Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 13 l.ÍFtD í LANDtNU Ðafi'ur'. Snertur af þjóðrembu Nú ívikunni kom út bók eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing um hið mikla óperuverk Ric- hards Wagners, Nifl- ungahringinn, þar sem farið er ofan í saumana á því hve mikið af efni Hringsins er fengið úr ís- lenskum fornbókmennt- um. Arni hefur unnið að þessu verki í tvö til þrjú ár og dvaldi meðal annars um skeið í Bayreuth þar sem hann vann á bókasafni Wagnerstofnunarinnar. Frum- kvæðið að þessum rannsóknum Arna kom frá Richard Wagner fé- laginu hér á landi, sem hefur starfað af miklum krafti og er orð- ið fimm ára gamalt. Bókin er hin glæsilegasta, með fjölda mynda og sagt frá flestu því er máli skiptir varðandi sögu og efni Niflungahringsins. Fjallað er um þróun þýskrar þjóðvitundar og skýrt frá því hvernig Þjóðverjar kynntust íslensku fornbókmennt- unum. Meginefni bókarinnar er þó greining á efni Hringsins og samanburður við þær þýsku og ís- lensku bókmenntir sem Wagner vinnur úr. Arni rekur efni Hrings- ins lið fyrir lið með ýtarlegum dæmum. „Maður hefur alltaf heyrt það jú, að Wagner hafi notað Eddu- kvæðin, Snorra-Eddu og Völs- ungasögu," segir Arni. „En alltaf hefur það samt verið skilið þannig að þýska miðaldakvæðið Nibelungenlied væri uppistaðan í verkinu. Að það sé grundvöllur- inn sem Wagner byggir á, og svo hafi eitthvert kr)dd verið notað úr þessum íslensku bókmenntum. En það var sem sagt ákveðið að fara ofan í saumana á því hversu mikið þetta væri í raun og veru. Og þá kemur í ljós að það er alveg sára lítið sem hann notar úr þessu Niílungakvæði," segir Arni. 80% frá íslandi Rannsóknir Arna hafa leitt í ljós að efni Niflungahringsins er að langmestu leyti fengið úr Eddu- kvæðum, Snorra-Eddu og Völs- ungasögu. Hann hefur sett niður- stöðuna þannig upp í tölum, „að vísu mjög gróft, að um 80% af efni Hringsins er komið úr þess- um íslensku bókmenntum ein- vörðungu og ekki nema 5% úr þeim þýsku. Svo eru 15% fengin hæði úr íslenskum hókmenntum og þýskum," segir Ami. „En þetta kom manni óneitanlega á óvart. Maður hélt alls ekki að þetta væri svona mikið." Arni segir að það séu hclst fræöimenn, sem rannsakað hafa Wagner náið sem vita að hann notaði þessar íslensku fornbók- Arni Björnsson: „Nú erum við svolítið spennt að vita hvort okkur hafi tekist að reita Þjóðverja til reiði." menntir meira en almennt er talið. „En það sér maður bara í vissum fagtímaritum, og það eru greinar sem ekki eru lesnar af öðrum en sérfræðingum. Allur al- menningur er á þeirri skoðun, eins og maður var sjálfur, að uppistaðan sé þetta þýska mið- aldakvæði.“ - Og þetta hefur kannski ekki veríð rakið svona nákvæmlega eins og þú gerir? „Nei. Menn hafa aldrei rakið þetta svona svo að segja orð fyrir orð eins og ég gerði. Menn hafa bent á ýmis dæmi auðvitað og þeir sem eru nokkuð vel að sér í Wagner vita dálítið um þetta," segir Ami. Tekur sjaldnast neitt hrátt upp Wagner tekur reyndar sjaldnast neitt hrátt upp eftir frumheimild- unum, að sögn Árna. Hann lagar efriið að eigin þörfum og sínum bragarhætti sem þarf að passa við músíkina. „Þó eru til nokkur fræg dæmi þar sem orðalagið er mjög svipað. Eins og í samtali Sieg- frieds við orminn Fáfni, og eins þegar hann vekur Brynhildi á fjallinu að þá er orðalagið mjög svipað. Einnig er sviðslýsingin í upphafi V'alkyrjunnar, nánast tek- in beint upp úr lýsingunni í Völs- ungasögu." Auk Niflungakvæðis hefur Wagner stuðst við annað þýskt miðaldakvæði, sem heitir Das Lied vom Húrnen Seyfrid. „Eg náttúrlega las gríðarlega mikið af því sem Þjóðverjar, og líka Englendingar og Ameríkan- ar, hafa skrifað um þessi efni,“ segir Árni. „Og ég hef ekki fund- ið að þeir hafi getað dregið fram annað þýskt efni en þessi tvö miðaldakvæði, og Grimmsævin- týri aðeins. Og svo Guðrúnar- nafnið, það er til þarna þýskt miðaldakvæði sem heitir Kudr- un, sem mjög ólíkt okkar Guð- rúnarkviðum. En það er ekki til mikið af þýskum miðaldakvæð- um um Niflungasöguna,“ segir hann. Áskriftarsíminn er p h 8oo 7080 Ðzu&ur Beðið eftir viðbrögðum „Vissulega er svona snertur af þjóðremhu í þessu," tekur Ámi fram og brosir. „Manni finnst óneitanlega gaman að þetta verk skuli vera að svona mildum hluta unnið úr bókmenntum þessarar þjóðar hérna norður f Atlantshafi, af því að þetta er jú eitt viðamesta og frægasta verk tónbókmennt- anna.“ - Heldurðu að þýskitr fræðimað- ur hefði komist að annarrí niður- stöðu ef hann hefði raldð þetta jafn nákvæmlega og þú? „Eg veit það ekki," segir Árni. „En nú erum við svolítið spennt að vita hvort okkur hafi tekist að reita Þjóðverja til reiði. Og það er nú eiginlega það sem við viljum mjög gjarnan, að það verði um- ræður um þetta. Það getur vel verið að þeim finnist að ég gangi of langt. En þaö verður hara að koma í ljós.“ - Hefurðu fengið einhver við- brögð úti? „Ég hef haldið erindi um þetta erlendis," segir Árni. „Síðast úti í Finnlandi. Og að minnsta kosti hefur enginn reynt að reka þetta ofan í mig. Ekki ennþá. En auð- vitað veit maður ekki alveg hvað það er að marka. Menn eru kurt- eisir á svona fundum.“ - GB VEISLA sem segir sex Kjómaostur er handhœgur og gámsætur veislukostur - hvar seni er og hvenœr sem er ISLENSKIR V OStar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.