Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 23

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 - 39 LIFIÐ I LANDINU ÞiírhrLngir Þrír af hringjunum fyrir utan myndina passa inn í hana. Getur þú séð hverjir það eru? Sendið okkur efni Við hérna á Degi höfum ákveðið að fara af stað með Barnahorn. í því verða þrautir, gátur og ýmislegt annað efni fyrir börn á öllum aldri. Flest- ir krakkar hafa gaman af því að leysa þrautir og sumir meira að segja búa til þrautir. í þessu horni er að sjálfsögðu pláss fyr- ir efni sem börnin hafa sjálf búið tU. Það ér jafn- vel pláss fyrir stuttar myndskreyttar sögur í þetta horn. Því viljum við hvetja alla sem hafa eitt- hvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utaná- skriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata 31 600 Akureyri Tölvupóstur: bjorn@dágúr.is Vatnsberinn Þú hittir dularfull- an mann í dag með upphafsstaf- ina G.J. Hugsan- lega Göran Jablonsky, já eða jafnvel Guðmundur Jónsson. Gættu þín á falsspámönnum. Meyjan Þú rórillar fram og aftur blindgöt- una á Ijóslausum eilífðarskrjóðn- um. Farðu í vetrarskoðun á sjálfum þér. Vogin Vitið er ýmist of eða van. Það vita þeir sem vita betur en þeir sem best vita. Sporðdrekinn Fertugir eru færir í flestan sjó, með nesti og nýja skó og nóg af tyggjó. Hó, hó, hó. Bogamaðurinn Þú verður sem festur upp á þráð í allan dag. Það er skárra en að vera á snúrunni til æfiloka. Steingeitin |p| Þú hittir aftur- batapfku á framabraut á sveitaballinu í kvöld. Bjóddu henni far heim með þér á drátt- arvélinni. Leyniveröld geisjunnar Skáldsagan Minningar geisju eftir bandaríska hvíta karlmann- inn, eins og höf- undurinn Arthur S. Golden, er skilgreindur í til- kynningu, er komin út í ís- lenskri þýðingu Sverris Hólmarssonar. Sagan fj'allar um japanska stúlku sem seld er í geisjuhús nfu ára gömul og þjálfuð í list- inni að geðjast og skemmta karlmönnum. Er bókin sögð veita innsýn í horfna leyniver- öld japanskra þjóðhátta. íslensk fuglabók Islenskur fugla- vfsir eftir Jóhann Ola Hilmarsson er komin út hjá Iðunni. Höfund- urinn hefur feng- ist við xannsóknir á fuglalífi og náttúru og gert kvikmyndir um þau efni. Bókin er sniðin að þörfum áhugamanna um náttúruvísindi og þeirra sem sérstaklega vilja glöggva sig á fuglum, útliti þeirra og hátterni. Ljósmyndir og skýringarmyndir eru af þeim fuglum sem fjallað er um. Sér- stakur kafli er um fugjaskoðun og merkingar fugla. Vasadiskó Ljóðabókin VaSa- diskó eftir Jónas Þorbjarnarson er fimmta Ijóðabók höfundarins. Bókaútgáfan Forlagið gefur út. Höfundurinn er menntaður tónlistarmaður og sjúkraþjálf- ari. Með lokuð augu Lokaðu augunum og hugsaðu um mig er heitið á nýjustu ljóðabók Kristínar Ómarsdótt- ur. Hún hefur áður sent frá sér ljóðahækur, skáldsögur og leik- rit. Mál og menning gefur út. Fiskarnir Blástu til sóknar í lúðrasveitinni og láttu ekki pípið í básúnuleikurun- um slá þig út af laginu. Hrúturinn Hafðu vaðið fyrir neðan þig. Æddu ekki anandi í glórulausu gönu- hlaupi að fljótandi feigðarósi, eða þannig. Nautið Þorgeirsboli ásækir þig í svefni og vöku, Guðrún. Hafðu samband við djáknann á Myrká og biddu hann að senda tudda á norska kúakynið eins og það leggur sig. Tvíburarnir Forðastu þær aftanákeyrslur sem framundan verða á þinni vegferð ef þú bakkar ekki út úr öngstrætinu. Krabbinn Dósahnífur er lé- legt veganesti ef ekkert er viðbitið. Maður lifir ekki á draumum einum saman. Ljónið Þú kemur þér hvarvetna út úr húsi áður en þér er hent þaðan út. Ræktaðu þennan eiginleika. Barist gegn þræla- haldi Shakira Caine, eiginkona leikarans Mich- ael Caine, var nýlega heiðursgestur á fjár- öflunarsamkomu samtaka sem herjast gegn þrælahaldi í heiminum. Shakira fæddist í Ghana en foreldrar hennar voru indverskir og mjög fátækir. Faðir hennar lést þegar hún var fimm ára og móðir hennar sá ein um uppeldi fjögurra barna. „Eg veit hvern- ig það er að geta ekki snúið sér til neins,“ segir Shakira. „Fyrir vikið met ég lífið mun meir og þakka Guði á hverjum degi.“ Shakira Caine leggur liö samtökum sem berjast gegn þrælahaldi í heiminum. BÆKUR Ritgerðir eftir Svövu Bókaútgáfan For- lagið hefur sent frá sér bókina Skyggnst bak við ský eftir Svövu Jakobsdóttur. I bókinni eru fjór- ar ritgerðir og fjalla þrjár þeirra um skáldskap Jónasar Hall- gnmssonar og hin Ijórða er um Gunnlöð og hinn dýra mjöð. Saga hennar Gunnlaðar saga er byggð á sama efni. Svava sýnir fram á að verk Jónasar Hallgrímssonar eigi sér rætur í norrænni goðafræði og miðaldabókmenntum, meðal annars í Völuspá og Hávamál- um. Ritgerðirnar mynda eina heild. Smásögur Smásagnasafnið Burðargjald greitt eftjr Pál Kristinn Pálsson er komið út hjá Forlaginú. I því eru tfu smásög- ur. Bókin er fimmta skáldverk Páls Kristins Pálssonar, en hann hefur einnig skrifað tvær samtalsbækur og skrifað hand- rit að kvikmyndum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.