Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Page 4
16- Laugardagur 15. mars 1997
MENNING O G LISTIR
iDagur-'QImmm
LEIKFÉLAGIÐ
BÚKOLLA
SÝNIR í UÓSVETNINGABÚÐ
GAMANLEIKINN ^ ^ ©
£> Q
®^ © UKctlLJai
É £
eftir Rick / c . •; 11 ú i..-c, i .!j11 <• Ólafssonar
L^U'IJrr-r liW/iÆi'l
SÝNING SUNNUDAG KL. 14.00
SÍÐASTA SÝNING
MIÐAPANTANIR f SÍMA 464 3550
I UÓSVETNINGAB. FYRIR SÝN. S: 464 3617
Freyvangs-
leikhúsið
Sýnum firna
fyndinn gamanleik:
„Meb vífií>
í lúkunum"
eftir Ray Cooney
Leikstjóri: Hákon Waage
11. sýning laugard.
22. mars kl. 20.30
12. sýning laugard.
22. mars kl. 23.30
Miðnætursýning
13. sýning fimmtud.
27. mars kl. 20.30
Mibapantanir í síma
463 1193 millikl. 18og20.
Á öbrum tíma í síma
463 1196 (símsvari)
Bera Nordal er að yfirgefa Listasafn íslands Jyrir sœnskt listasafn sem
hún œtlar að veitaforstöðu, Heiður, ekki síst vegna þess að safnið kallaði
eftir henni - en ekki öfugt.
legar sýningar en norræna list.
Bera hlakkar til að takast á við
starfið en kveður landið að
nokkru leyti með söknuði þar
sem 14 ára sonur hennar verð-
ur eftir hér á landi hjá föður
sínum. Bera segir strákinn mik-
ið tölvufrík og þökk sé tækn-
inni, geta þau mæðgin því verið
í stöðugu tölvupóstsambandi.
Ekki bara kokteilar
Starf safnstjóra virkar, út á við,
álagslítið enda koma þeir
sjaldnast fram fyrir opnum
tjöldum nema til að lyfta glös-
um á sýningaropnunum.
- Hvað gerir eiginlega safn-
stjóri þess á milli?
„Þarna úti vinn ég eingöngu
við að setja upp sýningar, með
höfuðáherslu á þessa öld. Það
eru settar upp 4-5 stórar sýn-
ingar á ári og safnstjórinn sér
um að útfæra sýninguna í sam-
vinnu við listamanninn, skrifa í
sýningarskrána og kynna sýn-
inguna út á við í fjölmiðlum.
Hann getur verið í rannsóknum
en það er ekki tími til að fara
útí mikla fræðimennsku. Það
fylgja starfinu mikil ferðalög til
að leita að sýningum og sam-
starfsaðilum og svo er ætlast til
að maður fylgist vel með.
Sýningarsalir (Kunsthalle)
eru svo spontant fyrirbæri. Það
eru söfn ekki. Það er ákveðið
tregðulögmál í söfnum. Og söfn
eiga að vera eins konar akkeri,
þau eiga ekki að hlaupa á eftir
hverju sem er...“
Hvert verk krufið
Malmö Kunsthall er alþjóðlegur
sýningarsalur en ekki safn og
losnar Bera því nú við það sem
hún segir eitt það
skemmtilegasta en
jafnframt vandasam-
asta við starf for-
stöðumanns lista-
safns, þ.e. innkaup
listaverka. „Maður er
settur í ákveðið gagn-
rýnendahlutverk og
er stöðugt að velja og
hafna listamönnum
og verkum þeirra.
Fólk tekur því nátt-
úrulega misvel en svo
þjálfast maður með
tímanum.“
12 milljónir eru til
ráðstöfunar á hverju
ári. Undanfarin ár
hefur Bera lagt meg-
ináherslu á að kaupa
inn samtímalist enda
„of mikil blóðtaka að
kaupa verk gömlu ís-
lensku meistaranna
þegar ekki eru meiri
peningar í pottinum.“
Það er ekkert úl-
len-dúllen kerfi á vali
innkaupanefndarinn-
ar þótt listamönnum
gæti stundum sýnst
svo. „Fólk kannski
áttar sig ekki alveg á
því hvað við leggjum
óskaplega mikla
vinnu í þetta. Finnst
kannski að við kom-
um bara á sýningar og afgreið-
um þær. En nefndin fór á næst-
um allar sýningar sem voru í
gangi og hafði fundi vikulega og
við krufum alltaf sýningarnar
alveg til mergjar áður en
ákvarðanir voru teknar.“
Engir framúrstefnu-
safnarar
Bera hefur áhyggjur af því að
hér séu engir alvarlegir einka-
safnarar á framúrstefnumynd-
list. Ríki og borg séu í raun einu
kaupendur framúrstefnulegrar
samtímalistar. „Erlendis eru
allstaðar einkasafnarar sem
styðja við samtímalistina. Ég
hef verið að velta því fyrir mér
hvort það er eitthvað í sam-
handi við uppfræðsluna hér.
Háskólamenntað fólk erlendis
virðist fylgjast miklu betur
með.“
- Þú heldur að þetta hafi
ekkert með launakjör háskóla-
menntaðra hér að gera?
„Nei, mér þætti mjög skrýtið
ef það ætti að spila eitthvað
inní. Mér finnst voðalega ein-
kennileg afstaða hér. Mér finnst
umræðan hafa farið aftur á
bak. Það er komin sama aftur-
haldsstemmning og var þegar
abstraktlistamennirnir komu
fram eftir stríð í kjölfar lands-
lagslistarinnar. “
- Þannig að sultur og eymd
blasir við ungu myndlistar-
mönnunum?
„Já, hvað varðar innkaup
verka þeirra en það verður að
„Ég hef mjög gaman af allri myndlist, allt frá fornri grískri list. En ég er nú almennt
hrifnari af abstrakt en fígúratífri myndlist," segir Bera. Mynd: Pjetur
styðja við vaxtarbroddinn í
myndlistinni. En það má þó
ekki gleyma góðum eldri lista-
mönnum. Þeir virðast oft týnast
í umræðunni. Það verða svo
skörp kynslóðaskipti hérna.
Fyrst var það landslagið, svo
abstraktið, svo 7. áratugurinn
o.s.frv. Þetta er svo öfgakennt
og fyrri kynslóðum er einhvern
veginn alltaf ýtt til baka. En í
heild ræður mjög hefðbundin
gamaldags list markaðnum
hér.“
Nýta norræna
markaðinn
íslenski markaðurinn er lítill.
Til skamms tíma seldu margir
íslenskir listamenn og sýndu
töluvert á Norðurlöndunum en
ungir listamenn virðast nú hafa
einangrað sig frá norræna
markaðnum. „Mér finnst mjög
slæmt ef það rofna þessi tengsl
við Norðurlönd, því við njótum
góðs af þeim.“
- Ætlar þú kannski að taka
að þér hlutverk milligöngu-
manns fyrir íslenska myndlist-
armenn?
„Ég veit það nú ekki en ég er
það mikill Islendingur í mér að
ég mun alltaf reyna að koma ís-
lendingum að.“
Þrefa um verð
Það er ekki bara markaðurinn
sem er margfalt minni hér
heldur búa listamenn á íslandi
almennt við aðrar vinnuaðstæð-
ur en starfssystkini þeirra í út-
löndum. „Erlendis eru ekki
þessi beinu tengsl við myndlist-
armennina. Listamennirnir eru
í rauninni á framfæri einhvers
gallerís sem kynna þá og selja
stöðugt verk þeirra. Hér ertu
alltaf í þessu beina sambandi
við kaupandann."
Auðvitað er það ekki bara
erfitt fyrir listamannssálir að
þrefa um verð á verkum sínum
heldur er þetta nána samband
kaupenda og listamanna afar
túnafrekt eins og Bera bendir á.
Fámenn valdaklíka
„Hinn alþjóðlegi myndlistar-
heimur er miklu minni en mað-
ur heldur. Það eru nokkrir tugir
aðila; safnstjórar, sýningarstjór-
ar, gagnrýnendur og myndlist-
armenn sem eru gífurlega
valdamiklir. Vald sýningarstjór-
anna er orðið óskaplegt og þeir
eru jafnvel komnir í þá aðstöðu
að móta samtímalistina. Þeir
geta sveigt umræðunni um það
hverjir eiga að verða vinsælast-
ir á hverjum tíma. Margir mis-
nota þetta mjög.“
Það er harla ólíklegt að Bera
muni misnota sína aðstöðu í
Malmö Kunsthall, sem er einn
af virtustu sýningarsölum í Evr-
ópu, því hún segist yfirhöfuð á
móti mikilli miðstýringu. „Þess
vegna er ég mjög ánægð með
Kunsthallen því þar er mynd-
listin og listamaðurinn aðalat-
riðið." lóa
Leikklúbburinn
Locos sýnir:
Tíu litlir
negrastrákar
eftir Agatha Christie
Lokasýning mánudaginn 17. mars
Miðaverð er 600 krónur.
Sýningarnar eru kl. 20.30
í gryfju Verkmenntaskólans
(gengið inn að norðan).
Styrktaraðili
- besti tími dagsins!
Um næstu mánaðamót
flýgur Bera ásamt 12 ára
dóttur sinni á vit alþjóð-
lega listaheimsins. Því Malmö
Kunsthall, þar sem hún verður
safnstjóri næstu 4 árin, gerir
meira út á viðamiklar alþjóð-
Bera til Svíaríkis