Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 11.11.2000, Blaðsíða 17
Dfigur_ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 2000 - 17 LJrW 1 LAjJDJjJU j David Beckham Bókaútgáfan Hóiar hefur sent frá sér framhald af Rauðu djöflunum, bókinni um Manchester United. í fyrri bók- inni var greint frá sögu þessa vinsæla liðs, en að þessu sinni er sagt frá helstu knattspyrnu- stjörnunum sem keppt hafa með því. Dagur birtir hér kafl- ann um David Beckham. Fullt nafn: David Robert Joseph Beck- ham. Fæddur: 2. maí 1975. Þjóðerni: Enskur. Staða: Hægri útherji (hægri miðvallar- spilari). Knattspyrnuferill: MANCHESTER UNIED frá jiílí 1991 (atvinnumaður frá janúar 1993). Spilaði fimm leiki sem lánsmaður hiá Preston kevpnistimabilið 1994-95. Frumraun með aðalliði Manchester United: Á útivelli gegn Brighton i deildar- bikarheppninni, þann 23. september 1992, þá enn á reynslusamningi. Urslit: 1- 1. Sá ekkert nema Manchester United Þrátt fyrir að David Beckham sé fæddur og alinn upp í London voru höfuðborgar- liðin í ákaflega litlum raetum hjá pilti. Eitt þeirra, Tottenham, sýndi honum þó mikinn áhuga, en það dugði ekki til. Hann sá ekkert nema Manchester United og sótti á æskuárum sínum alla leiki rauðu djöflanna í höfuðborginni - var meira að segja lukkutröll liðsins á einum þeirra, gegn West Ham á Upton Park. Hreifst hann einkum af leikmanni númer 7, fyrirliðanum Bryan Robson. Þegar Beckham var á tólfta aldursári sá hann sjónvarpsþátt um hinn heimsfræga knattspyrnuskóla Bohhy Charlton, fyrr- um stórstjörnu Manchester United. Þar kom fram að skólinn væri að skipuleggja knattspyrnunámskeið vítt og breitt um England, sjötta árið í röð. Beckham spurði móður sína þegar í stað, hvort hann mætti innrita sig á námskeiðið í London og tók hún því vel. Það var svo móðurafi hans - Totten- ham-aðdáandi í húð og hár - sem greiddi þátttökugjaldið fyrir snáð- ann, eitt hundrað tuttugu og fimm pund. Þar með var grunnurinn lagður að framtíð drengsins, þökk sé af- anurn. Beckham lét mikið að sér kveða í knáttspyrnuskólanum og vann meðal annars til verðlauna lyrir knatttækni; hlaut þá fiest stig sem gefin höfðu verið til þessa í skólanum og fékk hann medalíuna afhenta á leikdegi á Old Trafford, á undan viðureign Manchester United og Tottenham í deilda- keppninni. Það var toppurinn á barnæskunni, þó svo að hann hafi uppskorið hvort tveggja í senn við þetta tækifæri, klapp og fúkyrði frá sömu áhorfendunum, þegar nafn hans og heimilisfang var les- ið upp í hátalarakerfinu. Ahang- endur Tottenham héldu nefnilega að Beckham væri í þeirra hópi sökum þess að hann byggi í London og fögnuðu honum ákaft í fyrstu. Um leið og þulurinn bætti því kotroskinn við, að sigurvegar- inn í knatttækninni styddi Manchester United af heilum hug, breyttist hins vegar viðmót þeirra í hans garð, svo ekki verður með orðum lýst. Hann fékk því snemma að kynnast ást og hatri stúkugesta. Fylgdust grannt með drengnum Bobby Charlton sparaði ekki hrósyrðin um þennan lærling sinn í knattspyrnu- skólanum. „Eg hef ekki séð efnilegri dreng en Beckham," sagði gamla fót- boltagoðið og bað fory'stumenn rauðu djöflanna að hafa augun á þessum pilti í framtíðinni. Þeir vissu að Charlton hafði lög að mæla og fólu leikmannanjósnara sínum í London, Malcolm Fidgeon, að fvlgjast grannt með Beckham í skóla- og hverfaliðsleikjum á næstu mánuðum. Hvorki strákurinn, né foreldrar hans, vissu þó af áhuga félagsins, en þar kom að Fidgeon kynnti sig fyrir þeim og greindi frá öllu laumuspilinu. Beckham og foreldrar hans trúðu vart sínum eigin eyrum. Hann var aðeins tólf ára, en hafði samt verið undir smásjá frægasta knatt- spyrnuliðs á Englandi - án þess að eitt- hvert þeirra hefði hugmynd um. Þetta var ótrúlegt en satt og fimm árum seinna, eða í september 1992, lék hann í fyrsta skipti með aðalliði Manchester United; kom þá inn á sem varamaður í jafnteflis- leik gegn Brighton í deildarbikarkeppn- inni. Næsta tækifæris var aftur á móti langt að bíða. Það leit ekki dagsins ljós fyrr en í apríl 1995, en þaðan í frá hefur Beck- ham verið einn af máttarstólpum þessa sigursælasta knattspyrnuliðs tíunda ára- tugarins á Englandi, þó aldrei eins og keppnistímabilið 1998-99, þegar félagið vann þrennuna svokölluðu; varð Eng- lands-, bikar- og Evrópumeistari. Hann fór þá hvað eftir annað á kostum og sýndi og sannaði að fáir standa honum jafnfæt- is í knattmeðferð, sendingum og skot- tækni. Hann er tvímælalaust á stalli með þeim allra bestu og 1999 hafnaði hann í öðru sæti í kjöri Alþjóðaknattspyrnusam- bandsins, FIFA, á Knattspyrnumanni árs- ins. En þrátt fyrir að margt hafi gengið Beckham í haginn hefur hann engu að síður mátt þola mikið mótlæti. Hann er ómissandi hleklcur í enska landslið- inu, en brottrekstur hans af velli f leik Argentínu og Englands í sextán liða úrslitunum í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 1998 var að líkindum dýrkeyptur. Hann fékk að líta rauða spjaldið í byrjun síðari hálfleiks, eftir hefnihrot á Diego Simeone, þegar staðan var 2-2. Argentínumönnum tókst að vísu ekki að nýta sér Iiðs- muninn í venjulegum leiktíma og síð- ar framlengingu, en knúðu fram sigur í vítaspyrnukeppni og slógu þar með Englendinga út. Skammir og slúöurfréttir Þetta tap hafa ýmsir skrifað alfarið á reikning Beckham, sérstaklega þeir sem fylgja mótherjum Manchester United að málum og láta hinir sömu jafnan vel í sér heyra þegar hann er nálægur. Okvæðisorö þeirra bíta þó lítt á honum. Hann hefur þykkan skráp og eflist enn frekar við mótlætið ef eitthvað er. Þessi hegðun áhorf- enda er engu að síður leiðigjörn til lengdar. Þá hafa svæsnar slúðurfréttir í kjaftablöðum einnig reynst Beckham hvimleiðar. Hann hefur þó oft og tíð- um svarað fullum hálsi fyrir sig, en veit jafnframt að svona nokkuð fylgir frægðinni - og selur blöðin. Leikir/mörk fyrir Manchester United: a) Deildakeppnin: 175/36. b) Bikarkeppnin: 18/5. c) Deildarbikarkeppnin: 7/0. d) Evrópuleikir: 46/7. Leikir/mörk alls: 246/48. Viðurkenningar með félaginu: Eng- landsmeistari 1995-96, 1996-97, 1998- 99 og 1999-2000, bikarmeistari 1996 og 1999, Evrópumeistari 1999 og Besta fé- lagslið heims 1999. Athugasemd: David Beckham var einnig viðloðandi leikmannahópinn hjá Manchester United þegar félagið vann Englandsmeistaratitilinn 1992-93 og 1993-94, en spilaði þó engan deildaleik á þessum árttm. Persónulegar viðurkenningar: Valinn Efnilegasti knattspyrnumaðurinn á Englandi árið 1997 (af Samtökum at- vinnuknattspyrnumanna). A-landsleik- ir/mörkfyrir England: 34/1. Dregur til úrslita Björn Þorlaksson skrifar Úrslit Islands- mótsins í tví- menningi fara fram í dag og á morgun í Bridgehöllinni, Þönglabakka. 40 pör berjast um hituna og hefst spilamennska kl. 11.00 báða dagana. Áhorf- endur eru velkomnir. Gullstigamót Landstvímenningur - Samnor- rænn tvímenningur verður spil- aður 16. nóv. og 17. nóv. nk. Þetta er í fjórða sinn sem öll Norðurlöndin standa saman að þessari keppni og í þetta sinn sér Bridgesamband Islands um framkvæmdina. Utreikningur- inn fer fram á netinu, þannig að úrslit ættu að liggja fyrir fljót- lega eftir að spilamennsku lýkur. Spilað verður bæði kvöld og hvert félag getur spilað annað kvöldið eða bæði. Gefin verða gullstig og veitt verðlaun fyrir hæstu skor hvort kvöld. Eftir spilamennsku fá allir afhenta bók með spilunum og umsögn um spilin sem Guðmundur Páll Arnarson heimsmeistari skrifar. Dömurnar um næstu helgi Islandsmót kvenna í tvímenn- ingi verður haldið í Þönglabakk- anum um næstu helgi.Skráning er hafin í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Æfingakvöld Bridgeskólinn og Bridgesam- band Islands bjóða nýliðum upp á létta spilamennsku fimm mánudagskvöld fý'rir áramót í Bridgehiillinni í Þönglabakka 1. Spilaður verður tvímenningur 12-6 spil eftir atvikum. Verð fy'rir manninn er 700 kr. fyrir hvert spilakvöld og er gjaldið greitt á staðnum. Ekki er nauð- synlegt að binda sig öll fimm kvöldin og er nóg að mæta tím- anlega og skrá sig á staðnum. Spilamennska hefst kl. 20.00 og verður í umsjón Hjálmtýs R. Baldurssonar. Ekki er nauðsyn- legt að mæta í pörum og mun hinum „stöku" útvegaður makk- er. Kvöldin fimm eru: mánudagur 13. nóvember, mánudagur 20. nóvember, mánudagur 27. nóv- ember, mánudagur 4. desember og mánudagur 1 1. desember. Auglýsingarnar unnu Þriðjudaginn 31. október var síðasta spilakvöld í þriggja kvölda Haust Board A Match sveitakeppni BR. Sveitunum 24 var skipt í þrjá 8 sveita riðla eftir stöðu í mótinu. Sveit ls- lensku Auglý'singastofunnar var með gott forskot ef 2 fyrstu kvöldin og virtust öruggir sigur- vegarar en strax í fyrstu umferð- unum jafnaðist mótið og stefndi í hörkubaráttu. Sveitin stóðst þó öll áhlaup og stóð uppi sem sigurvegari 3 stigum á undan sveit Guðmundar Baldurssonar sem tók góðan kipp síðasta kvöldið og fór í verðlaunasæti úr B-riðli. Meðalskor var 83 og efstu sveitir voru: 1. Islenska auglýsingastofan 101 2. Guðmundur Baldursson 98 3. Jóhann Stefánssön 97 Fyrir sveit íslensku auglýs- ingastofunnar spiluðu: Gunn- laugur Karlsson, Ásmundur Örnólfsson, Helgi Bogason, Guðjón Bragason og Vignir Hauksson. Þessir tveir unrtu undankeppni Islandsmótsins. Verða þeir aftur á skotskónum nú um helgina í úrslitunum? Pétur og Stefán efstir Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson eru efstir í Akureyrar- mótinu í tvímenningi þegar einu spilakvöldi er ólokið. Nokkur pör hafa haft forystu í mótinu en tvör pör eru líklegust til afreka þegar staðan er skoðuð að loknum 4 kvöldum. 1. Pétur-Stefán 153 2. Grettir Frímannsson -Hörður Blöndal 131 3. Björn Þorláksson-Reynir Helgason 100 4. Hilmar Jakobsson -Ævar Armannsson 94 5. Frímann Stefánsson -Guðmundur Halldórsson 47 Spilað er bæði á sunnudags- k\'öldum og þriðjudagskvöldum í Hamri og hefst spilamennska kl. 19.30. Allir velkomnir. Bræður unnu í Sandgerði Anton Haraldsson og Sigur- björn, bróðir hans, unnu stórmót- ið í Sandgerði sem fram fór um síðustu helgi með yfirburðum. Peningaverðíaun námu alls I 56.000 kr. auk þess sém fjöldi aukavinningá var dreginn út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.