Dagur - 04.12.1999, Blaðsíða 10
26 - LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
<
L ÍjFJÐ I LAj'JÐJj'JU
J-
D^ur
Helgi segir þetta vera skemmtilegustu myndina afþeim feðgum. Hún
er tekin árið /984 og ég var að þýða bíómynd, þetta er dáiítið tákn-
rænt, við sitjum þarna fyrir framan ritvélina.
Feðgar á siglingu, Hafþór, Helgi, Hörður.
Herði var mútað til þess að
hefja íþróttaæfingar, síðan
hefur hann ekki stoppað.
í sumarhita borðar
maður is, Hörður
ásamt Höllu Maríu
systur slnni.
Mútað með snúð
Feðgarnir Hörður Helgason og
Helgi Jónsson hafa brallað ým-
islegt saman sem feðga er sið-
ur og nú hafa þeir gefið út
hrollvekju eftir sig.
„Hann varð svolítið hissa á því þegar ég
stakk uppá að hann skrifaði bók með
mér. Hann hefur að vísu Iesið yfir íyrir
mig áður og farið yfir prófarkir en þetta
er fyrsta höfundareynslan hans,“ segir
Helgi Jónsson um samvinnu þeirra feðga,
en þeir skrifuðu söguna Rauðu augun.
Þeir segja bókina ekki vera strákabók,
bæði kynin hafi gaman af spennu og smá
hrollvekju.
„Eg er að halda upp á 10 ára rithöfund-
arafmæli, það eru tíu ár síðan ég gaf út
mína fyrstu bók. Mig langaði til þess að
gera eitthvað öðruvísi og beisla hann með
mér. Þegar barnið er orðið unglingur þá
fjarlægst það mann og þetta var svona
leið til þess að nálgast hann aftur. Við
hugsuðum dálítið um það hvernig saga
gæti pasSað fyrir unglinga. Ég kom með
ákveðna grunnhugmynd og byrjaði að
skrifa. Síðan tók hann við. Þetta átti að
verða spennusaga en síðan enduðum við í
hrollvekju." ■
Næra heilann á bókum
Helgi segir það vera mikilvægt að krakkar
hætti ekki að lesa bækur þegar þau kom-
ist á gelgjuskeiðið. „Ég held að unglinga-
bækur séu ákveðin deild, sumir fyrirh'ta
þær. Það er hinsvegar nauðsynlegt að til
séu sérstakar bækur fyrir krakka á aldrin-
um 14 og 15 ára til þess að þau hætti
ekki að lesa bækur. Svo þegar þau
stækka þá breytist smekkurinn. Ég held
samt að unglingar vilji ekki setjast njður
til þess að lesa um sjálfa sig í daglegu
amstri. Þau vilji aðeins vera lyrir utan
það sem þau eru að lesa. Þessi saga er
svolítið yfirnáttúrleg, ekki alveg um
hversdaginn."
Hörður sagðist vera sammála þessu.
„Ég hef aldrei áður komið nálægt því að
skrifa bók enda horfi ég meira á bíó-
myndir heldur en að lesa bækur. Það sem
ég les eru aðalega unglingabækur eða
spennusögur. Hinsvegar horfi ég dálítið
mikið á bíó. Það eru helst hryllingsmynd-
ir, spennumyndir, gamanmyndir, ég hef
gaman af þessu öllu.“
Of mikið bíó og tölvuleikjaumhverfi er
ekki gott fyrir fólk að mati Helga heldur
verður að næra heilann á bókum. „Þeir
sem ætla í skóla hafa gott af því að lesa
líka. Ég er kennari á Ólafsfirði og hugsa
að unglingarnir þar séu venjulegir ung-
lingar. Ég veit hvernig unglingarnir eru
og hef dállitla hugmynd um hvernig þeir
hugsa og hvernig bækur þeir vilja,“ segir
Helgi.
Snarklikkaður
á hliðarlínunni
Helgi hefur verið kennari á Ólafsfirði síð-
an árið 1988. Konan hans er hjúkrunar-
fræðingur A staðnum en börnin í fjöl-
skyldunni eru þrjú, og er Hörður elstur
en Hafþór er tíu ára og Halla María
tveggja ára. Hörður var fjögur ára þegar
fjölskyldan flutti til Ólafsfjarðar. Hörður
stundar skíðaíþróttina og knattspyrnuna
jöfnum höndum með ágætum árangri.
Hann var valinn í unglingalandsliðið á
skíðum síðastliðinn vetur og fór í skíða-
ferð til Noregs í kjölfarið. Hörður varð
meðal annars Islandsmeistari með Iiði
sínu í flokki 7 manna Iiða árið 1998.
Verkaskiptingin á heimilinu er þannig að
Halla Huld, móðir Harðar, fer yfirleitt
með honum í skíðaferðir en Helgi fer
með syni sínum í knattspyrnuferðir.
Hann segir að þeir eigi margar minningar
úr þessum ferðum. Helgi mútaði syni sín-
um til þess að fara á fótboltaæfingu með
þvf að gefa honum snúð. Hann vildi ekki
fara á æfingu. Svo fór hann á sína fyrstu
æfingu og hefur ekki hætt síðan. „Ég
man eftir því einu þegar hann var sex eða
sjö ára þá vorum við foreldrarnir í regn-
göllum í brjáluðu roki og rigningu og
stóðum varla í lappirnar. Svo var það eftir
eitthvert yngriflokkamót á Húsavík að við
fengum senda myndbandsspólu, sem ein
móðirin hafði tekið upp. Þá komumst við
að því að við foreldararnir vorum alveg
snarklikkuð á lfnunni. Maður hálf-
skammaðist sín fyrir þetta þegar maður
sá spóluna. Maður verður að passa sig,“
segir Helgi.
Hörður segist muna eftir þessum leik.
„Það var úrslitaleikur og við vorum að
keppa við Völsung en við vorum búinir að
tapa lyrir þeim í hádeginu með fjögurra
marka mun og unnum svo úrslitaleikinn 1 -
0.“
Hörður starfrækir bókaútgáfuna Tindur
á Ólafsfirði, þar sem bók þeirra feðga er
gefin út, en hún er öll unnin norðan heiða.
Það er svo fyrirtæki fyrir sunnan sem sér
um dreifinguna lyrir hann. Þeir feðgar
segjast alveg geta hugsað sér að skrifa aðra
bók ef þessi gengur vel. -PJESTA