Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 20.11.1999, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 20. NÚVEMBER 1999 - 21 MENNINGARLÍFÐ „Að öllu samanlögðu hafa Brecht því verið gerð verðug skil í Þjóðleikhúsinu að þessu sinni, “ segir Gunnar Stefánsson um Brechtsýningu Þjóðleikhússins. Dæmisaga á sviðinu Þjóðleikhúsið: KRÍTAR- HRINGUR- INN í KÁKASUS eft- ir Bertolt Brecht. Þýðandi: Þor- steinn Þor- steinsson. Þýðing bund- ins máls: Þrándur Thoroddsen. Leikstjóri: Stefan Metz. Samverkamaður leikstjóra og dramatúrg: Philippe Bischof. Leikmynd: Gretar Reynisson. Lýsing: Björn B. Guðmunds- son. Brúðugerð: Suzann Wachter. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. - Sýningin er unnin í samstarfi við Theatre de Complicite. Frumsýnt á Stóra sviðinu 18. nóv. Þjóðleikhúsið sætti ámæli í fyrra fyrir að sýna ekki verk eftir Brecht þegar aldarafmælis hans var minnst. Reyndar var Utvarp- ið eitt um það að minnast hans þá og auk þess verður um jólin flutt í útvarpi í fyrsta sinn hér- lendis leikurinn Heilög Jóhanna í sláturhúsunum. Og nú hefur Þjóðleikhúsið rekið af sér slyðruorðið með fyrstu Brecht- sýningu sinni í fimmtán ár, frá Sveyk í síðari heimsstyrjöldinni, 1984. Sýningin á Krítarhringn- um sem stjórnað er af tveimur svissneskum leikhúsmönnum og sett upp í samvinnu við „al- heimsleikhúsið" Theatre de Complicite er ánægjulegur við- burður og sómi fyrir Þjóðleik- húsið á afmælisárinu. TII að hafa áhrif Um leikstíl Brechts er ekki ástæða til að fara mörgum orð- um, enda ætti hann að vera flestum kunnur. Grundvallarat- riðið er að áhorfandinn gleymi því ekki eitt andartak að hann er að horfa á leik, ekki atvik á sviði sem látast vera sönn. Hann á ekki að lifa sig inn f örlög fólks sem hann sér, heldur draga lær- dóma af því sem honum er sýnt, - pólitíska lærdóma. Þetta eru dæmisögur. Brecht semur verk sín til að hafa pólitísk áhrif, deila á valdastéttir og ýta undir baráttu alþýðunnar. Hins vegar vissi hann manna best að slíku erindi verður ekki komið á fram- færi nema höfundurinn hafi fullkomið vald á formi sínu og kunni vel að skemmta áhorfend- um. Hið epíska leikhús birtist í veldi sínu í Krítarhringnum. Þetta er saga innan í sýningu, - að vísu var rammanum ekki fylgt til hlítar þar semlokaatriðinu var sleppt, sem mun oftast gert. En forleikurinn gerist meðal samyrkjubænda í Grúsíu 1943, þar sem deilt er um eignarrétt á landi. Þangað kemur söngvarinn Arkadí og setur á svið sýningu þar sem lýst er ástandi á bylting- artímum, stórfurstanum er steypt af stóli, og í framhaldi af því bjargar fátæk vinnukona barnungum syni hans, fer með hann upp til Ijalla. Þetta verður hennar barn. Hér eru sem sé dramatískir atburðir á ferð, en sagan snýst um eignarrétt og réttvísi, um þá alþýðu sem varð- veitir í hjarta sér neista mann- úðar og samhjálpar andspænis hernaði spilltrar og grimmúð- ugrar yfirstéttar. - Brecht nýtir sér jafnan í verkum sínum að- fengna efnisgrind. I þessu tilviki gamalt kínverskt leikrit um krít- arhring sem notaður var til að kveða upp dóm þegar tvær kon- ur deildu um hvor ætti barn. Hin sagan er öllu frægari, frá- sögn Gamla testamentisins um dóm Salómons í sams konar máli. Vinnur vel saman Sýningin í Þjóðleikhúsinu var nokkuð sein f gang og þyngsla- leg framan af. Eg veit ekki hvort ástæða var til að Ieika samtíma- upptökur í gjallarhorni í byrjun, þar var yfirheyrsla yfir Brecht fvrir óamerísku nefndinni o. s. frv. Þetta er náttúrlega söguleg ábending til þess tíma þegar Krítarhringurinn varð til. En þegar komið er út í söguna sjálfa verður fljótt gaman, og ekki síst að af því hversu samræmd sjón- ræn heild sýningin verður. Þar vinnur allt með öðru, sviðið sem eins konar „gluggi“ inn í þann leik sem manni er settur fyrir sjónir, stílfærð leikmynd og munir,1,. ,4úningamíf óg allúr leikstíllinn. Það er augljóst að þarna hafa haldið um tauma íeikhúsmenn sem kunna sinn Brecht og vita hvað þeir eru að gera. Þeir hafa líka náð að laða fram þá færni sem leikararnir og aðrir starfsmenn sýningarinnar búa yfir, þess vegna verður út- koman sannfærandi. Það væri ekki í anda Brechts að upphefja einn á kostnað ann- ars. Hópurinn vinnur vel saman sem fyrr var sagt, allir fara með fleiri en eitt hlutverk. I sjónar- miðju er eldabuskan Grúsja sem Margrét Vilhjálmsdóttir leikur án þess falskur tónn heyr- ist. Á henni mæðir mest á svið- inu og hún skilar hér einkar vel unnu verki. Sigurður Sigurjóns- son var mjög skemmtilegur sem Asdak amtsritari. Ingvar E. Sig- urðsson var ekki síst skoplegur sem eiginmaðurinn Jússúp sem reis upp frá dauðum og Arnar Jónsson átti létt með þýðingar- mikið hlutverk sögumanns sem í raun tengir saman atriðin, - taktar Arnars eru kannski orðnir einum of auðveldir honum. Aðr- ir leikendur sem sýndu góða framgöngu í hlutverkum sínum eru Jóhann Sigurðarson, Bergur Þór Ingólfsson, Kristbjörg Kjeld - sem naut sín með miklum ágætum -, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Sigurður Skúla- son. Minna kvað að Stefáni Jónssyni, Vigdísi Gunnarsdóttur í vanþakklátu hlutverki hinnar spilltu jarlsfrúar og Þór H. Tul- inius, þótt þau féllu sómasam- lega inn í heildina. Þá er ótalinn nýliði í leikarahópi Þjóðleikhúss- ins, Rúnar Freyr Gíslason. Hann kom vel fyrir án þess að sýna ótvírætt hvers af honum má vænta. Ekki má gleyma brúðunni Mikjáli sem Brynhild- ur Guðjónsdóttir stýrði, Þýðing Þorsteins Þorsteins- sonar - sem er vanur Brechtþýð- andi og Owágætlega að sér um höfundinn - var lipur og áheyri- leg, en söngtextar nutu sín ekki sem skvldi, hvort sem það slcrif- ast á þýðandann eða á rætur að rekja til þess að leikstjórinn skil- ur ekki málið. - Að öllu saman- lögðu hafa Brecht því verið gerð verðug skil í Þjóðleikhúsinu að þessu sinni. Gunnar Stefánsson skrifar um leiklist áteaa leikfelag zbbL ®£rE Y KJ AVÍKURJ® BORGARLEIKHÚSIÐ ATHUGHÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HELGAR Stóra svið: Litla hryUingsbúðin eftir Howard Ashman tónlist eftir Alan Menken lau 20/11 kl: 19:00 uppselt, fim 25/11 kl. 20:00 örfá sæti laus, lau 27/11 kl. 19:00 örfá sæti laus. Sex í sveit eftir Marc Camoletti 112. sýn. sun 21/11 kl. 19:00 113. sýn. fös 26/11 kl. 19:00 örfáar sýningar Stóra svið kl. 14:00 Pétur Pan eftir J.M. Barrie sun 21/11 sun 28/11 Sýningum fer að Ijúka Litla svið: Fegurðard rottn i ng i n frá Línakri eftir Martin McDonagh fim 25/11 kl. 20:00 fim 2/12 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Litla svið Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum eftir Jane Wagner Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson Leikari: Edda Björgvinsdóttir. Leikstjórn: María Sigurðard. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Lýsing Lárus Björnsson Hljóð: Baldur Már Arngríms. lau 20/11 kl. 19:00 uppselt - Sýningin túlkuð á táknmáli. lau 27/11 kl. 19:00 sun 28/11 kl. 19:00 - Sýningin túlkuð á táknmáli. Námskeið um djöflana eftir Dostojevski hefst 23/11. (leikgerð og leikstjórn Alexer Borodin, Síðasti skráningardagur Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 l ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði kl 20:00 KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht 3. sýn. mið 24/11 örfá sæti laus, 4. sýn. fim 25/11 örfá sæti laus, 5. sýn. fös 26/11 örfá sæti laus, 6. sýn. mið 1/12 örfá sæti laus, 7. sýn. fim 2/12 örfá sæti laus, SJÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxness Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Fyrri sýning: BJARTUR -Landnámsmaður íslands ídag 20/11 kl. 15:00 uppselt - langur leikhúsdagur næst síðasta sýning, lau 27/11 kl. 15:00 uppselt- langur leikhúsdagur, síðasta sýning. Síðari sýning: ÁSTA SÓLLILJA -Lífsblómið í dag 20/11 uppselt - langur leikhúsdagur - næst síðasta sýning, lau 27/11 uppselt - langur teikhúsdagur, síðasta sýnlng. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - sun 21/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 28/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 5/12 kl. 14:00 uppseltog kl. 17:00 uppsett. Aukasýning lau 4/12 kl. 13:00 uppsett.fim 30/12 kl. 14:00 og 17:00 MEIRA FYRIR EYRAÐ - Þórarinn Eldjárn og Jóhann G.Jóhannsson sýning fyrir kortagesti sun 28/11 kl. 21:00 uppselt Sýnt á Litla sviði kl. 20:00 ABELSNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt þri 23/11 uppselt, sun 28/11 kl. 15:00 uppselt, þri 30/11 kl. 20.00 uppselt, sun 12/12, mið 15/12. Athugið ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 FEDRA -Jean Racine. sun 21/11, sun 28/11. Síðustu sýningar. MEIRA FYRIR EYRAÐ söng og Ijóðadagskrá - Þórarinn Eldjárn og Jóhann G.Jóhannsson þri 30/11 síðasta sýning. Listaklúbbur leikhúskjallarans Mán 22/11, kl. 20:30 Barbara og Úlfar- Heimspekileg helgistund með tveimur þekktustu leikhústrúðum landsins, Halldóru Geirharðsdóttur og Bergi Pór Ingólfssyni Miðasalan eropin mánud.-þríðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Símapantanlr frá kl. 10 virka daga. Simi 551 1200 www.leikhusid.is - nat@theatre.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.