Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 12
LIFIÐ I LANDINU LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 12 - íslensk fræðl a pysKri grunci í bók Árna Björnssonar, Wagner og Völsungar, er meðal annars sagt frá því hvernig þýsk skáld og fræðimenn kynntust fyrst íslenskum fornbók- menntum. í byrjun var það eingöngu í latnesk- um þýðingum, en eftir þvf sem þeirri skoðun jókst fýlgi meðal Þjóð- verja að íslenskar bók- menntir væru hluti af norrænni og raunar sam- germanskri menningar- heild, og þannig í raun þýskar bókmenntir, þá tóku íslensk og önnur norræn fræði mikinn fjörkipp í þýsku menn- ingariífi. í kaflanum sem hér birtist úr bókinni er framhald þeirrar sögu rakið nánar. Ekki leið á löngu þar til bæði vís- indalegar og alþýðlegar útgáfur ásamt þýðingum á íslenskum fornkvæðum og sögnum tóku að birtast. Einkum ber að nefna út- gáfur keppinautanna Friedrichs von der Hagen og Grimmsbræðra á árunum 1812 til 1815. Þar fengu þýskir lesendur fyrst að kynnast frumtexta margra eddu- kvæða og íslenskra sagna ásamt þýðingum. A næstu áratugum var lítið lát á útgáfum af þessum toga ásamt fjölmörgum skáldverkum sem sóttu efni og innblástur í hinar fornu bókmenntir. Því var líkast sem þýsk skáld og fræði- menn hefðu fengið spennandi leikföng í hendur og rómantískt bugarflug þeirra kynni sér varla læti við að moða úr þeim. Utgáfustarfsemi þessari var stöðugt haldið áfram þótt ekki væru allir fræðimenn sáttir við þá dýrkun sem þcim þótti gæta á norrænum bókmenntum og fannst bún óverðskulduð þar sem hugmyndir þeirra væru bæði ruddalegar og siðlausar. Sem dæmi má nefna harkalegar rit- deilur milli sagnfræðingsins Friedrichs Rúhs annars vegar en Peters Erasmus Mullers og Grimmsbræðra hins vegar. Þegar bændur urðu að víkingum Um þetta Ieyti kemst sá misskiln- ingur fyrir alvöru á kreik að Is- lendingasögur fjalli aðallcga um víkingaræningja líkt og fornaldar- sögur. Sú hugmynd hefur síðan undið upp á sig og gert ísland að einskonar víkinganýlendu í hug- um fólks en táknmynd hennar er grettur víkingur með horn á hjálmi. Slíkur höfuðbúnaður hef- ur reyndar fundist frá bronsöld þúsund árum áður en víkingaöld hófst en aldrei frá sjálfri víkinga- öldinni. Sannleikurinn er auðvitað sá að landnámsmenn íslands voru aðal- Iega bændur, enda höfðu sjóræn- ingjar ekkert fémætt að sækja til íslands. Hér voru hvorki klaustur, hallir né gull til að ræna. Nokkrir íslenskir bændasynir tóku að vísu þátt í kaupferðum og jafnvel ráns- ferðum þegar þeir voru erlendis en íslendingasögur fjalla um Iangtum Qölbreyttari mannleg samskipti. Tengsl íslendinga við víkinga eru aðallega fólgin í spennusögum þeim sem hér voru samdar um þá 200-300 árum eft- ir að víkingaöld lauk en þcim hef- ur vissulega verið hampað um veröld víða. Athyglisvert er að hundrað árum eftir þessa fyrstu stórkynn- ingu á íslenskum fornbókmennt- um hófst ný bylgja af skyldum toga, þegar í Thuleútgáfu Eugens Diderichs komu 24 bindi ís- lenskra fornbókmennta árin 191 ln30. Valdir kallar úr íslend- ingasögum voru í kaupbæti gefnir út sem vasabækur handa þýskum hermönnum í lyrri heimsstyrjöld- inni, ekki síst til að kenna þeim æðruleysi á dauðastundu. 1 túlk- un sumra fræðimanna bættist nú kynþáttad uI hyggja við dýrkun á hermennsku og hetjuskap. Sigurður Fáfnis- bani kynntur Sá sem fyrstLir virðist vekja sér- staka athygli Þjóðverja á hinni ís- lensku gerð sagnabálksins um Búrgúnda og Niflunga var skáld og bókmenntafræðingur að nafni Friedrich Schlegel. I fyrirlestrar- öð um klassískar og rómantískar bólcmenntir, sem hann hélt árið 1802, bar hann þessa gerð saman við Nibelungenlied. Fyrstur til að nýta sér þetta efni í skáldskap að nokkru marki var aftur á móti prússneskur barón af frönskum ættum að nafni Friedrich de la Motte Fouqué (1777-1843). Þegar árið 1808 hóf hann að gefa út þríleik undir nöfnunum Sigurd der Schlangentödter, Sigurds Rache og Aslauga (Sigurður Fáfnisbani, Hefnd Sigurðar og Áslaug). Þetta verk tileinkaði hann fyrrnefndum Fichte heimspekingi og þjóðhvöt hans. Árið 1810 kom þessi þríleikur út í heild undir nafninu Held des Nordens (Hetja Norðursins). Þetta var svokallað lesdrama sem voru algeng um þetta leyti og ekki gert ráð fyrir að þau yrðu sviðsett fremur en upphaflega mun til að mynda hafa verið ætlunin um Pétur Gaut. Efnið er einkum sótt í Völsunga sögu og Ragnars sögu loðbrókar, en Fouqué bætir ýms- um atriðum við frá eigin brjósti. Meðhöndlun hans á efninu var sannarlega ekki laus við mærð og verkið varð mjög vinsælt, ekki að- eins meðal almennings heldur hlaut það einnig lof mikils met- inna rithöfunda eins og Jeans Pauls og E.T.A. Hoffmanns. Þýð- ingin úr íslensku á viðurnefni Sigurðar, „Schlangentöter', mun vera nýsmíði Fouqués. Heiðursfélagi Hins ís- lenska bókmenntafélags Fouqué harón kom að vísu aldrei til Islands en hann tók miklu ást- fóstri við íslenska menningu og safnaði ineðal annars hókagjöfum meöal fjársterkra Þjóðveija handa hinu nýstofnaða Stiftsbókasafni sem seinna varð Landsbókasafn íslands. Hann var gerður að heið- ursfélaga Hins íslenska bók- menntafélags árið 1821. Af því Oðinn við vafurlogann íþriðja þætti Valkyrjunnar [Bayreuth 1980). Arni Björnsson telur líklegt að hugmyndin að vafurloganum komi frá skáldum sem orðið hafa vitni að eldgosum á íslandi. tilefni orti hann lofkvæði um ís- land, en Bjarni Thorarensen svar- aði því með kvæðinu íslands ridd- ari og þýddi auk þess þriðjunginn af kvæði Fouqués. Hann var fýrstur til að gefa út þýska gerð af heilli íslendingasögu, en það var Gunnlaugs saga ormstungu árið 1826. Fyrir það þakkaði Finnur Magnússon honum með kvæði 1827. Fouqué skrifaði margar skáld- sögur sem unnar voru úr íslensk- um bókmenntum og urðu vinsælt lesefni á sínum tíma. Af þeim skulu nefndar Der Zauberring (Töfrahringurinn)1810 og Eine Grablegung auf Island (Greftrun á Islandi)1813, báðar með efni úr Egils sögu; Olafs sage 1811, Alf und Yngvi 1813, báðar með efni úr Heimskringlu; Ferðir Þjóðólfs Islendings 1815, Baldur góði og þrjár Helgakviður 1818. I rómönum Fouqués voru allar söguhetjur í gervi glæsilegra og kurteisra miðaldariddara, jafnvel Egill Skallagrímsson. Átökin kringum Sigurð Fáfnisbana lætur hann einnig gerast á þeim öldum, en ekki á tíma þjóðflutninganna. Hvað svo sem menn kunna að segja um Fouqué barón og skáld- verk hans verður því ekki and- mælt að hann er fyrstur til að vekja almenna athygli á íslensk- um fornbókmenntum á þýskri grund. Saman- burðardæmi I bókinni er nákvæmur samanburður á efni hinna fjögurra ópera Niflungahringsins við frumheimildir íslenskar jafnt sem þýskar. Hér má sjá fjögur dæmi um greinilegar hliðstæöur, eitt úr hverri óperu: Úr Rínargullinu, 3. atriði Fafner bendir Fasolt á að Freia eigi gullepli sem séu goðunum ekki síður dýrmæt en hún sjálf því úr þeim öðlist þau eilífa æsku og án þeirra muni þau hrörna. * * * Hér er sögu Snorra Eddu um epli Iðunnar snúið upp á Freyju en þar segir fyrst í kynningu Hárs á goðum: Brngi heitir einn ... Kona hans er Iðunn. Hún varðveitir í eski shiu epli þau er goðin skulu í híta þá er þau eldast, og verða þá all- ir ungir. Úr Valkyrjunni, upphaf I. þáttar Sviðslýsing: I miðju húsi Hundings stendur voldugur trjástofn úr eskiviði. Rætur hans hverfa niður úr gólfinu en greinar hans og trjátoppurinn teygja sig til allra hliða og upp lír þakinu. * * * I Völsunga sögu segir: Svo er sagt að Völsungur konugur lét gera höll eina ágæta og iueð þeim hætti að ein eik mikil stóð f höllinni og limar trésins með fögrum hlómum stóðu út mn ræfur hallarinnar, en leggurinn stóð niður í höllina og kölluðu þeirþað barnstokk. Úr Siegfried, 2. atriði II. þáttar Fafner kveðst hafa drepið Fasolt bóður sinn til gullsins og sjálfur breytt sér í orm. » t * Fáfnir segir á samsvarandi stað í Völsunga sögu: Eg har ægishjálm yfir öllu fólki siðan eg lá á arfi mins hróður. Úr Ragnarökum, 3. atriði I. þáttar Eldurinn um sal Brpinhilde færist mjög í aukana uns hann nær upp á fjallstindinn. Siegfried brýst í líki Gunthers með töfra- hjálminn á höfði gegnum logana sem taka að dvína um leið og hann birtist á sviðinu. * * * Lýsingin á reið Sigurðar gegnum eldinn er þannig í Völsunga sögu: i'Y'ií verður gnýr mikill er eldurinn tók að æsast en jörð tók að skjálfa. Loginn stóð við himin. Þetta þorði engi að gera fyrr, og var sent hann riði i myrkva. Þá lægðist eldurinn, en hann gekk afhest- inum inn ísalinn. Hér minnir lýsingin enn á sjónarvott að eldgosi. Siegfried og Rínardætur. Málverk eftir Ferdinand Leeke (1859-1937).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.