Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 14
 LÍF OG HEILSA LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Þvagleki og grindar- botnsþjálfun „Áreynsluleki er ósjálfráður þvagleki sem verður við líkamlega áreynslu, t.d. við hósta, hnerra, hlátur, hlaup, hopp og að lyfta þungu, “ segir meðal annars hér I greininni sem fjallar um þvagleka. Þvagleki er stórt en dulið vanda- mál. Á síðustu árum hefur töluvert verið skrifað um þvagleka. Rann- sóknir hafa sýnt að þetta er mikið vandamál, einkum hjá stórum hópi kvenna og getur það, meðal annars, aukist í tengslum við með- göngu og fæðingu, við aukna lík- amsþyngd, tiðahvörf og almennt með auknum aldri. Eins og orðið bendir til táknar þvagleki að við- komandi lekur þvagi. Sú staðreynd veldur oft bæði líkamlegum og fé- lagslegum vandamálum og getur gengið það langt að þvaglekinn fer að stjórna lífi einstaklingsins. Sumar konur treysta sér ekki til að stunda líkamsþjálfun eða aðra lík- amlega áreynslu af hræðslu við að missa þvag. Tvær tegundir þvagleka algengastar Tvær tegundir af þvaglega eru algengastar og kallast þær áreynsluþvagleki og bráðaleki. Áreynsluleki er ósjálfráður þvagleki sem verður við líkam- lega áreynslu, til dæmis við hósta, hnerra, hlátur, hlaup, hopp og að Iyfta þungu. Þessari tegund fylgir engin þvaglátaþörf og leki verður eingöngu á með- an á áreynslu stendur. Bráðaleki kallast það þegar þvagleka fylgir áköf þvaglátaþörf án þess að viðkomandi geti nokkuð við það ráðið. Auk þessa er til svokallað- ur blandleki sem þýðir að ein- kenni beggja fyrrnefndra teg- unda eru til staðar. Vandamálið að mestu falið I könnun á algengi þvagleka hjá konum 21 árs og eldri í Oxarfjarð- arhéraði árið 1985 reyndust 56% hafa þvagleka, þar af 29% talsverð- an eða mikinn. 70% höfðu áreynsluþvagleka, 14% bráðaþvag- leka og 16% blönduð einkenni. Sem er í samræmi við ýmsar er- Iendar rannsóknir. Auk hinnar háu tíðni þvagleka hjá konum benda niðurstöður rannsókna síð- ustu ára okkur á að vandamálið er að mestu leyti falið og að það virð- ist hægt að hjálpa mciri hluta kvennanna með grindarbotns- og eða blöðruþjálfun. Gríndarbotninn Grindarbotninn er um 1 cm. á þykkt og myndar eins og nafnið gefur til kynna gólf grindarholsins. Grindarbotnsvöðvar eru umhverf- is þvagrás, Ieggöng og endaþarm og eiga ásamt hringvöðvum að stjórna opnun og lokun þessara líf- færa. Auk þess veita þeir þvagrás, þvagblöðru og legi stuðning. Ef grindarbotnsvöðvar eru slakir styðja þeir ekki nægilega vel við þessi líffæri, stjórnun verður ekki nægilega góð og því getur þvag far- ið að leka. Ýmsar leiðir til lausnar Orsakir þvaglekans geta verið mis- jafnar því er mikilvægt að konur fari til Iæknis og fái greiningu á sínu vandamáli. Það fer síðan eft- ir henni hvaða leiðir eru til lausn- ar. Sem dæmi má nefna, skurðað- gerðir, lyfja- og/eða hormónameð- ferðir, raförvun og grindarbotns- þjálfun. Grindarbotnsvöðva ber að þjálfa og nota eins og aðra vöðva ef þeir eiga að þjóna sínu hlutverki. Þjálfun þeirra er einföld, ef við- komandi nær réttri tækni, og kostnaðarlítil. Þannig má fyrir- byggja og bæta ýmis vandamál sem fylgja slökum grindabotni. Að ná að spenna rétta vöðva Það sem mestu máli skiptir í grindarbotnsþjálfun er að ná að spenna réttu vöðvana en margir eiga í erfiðleikum með að finna þá. Oft spennir viðkomandi rass-, Iæra- og kviðvöðva í stað grindar- botnsvöðva. Sumir rembast, halda niðri í sér andanum og auka því þrýstinginn niður á grindarbotn- inn sem hefur þau áhrif að Iíkur á þvagleka aukiist. Til eru ýmsar leiðir til að komast að því hvort viðkomandi spenni rétt. Sem dæmi má nefna að: • stöðva þvagbununa (ekki notuð sem æfing heldur eingöngu sem próf) • Ieggja hendina á grindarbotn og finna hann lyftast upp og aftur en síga niður þegar slakað er á • setja tvo fingur upp í leggöng og spenna utan um þá. Þjálfun grindarbotnsvöðva er stig- vaxandi eins og önnur þjálfun og miðast í byrjun við ástand grindar- botnsvöðva. Viðkomandi ætti að gera æfingarnar markvisst og þjál- fa bæði styrk og úthald. I upphafi er auðveldast að spenna ekki á móti þyngdaraflinu. Það má t.d. forðast með því að liggja á bakinu með bogin hné, þegar verið er að spenna, og færa sig síðan smám saman upp í sitjandi og standandi stöðu. Lokamarkmiðið er síðan að geta æft grindarbotninn við dagleg störf vegna þess að þegar að rétt er farið að er hægt að gera grindar- botnsæfíngar hvar og hvenær sem er. Hafa þarf í huga að spenna alltaf grindarbotnsvöðva við áreynslu eins og t.d. við að hósta, hnerra og að lyfta þungu. Hversu oft þarf að þjálfa? Það er líka mismunandi og stig- vaxandi en ágætt að byija á að þjálfa þrisvar sinnum á dag. Tíu endurtekningar og reyna smám saman að halda hveijum samdrætti í 8-10 sekúndur með álfka hvíld á milli. Einnig er gott að gera einn til tvo langa samdrætti í um 30 sek til að þjálfa úthald en þá er ekki haldið há- marksspennu. • 1-5 kröftugri samdrættir þar sem hámarksspennu er haldið í um 10 sek. Þetta er eingöngu við- mið og ef þú finnur fyrir þreytu, átt erfítt með að anda eðlilega eða ert farin að spenna aðra vöðva þá slakar þú á og byrjar aftur. Eg vil hvetja áhugasama til að Ieita sér upplýsinga hjá fagfólki eins og læknum, sjúkraþjálfurum og hjúkrunarfræðingum um það hvernig best er að snúa sér í mál- um varðandi grindarbotnsþjálfun og þvagleka. Höfundur er löggiltur sjúkra- þjdlfari hjá Eflingu á Akure)ri Heimildir: Sigurður Halldórs- son, Guðrún G. Eggertsdóttir, Sig- ríður Kjartansdóttir. (1995). Könnun á algengi þvagleka nieðal kvenna og árangri einfaldrar með- ferðar í héraði. Læknablaðið, 81 309-17. Einn, tveir, þrír? Talaðu endalaust við alla þína kærasta/kærustur og forðastu að láta óleyst vandamál og leiðindi hlaðast upp. Hvernig ætli maður komist nú að því hvort mað- ur er fyrir tveggja eða margra manna ástarsam- bönd? Því miður er ekki til nein al- gild aðfcrð sem klikkar ekki. Þó er til dálítið af bók- um sem eru skrif- aðar af fólki sem lifir á þennan hátt og sumar þeirra hafa að geyma ágætis ráð og reynslusögur. Fólk sem er poly lýs- ir því gjaman sem miklum létti þegar þau ákváðu að stíga skrefíð og fara að horfa framan í heiminn án þess að þykjast fí'la einkvæni, dálítið eins og að koma út! Eg mæli með The ethical slut eftir Dossie Easton og Catherine A. Liszt. Þær skrifa bókina af ein- stöku fordómaleysi. Fordómar gagnvart konum sem kjósa að eiga marga kynlífsfélaga, samkyn- hneigðum og þeim sem fíla BDSM kynlíf með mörgum eru sannarlega algengir í poly samfé- lögum. Þið hélduð þó ekki að fólk losnaði við fordóma með því að vera svona líbó hvað varðar fjölda elskhuga? Reglur Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga ef þið hafíð áhuga á að koma út úr kústaskápnum sem polyamorous einstaklingar og byrja að dæla ást ykkar út í alheim- inn: 1. Vertu með sjálfa/n þigá hreinu. Þekktu takmörk þín og vertu búin/n að hreinsa allar ógeðs- legar fortíðarbeinagrindur úr sálarskápnum þínum. Sérstak- Iega þær sem tengjast sam- böndum, ást og kynlífi. Farðu til sálfræðings/geðlæknis í kyn- lífsmeðferð ef þér gengur illa á eigin spýtur. 2. Segðu sannleikann. Jú það get- ur verið erfitt sérstaklega ef þú heldur að það muni fæla núver- andi ástmann/konu frá þér. Málið er samt að ef þú ætlar að lifa poly lífi þá er ekki til öflugri eyðileggingarkraftur en einmitt lygin. Svo getur líka borgað sig að bíða eftir rétta félaganum frekar en að springa á limminu og leiðast út í framhjáhald og rifrildi við kærasta/ustu þinn/þína sem fílar ekki að vera í opnu sambandi. 3. Ef þú finnur rétta fólkið til að vera með, taktu þá ábyrgð á sjálfum þér frá upphafi. Ef þú lendir í tilfinningalegum sárum dugar ekki að skella skuldinni á þann eða þá sem eru eða voru með þér í sambandinu. Það ert alltaf þú sem tekur ákvörðunina um að fara út í samband. 4. Ekld reyna að ýta einhveijum út í samband af þessu tagi. Viljinn til gjörða verður að vera jafn og slagsíða er óæskileg. Og ALDREI Iáta ykkur detta í hug að Swing eða opið samband sé lækningin ef eitthvað er að í nú- verandi sambandi. A sama hátt skaltu aldrei láta til leiðast til þess eins að þóknast maka þín- um. Þetta er eitthvað sem ÞIG verður að langa og getur líka verið helv... skemmtilegt ef svo er í pottinn búið! 5. Taiaðu endalaust við alla þína kærasta/kærustur og forðastu að láta óleyst vandamál og leið- indi hlaðast upp. Þetta er auð- vitað mikilvægt f öllum sam- böndum en sérstaklega hér þegar líf margra flækjast sam- an. Klúbbar og stuð Erlendis er töluvert um að fólk sem á svona mikla ást að gefa heiminum myndi með sér samtök og klúbba. I flestum stórborgum er hægt að sækja Swing klúbba (róluklúbba) og gamna sér af og til. I slíkum klúbbum gilda venju- lega strangar reglur um öruggt kynlíf og notkun vímuefna þannig að það er ekki eins og fólk liggi þarna hvert um annað þvert f óp- íumvímu og reyni að rfða því sem kynfærum er næst. Pör eru venju- lega velkomin, líka einhleypar konur en einhleypir karlar verða að éta það sem úti frýs. Hagsmunasamtök eru líka til og þau er hægt að heimsækja á net- inu, prófið bara að slá „polyamory" inn í leitarvé), árangurinn Iætur ckki á sér standa. Hérlendis hefur verið gerð amk. ein tilraun til þess að stofna klúbb fólks með áhuga á hópkynlífi og rólulifnaði. KJúbbur- inn hélt úti vefsíðu og spjallrás en á hvorugu hefur bólað í nokkra mánuði. Einl<amáladálkarnir eru alltaf sívinsælir, kannski ekki þessi í dévaff, frekar einkamáladálkar á netinu - þar er yfirleitt hægt að finna fólk sem er að leita að til- breytingu t.d. þriðja hjólinu. Ekki gera ykkur samt of miklar lang- tíma rómantískar (jöllyndisvonir því sá grunur læðist að mér að það séu oftast eingöngu kynferðisleg kynni sem óskað er eftir. Kíkí Hið alþjóðlega tákn fí'rir „Ást án takmarka" er páfagaukur og ekki spyija mig hvers vegna það dýr var valið! Prófið að fá ykkur barm- merki með litlum páfagauk og at- hugið hvort hagurinn fer eldd eitt- hvað að vænkast. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur kynlifspistill@hotmail.com KYIMLIF Ragnheiður Einíksdóttir skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.