Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 15

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 15
©;tgur-®ínmm Laugardagur 23. nóvember 1996 - 27 Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku Þegar konur velja sér skartgripi eru ýmis atriði sem þær verða að hafa í huga. Þær eru misjafnlega vaxnar, beinabygging er ólík og litarhaft. Hendur og háls eru einnig misjafnlega mótuð og er aldur skiptir ekki síður máli. Þannig fer betur á því að grannar konur velji sér fín- gerða skartgripi en þær sem eru „frjálslega vaxnar“ velji sér frekar grófara skart. Konum með stuttan háls hentar ekki að vera með hang- andi eyrnalokka því þeir draga athygli að hálsinum, sem er ekki gott. Sérstaklega ef konur eru farnar að eldast. Að sama skapi hentar slíkri konu frekar að vera með hálsfesti sem er löng með einhveiju meni í. Ef hálsinn er langur fer betur á að skarta löngum eyrnalokkum og stuttum festum. Eyrnalokka má einnig setja í hatt sem skraut, eða þar sem ermahnapparnir eru á skyrtu og jafnvel í slæður. Hangandi eyrnalokkar hafa ekki verið mjög í tísku undan- farið. Þeir eru notaðir meira spari. Lokkar sem fara beint upp á eyrað eru vinsælli og lokkar sem eru úr ekta gulli eru yfirleitt fínlegri. Stórir eyrna- lokkar eru oftast nær óekta. Margir hlutir eru ekki fram- leiddir úr ekta gulli. Þeir sem þekkja vöruna sjá þetta eins og skot en vöruþekking er eitt þeirra atriða sem fólk hér á landi má bæta sig í. Fleira en fegurð skartgrips skiptir máli. Ekki er síður mikilvægt að skartgripurinn fari vel við beina- byggingu, vöxt og litarhaft. Konum með breiða fingur fer betur á því að hafa stóran hring sem vís- ar fram á fingurinn. Ef fingur eru langir er hinsvegar betra að vera með kúpta, efnismikla hringi. Armbönd, nælur og hringir Ef kona er „frjálslega vaxin“, til dæmis með breiðar mjaðmir og mikinn maga fer ekki vel á því að vera með gróft armband því að það dregur athyglina að þeim líkamshluta þegar hendur liggja með hliðunum. Stór brjóst geta skipt máli þegar konur nota nælur. Þá fer betur á því að hafa næluna ofar á barminum til að skapa meira jafnvægi. Annars hafa nælur verið frekar á undanhaldi. Næl- ur fylgja að öðrum kosti beina- byggingunni hvað stærð varðar. Konum með breiða fingur fer betur á því að hafa stóran hring sem vísar fram á fingurinn. Þá virkar hann grennri. Þar á við sama hygmynd og ef hengd er upp mynd. Lítil mynd er ekki hengd á stóran vegg því hún myndi týn- ast og veggurinn virðast endalaus. Ef fingur eru langir er hinsvegar betra að vera með kúpta efn- ismikla hringi, eins og tískan er í dag. Þess vegna er ekki alltaf gott að miða eingöngu við tísk- una, heldur út frá persónuleika hvers og eins og formi lík- amans þar sem skartið er, eða lík- amshluta tengda þeim svæðum. Fólk ætti því að skreyta sig með það í huga hvað gefi bestu heildarmyndina. Ef hálsinn er langur fer betur að skarta stuttum festum en löngum. Skartgripir og líkamsbygging Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum „Vel snyrt er konan ánægð“ ✓ dag vil ég biðja karlkyns lesendur að sýna um- burðarlyndi, því ég ætla að gera að umtalsefni hvern- ig okkur konum tekst að lifa upp í þá útlitsímynd sem haldið er að okkur úr öllum áttum. „Vel snyrt er konan ánægð“ er ein klassísk aug- lýsing sem segir okkur að við getum ekki verið ánægðar með lífið nema vel snyrtar - og þá að sjálfsögðu með þeirri tilteknu snyrtivöru sem verið er að auglýsa. En hvernig stendur þá á því að stundum sjáum við konur sem eru snyrtar og klæddar eftir nýjustu forskriftum tísk- unnar, en virðast samt ekkert ánægðar. Aftur á móti getum við séð konur sem geisla af fegurð og hamingju, jafnvel þó þær séu ekkert málaðar og bara klæddar í gallabuxur og bol. Það er nefnilega ekki útlitið sem kemur á undan, heldur hvernig okkur líður. Hvað okkur finnst um okkur sjálfar. Ef þér finnst eitthvað að útliti þínu, rassinn of stór, brjóstin of lítil eða nefið ekki nógu fallegt, þá er sama hvaða snyrtivörur þú reynir að nota. Hér dugir ekkert sem hægt er að kaupa í næstu snyrtivöru- eða tísku- búð. Hversu margar konur skyldu ekki hafa upplifað að það er árshátíð framundan og þeim finnst þær ekki eiga neitt til að vera í. Sparikjóll- inn frá því í fyrra er orðinn tveimur númerum of Iítill og „ég er orðin svo feit“ tilfinn- ingin allsráðandi. Og hvað gerum við þá? Ef þú ákveður að fara að kaupa ný föt, skaltu ekki hugsa það þannig að fötin eigi að bæta þig upp. Þvert á móti skaltu hugsa það þannig að þú eigir það skilið að líta vel út, vegna þess að þú ert sérstök mann- eskja. Ekki vegna þess að þú sért ómöguleg - og þurfir að fela það. Þegar við erum á þessum neikvæða stað og ríf- um okkur sjálfar niður, er allt eins líklegt að við kaup- um bara það sem hendi er næst. Þegar við erum ekki í jafnvægi erum við síður í tengslum við hvað við virki- lega viljum. Þegar við förum hins vegar út að versla glað- ar og sáttar við sjálfar okkur og útlit okkar, finnum við kannski einmitt flíkina sem við vorum að leita að. Flík sem á eftir að endast okkur lengi og vera í miklu uppá- haldi. Það er sú afstaða sem þú hefur til sjálfrar þín sem kemur á undan. Hvað sem allar auglýsingar segja. Ef þér þykir einfaldlega vænt um þig eins og þú ert, þá veistu að þú ert falleg, bara vegna þess að þú ert þú. Vegna þess að þú ert einstök. Það er ekki þar með sagt að þú njótir þess ekki að vera vel til höfð. Þvert á móti ferðu að vilja líta vel út vegna þess að þú berð það mikla virðingu fyrir sjálfri þér. Það er áreiðanlega rétt að vel snyrt sé konan ánægð. Ef hún er ánægð fyrir. Slökun í dagsins önn Ertu með stífar axlir og verk í baki? Er höfuðverkurinn að fara með þig? Tíu mínútna slökun getur gert gæfu- muninn. Svona förum við að: • Dragðu andann djúpt að þér og frá þrisvar sinnum. And- aðu alveg niður í maga. • Hreyfðu axlirnar í þrjá hringi fram og si'ðan þrjá hringi aft- ur. • Beygið höfuðið svo hakan snerti bringuna, fimm sinn- um hægt. Hallið síðan höfð- inu fimm sinniun til vinstri hliðar svo eyrað snerti öxlina og gerið hið sama við hægra eyra og öxl. • Krossið hendurnar þannig að hægri hönd sé á vinstri öxl og öfugt. Notið þumalfingur og vísifingur til að nudda efstu axlarvöðvana mjúklega í 30 sekúndur. • Setjið þumalfingurna fyrir of- an augnabrýr, nær augnkrók- unum, og ýtið fast í fimm sekúndur. Færið þumlana hægt meðfram augabrúnun- um, þrýstið og haldið í fimm sekúndur með vissu millibili. • Setjið þumlana nú rétt undir augnabrýrnar og nuddið á sama hátt og í æfingunni á undan.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.