Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Side 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Side 1
Verið viðbúin VÍMMÍM0Í- |Dagur-^Itmtmr Verið viðbúin vinningi! Góða helgi! Laugardagur 15. mars 1997 - 80. og 81. árgangur - 52 tbl. Blað SKÁLDIÐ í DALNUM verið hér áfram á Egilsá, þótt auðvitað gangi á krafta mína. Það er náttúrulegur hlutur. En ég þigg vitaskuld góðra manna aðstoð. Hingað komu konur í haust og hjálpuðu mér við hreingerningar, eins komu kon- ur hingað fyrir jólin,“ segir Guðmundur. Þráin í frelsið „Ég er ósáttur við gjána sem myndast hefur meðal þjóðar- innar. Ég vil eina þjóð í landinu, þótt Qarri sé að ég hafi á móti Reykjavík. Við það verð ég var, meðal fólks þaðan, sem hingað að Egilsá kemur, að meðal þess blundar þrá til að komast í frelsið. Nýlega var gerð könnun meðal bænda um viðhorf þeirra til starfsins og þar kom fram að allt að 90% þeirra eru ánægðir með sitt hlutskipti. Þá er frelsið ástæða númer eitt. En þegar þú ert launamaður hefur þú hnýtt þig á klafa. Verður að mæta á réttri stundu hvernig sem á stendur. - Aðstæður bóndans eru aðrar. Ef ég væri launþegi Eftir því sem ég best veit er ég ekki dauður enn. Ég get vel bjargað mér þó gangi á krafta mína, sem er náttúrulegur hlutur,“ segir Guð- mundur Liljendal Friðfinnsson, bóndi og rithöfundur á Egilsá í Norðurárdal í Skagafirði. Hann er á 92. aldursári, en heldur sér engu að síður vel. Alla tíð hefur Guðmundur verið skrif- andi, samhliða bústörfum, og hefur gefið út alls 15 bækur af ýmsum toga. Hefur hann raun- ar látið svo ummælt að þegar annir hans við bústörf hafi ver- ið mestar fyrr á árum hafi hann stundum nýtt lausar stundir í ijárhúsinu til skrifta, þá sitjandi á garðabandinu. Stutt Ijóð og Snæblóm Á samkomu sem Menningar- samtök Norðlendinga standa fyrir á Sauðárkróki á sunnu- daginn mun Guðmundur lesa eigin verk; smásöguna Snæ- blóm og stutt ljóð. „Öll hugverk þarf að skrifa sem oftast, enda batna þau við slíkt. En hið líð- andi augnablik er manns eina eign og einhversstaðar verður að setja punktinn. Auðvitað kysi ég að hafa getað skrifað allt, sem frá mér hefur komið, miklu oftar,“ segir Guðmundur. - Hann kveðst eiga talsvert af óbirtu efni í handritum, til að mynda smásögum, en hafi lítið þreifað fyrir sér með útgáfu. Pönnukökubakari Guðmundur á Egilsá er lunkinn og liðtækur í pönnukökubakstri. Því kynntust blaðamenn Dags- Tímans fyrr í vikunni. „Ég get vei MAÐURVIKUNNAR Páll Óskar Hjálmtýsson er maður vikunnar hjá Degi-Tímanum. Hann verður næsti fulltrúi okkar í Eurovision og þjóðin bíður spennt. Páll Óskar á eftir að poppa keppnina upp og koma Evr- ópu á óvart. Því hefur hann lofað í viðtali við Dag-Tím- ann. Hann hefur ákveðið að vera töff og þjóðin er ekki síð- ur spennt yfir klæðaburði Páls og framkomu en hvernig til tekst með lagið sjálft sem nefnist Minn hinsti dans. „Þetta gæti eins verið sálm- ur,“ sagði Páll Óskar, en séra Ragnar Fjalar gæti átt erfitt með að samþykkja það. Hvað sem sálmunum líður - áfram Páll Óskar! „Ég er ekki með próf í pönnukökubakstri, en það hefur alitaf þótt gott að geta bjargað sér,“ segir Guðmundur á Egilsá. Hann bakaði heilan stafla af pön- sum ofan í komumenn, sem torguðu ekki einu sinni helmingnum. Myndir gs Hestarnir á Egilsá. Guðmundur L. Frið- finnsson, bóndi og rithöfundur á Egilsá í Skagafirði, er vel ern enn, þrátt fgrir háan aldur. „Ósáttur við gjána sem mgnd- ast hefur meðal þjóðarinnar. Ég vil eina þjóð í landinu, þótt jjarri sé að ég hafi á móti Reykjavík. “ gæti ég til að mynda ekki setið hér með ykkur. Jafnvel um há- sláttinn á ég það við sjálfan mig hvort ég tek á móti gestum. Ef spáir rigningu get ég valið um hvort ég læt heyið liggja eða ekki. En ég býst hins vegar við að margir bændur létu heyið hafa forgang," segir Guðmund- ur á Egiisá. -sbs.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.