Dagur - 29.09.2000, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
Kafbátahemaður
sagður vera í ASl
I opna skjöldu. Akvörð-
un um endurkjör á
næstu dögum. Sam-
fylkingin sögð standa
að baki Ara. Umdeild-
ur.
Grétar Þorsteinnsson forseti ASI
segir að umræðan um sig og for-
setaembættið að undanfömu hafi
komið sér dálítið í opna skjöldu.
Þá segist hann ekki hafa skynjað
þá undiröldu sem menn gætu
ímyndað sér að væri miðað við íjöl-
miðaumljöHunina. Grétar segist
ekki hafa tekið ákvörðun um að
gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Hann segist ætla að gera þetta upp
við sig mjög fljótlega. Það sé bæði
og vegna umræðunnar. Finnbjörn
Hermannsson formaður Samiðnar
furðar sig á gagnrýninni á Grétar
og líkir henni við kafbátahernað.
Aðrir átelja fulltrúa Samfylldngar í
verkalýðshreyfingunni fyrir að ota
Ara Skúlasyni framkvæmdastjóra
ASÍ gegn sitjandi forseta, enda séu
afar skiptar skoðanir um Ara innan
Grétar Þorsteinsson: Umræðan
kemur mér í opna skjöldu.
hreyfingarinnar.
Oft verið mjög ófriðlegt
Forseti ASI segir að það komi sér
hins vegar ekki á óvart að í jafn
fjölmennu sambandi með sína 70
þúsund félagsmenn velti nienn
því fyrir sér hvernig forustan sé
skipuð á hverjum tíma. Hann seg-
ist ekki vilja svara fram kominni
gagnrýni í sinn garð um meinta
deyfð í starfi og að ASÍ hafi ekki
verið nógu sýnilegt í þjóðmálaum-
ræðunni á meðan það kemur fram
Finnbjörn Hermannsson: Kafbáta-
hernaður í gangi.
hjá einhverjum óþekktum persón-
um. Aftur á móti sé hann tilbúinn
að rökræða við menn augliti til
auglitis. Ef þetta séu skoðanir
manna, þá bendir forseti ASI á að
allt starf á vettvangi sambandsins
síðustu fjögur árin hefur fyrst og
síðast beinst að skipulagsmálum
og starfsháttum þess. I þeim efn-
um hefur gengið á ýmsu og oft ver-
ið mjög ófriðlegt. Ef framkomnar
tillögur til breytinga á þessum
þáttum verða samþykktar á kom-
andi þingi sambandsins verður
ákveðinn viðhorfsbreyting innan
hreyfingarinnar. í framhaldinu sé
nánast hægt að treysta því að aðal-
púðrið fari ekki að öðru jöfnu í
innbyrðisdeilur innan verkalýðs-
hreyflngarinnar heldur verði kapp-
kostað að vinna að hagsmunum fé-
Iagsmanna aðifdarfélaganna.
Fingraför SamfylMngar
Innan verkalýðshreyfingarinnar
eru afar skiptar skoðanir um að Ari
Skúlason framkvæmdastjóri ASI
komi til greina sem næsti forseti
sambandsins, en málið hefur verið
rætt í þröngum hópi áhrifamanna í
hreyfingunni. Samkvæmt heimild-
um Dags eru sumir lítt hrifnir af
því að fulltrúar Samfylkingar í
hreyfingunni séu „að reyna að
launa Ara vel unnin störf fyrir fylk-
inguna með því að koma honum í
forsetastólinn". Þá finnst öðrum
Ari vera of mikill Evrópusinni og
hafa farið of geyst í gagnrýni sinni
á kjaramál ýmissa opinberra hópa
svo nokkuð sé nefnt. Aðrir eru hins
vegar á að þessar aðfinnslur í hans
garð séu til marks um það að hann
sé rétti maðurinn sem næsti for-
seti ASÍ. - GRH
Frá undirritun samninga í
Listasafninu í gær.
LandsbanM
fjármagni
Islandssíma
Stjórnendur Landsbanka íslands
og Islandssíma undirrituðu í gær
samning um frekari eiginfjárþátt-
töku Landsbankans í Islandssíma.
Samkomulagið felur ennfremur í
sér frekari fjármögnun á rekstri ís-
landssíma og stefnumarkandi
samstarf fyrirtækjanna. Fjármögn-
unin er uppá einn milljarð króna.
Fyrir eiga dótturfélög bankans og
tengdir aðilar um 38 milljónir að
nafnverði í Íslandssíma eða um
10% af heildarhlutafé. Samning-
urinn sem undirritaður var og
kynntur er gerður með fyTÍrvara
um samþykki hluthafafundar Is-
landssíma hf. sem boðað hefur
verið til 10. október nk. Veiti hlut-
hafafundur heimild til ofan-
greindrar aukningar og núverandi
hluthafar falla frá forgangsrétti
sfnum eignast Landsbankinn allt
að um 23% hlut í Islandssíma hf.
- SBS
Prósentið kostar
2 milljarda á ári
„Við erum fyrst og fremst að reyna
að einbeita okkur að því að lækka
fjármögnunarkostnaðinn. Tækist
okkur að lækka vaxtakostnaðinn,
þó ekki væri nema um 0,1% þá
erum við að spara þar 200 milljón-
ir á ári,“ sagði Þórður Jónasson ný-
lega ráðinn forstjóri Lánasýslu rík-
isins, sem kyTinti blaðamönnum
breyttar áherslur í starfsemi stofh-
unarinnar. Lánasýslan ætlar héð-
an í frá að leggja aukna áherslu á
að lágmarka fjármögnunarkostnað
ríkisins. Og grunnurinn að því sé
virkur skuldabréfamarkaður, raf-
ræn skráning, og bætt upplýsinga-
gjöf. Góður árangur geti stuðlað að
lægri álögum á ísfenska skattborg-
ara. Skuldir ríkissjóðs segir Þórður
yfir 200 milljarða um þessar
mundir. Það þýðir að um hvert I
prósent seni vextir á þeim Iækka,
eða hækka, kostar eða sparar rík-
issjóði yfir 2 milljarða króna á ári
(nær 30.000 kr. á hverja 4ra
manna fjölskyldu á Islandi).
Áhættustýring mikilvæg
Leiðir Lánasýslunnar að þessu
markmiði segir Þórður: Lækkun
lántökukostnaðar. Upptöku virkr-
ar áhættu- og lánsfjárstýringar.
Lágmörkun á áhættu ríkissjóðs
vegna lána og ábyrgða. Styrkingu
innlends markaðar fyrir ríkis-
skuldabréf. Og starf að bættu láns-
hæfísmati Islands. Þessar nýju
áherslur segir Þórður í samræmi
við þær breytingar sem orðið hafa
meðal hliðstæðra stofnana á
Norðurlöndum og í Evrópu, þar
sem áhættu- og lánsfjárstýring hafi
fengið stöðugt meira Vfegi. Lána-
sýslan hefur nú ráðið til starfa sér-
fræðinga á þessu sviði. * *
Líka viðsMptavaka fyrir
ríMsvíxla
Virka markaðsmyndun á ríkisverð-
bréfamarkaðnum segir Þórður
hafa verið tryggða fyrr á þessu ári
með samningum Lánasýslunnar
við fjóra markaðsaðila um við-
skiptavakt á þessum markaði.
Þetta hafi verið mjög mikilvægt
skerf því virkur skuldabréfamark-
aður sé nauðsynleg forsenda þess
að ná fram lækkun á fjármögnun-
arkostnaði rikj^sjóðs, Lánasýslan
vinnur nú að sambærilegum við-
sklptavakasamningi á ríkisvíxfa-
markaði í samstarfí við markaðsað-
ilana. ' - HEI
Reglur iim fer ð aafþr eyingu
Samgönguráðherra hefur skipað
nefnd sem ætlað er það hlutverk
að kanna hvort ástæða er til að
gera tillögur að reglum um rekstr-
arleyfí til handa fyrirtækjum sem
bjóða upp á hvers konar afþrey-
ingu í ferðaþjónustu en falla ekki
undir skilgreiningu laga um
ferðaskipuleggjendur eða ferða-
skrifstofur. Hér er einkum átt við
starfsemi eins og hestaleigur,
véfsleðaferðir, bátsferðir o.fl.
Einnig skal nefndin gera tillögur
að reglum er varða öryggi afþrey-
ingarfyrirtækja almennt.
í upphafi skal nefndin semja
verk- og kostnaðaráætlun fyrir
það verkefni sem framundan er
og kynna þá áætlun fýrir ráð-
herra. Reiknað er með að nefndin
skili tillögum til samgönguráð-
herra eigi síðar en í mars 2001.
Formaður nefndarinnar er Pét-
ur Rafnsson, formaður Ferða-
málasamtaka Islands, en með
honum í nefndinni eru Arngrímur
Hermannsson, framkvæmda-
stjóri, Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri, og Helga Haralds-
dóttir, deildarstjóri.
Albríght kemur
Madeleine Albright utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur í opinbera
heimsókn til íslands á morgun, Iaugardag næstkomandi í boði Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Gert er ráð fyrir að ráðherrarnir ræði
samskipti lslands og Bandaríkjanna, þar á meðal framkvæmd varnar-
samnings Islands og Bandaríkjanna og hverníg minnst verði fimmtíu ára
afmælis samningsins árið 2001. Ráðherrarnir munu jafnframt ræða Evr-
ópusamstarf í öryggis- og varnarmálum, alþjóðlega friðargæslu auk við-
skipta landanna, þar á meðaf möguleika á auknum samskiptum við
Alaska.
Nýtt tímarít á Akureyri
Nýtt tímarit hóf göngu sína á Akur-
eyri í gær. Það ber nafnið aktímarit
og er gefið út af fyrirtækinu Fjöl-
mynd ehf. Blaðið mun koma út 10
sinnum á ári. Efni blaðsins á upp-
sprettu á Eyjaíjarðarsvæðinu og verð-
ur að sögn Höllu Báru Gestsdóttur
almenns eðlis og stílað á fólk á öllum
aldri og bæði kynin. Auk HöIIu Báru
starfa Gunnar Sverrisson ljósmynd-
ari og Guðný Jóhannesdóttir við
blaðið. Eintakafjöldi er ekld gefínn
upp en blaðið er prentað í Odda. Það
er í örlítið stærra broti en gengur um
tímarit og er 50 blaðsíður. — BÞ
Æerangln a
pðftruvaUum
E)ónk»»(. Gyinifinuon
OJV. Solxelf léra Gu#mundsd6;
Náttöruíegt, .
Utríkt og
jhlsjpalsgt
Innlit i hclmíU
Mjrgféiar|dnsiJ6ttur
Wifet^ksnj
Nýir bílar 1.200 færri en í fyrra
Nýskráðir bílar voru ríflega 1.200 færri á fyrstu átta mánuðum þessa árs
heldur en á sama tímabili f fyrra - eins og raunar hefur illilega sýnt sig í
ríkiskassanum, þar sem tekjur af vörugjöldum af bifreiðum hafa snar-
lækkað milli ára. AIls voru nýskráningar bifreiða tæplega 12.900 á tíma-
bilinu janúar-ágúst í ár borið saman við 14.100 í jyrra, samkvæmt Hag-
vísum Þjóðhagsstofnunar. — hei
Rannsóknarhola á Miðnesheiði
Hitaveita Suðumesja hefur látið bora um 700 metra djúpa rannsóknar-
holu á Miðnesheiði. Tilgangur borunnar á þessari holu er að kanna hvort
á þessu svæði væri heitt vatn og í hversu mildu mæli. Yfirborðsmælingar
höfðu gefið til kynna að þarna væri heitt vatn. 1 Ijós kemur eftir borun
hvort þama er heitt vatn, en ekki í hversu mikluni mæli. Við borun á þess-
um stað hefur fundist vatn sem er um 76 gráðu heitt. Niðurstöðu er að
vænta innan fárra daga frá Jarðborunum og þá verður tekin ákvörðun um
framhaldið. Hitaveita Suðurnesja vill kanna þetta svæði vel, bæði til að
geta gert sér betur grein fyrir stöðu vatnsmála á Reykjanesskaga og ein-
nig af öryggisástæðum. _ (x;