Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 10
•• •• LIFIO I LAN Dl NU 10- LAUGARDAGUR 11. NÚVEMBER 2000 nÉg held það sé réttaðfara meö sjóferða- bænina, þótt við séum bara hér á Apavatni, “ gæti Gyða verið að segja við systur sina. Hljómsveitin múm í fullri sveiflu. Gy^a sefírselló/eikinn af einbeitingu. Hér eru þær systur meö strákunum i múm, þeim Örvari Þóreyjar- syni Smárasyni og Gunnari Erni Tynes. Sungið hástöfum með útvarpinu. BREGÐA FYRIR SIG ýmsum hljóofæmm Kristin og Gyða „Við höfum verið ansi heppnar að fá sniðug verkefni með allskonar listafólki, bæði hér á landi og erlendis'' - mynd: e.úl. Þetta er ósköp ná- Þær láta ekki mikið yfir sér tvíburasysturnar Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur en eru þó, ásamt fálögum sínum í hljómsveitinni múm, að semja og flytja tónlist sem vekur athygli og aðdáun víða um lönd. Blaðamaður hafði mælt sér mót við þær systur á Tapas barnum á tilteknum tíma og þótt hann viti að stelpurnar séu í stuttri pásu frá æfingum þá verður honum á að mæta of seint. Hann byrjar því strax að afsaka sig. „Þetta er allt í lagi,“ segja þær alveg sallarólegar og prjónadótið sem Gyða hefur tekið upp verk- ar svo afslappandi að ekki er hægt annað en taka þær trúan- legar. Þær hafa notið gestrisni vertanna á staðnum og nú gildir hið sama um blaðamann. Fyrsta spurning hans er: - Þið eruð náttúrlega komnar í verkfall í skólanum, er það ekki? Kristín: „Jú, og það kom á ansi heppilegum tíma fyrir okkur því við erum að fást við nýtt og krefjandi verkefni sem er að semja tónlist við barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu, Sagan af hláa hnettinum. Fyrsti æfingardagur var einmitt sama dag og verkfall- ið byrjaði.“ Þær segjast afar ánægðar að fá þetta viðfangsefni, því sagan sé svo frábær. Þær ætli að einbcita sér að því í nóvember og desem- ber en að því loknu taki plötu- upptaka við. Gyða: „Eg vona samt að verk- fallið leysist fljótt svo kennarar geti haldið gleðileg jól.“ Harmónikan dregin upp - Hvemig gengur annars að sam- ræma tónlistarlífið og hefðhundjð skólanám? Gyða: „Frekar illa. Þó gengur oft enn verr að samræma klass- íska tónlistarnámið og æfingarn- ar með hljómsveitinni." Þær systur eru báðar á tón- listarbraut MH og stunda tón- listarnám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þær segjast halda áfram að sækja tónlistarskólann, jafnvel af enn meira kappi þótt verkfali sé í MH. „Við fáum metið í MH það sem við lærum í tónskólanum, bæði á hljóðfæri og ýmsar aukagreinar," segir Gyða. Báðar byrjuðu þær að spila grannavæn hljómsveit, svona „heima- í- stofu- tónlist “ Þannig að við getum æft inni í her- bergi. um 7 ára aldurinn, Gyða á selló og Kristín á píanó. Svo bregða íyrir sig hinum ýmsu hljóðfær- um þegar þær eru að spila í múm. Gyða dregur til dæmis oft upp harmónikuna. „Pabbi byrj- aði að læra á harmóniku fyrir nokkrum árum og ég smitaðist“, segir hún og hrosir. Á leið til Parísar Þær segjast hafa byrjað í múm fyrir tveimur árum. Þá hafi strákarnir, Orvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Orn Tynes, verið búnir að stofna hljómsveitina og þær byrjað að spila með þeim. múm var kosin bjartasta v'onin í fyrrahaust þeg- ar uppskeruhátíð tónlistar- manna var haldin á Grand I lót- eli og óhætt er að segja að þær björtu vonir hali ræst því auk þess að gefa út disk fyrir jól ífyrra og spila inn á ljóðadisk hefur hljómsveitin komið fram á tónlcikum, m.a í Finnlandi, Amsterdam og Berlín. Sl. fimmtudagskvöld lék hún á Unglistarhátíðinni og um miðj- an mánuðinn fer hún til Parísar að spila um borð í skipi sem bundið er við festar á Signu. Þar verður líka flutt tónlist eftir hana undir dansverkinu Kippu eftir Kamerún. „Við höfum verið ansi heppnar að fá sniðug verkefni með alls konar listafólki, bæði hér á landi og erlendis," segir Kristín þegar haft er orð þeim vinsældum sem múni á að fagna um þessar mundir. En skyldu þær hafa ein- hvern tíma afgangs frá námi og vinnu, til að skemmta sér? Kristín: „Þetta er skemmti- legt." Gyða: „Við lentum í því þegar við vorum að byrja í mennta- skóla að vera Iíka að byrja í hljómsveitinni og þá eyddum við öllum kvöldum og helgum í að stússast í tónlist inni í herbergi." - Herhergi segirðu. llafið þið ekkert komið ykkur upp æfingar- aðstöðu úti hæ? Kristín: „Nei, þess gerist engin þörf. Þetta er ósköp nágranna- væn hljómsveit, svona „heima- í- stofu- tónlist." Þannig að við getum æft inni í herbergi." Allt í einu voru allir farnir að prjóna Þær segjast hafa dvalið í Dan- mörku síðastliðið sumar, ásamt nokkrum vinum sínum. Þar var samið og æft og þar var líka prjónað. Kristín: „Maður hafði svo mik- inn tíma í Danmörku að allt f einu voru allir farnir að prjóna." Gyða er einmitt að Ijúka við peysuna sem hún byrjaði á þar ytra og Kristín kveðst hafa prjónað sér sokka. Við þessar fréttir verður roskinni blaðakon- unni sem aldrei hefur getað lært að prjóna hæl, eiginlega orðfall og þar nreð lýkur samtalinu. - GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.