Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Blaðsíða 2
14- Laugardagur 15. mars 1997
JUtgur-'ðltxnírat
Fyrir smáfólldð
Enn er runnin upp helgi. Nýtum hana
vel með börnunum og gerum eitthvað
skemmtilegt
Bréfdúfusýning
Ef fólk er búið að þræða bíóin og leik-
húsin en langar samt að sleppa út úr
draslinu heima gæti það vakið nokkra
lukku að keyra niður í Fjölskyldugarð-
inn í Laugardal í dag milli kl. 15 og 18
eða á morgun milli 10 og 18 þar sem
Bréfdúfufélag Reykjavíkur verður með
bréfdúfusýningu í hlöðunni. Keppt
verður í ýmsum greinum og helstu
kappflugsdúfur dæmdar. Ókeypis er
fyrir 5 ára og yngri, 100 kr. fyrir 6-16
ára og 200 kr. fyrir fullorðna.
Skautakeppnir
Dreymir litlu dömuna um að verða
skautadrottning. Hvað með strákinn,
vill hann líka verða listhlaupari eða
kannski hokkíspilari? Hvort sem er þá
verður nóg um að vera á skautasvell-
inu á Akureyri í dag. Frá 11-16 keppa
fímar stúlkur í listhlaupi en klukkan
19:00 eigast við SA og Björninn í fyrsta
leiknum í úrslitakeppni íslandmótsins í
íshokkí. Mætið með börnin til að
fylgjast með skautafólkinu keppa.
Otto næsehorn
Kvikmyndin Otto er et næsehorn verð-
ur sýnd á morgun kl.14 í Norræna hús-
inu fyrir börn (og fullorðna) sem skilja
dönsku. Myndin er byggð á sögu Ole
Lund Kirkegaard um vinina Topper og
Viggo sem búa í dönskum hafnarbæ og
fá gulan nashyrning skyndilega í heim-
sókn. Aðgangm- er ókeypis.
Snotriskógur í
Möguleikhúsinu
Barnaleikritið Snillingar í Snotraskógi
er enn á fjölunum í Möguleikhúsinu við
Hlemm. Um helgina verða tvær sýning-
ar, ein í dag og önnur á morgun, og
heíjast þær klukkan 14. Enn sýnir Loft-
kastalinn Áfram Latibær, Litli-Kláus og
Stóri- Kláus eru í Þjóðleikhúsinu og ör-
fáar sýningar eru eftir af Trúðaskólan-
um í Borgarleikhúsinu.
Kakódrykkja
Þeir sem eyða deginum í útiveru, t.d.
að horfa á skautakeppnir eða stunda
sjálfir skauta- eða skíðaíþróttir, verða
sjálfsagt orðnir kaldir þegar þeir koma
inn. Þá er fátt betra en að hita sér heitt
kakó og sitja síðan saman við eldhús-
borðið og sötra kakó á meðan ilurinn
færist í kroppinn. Punkturinn yfir i-ið
er síðan af fá sér kakó eða kleinur
með.
Að vinna til styrktar indverskum börnum undir merkjum ís-
lensks dagsverks er gott málefni,“ segir Sævar Lárus Ás-
kelsson, nemi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann var
verkstjóri yfir stórum hópi nemenda sem í fyrrdag tók að sér að
bóna bíla, en Dekkjahöllin á Akureyri léði þeim húsnæði til þess.
Nemendur voru í tveimur hópum við þetta verkefni. Annar
hópurinn fyrir hádegi og hinn hópurinn í eftirmiðdaginn. „Mér
finnast krakkarnir hafa staðið sig með mikilli prýði í þessu verk-
efni,“ segir Sævar. Alls komu um 20 ökumenn á verkstæði Dekkja-
hallarinnar, þar sem vaskir Verkmennaskólanemar tóku til
óspillra málanna og bónuðu bfla fyrir þá.
Skemmtileg tilbreyting
„Dagsverkið var skemmtileg tilbreyting frá þessum vanalega
skólalærdómi. í félgasfræðitímum þessa vikuna hjá Laufeyju Petr-
eu Magnúsdóttur höfum við verið að ijalla um málefni tengd Ind-
landi og það hefur verið mjög áhugavert," segir Ólafía Kristín
Guðmundsdóttir, nemandi í 1. bekk c við Menntaskólann á Akur-
eyri.
Ólafía Kristín var á fimmtudaginn við málningarvinnu hjá Ás-
prenti og stallsysir hennar önnur greip í sambærileg verkefni hjá
Akureyrarapóteki. Fleiri verkefni sem bekkjarsystkinin tuttugu í
1. c voru í mætti nefna. Hvert og eitt þeirra fékk greiddar 2.000
kr. fyrir unna dagstund og rennur allur sá ágóði til uppbyggingar-
starfs á Indlandi. -sbs
MA-ingurinn Ólafia Kristín Guðmunds-
dóttir með pensilinn á lofti en hún vann
sitt dagsverk við málningavinnu hjá Ás-
prenti.
Sævar Lárus Áskels-
son, nemi í VMA, bón-
aði bíla af gríð og erg
til styrktar indverskum
börnum. Mynd: JHF
Eifa Kristjánsdóttir (t.v.), Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Hanna K. Másdóttir, starfsmenn Sam-
vinnuferða-Landsýnar á Akureyri, afhenda Sigurbjörgu Einarsdóttur vinninginn. Myn&.Gs
Spánarsólin í sjónmáli
Hún Sigurbjörg Einarsdóttir frá Akureyri ætlaði vart að trúa sínum eigin augum
þegar hún fletti síðasta helgarblaði Dags-Tímans. Við blasti nafn vinningshaf-
ans í ferðagetraun og gat hún ekki betur séð en þar væri hennar eigið nafn.
„Ég hef aldrei unnið neitt svona áður,“ sagði Sigurbjörg glöð þegar haft var sambandi
við hana í vikunni.
Vinningurinn er ferð til Spánar í boði Samvinnuferða-Landsýnar. Ferðin gildir fyrir
tvo, til Albir á Spáni, 26. mars til 9. aprfl, gist í einu herbergi á Albir Gardens. Dagur-
Tíminn óskar Sigurbjörgu til hamingju og vonar að hún njóti spánarsólarinnar. AI
Samvinnuhreyfingin
og Sauðárkrókur
« unu^uo
KcUipieicig umga ug .
nefnd Sauðárkróks gangast fyrir
ráðstefnu um Samvinnuhreyfing-
una og Krókinn í dag klukkan 16:00 á
Kaffi Krók. Frummælendur verða: Þór-
ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Anna
Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi,
Björn Björnsson, bæjarfulltrúi, Jón
Bjarnason, skólameistari á Hólum og
Rögnvaldur Guðmundsson, forstöðu-
maður RKS.
Á ráðstefnunni verður megináhersla
lögð á að fjalla um það hvernig sam-
vinnuhrefingin muni þróast í framtíðinni
og hvaða þýðingu sú þróun geti haft fyr-
ir atvinnu- og mannlíf á Sauðárkróki.
Líf og list
Fleira verður um að vera á Sauðárkróki
um helgina því Aðalsteinn Ingólfssson,
listfræðingur, flytur erindi um Sauðár-
króksmálarana annað kvöld klukkan
20:30 í Safnahúsinu. í erindu sínu mun
Aðalsteinn fjalla um ýmsa þekkta list-
málara frá Króknum. Eiga þeir eitthvað
sameiginlegt, er eitthvað sem einkennir
þá og eru þeir tengdir Króknum og
Skagafirði á einhvern hátt í sköpun sinni
eru spurningar sem Aðalsteinn mun
velta upp og leitast við að svara. AI