Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 6
LÍFIÐ í LANDINU
i.. .......
22 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999
Ingibjörg les upp úr 56 ára gömlum ástarbréfum sem Torfi skrifaði henni. mynd: gun
Því fór nú sem fór
Þau voru að
halda upp á
55 ára hjú-
skap, hjóna-
kornin á
Hala í Suð-
ursveit, Ingi-
björg Zophoníasdóttir
og Torfi Steinþórsson.
Margs er að minnast frá
fyrstu árunum saman.
Ferðalög voru slarksöm,
pósturinn lengi á leið-
inni og þar með ástar-
bréfin...
Ingibjörg og Torfi segja það upp-
átæki bamanna þeirra að stefna
fjölskyldunni saman á Hótel
Höfn til að minnast hjúskapar-
áranna 55. Athygli vakti þegar
ein dóttirin Ias upp úr gömlum
bréfum sem farið höfðu á milli
foreldranna í tilhugalífinu og
hún hafði fundið í skúffu heima
á Hala. Þegar Dagur fór þess á
Ieit að fá að hnýsast í þau og
fleira frá fyrstu árum þeirra
hjóna saman svaraði Ingibjörg
glettin:
„Torfi verður að ráða því.
Hann fór nú kring um landið að
leita að konu. Ef hann er tilbú-
inn að segja frá þá stendur ekki
á mér.“
Torfi: (hægt) „Ja, hvenær er
maður tilbúinn og hvenær
ekki?“ (tekur sig svo á) „Eg gerð-
ist farkennari í Svarfaðardal og
var vistaður á Hóli þar sem Ingi-
björg var heimasæta. Því fór nú
sem fór.“
Ingibjörg: „Hann átti ekki
undankomu auðið."
- Beiðst þú spennt ejiir nýja
kennaranum, Ingibjörg?
lngibjörg: „Þú getur nú nærri.
Við systurnar vorum nýútskrif-
aðar af Kvennaskólanum á
Blönduósi og biðum í ofvæni
eftir biðlunum. Nú kæmi nýr
kennari. Torfi var ekki sá fyrsti.
Þeir voru búnir að vera nokkrir.
En samt vorum við enn óút-
gengnar."
- Ekki þófamar að örvænta?
Ingibjörg: „Nei, ekki beint.“
Torfi: „Þær voru komnar á síð-
asta snúning."
Svo birtist hann
Ingibjörg: „Hann kom með bíl
og gekk heldur brösulega því sá
bilaði þegar hann var kominn á
skriðuna heima. En svo birtist
hann í dyragættinni, fannbarinn
og rauðhærður.“
Torfi: „Rauðhærður hef ég nú
aldrei verið. En svo við byrjum á
byijuninni þá átti ég heima á
Hala í Suðursveit og var nýút-
skrifaður sem kennari vorið
1942 þegar kennslumálastjóri
hringdi í mig og sagði að mér
stæði til boða kennarastaða í
Svarfaðardal og önnur í Önguls-
staðahreppi í Eyjafirði. Það varð
úr að ég sótti um í Svarfaðardal.
Eg fór með Esjunni norður og
með bíl frá Akureyri út í Svarf-
aðardal. Þetta var um mánaða-
mótin sept./okt. og allt á kafi í
snjó fyrir norðan." Ingibjörg:
„Já, Suðursveitungurinn hafði
aldrei séð annað eins. Enda er
þetta eftirminnilegt því það
fennti margt fé þetta haust og
það var óvanalegt á þessum
slóðum. „
- En hvemig gengu ústamtálin
Ingibjörg: „Þau gengu ekki
nokkurn skapaðan hrærandi
hlut. Ekki þann vetur. Hann var
þijá vetur. Þetta var ekki tekið
út með sældinni. Það var eins
og sagt er frá í helgu riti að
hann var Iengi að vinna fyrir
konunni. En hann fékk mig í
kaupbæti að lokum.“
Torfi: „Ekki veitti af. Kaupið
var ekki svo burðugt og ég sá
auðvitað hvílík mannkostakona
Ingibjörg var.“
Ingibjörg: „...og Torfi dansaði
svo vel að ég var alveg tilbúin til
að dansa með honum gegn um
lífið. Fylgdi honum heim að
Hala vorið ‘44 til að sýna mig og
sjá aðra og dvaldi í viku.“
Torfi: „Þá gerði það alversta
veður í Suðursveit sem gert hef-
ur í manna minnum."
Sjóveikur og dofinn
Ingibjörg: „Við flugum til
Reykjavíkur 14. maí og fórum
með fiskidalli þaðan austur á
Hornafjörð. Það voru fleiri far-
þegar með bátnum og vantaði
eina koju þegar upp var staðið.
Eg var í hákoju en fyrir ofan
hana var hilla. Þar var Torfi sett-
ur. Svo tók báturinn að velta og
þá fór nú heldur að væsa um
hann. Allt í einu stóð spýja fram
af hillunni. Torfi orðinn sjóveik-
«
ur.
Torfi: „Þetta var ekki gott.“
Ingibjörg: „Ferðin tók enda en
þegar hann skreið loksins niður
af hillunni þá var hann algerlega
dofinn í handleggnum eftir að
hafa þurft að skorða sig allan
tímann."
Torfi: „Það batnaði ekki fyrr
en seinni part sumarsins."
Ingibjörg: Þennan dag var bíl-
ferð frá Höfn út í Suðursveit.
Fólk sem hafði verið hér á vertíð
að fara heim. BíIIinn var keyrður
út á pramma og pramminn dreg-
inn yfir fjörðinn og svo var ekið