Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 2000 ^LJFW ] LAVÐJiJU > Voru hrekkjusvín í gamla daga? Krakkarnir spurðu eldra fólkið um ýmislegt sem þá langaði að vita um æsku þess og uppvöxt, um leikina, fötin, jóiin, skólana og matinn. Sum börnin lásu upp spurningar og önnur skrifuðu niður svörin. mynd: ingó „ÞcS að við eigum barnabörn þá þykir okkur gaman að hitta ykk- ur,“ sagði ein eldri daman váð börnin úr Háteigsskóla sem sátu í kring um hana í félagsmiðstöð- inni í Bólstaðarhlíð. Þau voru að koma í fyrsta skipti og höfðu út- búið lista með spurningum til að leggja fyrir gamla fólkið um ým- islegt sem þau langaði að vita um æsku þess og uppvöxt, um leikina, fötin, jólin, skólana og matinn. Sum börniri lásu upp spurningar og önnur skrifuðu niður svörin. An þess að trufla of mikið reyndi blaðamaður Dags að fylgjast með, smeygja sér á milli borða og ná glefsum úr viðtöl- unum, með leyfi viðstaddra. „Hvernig voru fötin þegar þú varsl lítil?" „Við stelpurnar vorum alltaf í kjólum. Það þekktist ekki þá að kvenfólk væri í buxum og kon- urnar voru stundum í mörgum pilsum, hverju utan yfir öðru.“ „Var ykkur aldrei kalt?" „Eg var í sokkum og með sokkabönd. En svo var oft bert á milli og þá komst kuldinn þar að. En amma prjónaði stóra sokka á okkur systurnar sem náðu alveg upp í klof, þá gátum við vaðið snjóinn." Við næsta borð var kona ein að lýsa leikjunum áður fyrr. „Það voru hafðar þrjár eyjar og það var dálítið langt á milli þeirra. Svo hlupum við á milli eyjanna en nokkrir voru utan við og reyndu að ná okkur og segja klukk. Við kölluðum þetta eyja- leik. Svo fórum við í útilegu- mannaleik og tröllaleik og felu- Ieik.“ „En hvenær fórstu að vinna?" „Ég var sjö ára. Þá fór ég að mjólka kýrnar og ýmislegt fleira. En mitt aðalverk var að passa krakkana." Og næsta borð: „Var maturinn góður í gatnla daga?" „Já, margt af honum var mjög gott. Þá var bara enginn ísskáp- ur til og enginn frystir, enda var ekkert rafmagn komið. Því var allur maturinn saltaður súr eða soðinn niður - og svo reyktur." Við bökuðum drullukökur Lang flest eldra fólkið sem sat íyrir svörum hafði alist upp úti á landi. ..Grímsey, Súðavík, Mið- firði, Loðmundarfirði... Ein kona var þó úr Hafnarfirði og hennar leikvangur var hraunið nærri Hellisgerði. „Við systurnar áttum nú ekki mikið af leikföng- um en ef við áttum glerbrot með fallegu blómi eða gylltri rönd þá stilltum við því upp öðrum meg- in í hraunbolla og höfðum það fyrir stofuna en hvítu glerbrotin höfðum við eldhússmegin. Við bökuðum drullukökur, skreytt- um þær með sóleyjum og létum þorna yfir nótt. Svo var farið í mömmuleik og búðarleik daginn eftir." Aðspurð sögðust börnin sem á hlýddu aldrei hafa búið til drullukökur á ævi sinni. En þeg- ar þau voru lítil gerðu þau kökur í sandkassanum. Þær hrundu hins vegar í sundur þegar þær þornuðu. Svo er það skólalærdómurinn. Hann var dálítið öðru vísi í gamla daga en nú tíðkast eins og eftirfarandi samtal ber með sér. ..Hvenær hyrjaðir þú í skóla? „Ég var níu ára og var þá í hálfan mánuð. Þegar ég kom heirn rétt fyrir jólin fékk ég Iungnabólgu og var með hana fram í mars. Það dóu margir úr lungnabólgu þá. Síðasta vetur- inn sem ég var í skóla gat ég bara verið í fimm vikur því ég var svo heilsutæp. Eg gekk í skólann. Það var ldukkutíma- gangur á milli bæja og ég hélt á dótinu mínu í hvítum lérefts- poka. Stundum náði snjórinn mér í hné.“ Sendur í vinnu tíu ára Fjaran var ævintýraheimur margra krakka sem ólust upp við sjóinn. Fullorðinn maður var að fræða krakkana um það. „Maður fann svo margt í fjör- unni. Þá var ekki til neitt sem hét plast. En það voru fallegir málmhlutir og skeljar. Ef maður fann fallega dós með stöfum þá fannst manni hún vera ger- semi.“ „En hvenær hættnð þið uö leika ykkur að dóti?" „Það var nú snemma því ég var sendur í aðra sveit að vinna þegar ég var tíu ára. Þá þurfti að fara með heyband langar leiðir, sérstaklega þegar leið á sumar- ið.“ Sessunauturinn: ,/Etli þau viti nokkuð hvað heyband er?“ „Voru engin hrekkjusvín í gamla daga?“ „Nei maður var nú alveg laus við þau. En ef menn urðu reiðir þá var bara flogist á og sá sem felldi hinn vann. En þó maður gæti lagt einhvern þá var aldrei sparkað í hann liggjandi. Um leið og maður var búinn að fella hann þá var maður búinn að vinna." Enn cr laumast milli borða og hlustað eftir samræðunum: „Hvað var það pínlegasta sem kom fyrir þig f skólanum?" „Ætli það hafí ekki verið þegar ég var í læknissskoðun og það þurfti að draga úr mér skemmda tönn. Eg stökk út en náðist og það þurfti að halda mér fast með- an tönnin var tekin." Ein konan sem spurð er hvenær hún hafi farið að vinna svarar svo: „Eg fór að passa bróð- ur minn þegar ég var sjö ára því ég missti pabba minn og mamma þurfti að fara að vinna úti.“ Svona gengu samræðurnar áfram og virtust allir hafa gaman af. I næsta tíma snýst leikurinn við. Þá verður það eldra fólkið sem kemur með spurningarnar og krakkarnir sitja íyrir svörum. GUN. Saman að mála mynd Nemendur Seljaskóla og fólk úr Félagsmiðstöð eldri borgara í Arskógum völdu sér þrjár listgreinar til að stunda saman, myndlist, tónlist og dans. Það var einmitt myndlistin sem verið var að iðka þegar litið var við í einni skólastofunni í Seljaskóla í vikunni. Þar voru ótal penslar á lofti og litskrúðugt olíumál- verk að verða til á veggnum. Fyrirkomulagið var hentugt þar sem talsverður stærðarmunur var á eldri og yngri listamönnunum og því gátu þeir eldri málað ofar á myndinni en hinir smærri smeygt sér inn á milli og málað neðan til. Samkomulagið var gott og einn tók við af öðrum. Mála saman: Útal penslar voru á lofti og litskrúðugt olíumálverk að verða til. mynd: ingó Þegar uppskeruhátíðin verður haldin þann 25. í Arskógum verður myndin væntanlega komin í ramma og mun sóma sér vel í samkomusalnum, ásamt fleiri myndverkum ungra og aldinna. Að sögn Lilju Sörladóttur, forstöðumanns félagsmiðstöðvar- innar í Arskógum er margt í undirhúningi fyrir há- tíðina. „Nemendur úr tónskóla Eddu Borg og barna- kór Seljakirkju munu syngja með eldra fólkinu og svo verður sameiginleg danssýning," segir hún og bætir við að ekki megi gleyma ballinu. „Við endum með sameiginlegu balli með hljómsveit hússins Léttum tónum. I hcnni eru fullorðnir menn með fjórar harmónikur og einn ungur trommuleikari." Aðspurð um fjölda þeirra sem vinna að undirbún- ingi segir Lilja það vera hátt í hundrað manns. „Svo eigum við von á mörgum gestum og ætlum að veita kaffi og kökur.“ GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.