Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 16

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 16
r\r\'\Y?.v r v' 9 f - LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 Fluguveiðar að vetri (192) Fluguveiðar týrir unga ísland Stangveiði er ekki síður góð skemmtun fyrir börn. Einhvem tímann íyrr á árinu sat ég við skriftir til að undirbúa þátttöku í jóla- bókaflóðinu og reyndi að segja frá því þegar ég gerðist veiðimað- ur, ungur að árum. Hvernig Jakob V. Haf- stein föðurbróðir minn setti sér það markmið að koma veiðibakteríunni í mig, og tókst. Og svo rifjaði ég upp binn f\Tsta raunverulega flugufisk, þegar ég af þrjósku minni hélt til streitu þeim einlæga ásetningi að verða fluguveiðimaður. Og þá rifjaðist upp lítið atvik sem varð loks svo stórt í minningunni að ég gat fundið súldina í loftinu, sudd- an sem var af hafi, heyrði brimið sem sló fjörusteina og hjalið í ánni - og ég gat horft með barns- augum undan hettuúlpu á lítinn silung í skjóli við stein. Og eins og ég væri að rifja upp fyrra líf gat ég séð 10 ára fingur mína losa fluguna af króknum á stönginni og láta hana detta... í ána fyrir fiskinn. Bernskuminning eins og þessi er dýrmæt. Bömin í dag Það er merkilegt hvað krakkar geta verið spennt fyrir veiðiskap. Það var alveg sama þótt vestan- áttin lemdi bakkann á vatninu við litla veiðikofann minn í sumar, tveir frændur konu minnar voru óðir og uppvægir að kasta á móti rokinu og skiptast á með þessa einu stöng sem var hægt að lána þeim. Gat ekki orðið kalt, cnginn fiskur tók, en alveg tilbúnir að brasa tímunum saman við þetta. Litla frænka mín var spurð að því í vor hvað hún myndi gera skemmtilegt í sumar. Hún átti í vændum Danmerkurferð í sjálft Tivolí, myndi rækta kál í skóla- görðunum og fara í bíltúra, en það sem helst var á döfinni hjá henni var að læra að veiða með frænda mínum. Svo dró hún fisk, alveg sjálf. Og sagði mér um daginn að nú væri hún að safna fyrir veiðistöng. Önnur lítil frænka mín man ennþá þegar við náðum að kasta Zulu með jarða- berjabragði (af því að endinn er svo rauður á henni!) fyrir urriða sem stökk á. Þá var hún sex ára. Það var ein af skemmtilegri glímum sem ég hef Ient í: að styðja við stöngina hennar meðan hún spólaði inn af gríðarlegri ákefð. Og dóttir vinar míns sem er mikil hestakona hefur staðið eins og stytta á litlum steini daglangt og tekið mið á flotholt með lítilli flugu dinglandi undir vatnsskorp- unni. Ekkert nema þolinmæðin uppmáluð. Veiðisögur af börnum eru stór- skemmtilegar og ótrúlega margar. Það sá ég þegar veiðivefurinn flugur.is hélt myndasamkeppni í sumar: Þau eru mörg börnin sem hafa fcngið að draga litlar og fal- legar hleikjur í sumar, jafnvel laxa þegar best lætur. Nálgast jól, kemur sumar Þar sem jólin nálgast er vert að vekja athygli á því að nú má vekja eða viðhalda áhuga á veiði. Um daginn skrifuðu mér strákar á vefnum og báðu um leiðbeiningar um að komast í ódýra veiði. Og sögðust svo vilja fá hugmyndir að einföldum flugum til að hnýta. Þeir gætu gert margt verra við tímann í vetur en hnýta flugur, og munu örugglega ekkert gera þarf- legra næsta sumar en vera úti undir berum himni og við hjalandi vatn að senda þær sömu flugur út fyrir fiska. Ef eitthvað væri til sem héti Ijölskyldustefna ríkisis ætti veiði- skapur að vera þar ofarlega á blaði. Nú er rétti tíminn til að huga að því hvort ungviðið vanti ekki góð veiðitæki fyrir næsta sumar. Gjafatími fer nefnilega í hönd. 10 ára krakkar geta auð- veldlega lært að kasta flugu. Mig grunar að þau geti verið yngri, 7- 8 ára ætti að vera í lagi með til- sögn og góðri hjálp. Og ef menn treysta ekki ungviðinu í fiuguköst er óhætt að fara út í létta - munið það - Iétta silungastöng með kast- hjóli og flotholti, og gott úrval flugna til að hengja neöan í það. Ekki það að ég hafi neitt yfir- gengilega reynslu af því að veiða með börnum. En besta heilræði sem ég get gefið um þau mál er að reyna að gera þau sjálfstæð sem fyrst. Ef nokkur möguleiki er á. Sú fjárfesting sem felst f þolinmæði fyrstu stundirnar, að kenna þeím að kasta og láta æfa sig á hjólið, gera þau klár í að skipta um fiugu - sá tími mun skila sér margfaldur þegar kornið er í veiðina. Þá geta fullorðnir og börn veitt hlið við hlið með lág- marks áreynslu á þolinmæði þeirra stóru, á hámarks ánægju fyrir þau litlu. Hnýtingar? Já, hnýtingar. Stálpuð börn og unglingar hafa unun af því að hnýta þegar áhuginn er vaknaður. Nú cru námskeið að bytja og stofnkostnaður við hnýtingadót Iítill miðað við það gaman sem hafa má af. Veiðin næsta sumar Og svo er það veiðin næsta sum- ar. Nú berast pöntunarlistar frá félögum og veiðréttarsölum sem setja upp svimandi upphæðir í gengisföllnum krónum og herja á verðbólgusýktar huddur heimil- anna. Hvernig væri að sleppa einni dýrri ferð næsta sumar og taka ungviðið frekar með í 3-4 daga í lítið silungsvatn? Dóla fyr- ir 1500 krónur á dag í afslöppun? Láta börnin reyna sig við stangir og tauma, meðan hinn þaul- reyndi veiðimaður tekur fram léttustu flugustöng sem hann á, grennir tauminn niður í hárfínan þráð, og setur á minnstu þurrflug- ur sem hann getur hnýtt á - sjón- arinnar vegna. Og æfir sig að veiða á nánast ekki neitt. Þar væru margar fiugur (fyrirgefið orðaleikinn) slegnar í einu höggi. Börnin fengju holla og góða úti- vist og iðju sem er þeim mikil skemmtun. Sigur yfir tölvuleikj- unum! Sigur yfir sjónvarpinu og öllum öðrum útsendurum hin illa! Samveran við fullorðna vini myndi hvorugum hópi kynslóða spilla. Og nálægðin við veiðidísir og vatnaguði verða báðum til yndis. Veiðimaðurinn þaulreyndi fengi að kynnast nýrri hliö á sjálf- um sér: veiðimanninum sem þarf ekki að veiða - fyrir tugi þúsunda á dag, heldur ánægjuna í marg- földu veldi. TVÆR FLIKUR IEINNI_ HETTUR 0G ÞURR THERMO varmanærfötin eru i raun tvær flíkur í einni. Tveggja laga spunatækni flytur rakann frá líkamanum og heldur þér heitum og þurrum. Notaðu Thermo nærfötin í næsta feröalag, þú sérö ekki eftir þvf. Sportvörugerðin Heildsala-smásala Mávahlíd 41, Rvík, simi 562-8383 4 mwti LElT T f FJd/lió i SPfítíQÁ V n Msw V— L'iNPi 4 mw SKOðA WRKÍ ,7.i V’íl, 1 j ItiNI LtCrT I fajfí M'AL FiAKtt fðÖLOfí \ 'Tz. H tH&tl Hl 111 ^ \ || 111111 ||i í II ; WwM. fy : : | I | mm *P§i S&lfSæS?® 'MLkw % 'í'. JJfjl MtíM E«V>>ík Risr- ufí f-f ! þ mmt Mjs$L ivókVA KRAÍfí- ELGuR T SPl L FATÆk- UA QÖfál \ mm KDMKT J 1 * 1 SVf £/001 hMm 1 1 8i£m UFAHO1 TbMT 1 ■; t SWLL RMfí TfflUJ OL&U UER5LI K'AT < 1 HAitsr- Lfín6 'AHÖFu N'im 1 KfíRL- OÝfí w atrrifl 1 •: í í HÍR l T ítLTf SPtLfíU FERlLL Riffdi Arfbi ssm lvaíw« \ 5TF.R7- UÉ HfíHCiS HYSKW/ ~T þRÖtíQ ToH- VEfiK Kléw tr'e BYLQS a i® INH- Y fLl HÆfi | FÁLfð Vtffi/ mr 3 HlsQuR HlétölR fubT- INU K(?«A ÆLDi HllWlR ‘ATT HEST ... fiUOllG FÝKtK- NfíR K ULi- IHQ M fítifií- MAFN LúM- úRtt V £)N 5 reiÁ ífH 1 1 ■ 'att TTí7“ HUofíl SRfWO) Mhriíiö ufí FlTLfí r 2 mifí SVtLL! £ fykOA frfftlO " -Afi 1 Sthnw ’ ^ y'AfMS LVKT SÍó'd h)L MtTTÁ Krossgáta nr. 212 Lausn ................. Nafn .................. Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 212 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags, (helgarkrossgáta 212) Strandgötu 31 á Ak- ureyri eða í faxsíma 460 6171, Lausnarorð kross- gátu 211 er FLAGG- STÖNG og vinningshafi er Friðrik Stefánsson sem býr á Hvanneyrarbraut 2 á Siglufirði. Hann fær senda bókina Fanginn og dómar- inn eftir Asgeir Jakobsson. Vinningshafinn fær senda bók- ina Fanginn og dómarinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.