Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Side 14

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.03.1997, Side 14
26 - Laugardagur 15. mars 1997 glagur-Œrarám -V Einföld og sígild eru töfra- orðin hjá Önnu Karenu Kristjánsdóttur þegar hún er spurð um fatastíl sinn. „Ég er yfirleitt í frekar fínum fötum. Fer t.d. aldrei í íþróttaföt. Svartur og hvítur eru al- gengustu litirnir en lita- valið sveiflast svolítið til eftir árstíma. Nú er ijólu- blátt í uppáhaldi hjá mér.“ Anna Karen rekur tískuverslunina Kaoz á Ak- ureyri en um þessar mund- ir er hún einnig upptekin við að undirbúa fegurðar- samkeppni Norðurlands þar sem hún sér m.a. um að þjálfa stúlkurnar í fram- komu. Sjálf tók Anna Karen þátt í þessari keppni árið 1994 og vann þá titilinn Ungfrú Norðurland. Þó sígildu fötin séu í uppá- haldi hjá Önnu fylgist hún með tískunni og segist gjarn- an klæðast tískufötum þegar hún fari út að skemmta sér. „Þá fer ég kannski í þrönga boli eða skyrtur og tískubux- ur. Stundum í kjóla.“ Samstarfskona Önnu Kar- enar í tískuversluninni segir það helst einkenna stílinn hjá vinkonu sinni hve hún sé snyrti- leg og leggi áherslu á að vera vel máluð. Anna tekur undir þetta. „Ég hugsa að ég fari aldrei óförðuð úr húsi,“ segir hún. “*rm’ .....'''""""'"iZl'.-hiá að vera laltega förð- Anna Karen leggur mikla a tjma fyrir framan uí. Hún „y» ég =« <*k' •*»“ Snyrtivörurnar sem hún notar eru allar frá Kanebo, sem er japanskt snyrtivörufyrirtæki. „Eg kynntist þeim fyrst á snyrti- vörukynningu í Töru [snyrti- vörubúð á Akureyri] prófaði þær og hef ekki notað annað síðan,“ segir hún. Oftast notar hún grábrúna tóna þegar hún málar sig en leikur sér stundum með þá liti sem eru í tísku og var t.d. með fallegan ljós- ijólubláan augnskugga þeg- ar útsendarar blaðsins heim- sóttu hana. Ekki tíma- frekt Oft setja konur fyrir sig tímann sem fer í að hafa sig til og sleppa því farð- anum nema eitthvað sér- stakt standi til. Anna Karen segir hinsvegar að þegar kom- ið sé upp í vana að setja á sig farða taki það ekki langan tíma. „Ætli ég sé ekki svona 7-8 mínútur.“ Á kvöldin hreinsar hún síðan húðina, einnig með vörum frá Kanebo, og ber á sig krem og tekur það hana enn styttri tíma, eða 2-3 mínútur. „Um leið og maður er orðinn vanur verður þetta bara hluti af daglegu ...vertu viðbúinn 21. mars 'S Í/in eíain slu Skótískan í dag byggir mikið á skóm með þykkum grófum botnum og há- um hælum. Anna Karen segist hinsvegar halda mest upp á frekar fíngerða skó úr góðu leðri, botnarnir megi ekki vera of grófir en samt háir hælar. Einföld og sígild föt eru í uppáhaldi hjá Önnu Karen. Svartur jakki verður oft fyrir valinu. MyndinJHF rútínunni, eins og að borða og bursta tennurnar.“ Neglurnar eru annað sem Anna Karen leggur áherslu á. Þær vill hún hafa snyrtilegar og vel pússaðar. Hún fer þó ekki á snyrtistofu til þess og reyndar segist hún gera eiginlega allt sjálf, plokkar t.d. sjálf auga- brúnirnar, en hún fer þó á snyrtistofu í vaxmeðferð og einnig á hárgreiðslustofu í klippingu og aðra hármeðferð. Ilmvatnið hennar heitir Dolce Gabana en skartgripi segist hún lítið sem ekkert nota. Fágun og skýrmæli Fallegt útlit hefur htið að segja ef framkoman er ekki í lagi og þar telur Anna Karen fágun og skýrmæli skipta einna mestu máli. Hún segir mjög gaman að fylgjast með þeim stelpum sem taki þátt í fegurðarsamkeppn- um því þær breytist mikið á undirbúningstíma- bilinu. „Bæði læra þær að bera sig betur og eins fara þær ósjálfrátt að mála sig meira. Það er rosalega gaman að sjá þær breyt- ast.“ - Áttu einhver einföld ráð fyrir þær sem vilja breyta og bæta stfl sinn? „Mér finnst mjög mikilvægt að mála sig rétt og að læra það hjá einhverjum sem veit hvað hann er að gera. Einnig að finna sinn eigin stfl, t.d. í fatnaði. Og svo er það fram- koman. í raun snýst þetta um að vera óhrædd við að sýna sjálfa sig.“ AI

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.