Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1999 DÓMADRAPA | - H ENDURLIFGUN Fyrir röskum einum og hálfum áratug gerðust þau undur og stórmerki, að fslenskt lag með lítt skiljanlegum texta varð allra eyrna yndi um langt skeið, sat m.a. á toppi vinsældalista Rásar tvö í fleiri vikur. La líf var það með tónskáldinu Kjartani Ólafs- syni, sem í dag er svo löngu þekktur fyrir sín nútímaverk af atómgerð, leikhússtónlistar o.fl. Platan La líf með þessu vinsæla lagi er nú endurútgefin á geisla auk fleiri Iaga og framúrstefnu- stykkja sem Kjartan hefur samið. Nokkuð fín útgáfa, sem þó vart er við allra hæfi. Gary Barlow - Twelve months eleven days Dýsætur Líkt og hinir strák- arnir í Take that, hefur Gary Barlow mátt horfa upp á fyrr- um félag- ann og pörupiltinn Robbie Willi- ams verða að stórstjörnu á eigin vegum meðan að hann og kannski Mark Owen hafa ekki svo mjög náð frama undir sínum nöfnum þótt þeir hafi almennt verið taldir mun hæfileikaríkari. En svona er nú poppið stund- um. Með nýju plötunni sinni, Twelve months eleven days, er Gary þó að ná ágætisárangri í sinni dýsætustu mynd. Er það mest að þakka vinsældum lags- ins Strong, úr smiðju George Michael, sem nú heyrist tfðum. Annars er þessi nýja plata í sama dúr og annað sem dreng- urinn hefur komið nálægt. Flott framleiðslupopp ætlað ungling- um, stúlkum þó einkum og sér í lagi. ZZTop-XXX Ódrepandi ærslabelgir Þeir Billy Gibbons, Dusty Hill og Frank Beard hafa verið sam- an í ZZ Top í yfir 30 ár. Þeir urðu frægir á heimsvísu um 1982 er platan þeirra Eliminator með lögum á borð við Gimmie all your lovin sló hressilega í gegn og hafa lítt litið til baka síðan þá. Nýja platan XXX er Iíkt og seinni tíma plötur á borð við Antenna, Recycler o.fl. með gáskanum sem alltaf hefur ein- kennt kappana frá Texas í bland við nútímaáhrif. Núna eru jafn- vel drum & base taktar á ferð- inni. XXX er svo Iíka svipuð Fandango sem kom út fyrir rúm- um 20 árum hvað það varðar að tónleikaupptökum er blandað saman við hljóðversupptökur. Aðdáendur ZZ Top eru trúir og tryggir og þónokkuð margir hér- lendis. Þeir eiga ekki að láta þennan grip framhjá sér fara. Hepurns - Sami titill Grípandi popp Stúlkna- fjóreykið Hepurns, þær Lisa Janie, Sarah og Beverley, hafa und- anfarna mánuði vakið milda athygli fyrir fyrstu plötuna sína, sem einfald- lega kallast Hepurns. Smáskífan I quit náði á sínum tfma 8. sæti á breska vinsældalistanum og var samtals í fimm vikur á topp 40. Seldist smáskífan í um 100.000 eintökum. Stelpurnar hafa verið sam- an í rúm tvö ár og hófu sam- starfið í borg- inni Cambridge. Stóra sam- nefnda platan þeirra er svo í samræmi við I quit, grípandi og einfalt popp með rokkáhrifum í bland, þannig að samanburður við t.d. Alanis Morrisette m.a. kemur upp í hugann. Filter - Sami titill Margrætt rokk Það er ekki oft sem á sömu plöt- unni er að heyra áhrif frá svo ólíkum rokkjöfrum sem Black Sabbath og U2! Það er þó upp á teningnum á þriðju plötu rokksveitarinnar Filter, með Richard Patrick í farar- broddi. Er þessi plata nokkuð svo margræð og bara ansi hreint athygliverð og þá ekki bara fyrir þessa áhrifavalda heldur einnig fyrir ffnar lagasmíðar. Fyrri plöt- urnar Short bus og Hey man, nice shot sem komu út 1995 og 1997, vöktu mikla athygli og það ætti þessi svo sannarlega líka að gera. n IMSMANNSINS * HAMMOND MOLAR ó/'//' Œa/(/z//vi''iOf/ Hommondmolar Þóris Baldurssonar. Fyrsta platan hans i 17 ár. Fyrir þeim sem komnir eru vel á legg °g fylgst hafa nokkuð með íslenskri tónlist liðinna áratuga, þarf lfklega ekki að kynna Þórir Baldursson. Ferill hans spannar nú um það bil fjóra áratugi og hefur verið viðhurðarríkari og víðfeðmari en flestra annara ís- lenskra tónlistarmanna. Fyrst varð hann lfkast til þekktur sem einn af þremur meðlimum Savanatríósins ásamt þeim Troel Bendtssyni og Birni I3jörnssyni, en síðar lá Ieiðin m.a. í Dátaleik með systur sinni Maríu Baldurs o.fl. Þórir fór snemma að líta til fjarlægari landa og hefur á ferl- inum starfað m.a. í Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Banda- rfkjunum. Náði hann þar að skapa sér nafn sem útsetjari og upptökumaður og vann með ekki ófrægara fólki en Elton John, Donnu Summer o.fl. A seinni árum hefur Þórir svo leik- ið og unnið með Qöldanum öll- um af tónlistarmönnum hér- lendis t.d. með Rúnari Georgs saxafónleikara, mági sínum Rúnari Júlíussyni og mörgum fleiri. Þórir er nú að senda frá sér nýja plötu sem hann tileink- ar föður sínum Baldri Júlíussyni. Var hann einnig tónlistarmaður, lék á harmoniku og eru tvö lög á plötunni beinlínis tileinkuð hon- um, Sunnubraut sautján, sem var fysta lagið sem Þórir samdi og Frá Sunnuhvoli. Auk þeirra er svo ósvikinn ræll, í anda þess sem Baldur Iék á sínum tíma. AIIs eru lögin á plötunni þrettán og má nefna af þeim auk þeirra þriggja sem minnst var á, Þímið- Jónína, sem Gestur Einar spilar jafnan á undan afmæliskveðjum í þættinum Hvítir Mávar. Mikill fjöldi aðstoðarmanna er með Þóri við gerð plötunnar m.a. Guðmundur Pétursson, gamli félaginn Rúnar Georgsson, Jó- hann Asmundsson, feðgarnir Árni og Einar Valur Scheving og Viðar Margeirsson. Voru Hamm- ond molar teknir upp á heimili Þóris og er þetta hans fýrsta plata f um 17 ár, frá Til eru fræ, sem hann gerði með Rúnari Ge- orgs. Geimsteinn gefur út. MAGNAÐUR KRAFTUR Rapptónlistin hefur orðið lífseigara fyrirbæri en flestir þorðu nokkurn tímann að spá um. Margsinnis hefur því verið spáð dauða og djöfli og svosem ekki að ástæðulausu, ýmislegt miður gott hefur gcrst í kringum það, m.a. óöldin í Los Angeles, Cop killer og allt það, auk þess sem boðber- arnir hafa margir hverjir verið hinir verstu. Þetta á sér- staklega við um ribb- aldarappið svonefnda á Kali- forníusvæðinu, en það ásamt öðrum öngum rappsins, ekki hvað síst „blómarappinu" sem þróast hefur í kringum New York og hið nýja R&B æði tengist meira og minna, haldið áfram að vaxa og dafna og telst tvímælalaust með vinsælustu tónlistar- straumunum í poppinu í dag. Hérlendis átti rapp lengi vel erfitt uppdráttar en með til- komu Suberrainian í blóma- deildinni og Quarashi í harð- ara rappinu, breyttist það skjótlega. Með fyrstu stóru samnefndu plötunni sinni, haustið 1997, slógu Sölvi Blöndai og félagar rækilega í gegn og seldist platan í góðu upplagi. Nú er svo komin út eítirfari hennar í formi piöt- unnar Xnseizes. Er þar í skemmstu máli sagt um tals- vert rnikla framför að ræða þar sem skerp- ingum, meiri lag- línunotkun og fyrst og síðast meiri kraftur er á ferðinni. Með for- smekknum af því sem koma skildi, laginu Stick’em up, var þetta strax gefið til kynna með frá- bærri rapp-þungarokkssmíð. í stórum dráttum er svo af- gangurinn á þessum heil- steyptu nótum. Auðvitað er líka mildari keimur í bland í lögunum, t.d. á mýkri fönk- línu, en að mestu er það fínn kraftur og keyrsla sem ræður ferðinni. Það er lítil ástæða til að tína út fleiri lög. Haröir rappaðdáendur og fleiri sem hafa hrifist af Quarashi vita hvað er á ferðinni og þurfa ekki fleiri vitnanna við. Er ör- ugglega um kandidat sem besta plata ársins að ræða, hér þar sem Xnseizes fer. Quarashi. Eiga þeir bestu plötu ársins 1999?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.