Dagur - 04.12.1999, Síða 17

Dagur - 04.12.1999, Síða 17
'Da^mr LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 - 33 j 1/JD 1 LAjJDJjJU j „Kæru félagar - íslenskir sósíalistar og Sovétríkin 1920-1960“ eftir Jón Ólafsson er nýkomin út og birtum við hér úr kafl- anum „Fjárstuðningur við sósíalista“ með góð- fúslegu leyfi höfundar og Máls og menningar. Hér er fjallað um elju Einars Olgeirssonar við að leita eftir styrkjum frá Sovét- ríkjunum, óþekktarang- ann Þjóðviljann, fréttarit- arastöðu Áma Berg- manns og vantrú Sovét- manna á viðskiptaviti ís- lenskra sósíalista... Algengasta form styrkja fólst í j>ví að flokkurinn eða Mezhdúnar- odnaja Kníga styrktu tiltekin verkefni. hað þótti til dæmis sjálf- sagt að Sovétmenn styrktu útgáfu á rússneskum og sovéskum bók- menntum í íslenskri þýðingu. Einnig voru styrktar bækur sem fjölluðu um Sovétríkin, ekki síst verk sem Islendingar er ferðast böfðu um Sovétríkin settu sam- an. Eftir að MIR var stofnað lá raunar beinar við að slík rit væru gefin út á vegum félagsins. Ágætt dæmi um jx'tta er bók Áskels Snorrasonar I Iandi Iífsgleðinnar sem MÍR gaf út 1952, en þetta voru ferðaþættir lónskáldsins úr ferð hans til Sovétríkjanna. Sendiráðið greiddi útgáfukostnað en bókin seldist töluvert svo að ágóðinn rann þá óskiptur í sjóði MÍR. Sama leik ætlaði Einar Olgeirs- son sér að leika tveimur árum seinna, en þá lýsti bann vandaðri Islandsbókarútgáfu sem hann vildi að flokkurinn aðstoðaði við jrannig að bún gæti skilað fé, að þessu sinni í sjóði bjóðviljans. Því sendi hann miðstjórn eftirfarandi beiðni: Kæru félagar! Flokkurinn ætlar að að gefa tít tny'ndabók um Is- land, laudið, þjóðina og menn- ingu hennar. Halldór Kiljan Lax- ness skrífar inngang. A liverri síðu verður mynd og stuttur texti, 2-3 línur. Opinber tilgangur hókar- innar er að kynna Islatid og þó einkum menningu þess og baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði. En höfuð- tilgangur okkar er að aflajjár með þessum hætti. [. . .] Við treystum á sluðning ykkur og á sölu bókarinn- ar t sósíaltskum löndum. Við mundutn að sjálfsögðu hafa fullt samráð við ykkur fyrirfram um texta bókarinnar og gerum ráð fyr- ir að sá hluti upplagsins sem færi til Sovétríkjanna )rði á níssnesku. Við höfum hugsað okkur að verð bókarinnar verði um 100 krónur (2 sterlingspund) ogfyrsta upplag- ið 10 þúsund eintök. Stðar mætti prenta meira . . . Það hvarflaði aldrei að Einari og Kristni að velgengni fyrirtækis- ins og sterk fjárhagsleg staða ættu að fara saman. Á meðan |>eir kvörtuðu hástöfum yfir því hve erfið fjárhagsstaðan væri fullyrtu þeir að Mál og menning hefði náð geysi góðum árangri með starfsemi sinni, raunar má jafnvel skilja j>á svo að fjárhagserfiðleik- arnir stafi beinlínis af því hve vel Mál og menning hafi staðið sig. Þjóðviljaritstjórarnir Sigfús Sigurhjartarson og Einar Olgeirsson ásamt blaðamanninum Sigurði Guðmundssyni. Sovét aagnrýndi Þjóðviljann [...] Þjóðviljinn olli oft vandkvæð- um í samskiptum sósíalista við sendiráðsmenn og í miðstjórninni í Moskvu. Forsvarsmenn hlaðsins þóttu, eins og fyrr segir, tregir til að segja jafn ftarlega frá sovésk- um stjórnvaldsákvörðunum, um- ræðum þinga og æðsturáða og „framkvæmd kommúnismans" og talið var samræmast Moskvu- hollu dagblaði. Það er óneitanlega broslegt að hugsa til þess að á meðan and- stæðingar sósíalista, að ekki sé talað um þá fulltrúa Bandaríkja- stjórnar sem hér störfuðu, töldu Þjóðviljann uppfullan af sovésk- um áróðri, skuli fulltrúar Sovét- ríkjanna hafa gagnrýnt blaðið fyr- ir að ganga ekki nógu langt og fýrrir að þegja um þau efni sem þeim fannst að greina skyldi frá í smáatriðum. Þjóðviljinn kaus í flestum til- fellum fremur að fjalla um Sovét- rikin frá sjónarhóli menningar og daglegs lífs hcldur en hugmynda- fræði kommúnistaflokksins. Það mat sósíalista að slík skrif væru að öllu leyti heppilegri og lfkiegri til að halda við samúð með Sovét- ríkjunum heldur en langlokur um ályktanir flokksþinga virðist raun- sæislegra en tilmæli sendiráðsins. Blaðamennskan á þessum árum og umræðan í landinu ein- kenndist af stöðugum og heiftúð- ugum samanhurði austurs og vesturs. Þegar félagar í Æskulýðs- fylkingunni tóku j>átt í heimsmót- um æskunnar sem haldin voru í Bcrlín, BúLarest og Moskvu fylgdist Þjóðviljinn með eins og þetta væru heimssögulegir við- burðir. Fréttir voru lluttar næst- um daglega af „Búkarestförum", „Berlínarförurri' og „Moskvuför- um“, sagt var frá því hvað hópur- inn aðhefðist og hvar hann væri staddur á ferðalagi sínu. [...] And- stæðingarnir reyndu svo ýmist að gera lítið úr þeim sem Þjóðviljinn ræddi við eða |>eir hirtu sín eigin viðtöl við ferðalanga úr hópnum sem höfðu allt annað að scgja en j>eir sem rætt höfðu við Þjóðvilj- ann. Stundum voru svikarar í hópnum sem hirtu níðgreinar eða jafnvel bældinga um herlegheitin þegar heim var komið. Það var ekki von að sovéskir fulltrúar hefðu mikinn skilning á jressum sérkennum ísiensks blaðáneims enda metingur af þéssu tagi sennilega einsdæmi. lilmæli jreirra til forustumanna sósíalista voru jafnan á j)á leið að betra væri að blaðið drægi sig út úr karpi af þessu tagi en héldi þcss í stað uppi einræðum um ágæti Sovétríkjanna. Slík gagn- rýni kom jTÓ^ckkWiæg^ýrir að blaðinu væri hjálpað þegar nauð- syn krafði. Snemma á sjötta ára- tugnum hafði sovéski kommún- istaflokkurinn til dæmis milli- göngu um að Þjóðviljinn fengi 80 tonn af dagblaðapappír sem flutt- ur var til landsins frá Póllandi. Ámi Bergmann Sömuleiðis var beiðni Einars Ol- geirssonar um að Árni Bergmann fengi að starfa um hríð sem fréttaritari Þjóðviljans í Sovétríkj- unum eftir að hann lyki námi lögð fyrir nefnd í miðstjórn sov- éska kommúnistaflokksins. Ákveðið var að Árni fengi hús- næði á vegum borgarráðs Moskvu en dagblaðið Pravda greiddi götu hans og yrði skrifað fýrir launum hans. Einar Olgeirsson hældi Árna mjög við Alexandrov sendi- herra og sagði að flokkurinn vænti mikils af honum í framtíð- inni. Einar sagði að líldega rnundi flokkurinn reyna að „nota“ Árna til að þýða verk Marx og Engels auk rússneskra bókmennta úr frummálinu. Árni væri jafnvígur á íslensku og rússnesku eftir nám sitt, þótt tæplcga hafi hann nú húist við að Árni jrýddi verk upp- hafsmanna kommúnismans úr rússnesku. „Þið haldið honum uppi, en hann vinnur fyrir okkur.“ Þannig orðaði Einar það við Alex- androv. Það voru orð að sönnu |)ví Árni starfaði töluvert fyrir Þjóðviljann þau ár sem hann átti eftir að dveija í Moskvu og var |>ví í öllu komið til móts við þessa ósk Sósíalistaflokksins. Fyrírtæki sósíalista [...] Uppúr 1950 voru stofnuð nokkur lyrirtæki á vegum Sósí- alistaflokksins til að stunda út- flutnings- og innflutningsviðski])ti við sósíalísku ríkin í Evrópu. Upphaflega var ætlunin að Sósí- alistaflokkurinn fengi mestan eða allan hagnað af þeim og því var gert ráð fýrir að þau ættu stuðn- ing miðstjórnarinnar í Moskvu vísan þcgar á þyrfti að halda. Þessi stuðningur var óbeinn og fólst ekki í j>ví að Sósíalistaflokk- urinn veitti fé til fýrirtækjanna og aðeins eitt dæmi er um að skuldir íslensks viðsldptaiýrirtækis hafi verið afskrifaðar. Hinsvegar lá í hlutarins eðli að beiðni eða ábending frá miðstjórn kommún- istaflokks Sovétríkjanna hefði lyk- iláhrif, ekki aðeins í sovéskum viðskiptastofnunum heldur alls- staðar i Auslur-Evrópu. Miðstjói-n sovéska kommúnistaflokksins gat opnað allar dyr upp á gátt ef henni sýndist svö, en lokað J>eim eða haldið þcim hálflokuðum )>egar það hentáði betur. Kristinn E. Andrésson leyndi jpví ekld þegar hann tjáði sig um. !t il il 'I il starfsemi Sósíalistafiokksins í Moskvu vorið 1951 að flokksfýrirtækin væru farin að skipta starfsemi llokks- ins verulegu málúíslensku fyrirtækjunum Borgarfelli og Baltic setn eni undir stjóm Sósíalistaflokksins hefur tek- ist að gera hagstæðan samn- ing við nokkrar viðskipta- stofnanir í Ungverjalandi, Tékkóslóvaktu og Póllandi. Það er þessu að þakka að um þessar mundir getafyrir- tækin séð flokknum fyrir nauðsynlegu Jjárntagni til starfsemi sinnar. Kristinn sagði rildsstjórn- ina stöðugt vera að reyna að svipta fjárhagslegum grund- velli undan starfsemi Sósí- alistaflokksins. Liður í því væru tilraunir til þess að eyðileggja sambönd fýrirtækja sósíalista í Austur-Evrópu. [•••] Kristinn vildi að sendiráðið kæmi boðum til miðstjórnar kommúnistaflokksins og að hún fýrir sitt leyti sæi til þess að engir verulegir samningar yrðu gerðir, að minnsta kosti ekkert sem strítt gæti gegn fjárhagslegum hags- munum Sósíalistaflokksins. Þannig má segja að flokksfýrir- tækin hafi gert samninga sína austantjalds samkvæmt venjuleg- um viðskiptakjörum. En bakhjarl- Jón Úlafsson, höfundur bókarinnar. slaklega í því skyni að flytja inn bíla frá Sovétríkjunum. Einari lík- aði þetta stórilla og leyndi því ekki: Fyrirtæki var stofnað með virkri þátltöku vitut og róttækra verslun- og bauð hún armantta inn var kommúnistaflokkurinn. Því þróuðust málin þannig að við- skiptasambönd fýrirtækjanna urðu ekki síður mikilvæg flokkn- um en styrkir og Ijárhagsleg nauðsyn að sovéski kommúnista- flokkurinn gæti Idppt í spotta við viss tækifæri. Það varð smám saman viður- kennd aðferð að beita fýrirtækj- unum til að fjármagna flokkstarf- ið og tvímælalaust það fýiirkomu- lag sem hentaði báðum aðilum best. Þó var ekki þar með sagt að Sovétmenn treystu Sósíalista- floldcnum fýrir mildlvægum við- skiptum. Kapitalistar hrepptu umboðið Sárindi Einars Olgeirssonar voru mildl þegar flokkurinn hunsaði sérstaka beiðni hans um að sósí- alistar og fýrirtæki J>óknanleg þeim yrðu látin annast innflutn- ing bifreiða frá Sovétríkjunum. Vorið 1954 hafði sovéska ríkis- stofnunin Technoimport birt aug- lýsingu í íslenskum blöðum þar sem óskað var eftir íslenskum samstarfsaðilum um innflutning bíla og véla frá Sovétríkjunum. Sósíalistar töldu víst að þeir mundu hreppa hnossið en þegar komið var fram í maí varð ljóst að annað fýrirtæki hefði orðið fýrir valinu, Bifreiðar og landbúnaðar- vélar, sein hafði verið stofnað:sér- um. „Technoimport“ þjónustu stna. En þelta fyrirtæki hefur enn ekki fengið neitt svar. Niðurstaðan hef- ur hinsvegar orðið sú að f)rirtæki, sem aðilar vinveittir Bandaríkja- mönnutn og tengdir einokunar- veldi þeirra stofnuðu, var látið Itafa utttboð til að flytja inn btla frá Sovétríkjunum. Þessir aðtlar hafa alls engan álmga á þróun sovésk-islettskra viðskipla. Einar fékk engin svör við þessum kvört- unum sínum en hann lét það ekki aftra sér frá að vekja máls á þessu við miðstjórnina beint þá um sumarið er hann dvaldist í dvalarheimili miðstjómar sovéska kommúnistaflokksins í Abkhazíu á norðvesturströnd Svartahafsins. Vantrú á viðskiptaviti sósíalista [...] Sovéskir floldisfulltrúar létu oft í Ijós talsverða vantrú á við- skiptahæfileikum sósfalista og möguleikum )>eirra á að byggja upp alvarleg viðskipti. Fyrirtæld þeirra voru öll fremur smá í snið- um og starfsemi þeirra gat verið býsna óregluleg. Sovétmönnum þótti fýrirtæki sósíalista nýta illa j>á möguleiki sem þau hefðu á viðskiptum þó að Einar Olgeirs- son verði þau af hörku og hefði oft mikif áform um fjölbreyttan innflutning frá Sovétríkjunum og Austur-Evrópu, en hann taldi engan vafa leika á því að fram- leiðslugæði væru mildu meiri austantjalds en vestan. Viðskiptahugmyndir Einars voru stundum með nokkrum ólík- indum. Hann Icit jafnan svo á að pólitísk j)ýðing viðskipta skipti Iangmestu máli. Hitt, hvort þau væru markaðslega skynsamleg eða hagkvæm, var stundum hreinl aukaatriði. Gott dæmi um j>etta er sú uppástunga Einars að Sovétríkin l<cy])tu húsgögn af ís- lenskum framleiðendum. Þessa tillögu bar hann fram við sendi- herrann í óformlegu spjalli þeirra um leiðir til að auka viðskipti landanna. Olgeirsson . . . lagði fram áætl- un setn fyrirtækið „Mars Trading Company" Itafði gert utn útfluln- ing til Sovélríkjanna og bað um að flokkurinn léti fara yfir hatta. Hann sagði að nteðal attnars væri gert ráðjjrir að húsgögn yrðufluii út, ef okkar stofnanir fallast á það. Eg lét f Ijós efasemdir utn að við gætum farið út ísltk kaup og benti á að við framleiddum ttóg af hús- gögttum sjálfir og ef tnð flyttum inn húsgögn þá beindum við sjón- um okkar að næstu nágrönnum. Flutningsliostnaður frá íslandi yrði gífurlegur. Olgeirsson sagði að þeir hefðu setl þessa vörutegund á list- atttt vegna þess að þeir teldu að utn þessar muttdir stæði yfir svo hröð aukning á íbúðarhúsnæði í Sovétríkjunum að mikil þötf hlyti að vera fyrir húsgögn. En hann sagði einnig að húsgagnaframleið- ettdur á Islattdi ættu í tniklum vandræðtitn tneð að selja fratn- leiðslu sína og hefðu því komið að máli við Mars Trading Compatty og beðið um að þessi möguleiki væri kannaður. Hann sagði að ís- lensk húsgögn væru nútímaleg gæðavara, ekki sfðri en dönsk hús- gögn og lagði til að sovéskar stofn- anir gerðu tilraunapöntun. Ekki varð úr þessum viðskipt- J

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.