Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 5
,Við erum að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Við erum konur og gefum út bækur sem við myndum sjálfar vilja lesa, “ segja Hildur og Þóra sem fyrir nokkrum
mánuðum stofnuðu bókaútgáfuna Sölku.
Framsækið
kvennaforlag
Hildur Hermóðsdóttir og Þóra
Sigríður Ingólfsdóttir hurfu frá
Máli og menningu til að stofna
eigið bókaforlag, Sölku, sem sér-
hæfir sig í bókum fyrir, um og
eftir konur. Tíu bækur koma út
hjá bókaforlaginu um þessi jól
auk dagatalsins íslenskir úr-
valskarlmenn.
Hildur og Þóra segja að þær séu einfaldlega
að Iáta drauma sína rætast um að vera sjálf-
stæðar og gera nákvæmlega það sem hugur-
inn stendur til hverju sinni. „Við höfum tals-
verða reynslu í hókaútgáfu og erum núna að
gefa út bækur scm við myndum sjálfar vilja
sjá á markaðnum," segir Hildur Hermóðs-
dóttir. „Okkur finnst einnig að bókum fyrir
konur hafi ekki verið gert nógu hátt undir
höfði undafarin ár. Við viljum eiga þátt í að
að stuðla að slíkri útgáfu og ákváðum því að
gefa út bækur sem höfða til áhugasviðs og
reynslu kvcnna. Við ætlum okkar bókum að
vera viðbót við það sem fyrir er á bókamark-
aðnum. Við ætlum ekki að fara út í risa út-
gáfu heldur fyrst og fremst vanda það sem
við gerum og sinna af alúð þeim höfundum
sem við tökum að okkur."
Fyllt upp í eyðu
„Við erum oft spurðar: Hvers vegna kvenna-
forlag?" segir Þóra „en þá liggur beinast við
að benda á að kannanir sýna að meira en 60
prósent bókalesenda eru konur og því er
eðlilegt að setja á stofn forlag sem sérhæfi
sig með útgáfu bóka fyrir þennan hóp.
Þarna er ákveðin eyða í markaðnum sem við
erum að reyna að fylla upp í. 1 Evrópu
spretta kvennaforlög upp cins og gorkúlur.
Eg held að ef við værum með sérstaka
barnabókaútgáfu myndi enginn spyrja:
Hvers vegna barnabókaútgáfa?
Við höfum almennt fengið afar jákvæðar
viðtökur sem fylla okkur bjartsýni og þakk-
Iæti en það er dálítið spaugilegt að hjá ein-
staka manni verður sérhæfing okkar til þess
að upp spretta gamlar og löngu dauðar hug-
myndir þegar minnst er á bókaútgáfu fyrir
konur. Þá er sagt í neikvæðum tón „Eruð þið
að fara að gefa út einhverjar kerlingarbæk-
ur?“ og gert er ráð fyrir munnherkjum og
hnefum á Iofti. Það er eins og sumir átti sig
ekki á því að nútímakonan er afar fjarri
þeirri gömlu ímynd“ en þetta sýnir auðvitað
bara púkalegan hugsunarhátt hjá viðkom-
andi.”
„60 til 70 prósent þeirra sem vinna við
bókaútgáfu eru konur en stjórnendurnir eru
nær alfarið karlar og það er líka það mynstur
sem okkur finnst tími til að raska,“ segir
Hildur. „Svo er auðvitað stórt atriði að við
erum að gera það sem okkur finnst
skennntilegt. Við erum konur og gefum út
bækur sem við myndum sjálfar vilja lesa.“
En óttast þær ekki að önnur forlög muni
bregðast við þessu framtaki þeirra og huga
að mótleikjum? „Við hara vonum það,“ segir
Þóra. „Slíkt væri einungis jákvætt og það
mun örugglega gerast. En það er ekki hægt
að halda úti sérhæfðri útgáfu sem þessari af
neinu viti nema hafa brennandi áhuga á
henni.“
Fastir bókaflokkar
- En hver er iitgúfustefna hókaforlagsins
Sölku?
„Við höfum lagt línurnar að nokkur flokk-
um sem við stefnum að að halda okkur við
um leið og við veljum meðfram því það
besta sem býðst hverju sinni. Meðal þess
sem við stefnum að er að grafa upp bækur
eftir skáldkonur sem segja má að hafi fallið í
gleymsku," segir Hildur, „og einnig verður
hugað að nýju og spennandi efni, bæði inn-
lendu og erlendu. Við höfum lagt okkur
mjög fram við að skoða hvað er á boðstólum
erlendis í kvennaútgáfu og höfum tildæmis
sett okkur í samband við konur sem gefa út
bækur í öðrum löndum eins og Bretlandi.'1
„Við verðum með nokkra fasta hóka-
flokka,“ segir Þóra. „Einn heitir „Klassískar
konur". Það hefur verið endurútgefið mikið
af íslenskri klassík en mjög lítið hefur verið
endurútgefið af bókum eftir konur. Fyrstu
bækurnar í þeim flokki eru Þóru bækur
Ragnheiðar Jónsdóttur en fyrsta bókin í
þeim flokki kemur út fyrir þessi jól. Þóru-
bækurnar voru á metsölulistum bókasafna
en hafa ekki verið endurútgefnar.
„Klassískar konur“ verður bókaflokkur
sem sinnir jöfnum höndum verkum eftir ís-
lenskar og erlendar konur og í erlenda
flokknum kemur til dæmis út skáldsaga Syl-
viu Plath, Thc Bell Jar, út um næstu jól. Það
eru ótal verk sem hægt er að gefa út í þess-
um flokki."
Annar bókarflokkur er Mynd af konu.
Ævisaga Vilborgar Dagbjartsdóttur sem
Kristín Marja Baldursdóttir skráir er fyrsta
bókin í þeim flokki og við ætlum að gefa út
bók um þekktar íslenskar konur á hverju ári.
Meðal annarra bóka sem við gefum út í ár er
Matarsögur sem er viðtalsbók við sautján
konur, og þar er að finna uppskriftir og við-
töl. Við fengum hugmyndina og settum hana
strax í framkvæmd en þurftum ekki að bera
hana undir tíu nefndir."
Auk þessa verða gefnar út jöfnum hönd-
um þýðingar, handbækur og íslensk skáld-
verk. Við erum með margar hugmyndir í
kollinum sem við ætlum að framkvæma.
Meðal annars nokkrar sem eru afurð af
einskonar „brainstorming" fundum hjá okk-
ur þar sem markmiðið er að miða sérstak-
lega við íslenskar konur og íslenskan mark-
að. „Við notum fyrst og fremst hugarflugið
og innsæið þegar kemur að ákvörðunum um
útgáfuverk" segir Þóra.
Sú spurning vaknar hvort íslenskar skáld-
konur muni fara frá öðrurn foriögum og til
Sölku. „Við höfum fengið góðar kveðjur og
viðbrögð frá mörgum kvenrithöfundum,"
segir Þóra. „Við erum ekki að reyna að lokka
ákveðna höfunda til okkar en ef góðir höf-
undar kjósa að koma til okkar með góð verk
standa dyrnar auðvitað opnar. Við höfum
ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnar
en nýjar skáldkonur koma líka alltaf fram á
sjónarsviðið og áreiðanlega koma einhverjar
þeirra til okkar," bætir Hildur við.
En er erfitt að reka útgáfu eins og þessa
við hliðina á risa eins og til dæmis Eddu?
„Við finnum ekki beinlfnis fyrir því" segir
Hildur. „Auðvitað kemur ekki í ljós fyrr en
eftir jólavertíðina hvernig tekist hefur til en
við höfum trú á því sem við erum að gera.
Það verður ekki endilega vandamál að keppa
við stóru risana þvf við erum ekki fyrirtæki
að keppa við annað týrirtæki heldur verður
hver bók að spjara sig á markaðnum. Það
sem gildir er að bækurnar sem við gefum út
standi undir sér og fái góðar viðtökur."
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
föstud. 17.nóv. kl. 20.00
laugard. 18. nóv. kl. 20.00
miðvikud. 22.nóv. kl 20.00
uppselt
föstud. 24.nóv. kl. 20.00
laugard.25.nóv. kl. 20.00
Kortasalan enn
í fullum gangi!
uiBulfrl
Lil.iujufnimiijiiiiiuiiLiu
InlnlniEBíH^lhnÉiiltHiiiinl
LEIKFELA6 AKUREYRAR
Tilvitnanir í
biaðadóma:
...veltust áhorfendur um af
hlátri á frumsýningu.
....Þráinn Karlsson fer á
kostum í hlutverkinu.
Aðalsteinn Bergdal ...sýnir
með frábærum töktum
gamlan mann..
mbl.S.H.
Þráinn Karlsson leikur Villa
Breiðfjörð og túlkar
hráslagalegt skaplyndi hans
frábærlega vel...
DV. Þ.H.S.
Gleðigjafarnir eru slungið
verk....Vissulega
gamanleikur og hann það
góður að óhætt er að lofa því
að horfendur hljóta að
hiæja...Þráinn fertíðastá
kostum ...Skúli Gautason
gerir víða mjög vel...
Dagur. H:Á.
Aðalsteinn kom verulega
óvart.... skemmtiatriðið í
sýningunni algjörlega
óborganlegt varð að reyna
að hætta að hlæja til að
heyra textann....
H.B. Rúvak.
FJÖLSKYLDU-
SÝNING!
Sérstakt tilboð á miðaverði
sunnud. 12. nóv. kl. 15,00
TVEIR FYRIR EINN
aðeins þessi sýning