Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 HELGARPOTTURINN Pottverjar ræddu mikió í gær um velgengni Ólafs Jóhanns Ólafssonar í Bandaríkjun- um og það að samið hefði verið um að gera Hollywood-kvikmynd eftir bók hans Slóð fiðr- ildanna. Einn þeirra hafði heyrt að framleið- endur ræddu um að leita eftir því við stór- leikkonuna Meryl Streep að leika aðalhlut- verkið í myndinni. Haft er fyrir satt að þegar Ólafur Jóhann gegndi störfum hjá Sony hafi fólk komið til hans og spurt hvor hann væri skyldur Streep þar sem þau væru mjög svip- lík. Þá höfðu menn einnig frétt að mikið stæði til í sambandi við útgáfu á Slóð fiðrildanna í Banda- ríkjunum. Næsta þriðjudag mun útgáfufyrir- tækið Random House standa fyrir mikilli sam- komu til heiðurs höfundinum í Norræna húsinu nýja, Scandinavia House, á miðri Manhattan- eyju og þar mun mæta framáfólk í bandarísku menningarlífi og fulltrúar fjölmiðla. Það er því Ijóst að bandarískir útgefendur Ólafs Jó- hanns ætla sér að veðja á hann á þessu hausti. í Rangárþingi hefur löngum verið fastur liður við jaróarfarir að þangað mæti goðinn á Bergþórshvoli, Eggert Haukdal. Eggert er íðinn við kolann þó hættur sé á þingi og nú er hann meira að segja farinn aó mæta á jarðar- farir með einkabOstjóra, sá er séra Gunnar Björnsson sem nú situr í prestbústaðnum á Bergþórshvoli - en milli þeirra félaga er vin- átta mikil. Það verður ekki á Hilmi Snæ Guðnason logið. Hann leikur í tveimur leikritum í Þjóðleik- húsinu, Draumi á Jónsmessunótt og Horfóu reiður um öxl sem slær svo hrottalega í gegn að það verður að flytja það upp á stóra svið til að anna eftirspurn. Á sama tíma leikstýrir hann Abigail heldur partý í Borgarleikhúsinu. Og nú er hann að byrja að æfa í Með fulla vasa af grjóti í Þjóðleikhúsinu, nýju írsku leikriti sem farið hefur sigurför um heiminn. Þar bregða þeir sjarmörarnir Hilmir Snær og Stefán Karl sér í ótal hlutverk. Við verðum hins vegar að bíða fram í mars eftir að sjá Beðið eftir Godot þar sem þeir æskuvinirn- ir Hilmir Snær og Benedikt Erlingsson fá að bralla saman á ný. Sögur af mannlífi og menningu í bragga- byggðum eftirstríðsáranna í Reykjvík eru sem fyrr mikið efiirlæti sagnaritara. Þannig mun fyrir jólin koma út hjá JPV-forlagi bókin Undir bárujárnsboga - braggalíf í Reykjavík 1940- 1970. Það er Eggert Þór Bernharðsson sem skráir bókina og verður þar sagt frá og úr bröggunum sem reistir voru í borginni á stríðsárunum og búið var í fram undir 1970. Fjallar Eggert um líf í bragga, lífsskilyrði braggabúa og viðhorf annarra til þeirra og svo mætti lengi telja. í þessu sambandi má svo geta þess að fyrir síðustu jól kom út bókin Á hæla löggunnar þar sem Sveinn Þórmóðsson Ijósmyndari sagði frá áralangri búsetu sinni í bröggum - en frægustu sögurnar af þessum vettvangi eru þó vitaskuld Eyjabækur Einars Kárasonar. Trúðar eru sígilt aðhlátursefní og því eru þeir Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason nokkuð öruggir um að uppskera hlátur og kátínu þegar þeir fara að troða upp í byrjun næsta mánaðar sem trúðarnir Skralli og Lalli. Aðalsteinn Bergdal hefur gert nýtt leikrit um trúðinn Skralla sem hefur skemmt mörgum í gegn um árin. Nú hefur Skralli fengið bróður sinnn, Lalla, í lið með sér og tekst þeim mis- jafnlega að leysa það sem þeir taka sér fyrir hendur enda heitir leikritið: Tveir misjafnlega vitlausir. Ekkert lát er á frumsýningum íslenskra kvik- mynda. Nú er enn ein f aðsigi því myndin Óskabörn þjóðarinnar verður frumsýnd 24. nóvember í tveimur húsum samtímis. Það er Jóhann Sigmarsson sem hefur samið handritið og hann heldur líka um leikstjórnar- taumana ásamt sjálfum kvikmyndajöfrinum Friðrik Þór Friðrikssyni. Margir þekktir leikarar koma fram í myndinni og má þar nefna Davíð Þór Jónsson, Árna Tryggvason, Helga Björnsson, Þröst Leó Gunnarsson og Björk Jakobsdótt- ur. Aðalhlutverkin eru í höndum Óttars Proppé og Gríms Hjaltasonar og tónlistin er eftir Jóhann Jóhannsson. Eggert Þór Bernharðsson. Eggert Haukdal. Ólafur Jóhann Ólafsson. Fimm hundruð karla kór Fjölmennasti karlakór sem komið hefur fram á íslandi mun syngja í Laugardals- höllinni í dag þar sem tíu sunnlenskir karlakórar mætast og hefja upp sínar raustir saman. Auk þeirra stíga á svið þrír tenórar, „hinir íslensku Pavarotti, Domingo og Carreras." Samkoman hefst kl. 13.30. „Samband sunnlenskra karlakóra Katla, er tuttugu og fimm ára á þessu ári og þetta mót er sérstak- lega veglegt af því tilefni en svona mót eru að jafnaði Eialdin á fjögurra ára fresti," segir Páll Asgeir Ásgeirs- son sem unnið Eiefur að undirbún- ingi mótsins, ásamt félögum sínum í Karlakórnum Fóstbræðrum. Hann segir árafjöldann milli móta þó rokka svolítið til, þannig hafi síðasta Kötlumót verið haldið á Hornafirði 1995 og hafi það verið mikil gleðisamkoma. „Þá var kátt í höllinni og þannig verður það ör- ugglega núna líka,“ segir Páll Ás- geir og bætir við: „Nú kemur fram fjölmennasti karlakór sem nokkurn tíma hefur stigið á pall á Islandi. Bæði er starf karlakóranna í nokk- urri uppsveiflu um þessar mundir, þannig að þeir eru vel mannaðir hver fyrir sig og svo koma þarna fleiri kórar saman en nokkurn tíma áður, þannig að Ejöldinn verður um 500 manns.“ Syngja saman fjögur lög Kórarnir sem koma fram á mótinu eru: Karlakórinn Jökull á Horna- firði, Karlakór Rangæinga, Karla- kór Selfoss, Karlakór Keflavíkur, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, Karlakórinn Fóstbræður í Reykjvík, Karlakór Reykjavíkur, Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit, Karlakór Kjalarness og Karlakórinn Söng- bræður f Borgarfirði. Þeir syngja tvö lög hver og sfðan fjögur lög saman, við undirleik hornaflokks. Skrautnúmerið Á söngmótinu f Laugardalshöllinni koma Ifka fram þrír ungir tenórar, þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jón Rúnar Arason og Birgir Ragnar Baldursson sem nú syngja saman í fyrsta sinn ef frá er talin upptaka í sjónvarpinu sem send var út í þætti Steinunnar Olínu Þorsteinsdóttur síðastliðinn laugardag. „Þetta er mikið skrautnúmer," segir Páll Ás- geir og heldur áfram: „Framtaks- samir menn hafa leitt saman þessa þrjá tenóra og þarna er komin ís- Ienska útgáfan af Domingó, Carrer- as og Pavarotti. Þetta eru allt menn sem ýmist hafa lokið söngnámi er- Iendis eða hér heima og hafa mis- mikið komið fram. Um einn þeirra, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, sagði Kristján Jóhannsson í fjöl- miðlum á dögunum að hann væri efnilegasti íslenski tenór sem hann hefði nokkru sinni heyrt í. Enda hefur honum verið gefið gælunafn- ið „arftaki Kristjáns““. Kennileiti á vegferð allra kóra Páll kveðst ekki þekkja til hlítar efnisskrá kóranna, hvers fyrir sig en lögin sem þeir syngja sameigin- lega eru: Prestakórinn úr Töfraflautunni eftir Mozart, Sigla svörtu skipin eftir Karl O. Run- ólfsson, Landkenning eftir Edvard Grieg, þar sem ungur bariton, Ólafur Kjartan Sigurðsson, syngur einsöng og svo hið magnaða lag Páls Isólfssonar, Brennið þið vitar sem Páll Ásgeir segir að sé varða eða kennileiti á vegferð allra karlakóra. „Hér verður það llutt af stærri kór en nokkru sinni fyrr.“ segir hann að lokum. GUN. Maður vikunnar, framhaldsskólaneminn, er í nítján þúsund manna hópi. Með hendur í vösum mælir hann göturnar, nema því aðeins að hann sé kominn í vinnu. Sumir af nemendum skólana eru þó að sinna náminu þegar kennararnir eru fjarri góðu gamni í verkfalli, en ætla má að til þess þurfi sterk bein og góða daga. Og áfram heldur verkfallið og krakkarnir eru í mambói með sig og sitt. Þau eru fórnarlömbin. Framhaldsskólaneminn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.