Dagur - 13.10.2000, Side 2
2 - FÖSTUDAGUR 13 . OKTÓBER 2000
TOai^Mir
FRÉTTIR
Ögmundur Jónasson formaður BSRB.
í stað fulltmakosn-
inga á BSRB-þingum.
Auka áhrif félags-
Tiiaiina. Skoða með
opnum huga.
Árni Guðmundsson formaður
Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
hefur lagt tii að breyting verði
gerð á lögum BSRB þess efnis að
formaður bandalagsins og vara-
formenn verði kjörnir í beinni
kosningu til þriggja ára af félags-
mönnum aðildarfélaga í allsherj-
aratkvœðagreiðsiu. Lagt er til að
þessi kosning standi yfir í minnst
1 5 daga og verði lokið sólarhring
fyrir bandalagsþing. Samkvæmt
núgildandi lögum eru það full-
trúar á þingum bandalagsins
sem kjósa í þessi embætti. Til-
laga Árna verður lögð fram á 39.
þingi BSRB sem haldið verður í
lok mánaðarins en félagsmenn
eru um 17 þúsund.
Persónur aukaatriði
Hann vísar því á bug að þarna sé
á ferðinni einhver pólitísk atlaga
að Ogmundi Jónassyni formanni
BSRB sem jafnframt er þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar-
græns framboðs. I því sambandi
bendir hann á að Ögmundur eigi
allan hans stuðning og að þeir
séu miklir mátar. Árni áréttar að
þessi tillaga hans snúist ekki um
menn heldur fyrst og fremst um
stýrikerfi hreyfingarinnar. I þeim
efnum séu persónur algjört
aukaatriði.
Með opnum huga
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB segir að það sé af og frá að
hægt sé að halda því fram að til-
laga Árna sé einhver pólitísk að-
för að sér, enda segir hann að
Árni hafi rætt þessa tillögu við
sig. Þess utan sé tillaga Árna
álíka og þær hugmyndir sem
hann hafði sjálfur um þessa
hluti hér áður fyrr. Þá sé hann
talsmaður þess að hafa lýðræðið
sem mest innan bandalagsins
þar sem flestir koma að ákvarð-
anatöku. Af þeim sökum sé sjálf-
sagt að skoða þessa tillögu með
opnum huga, enda sé það hið
besta mál þegar fram koma hug-
myndir um það hvernig eigi að
reka bandalagið og standa að
stjórnkerfinu, kosningum og
öðru sem lítur að starfseminni.
Jafnt yfir alla
1 greinargerð með tillögu Árna er
bent á að formenn aðildarfélaga
bandalagsins séu kosnir í bein-
um kosningum meðal félags-
manna. Af þeim sökum sé eðli-
legt að hið sama gildi um kosn-
ingar í æðstu embætti banda-
lagsins. Það sé ótvíræður kostur
og styrkur fyrir bandalagið. Þá sé
það einnig vel til fallið til að
auka áhrif hins almenna félags-
manns í þessum efnum. I tillögu
Árna er einnig gert ráð fyrir því
að fyrsti varaformaður sinni
stjórnsýslusviði bandalagsins og
annar varaformaður fjármála-
sviði þess. Hann vill einnig að
bandalagsþing verði áfram
þungamiðjan í stað aðalfunda
eins og gert sé ráð fyrir í tillögum
forustunnar. I því sambandi
bendir hann á að í umræðunni
hafi komið fram eindreginn vilji
fólks til að viðhalda vægi banda-
lagsþinga. - GRH
/ fyrra fjárfestu ístendingar meira í bíl-
um en íbúðum.
Meira í bíla
en íbúðir
Árið 1999 gerðist það öðru sinni
í Islandssögunni að landsmenn
fjárfestu hærri fjárhæðir í nýjum
einkabílum (rúma 24 milljarða
króna) heldur en íbúðarhúsa-
byggingum (tæplega 22 millj-
arða), samkvæmt tölum Þjóð-
hagsstofnunar. Áður mun þetta
einungis hafa gerst árið 1987,
sem var eitt þessara geggjuðu
ára íslenskrar efnahagssögu,
sem var hámarksár í hagsveiflu.
En fljótlega eftir það fór líka að
halla undan fæti og við tók langt
stöðnunartímabil, eins og ilestir
minnast. íhugulir hagfræðingar
velta nú fs'rir sér þeirri spurn-
ingu hvort aftur verði skipti til
hins verra eftir slíkt metbílaár í
hagsveillutoppi. Raunar vantaði
lítið á að árið 1998 væri sam-
svarandi, því þá keyptu lands-
menn nýja bíla fyrir 20 milljarða
en byggðu ný íbúðarhús fyrir
tæplega milljarði meira. Áárun-
um 1997-99 fjárfestu lands-
menn alls 61,7 milljarða í nýjum
íbúðarhúsum en 60,5 milljarða í
nýjum bílum. En þvf miður
munu báðar þessar upphæðir að
mestu í skuld. - HEl
Árni Finnsson: Norðurái fær engan afslátt núna.
Stækkim kostar
meiigimartolla
Gruiidartangameim
verða að greiða fyrir
aukna mengun en
ekki almenningur.
Náttúruverndarsamtök Islands
benda á að taka verði mun meira
tillit til mengunarvarna en gert
hefur verið hingað til ef íslensk
stjómvöld fara að vilja Norðuráls
um stórfellda stækkun á álveri.
Forsvarsmenn Norðuráls hafa
ritað íslenskum stjórnvöldum
bréf þar sem vilja er lýsl til að
stækka álverið þannig að það geti
afkastað allt að 300.000 tonnum
á ári. Leyfi skipulagsstjóra hljóð-
ar upp á 150.000 tonn þannig að
ljóst er að nýtt umhverfismat
þarf ef vilji Norðuráls á að geta
orðið að veruleika.
Árni Finnsson hjá Náttúru-
verndarsamtökum Islands segir
að eitt vandamál komi nú aug-
ljóslega upp varðandi mengunar-
mál sem því miður hafi verið
horft framhjá þegar leyfi fékkst
fyrir verksmiðjunni á sínum
tíma, þ.e.a.s. 1996. „Þeir fengu
gróðurhúsalofttegundirnar sem
koma frá verksmiðjunni alveg
ókeypis ef svo mætti segja. Þeir
þurftu ekki að koma með neinar
mótvægisaðgerðir til að draga úr
áhrifum þessara lofttegunda. Ef
við bætum 60.000 tonnum ofan
á þetta núgildandi Ieyfi er ljóst
að þeirri aukningu á mengun
verður að mæta með mótvægis-
aðgerðum, hvort heldur sem
undanþágubeiðni íslands um
Kyoto-bókunina fæst samþykkt,"
segir Árni.
Hann segir að menn hafi talað
um að auka skógrækt og land-
græðslu til að binda kolefni
vegna aukinnar mengunar og
eðlileg krafa sé að fyrirtækin sem
valdi henni borgi lyrir kostnað-
inn en ekki skattgreiðendur.
Grundartangamenn hafi sloppið
mjög vel til þessa. „Stjórnvöld
voru mjög skammsýn þegar þau
gáfu Norðuráli opinn tékka alveg
óháð því hvað gerast myndi í um-
hverfismálum. Það þýðir að
álframleiðsla er tiltölulega ódýr
hér á meðan önnur ríki sem háð
eru Kyotobókuninni þurfa að
borga fyrir sína mengun." - I(l>.
msm
Stúdentar skora á Biöm
Stúdentaráð stendur fyrir undirskriltasöfnun meðal stúdenta Háskóla
Islands þar sem aðstöðuleysi cr mótmælt og skorað á Björn Bjarnason,
mcnntamálaráðherra að beita sér lyrir því á Alþingi að samþykkt verði
aukaljárveiting til byggingaframkvæmda við Háskóla Islands.
í nýju fjárlagafrumvarpi er einungis gert ráð fyrir 30 milljónum
króna til byggingaframkvæmda við HI. Þessu hefur Stúdentaráð mót-
mælt harðlega, enda nviðar byggingaÍTamkvæmdum afar hægt meðan
aðstöðuleysi verður sífellt alvarlegra vandamál.
Undiskriftasöfnunin felst í því að útbúin hafa verið sérstök póstkort
mcð áskorun til menntamálaráðherra senv ncmendur skrifa undir og
skila í oh'utunnur sem komið hefur verið fyrir í byggingum Hl. - KMH
„Fangelsi eru ekki eins og hótel“
Erlendur Baldursson vill taka fram
vegna forsíðufréttar Dags í gær að þótt
hann sé deildarstjóri hjá Fangelsis-
málastofnun, séu skoðanir hans sem
birtust í blaðinu í gær hans eigin, en
lýsi ekki viðhorfum Fangelsismála-
stofnunar sem slíkrar. Undir þetta tek-
ur Guðgeir Eyjólfsson, settur fangels-
ismálastjóri. Hann segist eklœrt mat
leggja á hvort framkvæmdirnar við
Litla-Hraun hafi verið aðfinnsluverðar.
„Þarna voru ákvarðanir teknar á for-
sendum þess tíma. Nú liggur fyrir að
núverandi ráðherra leggur mikla áher-
slu á að byggja móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi í Reykjavík sem á
að leysa af gæsluvarðhaldspláss í Hegningarhúsinu og Litla-Hrauni.
Ég fagna því að það verði gert,“ segir Guðgeir.
Frétt Dags frá í gær Ijallaði um að nýtingin á Litla-Hrauninu væri
léleg og enn myndi horfa í að hún myndi nvinnka eftir að nýtt fangelsi
rís. Erlendur telur pólitík hafa ráðið byggingu nýja fangelsisins á Litla-
Hrauni en yfirmaður hans tekur sem fyrr segir ekki undir það. Hvað
nýtinguna varðar segir Guðgeir: „Það er ekki stefnan að fullnýta fang-
elsi. Fangar eru öllu færri en var fyrir nokkrum árum og stefnan er ein-
faldlega sú að hafa þá fanga í fangelsi senv dæmdir eru til slíkrar vist-
ar. Fleiri fanga höfum við ekki núna til að vista. Þetta er ekki eins og
hótel sem er að reyna að ná 100% nýtingu. Við einfaldlega vistunv þá
langa sem lil afplánunar koma og við ráðunv ekki fjölda þeirra. - bþ