Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 9
Pa^ur LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 9 Elsta kynslóðin og sú yngsta hafa margt að gefa hvor annarri og í haust hefur verið kom- ið á sérstökum sam- verustundum milli þeirra hér í Reykjavík, bæði í félagsmiðstöðv- um eldri borgara og grunnskólunum. Þar er ýmislegt haft fyrir stafni, dansað og mál- að, prjónað og tekið í spil. Skemmtilegastar eru þó samræðurnar milli þeirra ungu og öldnu. Eftir er svo að halda uppskeruhátíð. Hún verður þann 25. nóvember á 14 stöð- um í borginni. Aldamótaormurinn: Hér er hópurinn saman kominn að meta það sem búið er. myndir: e.ól Þvílíkur ormur. mynd: e.ól. segjast þær ekki sitja alltaf við en þó sé kappið mikið og margir hafi tekið í prjónana auk þeirra, bæði starfsfólk og gestir. Þetta er því sannkallað samvinnuverk- efni. Unga fólkið var afar einbeitt á svip þar sem það sat með prjón- ana sína í Melaskólanum á mið- vikudaginn og handbrögðin voru mismunandi. Einn ungi maður- inn sagðist ekki vilja hafa bandið uppi á fingrinum en einhvern veginn tókst honum samt að ná því gegn um lykkjuna og vera ótrúlega fljótur. Um hlutverk ormsins langa í framtíðinni er ekki enn vitað. Hvert sem það verður er ljóst að ófáar vinnustundir ungra og ald- inna hafa farið í þetta verkefni og um þá eljusemi mun alda- mótaormurinn vitna langt fram á næstu öld. GUN. Aldamótaormur í Melaskóla og Félagsmiðstöð eldri borgara á Aflagranda er“aldamótaormur“ í fæðingu. Allavega litur aldamótaormur, með alls konar mynstri. Hann er prjónaður af börnum og öldruð- um, á báðum þessum stöðum og reynar úti um gervallan Vestur- bæinn því skólakrakkarnir eru enn með hann í mörgum bútum og fá að fara með bútana heim þar sem mömmur og ömmur og gestir og gangandi fá líka að grípa í prjónana. Síðan verða all- ir bútarnir saumaðir saman og ormurinn troðinn út með stoppi. Eflaust verður hann þá hið mesta ferlíki því Aflagrandapart- urinn er þegar orðinn 16 metra langur og engan bilbug á konun- um þar að finna. Aðspurðar í Vesturbænum Lagði eyraó upp að Hér er veriö að búa tii álfa í öllum mögulegum litum. mynd: e.ól Börn í Ártúnsskóla og eldra fólk í félags- miðstöðinni Hraunbæ 103 byTjaði snemma hausts á sínu samstarfsverkefni sem hefur yfirskriftina „þjóðtrú, þjóðsögur, álfar og tröll.“ Það hófst með gönguferð um Elliða- árdalinn þar sem bæði yngri og þó einkum- þeir eldri sögðu sögur af álfum og öðrum vættum sem yfirleitt eru mönnum buldar. Sumar sagnanna voru úr bókum og munn- mælum en aðrar lýstu reynslu sögumanna sjálfra sem höfðu lent í dularfullum at- burðum. Síðan ferðin var farin eru krakkarnir búnir að skrifa ritgerðir og einhverjar þeirra verða lesnar upp á hátíðinni sem halda á þann 25. nóvember. Þá verða líka sungin lög og textar þar sem álfar koma við sögu, Stóð ég úti í tunglsljósi og fleira í þeim dúr og á borð verður borinn göróttur galdradrykkur! En áður en aðhátíðinni kemur ætla eldri borgararnir að heimsækja krakkana í skólann og þá stendur til að búa til grímur til að setja upp á hátíðinni. Og að sjálfsögðu verða það álfagrímur. Álfarnir voru að hefna sín Nú í vikunni sátu nemendur og nokkrar konur úr eldriborgara hópnum í félagsmið- stöðinni í Hraunbæ og föndruðu af kappi. Þar var verið að sauma álfa. Álfa í Iitfögr- um klæðum, kápum og með uppmjóa hatta. Dagur skaust í heimsókn og kíkti á herlegheitin. Fyrst sneri hann sér að krökk- unum: - Þ) kir ykkur skemmtilegt að vinna með eldrafólki? „Já, já, við erum svolítið farin að kynnast sumum." ,Afí minn býr hérna.“ „Vinur pabba míns er líka hér. Hann heitir Árni. Eg þekki hann vel. Við erum búnir að tala mikið saman. Hann kom með sælgæti handa mér.“ - 'l'niið þið á álfa? „Stundum og stundum ekki. Eg hef próf- að að sparka í stóran stein og það skeði ekki neitt.“ „En það eru til álfar, sko.“ „Við hittum álfkonu í Elliðaárdalnum." „Og fundum álfaborg og álfakirkju." I Ieyrðuð þið söng tír kirkjunni? „Nei, en ég lagði eyrað upp að einum steini og ég heyrði eitthvað þar inni.“ „Við gáfum álfunum rúsínur." - Emð þið búin að skíra álfana sem þið emð að búa til? „Þessi hjón heita Elliði og Elliða" „Mínir heita Danni og Nanni" „...og mínir Dagur og Nótt.“ steini „Eg kann álfasögu." - Hvemig er hún? „Það voru menn að sprengja stein í Kópavoginum af því þeir ætluðu að fara að byggja þar. Daginn efíir gátu þeir ekki mætt í vinnuna því þeir voru allir orðnir veikir." „Já, og einn maðurinn dó.“ „Það mátti ekkert byggja þarna og álfarn- ir voru að hefna sín.“ „Eg kann líka eina: Einu sinni var stelpa og í garðinum heima hjá henni var risastór álfasteinn. Svo flutti stelpan með Qölskyldu sinni í annað hús og þegar hún var flutt þá var steinninn allt í einu kominn í nýja garðinn hjá henni. Hún kallaði til mömmu sinnar og sagði henni það en mamma hennar trúði henni ckki í fyrstu. Svo sá hún steininn og þekkti hann.“ Yngir mann upp Þær voru ánægjulegar konurnar sem sátu við að fullgera litlu álfana með krökkun- um og aðspurðar sögðust þær hafa gam- an af. „Þetta yngir mann svolítið upp,“ sagði ein þeirra. Önnur sagðist oft hafa farið inn í handavinnustofuna í skóla sem hún var að vinna í, „ég fór bara til að að- stoða krakkana, mér fannst það svo gam- an. Flestar kváðust vanar að umgangast krakka þar sem þær ættu börn og barna- börn, sumar jafnvel barna-barnabörn. Þær voru sammála um að þessir krakkar úr Ártúnsskóla væru alveg sérstaklega duglegir.“ „Þeir eru Iíka svo einarðir og vita hvað þeir vilja,“ sagði ein. ..og áhugasamir um álfana,“ bætti önnur við. GUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.