Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 3
®agur-®mrám Laugardagur 23. nóvember 1996 -15 Take-away: tækla! Hvað eiga take-away staðir að heita á máli Jónasar Hallgrímssonar? Farát? Tökustaðir? Hvað á það að heita þetta fyrir- brigði sem ryður sér tU rúms: Tilbúinn matur sem fólk kaupir og hefur með sér heim, eða á vinnustað? Take-away skilti og aug- lýsingar birtast æ oftar hér á landi, og siðurinn, að kaupa tilbúinn mat til flulnings, verður almennari. Enskan er ómöguleg En take-away er ómögulegt heiti. „Taka-heim“ er fínt, sagði maður sem kom að máli við blaðið og vildi meina að það hljómaði nógu líkt enska orðinu. Taka-heim staður? Nei, segir Þóra Guðmimdsdóttir á Seyðisfirði: Farát er orðið. Faræti er maturinn sem maður kaupir og tekur með sér. Farát er staðurinn. Förum á farát, fáum okkur faræti. Brottnám sagði annar. Fáum okkur brottnám. Brottnámsstaður. Taka-til? Tækla? Nei, ekki take-away segir Árni Björg- vinsson í bréfi. Hann minnir á orða- tiltækið að „taka til nesti“, hvers vegna þá ekki taka-til réttir? Og stað- irnir hétu Nesti. En vandamálið er auðvitað að fyrirtæki hefur einkarétt á því heiti! Hinn kunni nýyrðasmiður Hörður Jónsson kemur með orðið TÆKLA. „Ég ætla að tækla tvo ham- borgara" þýddi að ég ætlaði að kaupa tvo borgara til að hafa með mér heim. Take-away staður væri TÖKUSTAÐUR. TækiU er viðskipta- vinurinn, og tæklari afgreiðslumað- urinn. Fróðiegt að vita hvort þetta verður fólki munntamt! Getum við ímyndað okkur fjölskyldu á leið heim á laugardagseftirmiðdegi, hjónin nenna ekki að elda og krakkarnir sjá sér feik á borði: Pabbi, tæklum flat- böku! Mamma! Fáum okkur farát, förum í brottnám! Birgir Bragason skrifar um lúgumenningu og heimtökustaði (Take-away) Föstudaginn 15. nóvember 1996 barst neyðaróp frá Degi-Tímanum um tillögu um íslenska þýðingu á TAKE -AWAY (þar sem maður kaupir tif- búnar veitingar og hefur með sér burt). Ég man þá tíð er ég var sendur út í „sjoppu" til að kaupa sígarettur, súkku- laði og kók og varð að híma nötrandi í norðangaddi við lúguna meðan þær fyrstu í biðröðinni voru að ákveða sig hvort kaupa skyldi kúlur með karamellu eða rúsínum. Þetta þótti ómannúðlegt og lagðist smám saman niður og fólk fékk loks smá afdrep innandyra. Sjoppa Maður kemur bara inn, eftir að hafa kastað frá sér stubbnum, kaupir síðan kókið, flögur eða pulsu m/öllu (nema hráum) og kex, eða rænir afgreiðsludö- muna - að þjóðlegum sið. Þó að sjoppa sé tökuorð úr enskunni (,,shop“), þá er það orðið fast í málinu og mæður skipa börnum sínum að skreppa út í sjoppu eftir poppi, en ekki að skjótast út í sér- verslunina eftir kornmaís. Orðið „sjoppa" er og blívur, hvað sem mál- vöndunarmenn tauta og mögla. Ég legg hausinn á mér að veði að orðið „sjoppa" mun verða við lýði fram á miðja næstu öld. Það kann að vera að þá slái maður bara pöntunina inn á tölvuna og þá spretti út úr skjánum glóðheit pizza eða ungfrú Alheimur (volg - ekki grilluð). En orð skulu standa: Ef orðið „sjoppa" og merking þess er glatað árið 2500, þá megið þið hirða hausinn sem ég lagði að veði. Þeir sem komnir eru nú á besta aldur (yfir fimmtugt) hljóta að muna eftir af- greiðslulúgunni við Umferðarmiðstöðina, sem var eini staðurinn á íslandi þar sem hægt var að kaupa kók og pulsu m/öllu handa elskunni sinni alft til kl. hálf eitt eftir miðnætti. Lúga Nú standa unglingar ekki lengur í biðröð nema til að komast næstir að til að sparka í hausinn á bekkjarbróður sín- um. Þess vegna legg ég til að TAKE- AWAY staðir verði einfaldlega kallaðir LÚGA. Stutt og laggott orð sem beygist samkvæmt íslenskiun staðli og kæmi betur út á ljósaskiftum en þessi orðleysa: AKTU- TAKTU. Maður sér fyrir sér hjón- in sem eru á leið heim úr bíó þegar frúin hrópar: „Þarna er LÚGA! Langar þig ekki í borgara með frönskum? Ég vil pizzu með pepperoni." Útlendingar myndu flykkjast að og verslunin blómstra. Túrhestar þyrftu ekki lengur að óttast það að verða hung- urmorða á götum úti. ímyndið ykkur Þjóðverja sem spyr ís- lending: „Entschuldigen mir, aber wo ist der ACHTU-TACHTU Platz, bitte?“ „Kallarðu mig byttu og apa, helvízk- ur?“ og gefur honum einn á snúðinn. Og Englendingur, sem kynni að spyrja: „Excuse me, sir, but can you direct me to the Take-Away place?“ „You mean the Skattstofan? Right around the corner, but if you want your botnlangi taken out you go to the Land- spítali. First pass the Tjörn, then go up- hill a little way and turn left at the old Kennaraskóli. You can’t miss it.“ En við skulum snúa aftur til fortíðar og nota lúguna, sem við elskum að hata. LÚGA skal það heita!! úrjátíu ár í þiónustu Þalíu Hátt á þriðja hundrað manns samfagnaði Leik félagi Fljótsdals- héraðs og Héraðsheimilinu Valaskjálf, sem héldu ný- lega sameiginlega upp á 30 ára afmæli sitt á laugar- dagskvöldið með skemmtun í Valaskjálf. í tilefni afmælis- ins voru rifjuð upp atriði úr gömlum leikverkum og ung- liðar í félaginu frumsýndu leikþáttinn Krimma við góðar undirtektir áhorfenda. Félagið hefur lagt sérstaka áherslu á að sinna yngri kyn- slóðinni bæði með uppfærslum, þar sem börn og unglingar hafa tekið þátt og námskeiðahaldi og uppsker nú ríkulega. Segja má að leikfélagið hafi starfað með miklum blóma allt frá stofnun 1 og eru uppfærslur þess komnar hátt á fimmta tuginn. Fram- undan er mikið starf, en ákveðið hefur verið að setja upp í vor leikrit William Shakespeare, Jónsmessunæt- urdraum undir leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Egils- staðabæjar og verður sýnd á jónsmessunótt á útisviði í Selskógi sem er útivistar- svæði Egilsstaðabúa. Arndís Þorvaldsdóttir. Vilhjálmur Emilsson í hlutverki Grasa-Guddu. Vilhjálmur lék sama hlutverk á fyrstu leiksýningu sem haldin var í héraðsheimilinu Valaskjálf árið 1966, þegar leikritið Skugga-Sveinn var sett upp í tilefni af vígslu hússins 1966. Myndir. Aðalbjöm

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.