Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 7
T>^r--------------------------- myndu sjá til þess gegnum út- varpsráð að ég yrði rekinn. Þeir vildu að ég svaraði því á staðn- um hvort ég myndi breyta mín- um háttum eða ekki. Eg sagði þeim að ég myndi halda upp- teknum hætti. Ég hjólaði síðan beint í fjórða þingflokksfor- manninn, sem ekki var á þess- um fundi, sagði honum farir mínar ekki sléttar og spurði hvort hann myndi taka þátt í þessari aðför. En sá sagðist ekki myndu taka þátt í þessum samblæstri og eftir því sem ég best veit var útvarpsráði ekki blandað í málið.“ Heimur stjórnmála - Mig langar til að spyrja þig unt samskipti þín við Jón Ólafs- son. „Nú hef átt samstarf við Jón Olafsson alllengi með einum eða öðrum hætti, eitthvað á annan áratug. Ég fullyrði að það er engin innistæða í sögu- sögnum um afskipti hans af fréttastofunni eða ritstjórnar- legum afskiptum af mér. Það hafa margir aðrir reynt að hafa miklu meiri áhrif á mig í gegn- um tíðina en Jón Ólafsson og aldrei verið sakaðir sérstaklega um það. Það eru menn sem ýmsir í samfélaginu hafa sett á hærri stall en Jón Ólafsson sem hafa reynt óhreinni að- ferðir en hann." - En hvernig hefur þér gengið að eiga samskipti við hann sem persónu? „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. I hans stuttu forstjóra- tíð réð hann mig til starfa í síð- ari lotu mína sem fréttastjóra. Um nokkurra mánaða skeið vorum við í návígi. Ég held að við höfum hvor um sig gert hinum skilmerkilega grein fyrir því hvar við stæðum, hvað hvor um sig þyldi í þessum sam- skiptum og hvar girðingin var og hvar veggirnir voru. Hann hefur alltaf virt þau landa- mæri.“ - Hverl er eftirminnilegasta skiíbbið áferlinum? „Það var á Vísi þegar ég vann f sumarafleysingum vorið 1979. Ég var ekki settur í mjög merkileg verkefni enda ekki með langa reynslu í blaða- mennsku. Einn morgun hringir f mig maður og segir mér að allir blaðamenn og fréttamenn séu á villigötum, það sé verið að mynda allt aðra ríkisstjórn í landinu en Ilcstir haldi. Gunn- ar 1 horoddsen sé að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og mynda ríkisstjórn með hluta þing- flokksins. Ég hringdi eins og óður maður um allar koppa- grundir og fékk þetta staðfest. Hljóp svo með tíðindin til rit- stjóranna og heimtaði forsíð- una. Þeir höfðu ekki mikla trú á þessum nýhyrjaða teikni- myndablaðamanni en sann- færðust þó. Þetta var fyrsta stóra skúbbið mitt og kannski þess vegna það eltirminnileg- asta.* - livaða stjórnmálamenn hafa þér þótt eftirminnilegastir af þeim sem þú hefur haft einhver kynni af í starfi? „Gunnar Thoroddsen var mjög eftirminnilegur stjórn- málamaður og það sama má segja um Ólaf Jóhannesson. Af þeim sem komu þar á eftir má nefna Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin, þótt ólíkir væru um flest. Meðal þeirra scm nú eru á sviðinu stendur Davíð nokkuð upp úr í ýmsu tilliti, - getur verið svona leiftrandi ■^LLI=LL%,,LALL12LLLL j 'i>mmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtl^ tapa á fjárfestingum í fyrirtæk- inu? „Sem leikmaður og áhorfandi þá held ég ekki. Ég hef óbilandi trú á því að þetta fyrir- tæki sé stórmerkilegt og eigi eftir að skila miklum árangri. Ég held að það sé eðli fyrirtæk- is eins og þcssa að verð hluta- bréfa rokki upp og niður. Það er verið að horfa til gríðarlega spennandi framtíðar en ekki verið að telja baunadósir af færibandi í lok hvers vinnu- dags. Ég verð ekki var við það inni í fyrirtækinu að menn einu sinni lyfti brúnum þótt hlutabréfin Iækki einn daginn og hækki þann næsta. Elestir sem ég hef haft dagleg sam- skipti við þær tvær vikur sem ég hef verið þarna fletta ekki einu sinni upp verði hlutabréf- anna frá degi til dags.“ - Það er eklti kontin mikil reynsla á starfið en er þetta skemmtilegt starf? „Það hefði aldrei hvarflað að mér að fara í sambærilegt starf hjá venjulegu, hefðbundnu ís- lensku fyrirtæki vegna þess einfaldlega að ég hefði ekki séð fyrir mér annað en lciðindin. Þetta er annars eðlis. Islensk erfðagreining er afar ögrandi fyrirtæki og þar stárfar ótrúlegt hæfileikafólk víðs vegar að úr heiminum að spennandi verk- efnum.sem geta skipt sköpum í framtíðinni. Þarna er verið að- fást við óvenjulega og nýja hluti sem maður hefði ekki komisl í tæri við í neinu öðru fyrirtæki hér á landi. Þetta gerði það að verkum að ég greip tækfærið þegar það gafst." - En er eklti erfitt að segja skilið við fjöhniðlaheiminn sem er óneitanlega skemmtilegur heimur að hrærast í? „Mestu viðbrigðin er að sjá ekki á kvöldin hvað maður var að stússa við yfir daginn, - það hefst ekki sýning á dagsverk- inu í formi fréttatíma. Ég hef stundum þessa fyrstu daga mína í þessu nýja starfi hugsað þegar ég kem heim á kvöldin: Hvar er það nú sem ég gerði í dag? Ég held að partur af fjöl- miðlabakteríunni sé einmitt fullnægjan sem menn hafa af því að sjá árangurinn á prenti eða á skjánum svo gott sem strax. Menn geta mælt sig og vegið og séð hvort þeir voru að vinna af viti þann daginn eða ekki. Nú er ég í umhverfi þar sem verið er að horfa fram í tímann og maður sér kannski ekki fyrr en eftir einhverja mánuði hvernig tókst til í vinn- unni í dag.“ - Eti ertu búinn að hugsa næsta skref, hvað taki við eftir Islenska erfðagreiningu? „Nei, drottinn minn dýri, ég hugsa ekki svo langt. Ég sá mig ekki vera í fjölmiðláhark- inu til eilífðarnóns vegna þess að það er svo mikið argaþras og atgangur allan daginn. Son- ur minn, sem er að verða fimm ára, spurði mig fyrir ekki löngu hvað ég gerði og ég sagðist vera fréttastjóri á Stöð 2. Þá spurði hann: Hvað gerirðu þegar þú ert fréltastjóri? Ég fór að velta svarinu fyrir mér og komst að því að ég vann mestmegnis við það að rífast frá morgni til kvölds. Þegar best Iét voru þetta rökræður og þegar verst lét rifrildi. Þetta var samt óskaplega gjöfult og gaman, en það var kominn tími til að takast á við eitthvað ann- að.“ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 7 skemmtilegur pólitíkus. Og úr því að ég er hættur að vera fréttastjóri get ég leyft mér að vera afspyrnu jákvæður og staðhæfa að nánast allir flokk- arnir hafa núna óvenju hæfa leiðtoga, þótt ólíkir séu. Þetta er hins vegar því miður ekki hægt að segja um þingmenn al- mennt. Alltof margir þeirra eru því miður undirmálsmenn að andlegu atgervi, eins og Jó- hannes á Borg hefði orðað það.“ - Nú eru margir fjölmiðla- menn sem fara út í pólitík og þú ættir að vera genetískur krati ett faðir þinn var ráðherra Alþýðuflokksins. Heillar pólitík- in þig? „Ég hef alltaf haft áhuga á pólitík en ég hef aldrei haft áhuga á að taka þátt í henni sjálfur. Það er sennilega af því að ég er búinn að vera f svo miklu návígi við hana lengi. Ég byrjaði feril minn sem þing- fréttamaður, var mikið niðri á þingi en það að hafa orðið vitni að því hvernig kaupin gerast á eyrinni í pólitíkinni gerðu það sennilega að verkum að ég fékk aldrei neina löngun til að fara í þessa átt. Partar af hinum póli- tíska heimi eru ómerkilegheit og óheilindi. Þetta segi ég ekki af virðingarleysi við stjórnmál- in. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálin sjálf eru einn mik- ilvægasti hlekkur samfélagsins. Það er gaman að vera áhorf- andi að pólitíkinni en bein þátttaka í henni hefur aldrei heillað mig.“ Ögrandi fyrirtæki - Við verðum að vtkja að Is- lenskri erfðagreiningu. Ilvert var viðhorf þitt til gagnagrunns- málsins meðan þú varst í starfi fréttastjóra á Stöð 2? „Mér fannst reyndar flest sem tengdist þessu fyrirtæki það flókið að ég taldi mig ekki hafa nægar forsendur til að taka einhverja sérstaka afstöðu, „Fréttamenn verða alltaf að stefna að hlutleysi en það er takmark sem þeir munu aldrei ná. Það eru allir haldnir ákveðnum fordómum sem þarf að reyna að gera sér grein fyrir og yfirvinna. Það er sjálf sóknin í að höndla þetta hlutleysi sem aldrei verður fangað sem gerir menn að góðum frétta- mönnum.“ hafði hreinlega ekki nægan tíma til að setja mig inn í málin í smáatriðum. Mér þótti fyrir- tækið hins vegar alltaf afar spennandi fréttaefni og stofn- andi fyrirtækisins og forstjóri ekki síður spennandi sem karakter og viðmælandi. En sem fréttastjóri lagðist ég auð- vitað ekki á sveif með einni af- stöðu frekar en annarri. Deil- urnar um gagnagrunninn fund- ust mér hins vegar mjög ein- kennilegar af hálfu margra gagnrýnenda fyrirtækisins og þegar kom að persónuvernd einkenndust þær af ótrúlegum tvískinnungi. Gegnum tíðina hafa sjúkragögn og persónuleg- ar upplýsingar verið meðhöndl- uð afar kæruleysislega á Is- landi, einsog sýnt hefur verið fram á. Núna er hins vegar ver- ið að setja miklu strangari regl- ur hér en víðast hvar annars staðar í heiminum. Og það er gott.“ - Nú er Kári Stefánsson mjög litríkur persónuleiki og getur örugglega stundum verið erfið- ur. Hvernig gengur þér að vinna með honum? „Hann er óvenju skarp- greindur maður og sérstakur karakter. Sjálfsagt er hann uppátækjasamur og ófyrirsjáan- legur að ýmsu leyti en það hef- ur bara birst mér með jákvæð- um hætti. - Heldurðu að menn muni „Nú er ég í umhverfi þar sem verið er að horfa fram í tímann og maður sér kannski ekki fyrr en eftir einhverja mánuöi hvernig tókst til i vinnunni i dag.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.