Dagur - 13.10.2000, Side 20

Dagur - 13.10.2000, Side 20
Nike og Adidas Jón Bergmann Kjartansson (Anand Ransu) opnar málverkasýn- ingu í galleri@hlemmur.is á morgun, 14. október klukkan 17:00. Jón Bergmann vinnur litrík málverk í anda minimalisma og popplistar. Aö þessu sinni tekur hann formin Nike og Adidas og spilar þeim saman sem andstæðum og samstæðum sem hann stillir inn í sýningarrýmið. Sýningin stendur til 5. nóvember og er opin vikulega á fimmtudögum til sunnudags frá klukkan 14:00- 18:00. Heimsbókmenntakvöld Fimmtudaginn 12. október verður lesið úr völdum heims- bókmenntum á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar. Þar les Bjarni Jónsson úr þýðingu sinni á bók- inni Biikktromman eftir Gunther Grass og Aðalsteinn Davíðs- son les úr þýðingu sinni á bókinni Sjö bræður eftir Aleksis Kivi. Einnig les Þórarinn Eldjárn úr þýðingu sinni á bókinni Ofurnæfur eftir Erlend Loe og Friðrik Rafnsson les úr þýð- ingu sinni á bókinni Fáfræðin eftir Milan Kundera. Dagskráin hefst kl 20 og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Islensk hönnun Á íslensku hönnunarsýningunni MÓT sem opnuð verður á Kjan/als- M^^stöðum á morgun 14. október verður skyggnst inn í hönnun 21. aldar- innar auk þess sem íslensk hönnun á síðustu öld verður skoðuð. w' Yfir 120 hlutir verða til sýnis eftir fjölmarga hönnuði og verður þar ýmis- * legt forvitnilegt að finna. Sýningarformið verður nýstárlegt og þarf sýningar- gesturinn sjálfur að raða saman og geta í eyðurnar. Sýningin er skipu- lögð af FORM ÍS- LAND samtökum hönnuða og er liður í Reykjavík menning- arborg árið 2000. Samstarfsaðilar FORM-ÍSLAND eru Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir og nýstofnað Hönnunar- safn. Sýningin stend- urtil 12. nóvember. ÞAD ER KOMIN HELGI Hvað ætlarþúað gera? Elín Málmfríður Magnúsdóttir. Kíkir á ball í Breiðiimi Nú er miðannarfrí í skólanum hér á Akra- nesi svo við fáum frí bæði í dag og á mánu- dag. I dag verð ég á tæknisýningunni Agora í Laugardalshöll allan daginn við kynningu hjá fyrirtækinu Straumi. Á morgun ætla ég að vinna á Hróa hetti hér á Akranesi frá klukkan 12 til 8 um kvöldið. Svo er starfs- mannapartý hjá Hróa um kvöldið og ég býst við því að við kíkjum á ball á Breiðinni á eftir með Landi og sonum. A sunnudaginn stefni ég að því að sofa út og svo ætla ég að læra bæði þann dag og á mánudag. Með snýtiddúta og hóstasaft Eg þyrfti að komast til útlanda. En það er ekki útséð um hvort ég kemst. Það er Hol- land, land blómanna sem er fyrir stafni. Nú þarf blómakerling eins og ég að fara að næla sér í jóladót. Ef ég kcmst ekki út býst ég við að vinna á laugardaginn eins og venjulega. Svo væri spurning hvort maður fleygði sér í Ieikhús um kvöldið. Það er þó ljóst að ég hef ekki bóndann upp á arminn því hann er auðvitaö að fara í rjúpu. Ung- lingurinn er lasinn svo ég get líka verið í hlutverki Florens Nightingale og snúist með snýtuklúta og hóstasaft. Barátta við tölvuvírus Eg fékk vírus í tölvuna mína og býst við að stór hluti helgarinnar fari í að fara í gegn um hana alla og bjarga því sem bjargað verður. Það er þó alveg ljóst að skaðinn er talsverður. Svo er ég að læra eins og vana- lega því ég er í fjarnámi í Kennaraháskólan- um og þarf að standa skil á verkefni í að- Kristín Gestsdóttir. ferðafræði á mánudaginn. Verkefnaskilin eru nokkuð stöðug og það er ágætt því það heldur manni við efnið og verður til þess að maður les en safnar ekki upp vandamálum. Eg er heimavinnandi húsmóðir eins og er og bíð eftir að verða léttari eftir nokkrar vikur. ■ HVAD ER Á SEYÐI? HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ TÓNLIST TÍBRÁ - TVÚLEIKUR Sunnudagskvöldið 15. október verða haldnir tvílcikstónleikar í Salnum í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs og hefjast þeir kl. 20:00. Það er tékk- neska dúóið Ivan Zenaty, sem er heimsþekktur fiðluleikari og Jaromír Klepác, mikilsvirtur píanólcikari sem flytja verk eftir Brahms, Ccsar Franck og Beethoven. Zenaty hefur leikið inn á fjölda geisladiska og kem- ur oft fram bæði í sjónvarpi og út- varpi. Hann hefur unnið til fjölda mikiisvirtra verðlauna. Jaromír sem er hátt skrifaður kammertónlistar- maður vakti fyrst verulega athygli, þegar hann vann til verðlauna í Chopin píanókeppninni í Marienbad og skömmu síðar þriðju verðlaun í hinni alþjóðlegu ARD keppni í M^nchen og önnur verðlaun í Prix Martinu keppninni í París. FÖSTUDAGSBRÆÐINGUR Á GEYSI KAKÓBAR Hljómsveitin Moðhaus spilar í kvöld á Geysi Kakóbar í Hinu Iiúsinu v/Ingólfstorg. Húsið opnar klukkan 21:00 og lokar um 23:30. Björn skífuþeytir verður á staðnum og hitar upp fyrir Moðhaus. Moðhaus spilar experimental rokk með fönkívafi. Þeir munu frumflytja fullt af nýju efni ásamt gömlu efni í nýjum bún- ing. Þetta eru fyrstu tónleikar Moð- haus á öldinni en þeir eru búnir að vera í fríi og semja. Allar upplýsingar varðandi Moðhaus er að fá í geim- gengill@hotmaiI.com. Það er frítt inn.M!!!. Gaukur á Stöng Þá er komið að því ,djammtröllinn í „SPÚTNIK“ ætla að skemmta okkur og sjálfum sér í kvöld og fram eftir morgni. Laugardaginn 14. október. Alla leið frá Selfossi, hver ræður við sig er strákarnir í „O.F.L“ stíga á svið. Sunnudaginn 15. október „Furstarnir ásamt Geir 01afssyni“ þarf eitthvað að segja meira??? SÝNINGAR Á mörkunum - Vitleysingarnir Nýtt leikrit eftir Ólaf Hauk V Símonarson verður frumsýnt [ í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld kl. 20.00. Það segir frá vina- hópi á aldrinum 30-35 ára sem er í hröðum dansi í kringum gullkálfinn með tilheyrandi uppákomum og vandamálum. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Stúlkan í vitanum Cy ^ Islenska óperan frumsýnir í ^ ~V samstarfi við Tónmennta- W skóla Reykjavíkur, sunnudag- inn 15. október kl. 14.00, nýja óp- eru fvrir börn byggða á ævintýri Jónasar Hallgrímssonar. Sögusviðið færir Böðvar Guðmundsson til sam- tímans en þungamiðja verksins er hin eilífa barátta góðs og ills. Tónlistin er eftir Þorkel Sigurbjörnsson scm jafn- framt stjórnar kór og hljómsveit, sem skipuð er nemendum og kennurum 'fónmenntaskólans. Leikstjóri er Illín Agnarsdóttir. cafe9.net <V ^ Fjölbreyttir viðburðir og tón- ^ V Ieikahald hafa átt sér stað í Wcafe9.net í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi allt frá 1. sept- ember. Föstudagurinn 13. hefur af ýmsum verið litinn hornauga, en í cafe9.net verður þeirri bábilju gefið langt nef og blásið til tónleika og kvikmyndasýningar í boði Islands- síma. Viðburðurinn verður sendur út á síðunni www.cafe9.net. Móðirin í Mír Móðirin, klassísk kvikmynd frá árinu 1926 verður sýnd í bíósal Mír, Vatns- tíg 10 sunnudaginn 15. október. Þetta er eitt af frægustu verkum kvik- mvndasögunnar og leikstjóri er Vsevolod Púdovkin. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Maxím Gorkí en þó farið frjálslega með. Enskur texti er með myndinni. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Kaffileikhúsið *Háaloft - einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur. Fimmta sýning í kvöld kl. 21.00. Áhorfendur eyða kvöldstund með Karítas þar sem hún fjallar á hisp- urslausan hátt um sjúkdóm sinn, lyfjatöku, stöðu sína innan samfé- lagsins, drauma og plön. Hún ferð- ast í tíma og rúmi á þeirri klukku- stund sem verkið tekur, upp á há- loft, upp í háaloft og alla leið niður í kjallara. Þetta er svo sannarlega svört kómedía. *Tófta sýning á hinum stórskemmti- lega barnaeinleik Stormi og Ormi sem hefur hlotið einróma lof gagn- rýnenda verður laugardaginn 14. október kl. 15.00. *Laugardagsvöldið kl. 22.00 verður Rússíbanaball - dansleikur þar sem hljómsveitin Rússíbanarnir Ieikur fyrir dansi. *Skemmtikvöld fyrir sælkera verður sunnudagskvöldið 15. október kl. 19.30 í tilefni af útkomu mat- reiðslubókarinnar Hratt og bítandi eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Fram- reidd verður fimm rétta máltíð þar sem allir réttir eru gcrðir eftir upp- skriftum úr bókinni sem kemur út í dag föstudaginn 13.október. Auk þess verður fluttur einþáttungurinn Quasi una fantasia - fyrir karl, konu, píanóleikara og Færeying (má vera uppstoppaður). Flytjcndur eru Þröstur Leó Gunnarssono og Arndís Egilsdóttir Þá syngur Álfheiður Hanna Friðriksdóttir tvö Ijóð eftir Jóhönnu við Iög Eriks Mogensen, Oddný Sturludóttir leikur á píanó og Vilhjálmur Goði Friðriksson verður með kokka uppistand. Listi- Ieg og afar lystaukandi dagskrá. Leikstjóri dagskrárinnar er Sigrún Valbergsdóttir. OG SVQ HITT... Hugsanir eru mínar gleðikonur í kvöld kl. 20.00 flytur Friðrik Rafns- son fyrirlestur í Alliance Francaise, Austurstræti 3, um eitt þekktasta verk 18. aldar í Frakklandi, „Frænda Rameaus“ eftir Denis Diderot (1713- 1784) sem kom út í flokki Lærdóms- rita hjá Flinu íslenska bókmenntafé- lagi s.l. vor í þýðingu hans. Fyrirlest- urinn ber yfirskriftina „Hugsanir eru mínar gleðikonur“ og þar mun verða leitast \ið að skýra hvers vegna þessi höfundur og hugsuður virðist njóta sífellt meiri hylli, jafnvel svo að ný- verið spáði franskt bókmenntatímarit því að mjög yrði sótt í verk hans á 21. öldinni. Auk þess verður reynt að tengja Diderot og „Frænda Rameaus“ við íslenska sagnahefð og áhugasvið, einkum þó hinn sígilda áhuga Islend- inga á sögum af sérvitringum og ein- kennilegum mönnum. Dagskrá um Osborne Dagskrá um breska leikskáldið John Osborne og leikrit hans, Horfðu reið- ur um öxl verður í Listaklúbbi Leik- hússkjallarans mánudagskvöldið 16. nóvember. Fjallað verður um leikritið og sýningu Þjóðlcikhússins og leikin verða brot úr sýningunni. Dagskráin hefst kl. 20.30 og húsið opnar kl. 19.30. HEILSA OG HEILBRIGÐI 2000. Ráðstefna, vöru og þjónustukynning HEILSA OG HEILBRIGÐI 2000 verður haldin í Fjölbrautaskólanum við Ármúla dagana 14. og 15. október. Ráðstefnan er haldin í tengslum við fyrsta aðalfund nýstofnaðra Norrænna samtaka sem fékk nafnið Nordisk Samarbejds Komite for ikkc-Kon- ventionell terapy (NSK). Samtökin nefnast á íslensku, Norrænt samstarf um óhefðbundnar meðferðir. Þessa

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.