Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999- 25
Karlabrennurnar
karlrembu að þakka
- Hverjar eru ykkar skýringar á
því af hverju galdramálin ein-
angruðust að mestu við Vestfirði
og að nánast eingöngu karlar
voru hér brenndir (en ekki konur
sem voru í meirihluta annars
staðar í Evrópu)?
HRAFN: Ja, af hverju koma
Hljómar úr Keflavík?
MATTHÍAS: Það hafa nú ver-
ið settar fram ýmsar skýringar á
því, t.d. að rúnagaldur hafi verið
á verksviði karlmanna. Við hljót-
um einnig að skoða hvers konar
djöflafræði hafði mest áhrif hér-
lendis. Það var til mikill fjöldi
djöflafræðirita en einhverra
hluta vegna virðast verk Johanns
Weier, sem gagnrýndi nornaof-
sóknir mjög harkalega, hafi verið
lesið umfram önnur hér á landi.
Weier fordæmdi nornabrennur á
grundvelli þess að nornir væru
yfirleitt geðsjúkar, elliærar eða
jötunheimskar gamlar konur, en
gerði jafnframt ráð fyrir tilveru
galdurs seiðkarla og djöfla.
Weier hafði umtalsverð áhrif á
Pál í Selárdal svo dæmi sé tekið.
Þetta er ein af ástæðunum fyrir
því að íslenskir valdsmenn ráð-
ast ekki gegn konum í svipuðum
mæli og víða erlendis.
HRAFN: Hafi einhver upp-
reisnargirni verið í mönnum
þarna fyrir vestan þá hefur
valdsmönnum líka þótt það
kostur við þessar galdrabrennur
að ef þú brennir einn einstakl
ing - þar sem enginn mátti und-
an líta - þá var sú refsing svo
svakaleg að þú heldur eiginlega
umhverfinu f herfjötri á meðan
þeir lifa sem urðu vitni að
brennunni. Lýsingar á Jóni yngri
sýna að hann var nú hálfgerður
hippi, sr. Jón segir að hann hafi
verið á fylleríi með erlendum
sjómönnum og kaupmönnum og
marghamrar á því í sögunni að
það hafi verið mikil lausung og
hálfgert saurlífi í gangi þarna og
Jón yngri virðist hafa verið
glæsilegur maður og dálítill
„Iadykiller“. Það voru svo góðar
hafnir á Vestfjörðum að þar hef-
ur verið einna mest samskipti
við erlenda sjómenn. Þá hafa yf-
irvöld kannski séð sér hag í því
að hræða almenning til hlýðni
og ætlað sér að binda niður
þjóðfélagið.
MATTHÍAS: Já, nútímafólk
hefur kannski gert sér skakka
mynd af mannlífinu fyrir vestan,
talið að þetta hafi verið eintóm
einsemd og fábreytni. Þarna
söfnuðust tugir skipa að landi á
hverju ári og í Skutulsfirði var
næst öflugasta höfn landsins.
Hysterískur
ekki geðveikur
- Lengi vel töldu menn að síra
Jón væri einfaldlega sálsjúkur
maður, m.a. Sigurður Nordal
sem sá um iítgáfu á Píslarsög-
unni 1967. Hvað finnst ykkur
um þá skýringu?
HRAFN og MATTHÍAS svara
báðir afar dræmir: Njaaaá.
HRAFN: Hann var bara eins
og hver annar paranoid maður.
Eg held að við Matthías Viðar
höfum báðir einhvern tímann
verið paranoid á ævinni. Bara ef
þú fékkst lágt í þýskuprófi þá
gastu verið viss um að þýsku-
kennaranum var illa við þig.
Þetta er svona ping-pong effekt.
Hann verður paranoid og um-
hverfið finnur að paranojan nær
tökum á honum. Það eru mjög
nákvæmar lýsingar á því hvernig
aðrir á bænum verða fyrir galdri,
heimilisfólk lýsir því t.d. hvernig
rottur hlaupa eftir því innan
fata, og þá er þetta fólk að ein-
hverju leyti að geðjast Jóni -
svona eins og kona alkóhólista.
Ef þú, bjóst á bænum og fannst
ekki fyrir galdrinum þá hlaustu
annars að vera samsekur galdra-
mönnunum.
MATTHÍAS: Svo megum við
heldur ekki gleyma mætti hug-
ans. A þessum tíma voru aðrar
hugmyndir um samspil hugar og
Iíkama en hafa ríkt til skamms
tíma. Menn vissu t.d. að hugur-
inn gæti veikt líkamann, minnk-
að mótstöðuafl hans og verið
uppspretta banvænna sjúkdóma.
HRAFN: Andalækningar
byggja einmitt mest á því að fá
menn til að trúa því að þeir geti
barist við sjúkdóminn með hug-
arorkunni til að reisa við ónæm-
iskerfið. Vúdú byggist ekki á
öðru en því að þú brýtur niður
það sé alltaf um einhverja hags-
muni að ræða. En fólk trúði
auðvitað á djöfulinn, annað var
guðlast. Djöfullinn var jafnvel
raunverulegri en guð. Menn
höfðu rekist á djöfulinn, hann
hafði t.d. sorðið konur í stórum
stíl en guð gerði ekkert slíkt -
hann var miklu fjarlægari.
MATTHÍAS: Kirkja 17. aldar
þurfti að glíma við tvíhyggjutrú-
villu og ofsatrú, jafnvel djöfla-
dýrkun, og augljóst er að hún
hefur um tíma misst tökin á
ástandinu. En það voru margir
þættir að verki og hæpið að ein-
blína á einn þeirra, s.s. hysteríu
eða húsbóndavald sr. Jóns. Við
hljótum þó að spyrja hvert hafi
verið tundrið. Kannski var það
djöflafræðin, hin evrópska
demónólógía, sem umsneri
hefðbundnum hjargráðum fólks
í ókristilegan glæp. Það verður
líka að líta til þess að Kirkju-
bólsfeðgar sátu stærstu og bestu
jörð sveitarinnar. Þeir hafa verið
sveitarhöfðingjar og einhver ver-
aldleg átök spila þarna inn í,
togstreita um völd og eignir milli
höfuðkirkjunnar á Eyri og
Kirkjubóls.
HRAFN: Þegar sr. Jón kemur
þá er búið að vera prestlaust
ansi lengi og í samvinnu við
ekkjuna höfðu Kirkjubólsfeðgar
nýtt mikil hlunnindi þessarar
kirkju. Sr. Jón kemur með mikl-
„Þú getur drepið hraustan mann á nokkrum sólarhringum með vúdú, “ segir Matthías.
ónæmiskerfi fólks svo
það hættir að trúa því
að það geti lifað.
MATTHÍAS: Þú get-
ur drepið hraustan
mann á nokkrum sólar-
hringum með vúdú.
HRAFN: Ég held lfka
að stór partur af þessu
sé að fólk finnur að sr.
Jón er hysterískur og
menn notfæra sér þá
stöðu, þeir spila aðeins
inn á það.
MATTHÍAS: Það
verður líka að líta á það
að á þessum tíma var
samlelagið allt „hyster-
ískt“ í ákveðnum skiln-
ingi. Rétt eins og núna.
Veraldlea hags-
munaátök
- Þið eruð samt ekki
fyllilega sammála um
þetta atriði, þú Hrafn
virðist heldur vera á því
að sr. Jón hafi verið
gripinn ofsa hræðslu
öðru hverju og vinnu-
fólk hans hafi einfald-
lega orðið meðvirkt,
orðið „kóarar" eins og
makar alkóhólista, en
þú Matthías telur að
galdratrúin hafi einfald-
lega verið inngreypt í
samfélagið almennt...
HRAFN: Þegar
ákveðin hugmynda-
fræði er í gangi eins og
nasismi eða kommún-
ismi eða maóismi þá
gerast menn misjafn-
lega heitir fylgjendur
hugmyndafræðinnar.
Taka mismunandi mik-
inn þátt í þessu eftir því
sem þeir telja sína
hagsmuni. Ég held að
£g þekktigaldramann, einn sterkasta „faith-healer" íheimi sem er borgarstjóri IBagio á Fil-
ippseyjum. Hann sagði við mig, “sjúklingarnir sem ég fæ eru menn sem nútímavísindin hafa
gefið upp á bátinn. Ég gefþeim trúna á að þeir geti læknast. Ég segi: farðu á bar og allt í
einu verður hold þitt hart án þess að þú kærirþig um og þú ferð að heyra tónlist og verður
allt annar maður afþví að þú sérð einhverja konu.“ Er það galdur? Allt þitt ónæmiskerfi
breytist, öll þín orka breytist, allt þitt hugarástand breytist. Það var enginn sem sprautaði
þig. Þetta varbara einhver hugmynd sem konan kveikti
ar hugmyndir um endurbætur á
kirkjunni sem þýðir að hann
þarf að fara að nota tekjur kirkj-
unnar. Það eru sennilega undir-
liggjandi miklu stærri og flókn-
ari hagsmunaátök en sr. Jón
kærir sig um að hirta í bókinni.
En Jón er mikill trúmaður og ef-
ast aldrei um að hafa gert rétt,
honum finnst bara að einhverjir
hálfvitar út í bæ hafi ekki skilið
hvað hann var að gera stórkost-
lega hluti. Sagan er m.a. ákæra
á embættismenn þessa lands
sem honum finnst vera ónytj-
ungar sem hafa ekki staðið sig í
stykkinu og láti alþýðuna kom-
ast upp með alls konar subbu-
skap.
MATTHÍAS: Þessir valds-
menn, einkum Þorleifur Korts-
son, eru með margníddustu
mönnum allra tíma, enda hefur
fólk ekki áttað sig á því að var-
kárni þeirra og staðfesta kom í
veg fyrir að fleiri yrðu brenndir.
Ég er sannfærður um að Þorleif-
ur, t.d., hefur verið vandaður og
gætinn embættismaður. Heim-
ildir sýna að hann bjargaði
mönnum, einkum kvenfólki,
undan báli og lét aldrei til skarar
skríða fyrr en skýlausar játningar
lágu fyrir. Þessir valdsmenn
virðast ekki hafa fylgt konungs-
hoði um að embættismenn
hefðu frumkvæði í galdrarann-
sóknum heldur fóru þeir eftir
gamalli lagahefð, réttarreglum
Jónsbókar, sem kom í veg fyrir
fjöldadráp eða brennukeðjur
sem algengar voru víða erlendis.
Sr. Jón vildi hins vegar koma á
nýjum rétti í evrópskum anda.
Öll full af mótsögnum
- Þú segir Hrafn að Jón hafi verið
mikill og einlægur trúmaður en
nú fær maður stundum á tilfinn-
ingunni í myndinni að hann sé
að talsverðu leyti að nýta sér
stöðu stna og galdratrúna, t.d. í
þvt' hvernig hann reynir að serða
Þurt'ði undir þvt' yfirskini að
hann þurfi að kanna hvort djöf-
ullinn hafi komist nálægt
henni...
HRAFN: ...það blundar alltaf í
mannskepnunni að gera sitthvað
í krafti aðstöðu sinnar, að fara í
lax eða til útlanda hvort sem
menn eru klerkar eða banka-
stjórar eða annað. Jón er búinn
að lesa þessi fræði um hætturn-
ar af galdranornunum sem nota
þennan líkamlega losta til að af-
vegaleiða menn og þá fer hann
að finna fyrir þessum líkamlega
losta. Þetta er bara sama vanda-
mál og Jesús Kristur átti við að
stríða. Hvenær er ég mannlegur
eins og dýr merkurinnar, hvenær
er einhver djöfull að spila í mér,
hvenær er ég að svara kalli guðs
um að fjölga mannkyninu?
Hann heldur svona fyrir annað
augað þegar hann er að rann-
saka Þuríði undir því yfirskini að
þetta séu vísindi en hann sér
ákveðinn hag í að beita þessum
vísindum til að komast yfir
hana.
MATTHÍAS: Ég kann
einsmitt vel við það að Hrafn
dregur ekki fjöður yfir mótsagnir
Jóns heldur skapar áhorfendum
rými til að ráða í það sem gerist.
Myndin býður upp á ólíka túlk-
unarkosti, ekki félagslega eða
sálfræðilega einföldun.
HRAFN: Það hefði verið svo
auðvelt að gera þennan mann
bara geðveikan og kynóðan [“því
hann var hvort tveggja - og trú-
aður að auki," skýtur Matthías
inn í] en það er svo margt annað
sem spilar inn í. Það vakna oft
upp hjá okkur kenndir sem
stríða gegn reglunum sem við
erum húin að samþykkja. Af
hverju er hægt að spila á galdra í
eðli mannsins? Af því að við
erum svo fulfaf mótsögnum.