Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 14
 LÍF OG HEILSA k. 30 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 Örvandi áhrif gin- sengs á fólk í skammdeginu virðist vera stór- lega ofmetið en hugsanlega eru áhrifin mjög per- sónubundin, mikil á suma en lítil á aðra. Auglýsingar um ginseng hafa dunið í eyrum lands- manna síðustu vikurnar enda skammdegið gengið í garð og þá reyna menn ýmislegt til að koma í veg fyrir skammdegisþunglyndi og svæsna haustflensu. Rautt eðalginseng er meðal „Fótk getur tekið inn hvað sem er og maður getur alltaf verið viss um að sumir verða ánægðir. Ef einhver borðar hindberjasuitu á hverjum degi og finnst það hafa góð áhrifþá geri ég ekki athugasemd við það," segir Páll N. Þorsteinsson yfirlæknir. hafa líffræðileg áhrif komið fram. Ein rannsókn sýnir að ginseng hamlar dópamín viðtæki í heila og breytir hegð- unarmynstri músa. Gömul rússnesk rannsókn er talin sýna óyggjandi fram á blóðþrýstingshækk- andi áhrif á suma einstaklinga." Skjálfhendan hvarf Páll minnir á þá al- kunnu staðreynd að mörgum líði betur og verði betur upplagðir við að taka inn gin- seng og hann útilok- ar ekki að svo geti verið. Ein rannsókn hefur sýnt fram á að ginseng getur haft Mörgum líður betur þeirra umdeildu lyfja sem eiga að hafa örvandi og uppbyggjandi áhrif á fólk svo að Dagur fékk Pál N. Þorsteinsson, yfir- lækni á Blönduósi, til að kíkja á rann- sóknir og spjalla um áhrif ginsengsins á blessaðan manninn. Stórlega ofmetið Ekki hafa margar marktækar rannsóknir verið gerðar á ginsengi en þó segist Páll hafa fundið greinar um nokkrar rann- sóknir, sem fullnægja vísindalegum skil- yrðum. Þar var eingöngu um að ræða klínískar rannsóknir um áhrif lyfsins á fólk, það er hvernig ginseng verkar á fólk, ekki lífeðlisfræðilegar eða vefja- fræðilegar rannsóknir á verkunum lyfs- ins í lifandi vef og heldur ekki upplifun einstaklinganna. I þessu tilfelli var um að ræða samanburð á beinhörðum ár- angri íþrótta- og námsfólks sem annars vegar tekur inn ginseng og hins vegar ekki. „Niðurstaðan í þessari rannsókn var sú að lyfið er stórlega ofmetið. Framleið- endur og seljendur eigna því ýmsa eigin- leika sertj það hefur raunverulega ekki,“ segir Páll. í þessari rannsókn sýndu eng- ar vísbendingar að ginseng hefði áhrif á Páll N. Þorsteinsson. ónæmiskerfið. Sagt er að ginseng hafi góð áhrif á líð- an eldra fólks en rannsókn á sjúkradeild- um aldraðra sem Páll skoðaði staðfesti þetta ekki. „Hins vegar hefur þetta verið athugað á ýmsum tilraunadýrum og þar áhrif á heiladingulshormónið ACTH sem aðallega örvar nýrnahettur til að fram- leiða stera í líkamanum og þannig aukið áhrif á miðtaugakerfið, heilann. „Það getur skýrt vellíðunar- og örvunarþátt- inn.“ - Myndirðu sem lælinir mæla með þvt að fólk tæki inn ginseng? „Fólk getur tekið inn hvað sem er og maður getur alltaf verið viss um að sum- ir verða ánægðir. Ef einhver borðar hind- berjasultu á hverjum degi og finnst það hafa góð áhrif þá geri ég ekki athugasemd við það. Þá vil ég bara gjarnan að viðkom- andi haldi áfram að borða hindberjasultu. Það gildir það sama um ginseng. Sumir vina minna hafa tekið þetta og sagt að sér Iiði betur. Eg prófaði einu sinni til gamans að taka hámarksskammt af ginseng í nold<ra daga. Á sama tíma fór ég að finna fyrir vægri skjálfhendu, sem mér fannst óþægileg. Eg hætti að taka lyfið og þá hvarf skjálfhendan. Eg ætla ekki að full- yrða að þarna hafi verið samband á milli en hafi þetta verið áhrif lyfsins á mig þá fann ég ekkert annað,“ segir Páll og telur hugsanlega persónubundið hvaða áhrif ginseng hafi á fólk. -GHS Ljós gegn þungTyndi Fjórði hver mað- ur og önnur hver kona þjáist af þunglyndi ein- hvern tímann í Iífinu. Vísinda- menn hafa reynt Farðu í Ijós á morgnana að finna lausn þvíað ef þú gerir það eftir gegn þessu og í hádegi þá getur líkaminn Bandaríkjunum ruglast og þú getur átt i eru þeir að prófa erfiðleikum með svefn sig áfram með nóttina á eftir. Þetta er eitt sérstaka af þeim ráðum sem gefin ljósalampa. Hér eru þeim sem þjást af koma nokkur góð skammdegisþunglyndi ráð fyrir þá sem nota ljós (fara í ljós) til að hamla gegn þunglyndinu. Notaðu Ijósið á réttan hátt - Reyndu ekki að meðhöndla sjálfa(n) þig ef þú telur þig eiga við skammdegisþung- lyndi að stríða. Hafðu frekar samband við lækni. - Notaðu ekki ljós gegn þunglyndi ef þú tekur inn lyf sem gera þig viðkvæma(n) fyr- ir Ijósum eða ef þú ert með sjúkdóm sem versnar við það að fara f ljós. Að sjálfsögðu verðurðu að passa augun í sterkum Ijósum. - Ekki sitja of nærri ljósinu og horfðu ekki beint f peruna. Það getur haft slæm áhrif á augun. Notaðu ljósin bara á morgn- ana því að ef þú gerir það eftir hádegi þá getur líkaminn ruglast og þú getur átt í erf- iðleikum með svefn nóttina á eftir. Þrjú einkenni af níu Bandarísk rannsókn sýnir að morgunljósið hefur bestu áhriíin gegn þunglyndi. Vís- indamenn hafa skoðað skammdegisþung- lyndi hjá 51 manni og 49 fullfrískum í sex vikur. Fólkið var meðhöndlað með ljósalampa, sem líkist sólarljósi, milli klukkan sex og átta á morgnana og sjö og níu á kvöldin. Morgunljósið hafði mun betri áhrif á þunglyndið heldur en kvöld- meðhöndlunin. Ef fólkið fékkk sinn ljósa- skammt á morgnana varð það syfjaðra fyrr á kvöldin. Ef þú uppfyllir að minnsta kosti fimm af níu einkennum hér að neðan er litið svo á að þú þjáist af þunglyndi. 1. Ula stemmd(ur), pirrað(ur). 2. Lítill áhugi og ánægja. 3. Breytt matarlyst. 4. Svefnerfiðleikar/sefur meira eða leng- ur. 5. Eirðarleysi eða hreyfingarleysi. 6. Þreyta og lítil eða minni orka en venjulega. 7. Hugsanir um að maður sé lítils virði. 8. Slæm einbeiting og óákveðni. 9. Hugsanir um dauðann. Meydómur KYIMLIF Ragnheiður Eiríksdóttir skrifar Meyjarhaftið er himnuræfill, meira að segja götóttur, sem liggur framarlega í leggöngum stúlkna/kvenna sem aldrei hafa haft samfarir. Himnan er það götótt að stúlk- an/konan getur haft blæðingar og jafnvel notað tíðatappa án þess að hún roíríi alveg. Þegar fyrstu sam- farir eiga sér stað rofnar meyjar- haftið venjulega og greiðari Ieið opnast frá Ieggangaopi og upp að leghálsi. Þegar himnan er rofin getur blætt lítið eitt úr leggöngun- um og stúlkan/konan fundið dálít- inn sársauka. Margar stúlkur ótt- ast þennan sársauka og eru þess vegna mjög kvíðnar fýrstu samför- um. Líklegt er að hræðsla og kvíði magni upp sársaukann og því er þarna komin enn ein ástæðan til að veita dætrum okkar stuðning og fræðslu þegar kemur að kyn- ferðismálum. Að gera eða þola? Oft heyrir maður talað um að hann hafið afmeyjað hana - líkt eins og hún sé þar óvirkur þol- andi/þiggjandi og kannski er mál- um gjaman háttað þannig hjá ungu fólki, sem stígur sín fyrstu spor í hinum annars undursam- lega heimi kynlífsins. Venjulega eru strákamir búnir að komast í klámefrii í meira eða minna mæli og hafa myndað sér hugmynd út ffá því um það hvemig kynhetjur „eiga“ að hegða sér í bóli - þama er ein STÓR ástæða til að ffæða syni okkar um það hvernig kynh'f raun- vemlega er, það snýst um að gefa og þiggja en ekki gera og þola. Kannanir sýna að ungt fólk á Is- landi er að meðaltali 14-15 ára þegar það upplifir sína fyrstu kyn- lífsreynslu. Lfldegt er að einhveijir foreldrar taki andköf og hugsi nú sem svo að það hljóti bara að vera einhverjir vandræðagemlingar í rimahverfi sem fara að hugsa dónalegt svona snemma en ekki þeirra saklausi seljahverfisengill. En það er kominn tími til að glað- vakna og galopna munninn og fara nú að tala af viti og feimnis- leysi um kynlíf/virðingu/sam- bönd/smokka/kelerí/blæðing- ar/sæði og allt þetta dónalega við litlu krúttin. Einhvetjum á eftir að reynast erfitt að fara að ráðum mfnum en ég lofa að hjálpa til bráðum með meiri skrifum um málið. Menningarhlutverk En aftur að meydómnum. Okkar gagnsæja tunga gefur berlega til kynna að þær konur sem hafa himnu í leggöngum séu hreinni en aðrar konur, hreinar meyjar. Og þá liggur sæmilega í augum uppi að þær himnulausu séu óhreinni en hinar. Þrátt fýrir gagnsæi held ég þó og vona að í dag séum við að mestu leyti laus við þennan þankagang að tengja kynlíf og óhreinleika - við erum að minnsta kosti komin eitthvað áleiðis. Meyj- arhaftið hefur hins vegar spilað risastórt hlutverk í menningu alls konar samfélaga, og gerir sums staðar enn, sérstaklega þegar kem- ur að siðum og venjum kringum brúðkaup. Hér eru nokkur dæmi: I frásögn 15 ára egypskar stúlku frá 1981 segir: „...um kvöldið Björt mey og hrein. VAGINAL OAIFICE POSTEAIOA COMMISSURE LABIUM EXTEANAL UAETHAAL LABIUM MINUS VESTIBULE PREPUCE ' CLANS FAENULUM . OF CLITOAI þurfti maðurinn minn að sanna það að ég hefði gifst honum hrein mey. Ljósmóðirin, móðir mín og allar giftar konur f ættinni voru í herberginu þegar ég var afmeyjuð. Maðurinn minn notaði Ianga hvíta grisju til að vefja um fingur sér og setti þá inn í leggöng mín þar til grisjan varð blóðug. Þá var honum óskað til hamingju og grisjan fest á prik, sem var borin að heimili hans...“ I Persíu til foma gat kona sem misst hafði meydóminn utan hjónasængur tekið sér eiginmann af lægri stigum og þvingað hann til að s|ujfa upp á alineyjuparplagg. Svo gat hún skilið við mannræfil- inn og farið aftur út á markaðinn mað plaggið upp á vasann og reynt að finna sér skárri brúðguma sem þá hafði ekki ástæðu til að efast um að hún hefði misst meydóm sinn í heiðvirðu hjónabandi. í Japan á níundu öld var brúður afmeyjuð kvöldið fýrir brúðkaupið en guminn fékk ekki að taka þátt í athöfninni heldur varð að sitja heima með hendur í/á skauti. Prestur sá um verkið og notaði til þess trégöndul vænán í hofi sólar- gyðjunnar Amaterasu. Ragnheiður Eiríksdóttir er . . .J^hrjmurþ.rðiunur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.