Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 11. NÚVEMBER 2000 Dagur Hjá frægum í Ameríku Þeir sem eru rík- ir og frægir hafa gjarnan í þjón- ustu sinni marga starfsmenn sem sinna hinu al- menna heimilis- haidi; til dæmis kokka, þjóna, einkaritara og barnfóstrur. Enda telur slíkt fólk vafalaust til lítils að eiga nóg af peningum ef þess sjást ekki merki í lífsháttum, svo sem að eiga stórhýsi út um allar trissur og hafa margt starfsfólk til að þjóna sér. Fyrir hina ríku og frægu fylgir þessu hins vegar sá vandi í sein- ni tíð að margir eru ekki fyrr farnir úr vistinni en þeir setjast niður og segja frá lífi fyrrum vinnuveitenda sinna í tíma- ritsviðtölum. Ef fólkið er veru- lega frægt og ríkt er jafnvel hægt að hafa bók upp úr því að þjóna. Nú hefur þetta, eins og flest annað, rekist hingað til lands. Komin er út fyrsta bókin sem undirritaður man eftir þar sem Islendingur tíundar heimilislíf hjá einhverjum heimsfrægum, það er að segja hjá metsöluhöf- undinum Danielle Steel. Höf- undurinn, Þórhallur Vilhjálms- son, starfaði sem þjónn á heim- ili skáldkonunnar í tvö ár eða svo. „Hún Iifði í stöðugum ótta við að vera svikin og misnotuð í gróðaskyni," segir hann á einum stað (bls. 219). Ætli megi ekki líta á bókina sem smá/ægilega staðfestingu þess að slíkur ótti hafi ekki verið ástæðulaus. BÓKA- HILLAN fékk við nokkuð við ráðið var ég farinn að æla niður í sóðaskapinn. Eg settist á hækjur mínar og starði á mína eigin ælu sem flaut þarna í h 1 a n d t j ö r n i n n i “ (bls. 166). Þórhallur Vilhjálmsson lætur vel að svíninu Coco. Myndin er úr bókinni. Að þjóna svíni Einna helst mætti segja að þetta sé viðtalsbók, þótt hún sé sögð í fyrstu persónu. Bandarískur höf- undur, Jeffrey Kottler, skrifaði hana á ensku, eftir Þórhalli, en Sverrir Hólmarsson þýddi yfir á íslensku. Danielle Steel hefur lengi ver- ið metsöluhöfundur og sem slík- ur að sjálfsögðu orðið moldrík. Hún hefur verið marggift, á mörg börn og hefur herskara þjónustu- liðs í kringum sig. Þórhallur starfaði sem þjónn á heimili hennar í Kaliforníu um tveggja ára skeið fyrir um einum áratug síðan. Verkefni hans virðast að mestu Ieyti hefðbundin störf af því tagi; að taka til á heimilinu, búa um rúm, svara þegar dyra- bjöllu er hringt, þjóna til borðs á matmálstímum og sinna gælu- dýrum fjölskyldunnar. Það er reyndar þetta síðast- nefnda sem verður Þórhalli til- efni til margvíslegra skemmti- sagna. Danielle hafði nefnilega ekld aðeins hefðbundin gæsludýr á heimilinu, heldur einnig forláta svín af sjaldgæfu kyni sem hún fékk gefins. Samskipti Þórhalls við svínið er í raun og veru það eina sem er nýstárlegt í frásögn- inni. Þetta gæludýr, sem heitir í höfuðið á Coco Chanel og býr á heimili fjölskyldunnar, er ekki beinlínis hreinlegt: „Ég rak Coco fram í eldhús og hóf svo það hryllilega verkefni að gera gólfið hreint. Eg setti á mig plast- hanska og gúmmísvuntu og óð svo út í hlandtjörnina sem angaði af skelfilegum daun. Aður en ég Robin og Coco Það er auðvitað svínið sem bjargar þessari bók. Besta sagan er líklega af leikaranum Robin Williams sem kom í heimsókn og féll strax fyrir svíninu: „“En dásamlegt, dásamlegt svín,“ sagði hann, fór nið- ur á Ijóra fætur og lét sjálfur eins og svín. Hann rýtti og vældi og her- mdi óaðfinnanlega eftir gröðu svíni. ... Robin skreið nær Coco og rak í hana bakhlutann alveg eins og göltur sem er að reyna að vekja aðdáun gyltu. „Ojnk, ojnk, sæti grís, „ sagði hann við hana. „Hæ, grísagrís.“ Þegar hann nuddaði höfðinu við bjórinn rétt aftan við hálsinn á Coco svaraði hún með því að rýta af æsingi. Þau skildu greinilega hvort ann- að.“ Vegna svínsins er alveg þess virði að Iesa þessa bók, þótt aðr- ar frásagnir af þjónslífinu hjá Danielle séu rislitlar. SVÍNAHIRÐIRINN. Höfundar: Þórhallur Vil- hjálmsson og Jeffrey Kottler. Utgefandi: JPV. ■bokalifid Atwood hafði það Kanadíska skáldkonan Marg- aret Atvvood hafði það í fjórðu tilraun. Það er að segja að höndla Booker-verðlaunin bresku og þær milljónir sem þeim fylgir. Þetta kom reyndar ekki svo mjög á óvart. Þegar tilkynnt var íyrir mánuði eða svo hvaða sex skáldsögur komust í úrslitakeppnina spáðu flestir því að nú væri komið að Atwood. Helsti keppinautur hennar var Kazuo Ishiguro sem fékk Bookerinn árið 1989. Höfund- ar hinna bókanna voru flestir lítt þekktir. Upphaflega komu 120 bækur til skoðunar hjó dómnefndinni, þar á meðal eftir ýmsa þekkta höfunda sem komust ekki í úrslitin. Nægir þar að nefna Doris Lessing, Muriel Spark, Maleolm Brad- bury, A.S. Byatt, Michael Ondaatje ogJ.G. Ballard. Gömlu geimkúrekamir Myndin er öldungis ágæt og toppleikarar fyrri tíma, standa alveg tímanns tönn. ★ ★ 1/2 KVIK- Space Cow- MYNDIR boys Leikstjon: Clint EastwoodAðal- hlutverk: Clint Eastwood, Tommy Lee Jo- nes, Donald Sutherland og James Garner Clint Eastwood leikstýrir og leik- ur jafnframt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Space Cowboys sem frumsýnd var í bíóhúsum nú í vikunni. Eastwood hefur verið þekktastur fyrir amerísku vestrana „dollaramyndirnar" svokölluðu, þar sem hann lék einfara hausaveiðara og töffara sem aldrei sýndi nein svipbrigði, nema kannski að píra augun. Þar sem manni dettur alltaf vestri í hug þegar talað er um Eastwood, finnst manni ekkert athugavert við heiti myndarinnar Space Cowboys, sem hefur reyndar ekkert með vestra að gera og er hvort tveggja í senn villandi og fáránlegt, þar sem mestur hluti hennar fer fram úti í geimnum, en einhvern veginn fyrirgefur maður það samt, þar sem vestra- hetjan Eastwood á í hlut. Þrjátíu og fimm árum eldri í upphafi myndarinnar segir frá fjórum reynsluflugmönnum, . . ■ , > -v '■• :>■ ••> í; :ý. ’. - ■ þeim Frank Corvin (Clint Eastwood), „Hawk“ Hawkins (Tommy Lee Jones), Jerry O’NeilI ( Donald Sutherland) og Tank Sullivan (James Carner) sem unnið hafa saman að Da- edalus-aðgerðinni fyrir Banda- ríska flugherinn við að reynslu- fljúga geimflaugum og eiga sér þann sameiginlega draum að fá að fljúga til tunglsins. Þegar Da- edalus-aðgerðinni er lokið og lík- ur eru á að þeir geti látið drauma sína rætast, eru þeir hins vegar hunsaðir og apaköttur sendur til tunglsins í þeirra stað. Þetta var árið 1958, en ac^Isöguþráður myndarinnar er nútíminn, þegar kapparnir tjórir eru þrjátíu og fimm árum eldri, sem hæfir leik- urunum að sjálfsögðu ögn betur. Rússnesk geimstöð hefur bilað fellur hratt til jarðar og fá ráð eru til að stöðva hana. Eini maður- ,A i / 111 Ijyi IJV inn sem gæti eitthvað hjálpað til við að bjarga málunum og veit eitthvað um tæknilegan húnað hennar, er fyrrum reynsluflug- maður og tæknimaður Daedalus- aðgerðarinnar, Frank Corvin. Hann vill hins vegar ekkert hjál- pa til við björgunina nema gömlu félagarnar fái að vera með, en það reynist erfitt að sannfæra starfsmenn NASA um getu þeir- ra til þess, þar sem þeir eru allir komnir á eftirlaun og engar líkur á að þeir standist kröfur um krafta, getu og heilsu. Öldungis ágæt Eastwood sagði í viðtali í einu Bandarísku dagblaðanna, að það væri alveg óþolandi, að þessir gömlu Ieikarar fengju aldrei nein hlutverk sem hæfði aldri þeirra, alltaf væri verið að gera kröfur til þeirra um að leika hlutverk sem gerðu ráð fyrir að þeir væru tutt- ugu til þrjátíu árum yngri. Hann vildi með þessari mynd sýna fram á að þeir, öldungarnir gætu alveg skilað toppmyndum á kvik- myndamarkaðinn í Hollywood og sjálfsagt kæmu fleiri myndir í kjölfar þessarar. Það er Iíka alltaf verið að minna áhorfandann á að þarna eru öldungar á ferð með athugasemdum eins og, signar rasskinnar, hár í eyrum og nös- um, nokkrum númerum of stór húð, falskar tennur og svo fram- vegis. En myndin er öldungis Margaret Atwood með verðlaunabókina. Saga af tveimur systrum Skáldsögur eftir Atwood komust í úrslit árið 1986 (The Handmaid’s Tale), 1989 (Cat’s Eyes), 1996 (Alias Grace) og svo núna (Blind Assassin). Hún fæddist í Ottawa í Kanada árið 1939 og hefur sent frá sér meira en þrjátíu bækur - skáldsögur, smásögur, ljóð og ritgerðir. Hún býr nú í Toronto. Verðlaunasagan snýst um líf tveggja systra, Láru og íris Chase, sem fæddust inn í fjöl- skyldu auðugra athafna- manna. Þegar kreppan mikla grefur um sig fyrir alvöru á fjórða áratug tuttugustu aldar- innar neyðist Iris til að giftast vellauðugum hægrisinnuðum manni. Þegar líður að aldar- lokum lítur hún til baka yfir líf sitt og minnist Láru sem hlaut alll önnur örlög. Lára gerði uppreisn gegn ríkidæminu, varð ástfangin af vinstrisinn- uðum áróðursmanni, skrifaði skáldsögu seni heitir Blind Assassin og ók síðan út af brú og drap sig - aðeins 25 ára. Bókin hennar varð fræg og það pirrar Iris að þurfa á gamals aldri að svara spurningum há- skólafólks sem er að skrifa rit- gerðir um Láru og skáldsög- una hennar. Atwood notar mörg ólík sjónarhorn við gerð verðlauna- sögunnar. Hér er að finna end- urminningar írisar, sem er 82 ára, og kafla úr skáldsögu Láru, en einníg minningar- greinar og blaðaútklippur. ágæt og toppleikarar fyrri tíma, standa alveg tímanns tönn. -W iiiuoíiun iiiíiiiio^ jiiniic iti'jr* iii 'í uw^iuaHud i» i'j Jiííiníín nun^m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.