íyrir 75 þúsund krónur hvern - um helmingi fleiri en vonir okkar höfðu staðið til - og fengu þó raunar færri en vildu,“ sagði Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, spurður um söfnun stofnunar- innar til vatnsöflunar í Mó- sambík síðastliðið vor, með spurningunni um vatn á Mars. Landsmenn gáfu 5,6 milljónir króna í þessum tilgangi að brunnunum meðtöldum. Kaup- endur þeirra eiga á sinn hátt hver sinn brunn og fá upplýs- ingar um þá og myndir sendar jafnóðum og þær berast. 75.000 krónur nægja fyrir efninu - Er hægt að byggja hrunn fyrir aðeins 75 þúsund krónur? „Já, með því að heimafólkið leggi fram alla vinnuna endur- gjaldslaust," segir Jónas. Þessar 75 þúsund krónur nægi fyrir sementi og járni, dælunni í brunninn og greiðslu til fag- manns, sem aðstoðar heima- menn. En heimamenn í hverju þorpi leggi hins vegar fram vinnu sína við að grafa brunn- inn, safna grjóti og fleira. Þeir fái þá tilfinningu að þeir eigi raunverulega sinn brunn og Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið að vatnsverkefnum í Mósambík i næstum 10 ár og staðið að byggingu margra brunna en þetta er í fyrsta sinn sem fslensk fyrir- tæki eða einstakiingar kaupa ákveðinn brunn. „Menn fá svo myndir afsínum brunni þegar hann er fullgerður og sjá þannig hvað þeir hafa verið að kaupa, “ segirJónas. visir.is Notaðu visifingurinn! Leiktu þér á Krakkavef Vísis.is finni þannig til ákveðinnar ábyrgðar á honum. Þetta hafi skilað ljómandi góðum árangri. Brunnur nægir 500-600 manns Sem betur fer, segir Jónas, er tiltölulega stutt niður á grunn- vatn þarna í norður Mósambík, svo hægt er að handgrafa brunnana. Stórir steyptir rör- hringir eru síðan látnir síga nið- ur í holuna. Aætlað er að lokið verði við að grafa alla 18 brunn- ana og setja upp vatnsdælurnar áður en nýtt ár gengur í garð. Hver brunnur nægi til þess að sjá allt að 500-600 manns fyrir hreinu drykkjarvatni. Séu þorp- in miklu stærri geti verið þar 2 eða 3 brunnar. Væntanlega geta því einir 9-10 þúsund fleiri þorpsbúar í Mósambík „skálað" í hreinu vatni um þessi áramót en þau síðustu. Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkj- unnar: „Við seldum 18 brunna." Allir fá mynd af sínum brunni - En af hverju voru ekld seldir ennfleiri brunnar? Jónas segir samstarfsaðilana í Mósambík, skrifstofu Lúterska heimssambandsins, gera áætl- anir um fjölda brunna á hverju ári og tekist hafi að fjármagna alla brunnana sem hægt var að byggja á þessu ári. „En það verður bara haldið áfram eftir áramótin.“ Hjálparstarf kirkjunnar hefur unnið að vatnsverkefnum í Mó- sambík í næstum 10 ár og stað- ið að byggingu margra brunna. En Jónas segir þetta í fyrsta sinn sem íslensk fyrirtæki eða einstaklingar séu í rauninni að kaupa ákveðinn brunn. „Menn fá svo myndir af sínum brunni þegar hann er fullgerður og sjá þannig hvað þeir hafa verið að kaupa," sagði Jónas. -HEl Stó borðstofuhúsgögn HSŒ) m húsgög JLA-Jr Ármúla 44 -vsmgf „ími kkq oni sími 553 2035 msm Falleg og eiguleg borðstofuhúsgögn nusgogn | Ármúla 44 sími 553 2035

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.