Dagur - 20.11.1999, Síða 7

Dagur - 20.11.1999, Síða 7
Tfej^wr LAUGARDAGUR 20. NÚVEMBER 1999- 23 LÍFIÐ í LANDINU vestur fjörur. Við Torfi vorum á bílpalli ásamt mörgum fleirum hjá einhverju pokadrasli og ferð- in gekk vel, þrátt fyrir að við þyrftum að aka yfir óbrúuð vötn. Þarna sat ég á síldarmjölspoka í fínni kápu með hatt.“ Torfi: „En síðar átti Ingibjörg alltaf erfitt með að ferðast með bílum. Þeir festu sig yfirleitt alltaf ef hún var með. Þurfti ekki stórfljót til.“ Ég þarf að hoppa Ingibjörg: „Við komum við á nokkrum bæjum í Suðursveit að skila farþegum og þegar við vor- um að fara frá Skálafelli rak bíl- stjórinn höfuðið út um gluggann og kallaði í okkur sem vorum á pallinum: „Haldið ykkur. Ég þarf að hoppa yfir ræsið.“ Síðan spýtti hann í og lét bílinn hoppa yfir ræsi, sem hafði brotnað undan honum á leiðinni heim að bæn- um. Þetta var heilmikið hopp en allir tolldu á. A Kálfafelli sneri bíllinn við og þar voru settir hestar undir okkur Torfa til að ríða á að Hala, um 5 km leið. Torfí vippaði sér á bak og hann var svo snöggur að hann fór yfir hinum megin." Torfí: „Eg vildi nú sýna fími mína.“ Ingibjörg: „Eg var sett upp á Ijómandi góðan hest sem hús- móðirin, Ingunn, átti. Eg hafði gaman af að ríða greitt á þessum árum en Torfi og Steinþór Bene- diktsson, fylgdarmaður okkar, fóru bara fetið svo ég var á fleygi- ferð fram og til baka. Reyndar vissi ég ekki hvar í ósköpunum átti að fara heim að þessum bæ hans því mér sýndist fjallið ná fram í sjó. Svo ég beið nú eftir þeim félögum og reið samferða þeim siðasta spölinn. - Hvemig leist þér á framtiðar- staðinn? Ingibjörg: „Ég vissi ekki þá að þetta yrði minn framtíðarstaður og mér er í minni þegar ég Ieit hingað heim að Hala og við mér blöstu moldarbörð í kringum bæ- inn. En þegar við komum heim á hlað leist mér strax betur á mig, því hér heima var afskaplega notalegt og tilvonandi tengdafor- eldrar, Steinþór og Steinunn tóku afar vel á móti okkur." Torfi: „Aðra nóttina sem hún var hér gerði aftakaveður, það al- versta sem ég man eftir. En næstu helgi á eftir var komið fín- asta veður og þá var hvítasunnan með fermingar- og skímarmessu á Kálfafellsstað, veislu á eftir og dansleik í samkomuhúsinu um kvöldið." - Fór þér þá að lítast vel á þig í Suðursveit, Ingibjörg? Ingibjörg: „Já, en ég var samt ekki tilbúin til að ákveða að búa hér. Það var reyndar verið að byggja skóla og heimavist f sveit- inni, á Hrollaugsstöðum. Stein- þór, faðir Torfa, var formaður skólanefndar og farinn að bera ví- urnar í hann. En það var líka ver- ið að byggja heimavistarskóla í sveitinni minni og ég setti þau skilyrði að Torfi kæmi þangað þegar það yrði búið.“ Torfi: „Svo gleymdist það.“ Ástarbréfin Ingibjörg: „En um sumarið skrif- uðumst við á og biðum í óþreyju eftir bréfum hvort frá öðru eins og þetta upphaf að bréfi frá Torfa ber vitnj um:„ Hala 7. ágúst 1944 Elsku hjartans Bogga mín! Ég þakka þér afskaplega mikið lyrir bréfið og myndirnar sem ég með- tók fyrir tæpri viku en mikið leiddist mér að heyra að þú skyld- ir ekki vera búin að fá bréfið frá mér. En núna þegar ég skrifa þetta þá vona ég að þú sért búin að fá tvö bréf frá mér, ástin mín og nú fer ég bráðum að vonast eftir bréfi frá þér. Ingibjörg: „Svo hlökkuðum við til endurfunda eins og nærri má geta. Hér er annar kafli úr bréfi frá Torfa:,, Þá er nú þessi dagurinn liðinn að kvöldi, ástin mín og ég segi að það sé gott hvað af fer. Þóra og Olafur eru búin að vera hér nær því í mánuð og Oskar litli auðvit- að lfka. Þórbergur og Margrét eru búin að vera hér í hálfa þríðju viku en nú ætlar allt þetta fólk að fara héðan á morgun ef flug verð- ur. Ég ætla að senda þetta bréf suður með því, í þeirri von að það fái fljóta ferð úr Reykjavík. lngibjörg: „Þegar hann skrifaði þetta vissi hann ekki að hann ætti von á barni. Ég sagði þó í einu bréfinu að ég hefði fréttir handa honum þegar hann kæmi sem ég ætlaði ekki að segja frá í bréfi.“ Torfi: „Ég man ekki til að mig grunaði neitt en Torfhildur Hólm, dóttir okkar, fæddist 16. febrúar 1945 og gæti því hafa komið und- ir á Hala óveðursnóttina miklu, vorið áður!“ Hætt komin Ingibjörg: „Stúlkan sú fæddist líka með miklum fyrirgangi. En íylgjan sat föst og ég var mjög hætt komin. Var heima á Hóli og mamma sendi eftir Daníel lækni á Dalvík. Það var ekki bílfært nema hálfa sveitina fyrir snjó og hitt þurfti að fara á sleða aftan í hesti. Ég man að það síðasta sem ég heyrði áður en ég féll í ómegin af blóðleysi var: „Nú eru þeir komnir hér á skriðuna." Svo vaknaði ég við að ég var nánast látin standa á höfði. Ég lá í rúminu í þijár vikur, al- gerlega blóðrunnin. Mamma og systir mín sáu um mig og mamma náði sér aldrei eftir þessa reynslu. Sjálf náði ég mér ekki fýrr en eftir að ég eignaðist tví- burana Fjölni og Steinunni 1952. Þá vorum við búin að eignast Steinþór, sem fæddist á hlaupárs- dag 1948, mánuði fyrir tímann og dreng sem við misstum 1950 sem kom Iíka fyrir tímann." - Voruð þið þá komin í Suður- sveitina? Torfi: „Já, við fluttum hingað að Hala vorið 1945. En um áramót- in 47/48 færðum við okkur í heimavistina á Hrollaugsstöðum og bjuggum þar á veturna í mörg ár. Þótt vegalengdin þyki ekki Ingibjörg og Torfi með frumburðinn, Torfhildi Hólm. Eldri börnin. Lengst til vinstri sést aðeins í Þórberg, síðan koma tvíburarnir Steinunn og Fjölnir, Steinþór, Zophonías og Torfhildur. „Litlu stelpurnar" Sús- anna, Margrét og Þórgunnur" ekki komnar tiI sögunnar. Á hlaðinu á Hala ‘57 eða 58: Frá vinstri: Þórbergur Þórðarson, Steinunn Guðmundsdóttir, Steinþór Þórðarson, sumar- dvalarbarn, Torfi Steinþórsson, Ingibjörg Zophoníasdóttir, sumardvalarbarn, Fjölnir Torfason, Steinunn Torfadóttir, sum- ardvalarbarn og Zophonias Torfason mikil nú milli þessara staða þá voru Steinavötnin óbrúuð á þess- um árum og oft erfið yfirferðar." Ingibjörg: Sem dæmi um það er ferð sem við fórum 16. febrúar ‘48 suður að Hala til að alda upp á afmæli Torfhildar litlu. Þau fóru með okkur Benedikt á Kálfafelli, bróðir Steinþórs, Ingunn kona hans og Katrín, iítil sonardóttir þeirra. Torfi átti þennan fi'na bíl sem var kallaður Drellir. En þegar líða fór að kvöldi tók að rigna. Það var hlýtt en búið að vera frost. Okkur gekk vel til baka yfir fyrstu kvíslina en þegar við vorum að komast upp úr þeirri næstu þá duttu afturhjólin niður úr holklaka. Við fórum úr bílnum og hímdum úti á eyri í lengri tíma í myrkri og vötnin í örum vexti allt í kring. Telpurnar ungar og ég bálólétt. Fyrsti bíll sem kom til hjálpar festist líka en svo var okk- ur bjargað." Torfi: „Þótt ótrúlegt sé varð Ingibjörgu ekki meint af þessu og það var annað atvik sem flýtti fyr- ir fæðingu Steinþórs, hálfum mánuði seinna. Við ætluðum út að Hala en þá var sprungið dekk undir bílnum hjá mér. Henni fannst ég vera svo lengi að gera við og ætlaði að flýta fyrir mér og Iosa dekkið af felgunni. Hamaðist eins og vitlaus manneskja að beija þetta af. Daginn eftir fædd- ist drengur." Flogiö á síðustu dropunum Ingibjörg: Svo var alltaf bras ef ég þurfti eitthvað að ferðast. Einu sinni þurfti þrjá bíla til að koma mér heim austan af Höfn. Þeir ýmist biluðu eða sátu fastir." Torfi: „Það var heldur ekki ör- uggt fyrir hana að fara í flugvél.“ Ingibjörg: „Nei, um vorið ‘46 stóð til fjölgun hjá systur minni og hún var búin að hugsa svo vel um mig þegar ég fæddi að ég vildi gjalda líku líkt. Ég var búin að fara þijár ferðir austur á Höfn með litlu dótturina með mér en alltaf var flugi aflýst. Ferðin aust- ur tók þá þrjá tíma. Svo Jón- mundur bróðir minn fyrir norðan sendi bara litla vél eftir okkur. Það gekk ljómandi vel en því var ekki að heilsa þegar við komum til baka. Við flugum frá Melgerð- ismelum en þegar við komum suður fyrir jökla var ekki hægt að komast niður fyrir þoku. Flugmaðurinn flaug á Egils- staði til að ná sér í bensín en þá reyndist ekkert bensín til þar. Hann fór í loftið aftur til að fara norður en þá var allt orðið lokað þar líka. Hann setti aftur stefn- una á Höfn en þar hafði ekkert breyst og þá var snúið á Egilsstaði aftur. Við vorum algerlega á síð- ustu dropunum. Allt í einu sáum við lítið gat í þykknið og þar dembdi flugmaðurinn sér niður. Þá var flugvöllurinn á Egilsstöð- um þar fyrir neðan. Þama vorum við Torfhildur og einn maður með tvo drengi, níu og ellefu ára í þriggja manna vél og fjarskiptasambandið ekkert. Fólk hér var orðið sturlað úr hræðslu vegna okkar en ég kunni ekki að hræðast á þeim árum og settist upp í vélina daginn eftir og flaug suður á Hornafjörð þegar flugmaðurinn var búinn að keyra norður til Akureyrar um nóttina til að ná í bensín.“ - En svo við förum fljótt yfir sögu, hvað eru afkomendumir nú orðnir mdrgir? Torfi: „Börnin eru 9 á Iífi, bamabörnin 33 og Iangaafa og langömmubörn 14. I handskrif- aðri bók sem okkur var gefin í til- efni 55 ára hjúskapar líkir yngsta dóttirin okkur við tré sem flækt hafi ræturnar saman og afkom- endunum við skóg sem þrifist hafi í skjóli gömlu tijánna.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.