Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 24

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 24
YDDA/SlA lífskjara Sveigjanlegur fasteignalífeyrir Segja má að fasteign flestra eldri borgara sé í raun séreignalífeyrissjóður þeirra. Með fasteignalífeyri, sem er hluti af Eignalífeyri Búnaðarbankans, er mögulegt að njóta arðsins af lífsstarfinu strax við 65 ára aldur. Við töku á fasteignalífeyri nýtur fólk ráðgjafar sem miðar við eignastöðu og aldur viðskiptavinar. Hægt er að semja um reglubundinn fasteignalífeyri í ákveðinn tíma, allt að 10 ár. Samningurinn er sveigjanlegur og honum má breyta eða fella hann niður hvenær sem er. Að samningstíma loknum er heildarupphæðinni breytt í langtímalán sem hvorki þarf að greiða af vexti né afborganir fyrr en við sölu eða eigendaskipti á viðkomandi fasteign. Með þvf að nýta fasteign sína á þennan hátt er hægt að auka ráðstöfunartekjurnar, án þess að þurfa að flytja úr fasteigninni eða skerða lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. g Dæmi: Hjón, sem eru 70 ára og eiga 16 milljón kr. fasteign, áætla að við 80 ára aldur verði þau búin að minnka við sig. Þau gætu t.d. fengið um 30.000 kr. fasteignalífeyri á mánuði í 10 ár án þess að lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun skerðist, auk þess sem eignaskatturinn lækkar. Óbundið sparifé á háum vöxtum Oft hefur sparifé fólks safnast saman á margar tegundir sparireikninga sem gefa misgóða ávöxtun. Með Eignalífeyrisbók er hægt að sameina spariféð á einn reikning, njóta hárra vaxta, en hafa jafnframt greiðan aðgang að sparnaðinum hvenær sem er. Kynntu þér nýja leið til betri lífskjara; Eignalífeyri Búnaðarbankans. Upplýsingar í útibúum bankans. Veffang Búnaðarbankans er www.bi.is Þjónustan Fasteignalífeyrír Þú nýtur arðsins af lífsstarfinu með því að fá reglu- bundnar greiðslur inn á bankareikninginn þinn. Innstæðulífeyrír Eignalífeyrisbók með báum vöxtum en samt alltaf laus. Fjármögnun vegna íbúðaskipta Skammtímafjármögnun sem brúar bilið við íbúðaskipti. Ráðgjöf Við aðstoðum við að finna leiðir til að hámarka ráðstöfunartekjur á hagkvæman hátt með nýju forriti, Silfursjóðnum. ® BÚNAÐARBANKINN traustur banki Eignafi lífeyrir Sjálfkrafa aðild að Úrvalsfólki Úrvals-Útsýnar Þar eru fréttabréfog ferðir sérstaklega skipulagðar með þarfir eldri borgara í huga. Önnur þjónusta Heimilislínan eða Sérkjör Heimilislínunnar standa þér til boða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.