Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 6
„Það hefði aldrei hvarfiað að mér að fara í sambærilegt starf hjá venjulegu, hefðbundnu íslensku fyrirtæki vegna þess einfaldlega að ég hefði ekki séð fyrir mér annað en leiðindin. Þetta er annars eðlis."
Horft til framtíðar
Páli Magn-
ússon tók
nýlega við
starfi fram-
kvæmda-
stjóra sam-
skipta- og
upplýsingasviðs ís-
lenskrar erfðagreining-
ar. Hann gegndi áður
stöðu fréttastjóra
Stöðvar 2. í viðtali ræð-
ir hann meðal annars
um árin í íslenskum
fjölmiðlaheimi og starf-
ið hjá íslenskri erfða-
greiningu.
- Þú vannst sem blaðamaður og
síðan sem fréttamaður hjú Sjón-
varpinu áður en þú fórst til
Stöðvar 2 sem fréttastjóri. Var
áberandi munur á því að vinna
hjáRUVog Stöð 2?
„Það var mikill munur á
þessu tvennu. Eg var fyrsti
maðurinn sem var ráðinn inn á
fréttastofu Stöðvar 2 og það
var mitt hlutverk að búa hana
til, ráða fólk og móta ritstjórn-
arstefnu. Það voru mikil við-
hrigði að koma í þ'að frelsi úr
RUV helsi. Þar voru allir hlutir
í föstu fari og ef einhverju átti
að breyta þurfti að fara í gegn-
um heila hjörð af smákóngum
og svo endaði öll útgerðin hjá
pólitískt kjörnu útvarpsráði.
Þetta var svo gott sem óvinn-
andi virki og það var gríðarleg-
ur munur á þessu tvennu."
- Finnst þér að rfhið eigi að
reka sjónvarpsstöð?
„Eg get alveg séð fyrir mér að
ríkið reki sjónvarp á sömu for-
sendum og BBC hefur lengst
af verið rekið. Þá er tekin
menningarpólitísk ákvörðun
um að reka ríkissjónvarp, líkt
og til dæmis þjóðleikhús eða
þjóðminjasafn, en um leið á þá
ríkissjónvarpið að gera það sem
markaðurinn gerir ekki. Það
verður til dæmis seint mark-
aðsvænt að setja upp stór og
þungbúin íslensk leikrit fyrir
sjónvarp og þess vegna ætti rík-
issjónvarpið að gera það. Það
mætti líkja þessu við hlutverk
ríkisrekinnar sinfóníuhljóm-
sveitar. Ég sæi enga ástæðu til
að vera að halda úti sinfóníu-
hljómsveit fyrir skattfé ef hún
héldi svo bara popptónleika
eins og allir aðrir. En það er
einmitt það sem RUV er að
gera. RUV er rekið fyrir skattfé
en gerir ekkert öðruvísi en aðr-
ar sjónvarpsstöðvar heldur
keppir við Stöð 2, Sýn og Skjá
einn um erlent afjireyingar- og
íþróttaefni. Eg vil ekki borga
skatta til þess. Eg vil borga
skatta til að sjá eitthvað í ríkis-
sjónvarpinu sem ég sé ekki á
hinum stöðvunum, vandað ís-
lenskt efni, leikrit, náttúrulífs-
myndir, eitthvað sem markað-
urinn sér ekki um. En í stað
þessa sitjum við uppi með rík-
issjónvarp scm gerir það sem
aðrir gera hvort sem er.“
Áhrif Stöðvar 2
- Heldurðu að fréttastofa Stöðv-
ar 2 hafi breylt einhverju í ts-
lenskum fjölmiðlaheimi ?
„Eg held að hún hafi breytl
„Ég sæi enga ástæðu til
að vera að halda úti sin-
fóníuhljómsveit fyrir
skattfé ef hún héldi svo
bara popptónleika eins
og allir aðrir. En það er
einmitt það sem RUV er
að gera. RUV er rekið
fýrir skattfé en gerir
ekkert öðruvísi en aðrar
sjónvarpsstöðvar heldur
keppir við Stöð 2, Sýn
og Skjá einn um erlent
afþreyingar- og íþrótta-
efni.“
mjög miklu. Það voru að vísu
byrjaðar ákveðnar breytingar í
rétta átt hjá Ríkissjónvarpinu á
þessum tíma, en tilkoma
Stöðvar 2 gjörbreytti frétta-
landslaginu, - líka hjá RUV.
Ein helsta breytingin fólst
kannski í því að fréttastofa
Stöðvar 2 afnam þá lotningu
fyrir valdinu sem hafði verið
ríkjandi á fjölmiðlum fram að
þeim tíma. Þetta hafði svo aft-
ur áhrif á Ríkissjónvarpið og
hraðaði brevtingum hjá þeim.
Eg held að fréttastofa Stöðvar
2 hafi spilað ákvcðið lykilhlut-
verk í þessari þróun."
- Getur fréttamennska verið
hlutlaus?
„Lykillinn að því að búnar
séu til trúverðugar fréttir er að
menn geri sér grein fyrir þvi að
þær geta aldrei orðið fullkom-
lega hlutlausar. Fréttamenn
verða alltaf að stefna að hlut-
leysi en það er takmark scm
þeir munu aldrei ná. Það eru
allir haldnir ákveðnum fordóm-
um sem þarf að rcyna að gera
sér grein fyrir og yfirvinna. Það
er sjálf sóknin í að höndla
þetta hlutleysi sem aldrei verð-
ur fangað sem gerir menn að
góðum fréttamönnum."
- Á Stöð 2 hafa fréttamenn
iðulega getið þess ef stjórnmála-
menn neita að mæla í viðtöl. Er
það meðvituð stefna?
„Með þessu er verið að reyna
að kenna stjórnmálamönnum
að með því að neita að mæta
geta þeir ekki að komið í veg
fyrir umfjöllun um viðkomandi
máli. Auðvitað geta menn haft
réttmætar ástæður fyrir því að
koma ekki í viðtal en þá er
sjálfsögð krafa að þcir skýri af
hverju þeir eigi ekki heim-
angegnt. Stjórnmálamenn geta
ekki stjórnað umfjöllun í fjöl-
miðlun. Stefnan er sú að setja
málið á dagskrá án tillits til
þess hvort viðkomandi stjórn-
málamaður kýs að mæta eða
ekki.“
- Hefurðu orðið var við það á
ferli þínum sem fréttamaður og
fréttastjóri að stjórnmálamenn
reyni að hafa áhrif?
„Já, óbeint reyna þeir til
dæmis að hafa áhrif með þeim
hætti að neita að mæta. Þeir
halda að fréttin verði ckki til cf
þeir láta ekki ná í sig, neiti að
tjá sig eða neiti að mæta í um-
ræður við pólitíska andstæð-
inga. Beinar tilraunir til að
hafa áhrif á fréttir held ég að
séu liðin tíð. En þegar ég byrj-
aði á fréttastofu Ríkissjón-
varpsins voru þar enn að vinna
menn sem mundu þá tíð að
ráðherrar hringdu og sögðust
ætla að koma í viðtal um kvöld-
ið og tilkynntu að bílstjórinn
væri á leiðinni með spurning-
arnar. Þessar aðferðir tíðkast
ekki lengur.
Sjálfur fann ég fyrir þrýstingi
þegar ég hóf störf sem þing-
fréttamaöur. Þar þótti ég nokk-
uð harðsækinn í fréttunum og
grimmari en Jiingfréttamenn
áttu vanda til. Eg var búinn að
vera í starfinu í einhverjar vik-
ur þegar þrír þingflokksfor-
menn komu að máli við mig og
segja að þeim líki ekki alls
kostar við fréttamennsku mína,
hún sé atgangur og frekja og
auk þess sé þar ekki ætíð verið
að ræða um það sem þeim
þætti mikilvægast. Þeir settu
mér þá kosti að annaö hvort
myndi ég falla í það far sem
tíðkast hafði þarna eða þcir