Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 11
 LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 11 MATAR GAT7Ð Lambið svínvirkar á Kanann Sigurgeir Höskuldsson gæða- og vöruþráunarstjóri Norðlenska, segir að kreóla-bragðið sé það vinsælasta meðal neytenda i dag og gefur hann lesendum Dags uppskrift af kreóla lambasteik. íslenskir kjötiðnaðar- menn hafa sópað til sín gullverðlaunum í keppnum meðal fag- manna í kjötiðnaðinum fyrir unnar íslenskar kjötvörur úr lambakjöti. Nýlega fór fram viðamikil kynning á íslenskum matvæl- um þar á meðal á fersku ís- lensku lambakjöti í Minneapol- is í Bandaríkjunum. Atta ís- Iensk matvælafyrirtæki tóku þátt í kynningunni og var kjöt frá Norðlenska, sameinuðu fyr- irtæki Kjötiðnaðarstöðvar KEA og Kjötiðnaðarstöðvar Húsavík- ur eitt þeirra. Ferska lamba- kjötið sló í gegn, fékk mjög góðar viðtökur og þótti vera al- veg sér á báti. Siggi Hall sá um að matreiða ofan í Kanann í móttöku sem forsætisráðherra bauð til í Minneapolis, en auk þess kom hann fram á sjón- varpsstöðvunum NBC og ABC, þar sem hann sýndi meðal ann- ars matreiðslu á íslensku lambakjöti. Það má segja að lambakjötið hafi svínvirkað á kanann, því nú hafa kjötiðnað- armenn Norðlenska vart undan eftirspurninni. Ferskt í tvo mánuði Islenskt Iambakjöt hefur verið sent á markað til Minneapolis í mörg ár, en það hefur verið frosið kjöt og í heilum skrokk- um. Nú síðustu árin hefur hins vegar verið flutt út ferskt kjöt í sláturtíðinni í tvo mánuði á ári, sem síðan er að mestu selt úr kjötborðum þar vtra rétt eins og hér heima. Það eru einungis þau svæði í Bandaríkjunum þar sem fólk er vant því að borða villt kjöt, sem hafa sýnt lamba- kjötinu áhuga og er það kannski eins gott, því l'ram- leiðslan hér á landi gæti aldrei annað eftirspurn fyrir mikið stærra svæði. Nýlega var gerður samanburð- ur á lambakjöti víðs vegar að úr heiminum sem Rannsóknar- stofnun landhúnaðarins tók þátt í og kom íslenska lambakjötið mjög vel út ásamt því gríska og nýsjálenska. Sigurgeir Höskulds- son gæða- og vöruþróunarstjóri Norðlenska segir aðalmismun- inn á bragðinu á lambakjöti fel- ast í beitinni sem sé mjög mis- munandi eftir löndum. „Fáar þjóðir geta beitt lömbunum á villta haga og þau lömb sem eru bara aiin upp á túnum fá ekki þetta villta náttúrubragð sem ís- Icnska Iambakjötið er sérstætt fyrir. En fólk gerir líka mismun- andi væntingar eins og vænta má til bragðsins af lambakjöti." Hrista gull fram úr erminnt Kjötiðnaðarmenn frá Norð- lenska tóku þátt í fagkeppni sem fram fór á matvælasýning- unni Interfair 2000 f Herning í Danmörku í byrjun október síðasliðnum. Þar sópuðu þeir að sér gull- og silfurverðlaun- um fyrir unnar kjötvörur eins og til dæmis pylsur, sviðasultu og hangikjöt svo eitthvað sé nefnt. Sigurgeir segir að ís- lenskir kjötiðnaðarmenn standi sig yfirleitt mjög vel í fag- keppnum alls staðar í heimin- um. „Það virðist vera alveg sama bvað þeir hrista fram úr erminni, þeir fá gull fyrir það.“ - Nú hajið þið fengið gull fyr- ir hangilijötið, er það ekki sér íslenskl fyrirbæri, er nokkur annar í heiminum að framleiða hangikjöt? „Ekki veit ég til þess að nein önnur þjóð reyki kjöt, nema kannski Norðmenn, en það er í mjög litlu mæli, en eitt er víst að þeim líkaði allvel hangikjöt- ið í Herning." Vitað er að hangikjöt er hægt að geyma í mörg ár, hangi það uppi og er það vel ætt eftir til dæmis þrjú ár þótt ekki sé það beint spennandi með uppstúf og kartöflum á því stigi. A svo Iöngurn tíma hefur það að sjálfsögðu þornað alveg í gegn, en það þykir góður biti að skera sér flís af fyrrum feitum sauð og narta í af og til. Sigurgeir vill benda þeini sem ætla að sjóða hangikjöt til dæmis í jólamatinn, sem nú styttist óðum í, á að láta það standa og kólna í soðinu í pott- inum í svona tvo til þrjá tíma, en alls ekki lengur. „Það er al- gjör vitleysa að láta kjötið standa í pottinum yfir nótt eins og sumir gera.“ íslenskt skerpukjöt eða smalaskmka Færeyingar reykja ekki lamba- kjötið áður en þeir hengja það upp til þurrkunar, þess vcgna úldnar það líka á meðan það þornar. En mönnum þykir þetta vera fínasti matur þarna á eyjunum og kalla þetta lost- æti skerpukjöt. lslenskir kjöt- iðnaðarmenn eru líka farnir að þurrka óreykt kjöt að sögn Sig- urgeirs, en þeir láta það samt ekki mygla. „Fyrst er kjötið sem er valinn innanlærisvöðvi af lambi marinerað f kryddlegi og síðan þurrkað við sérstakar að- stæður. Þetta kjöt sem kallast smala-þurrverkað lambakjöt, en hét áður smalaskinka, fæst ekki í mörgum verslunum og er aðallega framleitt fyrir veit- ingastaði hér á landi“, segir Sigurgeir og segir þetta kjöt bragðast afskaplega vel. - En hvernig finnst Islending- um lambakjötið best i dag? „Islendingar eru bæði fast- heldnir á gamlar hefðbundnar kjötvörur, en þeir eru Iíka áhrifagjarnir á nýungar og fljót- ir að taka við sér. Nýjasta bylgj- an kemur frá New Orleans og kallast kreóiamatur. Við erum að reyna að koma á móts við þessa nýung hér hjá Norð- lenska og heimfæra miðað við íslenskar aðstæður, það þarf alltaf að breyta uppskriftunum eitthvað, bæta til dæmis við kryddum og eða taka önnur út, íslendingar vilja það. Við erum einnig nýbúnir að setja á mark- aðinn svokallaða Naggalínu, sem er tilbúið unnið lambakjöt sem þarf einungis að hita upp og er það einnig til að mæta kröfum neytenda, sem sífellt vilja stytta þann tímann sem tekur að matreiða." Sigurgeir gefur lesendum Dags uppskrift af kreóla lamba- steik, sem mjög auðvelt er að búa til. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu. -W Kreóla lambasteik: Lambainnanlæri eða -file Kreólakrydd frá Pottagöldrum Dijon sinnep Snöggsteikið lambavöðvann á vel heitri pönnunni. Kryddið með kreóla-kryddi og smvrjið síðan sinnepinu á kjötið. Steikið í ofni við 180°C í I 5 til 20 mín. Kreóla sósa: Einn laukur 1 rauð paprika 1 græn paprika Nokkrir sveppir 1 -2 tsk. kreóla-krydd 1 dós niðursoðnir tómatar 1 msk. soyjasósa 1/2 teningur kjúklingakraftur 2 tsk. púðursykur Salt eftir smekk Smjörklípa Sneiðið grænmetið niður og snöggsteikið á pönnu ásaml kry'ddinu. Hellið tómötunum yfir. Soyjasósu, kjötkrafti og púðursykri bætt við og Iátið sjóða í nokkrar mfnútur. Kry'dd- að til eftir smekk. Smjörldípa sett í sósuna undir lokin. Meðlæti: Ferskt grænmeti og bakaðar kartöflur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.