Dagur - 04.12.1999, Síða 6
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
LÍPJÐ f LAj'JÐJj'JU j
22
fræðikeimsla
I' W '■ r;
Rúnar Sigþórsson og Jón Baldvin Hannesson starfa sjálfstætt sem ráðgjafar í skólamálum. Þeir eru miklir áhugamenn um siðfræðikennslu I skólum. mynd: brink
Á skólinn að vera hlut-
laust fræðasetur eða
hefur hann eitthvað
meira til málanna að
leggja í uppeldismál-
um? Rúnar Sigþórsson
og Jón Baldvin Hannes-
son starfa sjálfstætt
sem ráðgjafar í skóla-
málum og telja að sið-
fræðikennsla í skólum
geti bæði leyst aga-
vandamál og stuðlað að
bættum námsárangri.
„Við viljum meina að skólinn
geti verið mjög öflugur hakhjarl
foreldra í uppeldismálum.
Staðreyndin er nefnilega sú að
þegar mismunandi gildismat
þjóða eða trúarbragða er skoð-
að þá er rauður þráður all-
sstaðar sem er fyllilega sam-
bærilegur. Það er enginn
ágreiningur um það milli trúar-
bragða, eða mismunandi þjóða,
að við eigum að sýna náungan-
um ákveðna tillitsemi og um-
burðarlyndi, vera dugleg og
heiðarleg og þar fram eftir göt-
unum. Unnt er að telja upp
fullt af dyggðum í viðbót. Þetta
er allt mjög sambærilegt. Trú-
arbrögðin hafa öll þessa þætti í
sér og þvf þarf ekki að vera
ágreiningur um mikilvægi
þeirra," segir Jón.
Þeir segja að siðfræðileg efni
hafi löngum verið viðkvæm
innan skólakerfisins og segir
Rúnar það umdeilt hvort skól-
inn sé afl sem hægt er að virkja
í þágu samfélagsþróunar.
„Gildi siðfræðikennslu í skól-
um er undir því komið að skól-
inn geti haft áhrif á mótun
samfélagsins en ekki bara verið
endurspcglun á því . Hlutverk
skólans hlýtur að vera meira en
bara að mennta vinnuafl sem
hefur ákveðna þekkingu og
ákveðna færni. Hann verður
líka að þroska einstaklinginn
þannig að hann geti tekið á
ábyrgan hátt þátt í samfélag-
inu,“ segir Rúnar.
Nýlega fóru Jón og Rúnar
ásamt fleiri íslenskum skóla-
mönnum vestur til New Jersey í
Bandaríkjunum til þess að sitja
námsstefnu þar sem fjallaö var
um siðfræði og mannrækt í
skólastarfi. Námsstefnan var á
vegum samtaka sem heita
„Council for Global Education“.
Og eru staðsett í Washington.
Þeir segja þau samtök vinna víða
um heim og séu ma. ráðgefandi
fyrir ríkisstjórnir. „Þessi samtök
vinna að útbreiðslu siðmenntar
og mannræktar í skólastarfi.
Einn liður í þvf að kynna sér
áherslur samtakanna var þessi
ferð okkar út til Bandaríkjanna.
A námstefnunni voru ma.
kynntir skólar sem leggja mikið
uppúr siðfræði eða mannrækt í
sínu starfi. Einnig var kynnt
þarna það sem hefur verið gert í
einstaka fylkjum í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Síðan var
reynt að móta hugmyndir um
hvernig rétt sé að standa að efl-
ingu þessarar mannræktar í
skólastarfinu almennt. Samtök-
in safna saman
því sem vel er
gert á þessu
sviði. Auk þess
sem þau hafa
staðið fyrir nám-
skeiðum lyrir
kennara. Sam-
tökin leggja
mikla áherslu á
hnattrænan
hugsunarhátt.
þau vinna út frá
þeirri stefnu að
það þurfi bæði
að þroska ein-
staklinginn sem
einstakling og
gera hann
þannig færan um að taka á
ábyrgan hátt þátt í samfélaginu.
Bæði hans eigin samfélagi og
einnig byggja upp samábyrgð á
milli samfélaga."
Skólinn er
uppeldisstofnun
Þeir segja að íslenska skólakerf-
ið hafi sinnt siðfræði eða mann-
rækt frekar lítið. Samt hafi skól-
inn mikið af félagslegum og
uppeldislegum markmiðum,
bæði í aðalnámsskrám skólastig-
anna og einnig sé komin inná
námskrá sérstök námsgrein und-
ir heitinu lífsleikni, bæði í
grunn- og framhaldsskólum sem
að hluta til er ætlað að leggja
grunn að skólastarfi á þessu
sviði. „Síðustu áratugina hefur
það viðhorf verið ríkjandi að
skólinn eigi að vera hlutlaus
þegar kemur að siðferðilegum
álitamáium og hver og einn
verði að velja sitt gildismat og
sína afstöðu. Skólinn eigi að fást
við fræðigreinar og sýni hlut-
leysi. Hverjar eru þá afleiðing-
arnar af þessu siðferðislega hlut-
leysi? Af hverju erum við með
svona marga
einstaklinga
sem taka ekki
tillit til þeirra
siðferðislegu
gilda sem eru
fyrir hendi í
heilbrigðu sam-
félagi? Hvað
með eiturlyf og
afbrot og óheið-
arleika? Við
verðum að
spyrja hverskon-
ar fólk við vilj-
um ala upp.
Skólinn er óhjá-
kvæmilega
bæði uppeldis-
og fræðslustofnun, hann getur
ekki skilið þar á milli. I leiðinni
má spyrja, ef við viljum að ein-
staklingarnir þrffist í heilbrigðu
samfélagi, þurfa þeir þá ekki að
hafa siðferðislegan grunn til að
þetta virki. Spurningin er held
ég hvort skólinn geti tekið þátt í
að mynda gott gildismat?" segir
Jón Rúnar og segir að það vera
einkum tvennt sem vinni gegn
því að skólinn taki að sér að inn-
prenta börnum ákveðið gildis-
mat. „Það er annars vegar þessi
hlutleysiskrafa, að skólinn sé
hlutlaus og sinni fýrst og fremst
fræðigreinum en taki ekki á sið-
ferðilegum álitamálum. Hann sé
ekki uppalandi sem megi inn-
prenta börnum ákveðna hluti.
Hitt er krafan sem við sjáum
reglulega þegar að birtast niður-
stöður samræmdra prófa. Þar er
skólinn metinn mjög þröngt á
grundvelli mælanlegs árangurs
úr prófum í ákveðnum fræði-
greinum. Þú sérð ekki í umfjöll-
uninni þegar að blöðin fara af
stað og leggja útaf niðurstöðum
samræmdra prófa að þar sé lagt
mat á annað starf skólans. Það
er þessi harða krafa um mælan-
legan árangur. Það er mjög erfitt
að mæla árangur af mannrækt-
inni nema bara á Iangtíma mæli-
kvarða. Þrátt fyrir að skólakerfið
hafi margvísleg uppeldisleg
markmið og markmið lífsleikn-
innar séu að stórum hluta mark-
mið um mannrækt held ég að
fram að þessu hafi Ieiðirnar að
þessum markmiðum skort.“ seg-
ir Rúnar.
Þroskandi togstreita
Þeir segja mannræktina kannski
ekki leysa agavandamál í skólum
en hún sé liður í því. Jón Bald-
vin var fyrir ári síðan í heimsókn
í Indverskum skóla sem vakið
hefur mikla athygli fyrir góðan
árangur og segir að þar hafi
menn komist að
því að með því
að leggja áherslu
á siðfræði væri
hægt að bæta
annan námsár-
angur um leið.
Þeir segja að
hægt sé að
kenna siðfræði
eða mannrækt í
tengslum við
íjölmargar náms-
greinar. „Það
kann að vera að
einhver segi að
hann vilji ekki að
sínum börnum
sé innrætt eitt-
hvað af misgóð-
um kennurum, en við teljum að
skólinn eigi að koma sér upp
ákveðinni stefnu þar sem koma
fram ákveðin markmið og síðan
eigi að ræða Ieiðir að þeim.
Skólinn eigi að taka þetta á dag-
skrá og koma á umræðum um
einhverja dyggð, til dæmis sam-
viskusemi. Það er hægt að spyrja
börnin hvort þau þekki sögur
þar sem þetta birtist eða hvort
þau sjá þetta birtast í skólastof-
unni. Hvernig hegðun okkar geti
endurspeglað þetta gildi. Með
því að börnin átti sig á því í
hverju þetta felst þá erum við að
hjálpa þeim að átta sig á í hverju
siðferðileg afstaða felst og á
hverju breitni rnanna byggist.
Bara það að stilla upp þessum
togstreitum sem þau sem ein-
staklingar eiga ef’tir að lenda í,
eða jafnvel eru að lenda í seni
börn. Það er þroskandi að þau
geri sér grein fyrir þeim.
Hvenær eiga þeirra eigin hags-
munir að hafa forgang fram yfir
aðra. Hvað þarf svona safmfélag
eins og bekkur á að halda til
þess að það gangi sæmilega fyrri
sig. Einstakling-
arnir í hópnum
hafa auðvitað
sín réttindi og
menn hafa tal-
að mjög fjálg-
lega um þau
undanfarin ár
en menn tala
síður um skyld-
urnar. Hvernig
getur þú vænst
þess að fá rétt-
láta meðferð,
réttlát sam-
skipti eða rétt-
láta dóma nema
þú sýnir ábyrgð
sjálfur. Það þarf
að draga inn
þessa samfélagslegu þætti til
þess að börnin geri sér grein fyr-
ir því að maður er ckki til nema
með öðrum,“ segir Jón Baldvin.
-PJliSTA
„Hlutverk skólans er
meira en bara að
mennta vinnuafl sem
hefur ákveðna þekkingu
og ákveðna færni. Hann
verður líka að þroska
einstaklinginn þannig
að hann geti tekið á
ábyrgan hátt þátt í sam-
félaginu."
„Skólinn er óhjákvæmi-
lega bæði uppeldis- og
fræðslustofnun, hann
getur ekki skilið þar á
milli. í leiðinni má
spyrja, ef við viljum að
einstaklingarnir þrífist í
heilbrigðu samfélagi,
þurfa þeir þá ekki að
byggja á siðferðislegu
gildismati “