Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 11
I' r3Dagur-'3Immm 'TO (777+ ♦ Laugardagur 23. nóvember 1996 - 23 lyagur-CLltmmn Við íslendingar erum alltaf viðkvœmir þegar umrœðan snýst um lambakjöt. Það liggur við landráðum að þykja ekki ís- lenska lambið best í heimi og jajhvel meiri háttar framhjáhald að hafa bragð- að á annarra landa lambakjöti. Með sanni er hægt að segja að lambakjöt sé þjóðarréttur íslendinga. Þetta er kjötið sem við þekkjtim og hefur verið hefðbundið á borðum okk- ar í gegnum tíðina. Breyttar matarvenjur hafa ekkert haft mikil áhrif á lambakjöts- neyslu okk- ar. í dag vilj- um við hafa magurt kjöt á borðum og þá barasta breytum við hefð- bundnum uppskriftum í sam- ræmi við það. Kjötið í kjötsúp- unni er fitusnyrt og sunnudags- lambahryggurinn „hennar mömmu“ er orðinn að lambafi- let. Það er sett minni mör í lifr- arpylsuna til að minnka fitu- magnið. Hangiketið er ekki eins mikið saltað og reykt og var, til að mæta kröfum um heilsusam- legt mataræði. Lambakjöt er semsagt „íslenskt"! Samkeppnin að utan Sem matreiðslumeistari verð ég að þykjast hafa víðsýnar skoð- anir og þessvegna er ég einn af þeim sem hafa gerst svo djarfir að „halda framhjá“ og prófað lambakjöt frá öðrum þjóðum. „Oj barasta!" sagði ein fín frú við mig einu sinni, þegar um- ræðan snérist um annarra landa lambakjöt. „Var það ekki ógeðslega vont? Hvernig þorðir þú að smakka á þessu?" SIG GI HALL Ég verð nú að viðurkenna að' í fyrstu var það töluvert átak fyrir mig að stíga skrefið til fulls - og panta nýsjálenskt lambakjöt! Nýsjálenska kjötið er nú ekki merkilegt lambakjöt. Það er holdminna og töluvert fínna í útliti og trefjagerð. Það er frekar hæfileikalítið á bragð- ið og enginn gerandi persónu- leiki þar. Ósköp klént lamb. Það er aftur á móti núkið til af merkilegu lambakjöti sem ógnar okkar „heimsins besta“. Vinir mínir Norðmennirnir eru með ágætis lambakjöt, sem að hluta til gengur laust í skógi og er síðan smalað til slátrunar á haustin eins og við gerum. Það lambakjöt er grófara og stærra en okkar og meira „ullarbragð" að því. Þar tek ég íslenska lambakjötið framyfir. Þjóðir eins og Skotar, Frakk- ar og Spánverjar eiga bka mjög gott lambakjöt. Skoska lambið hefur álíka sérstöðu og það ís- lenska. Það gengur laust á skosku heiðunum og bítur þar ágætis gras. Ég lenti einu sinni í miklum rökræðum við danskan kjöt- kaupmann, sem tók sérstaklega fyrir skoskt lambakjöt sem við- miðun við það íslenska. Hann meinti að skoska lambið væri betra, en ég auðvitað hélt uppi vörnum fyrir okkar lamb. Hann bar saman skoskan hrygg og ís- lenskan. Ég þurfti nú að bakka aðeins, þegar hryggirnir voru hlið við hlið á kjötskurðarborð- inu, því ekki sá ég mikinn mun. Þeir voru eiginlega alveg eins í útliti, hvað varðaði stærð og fitumagn. Ég hef síðan bragðað á lambi í Skotlandi og var það alveg prýðisgott. íslenskt er nú samt best Fyrir nokkrum árum var ég að vinna út í París. Yfirkokkurinn á staðnum þar sem móttakan fór fram var að vísu stórhrifinn „Oj barasta!“ sagði ein jín frú við mig einu sinni, þegar umrœðan snérist um annarra landa lambakjöt. „ Var það ekki ógeðslega vont? Hvernig þorðir þú að smakka á þessu?“ af lambakjötinu okkar, fannst það mjög gott og fallega hold- mikið. Samt vildi hann endilega gefa mér kjötið sem sagt er að sé það besta í heiminum (a.m.k. er það dýrast), en það er frá Bretagneskaga. Þar er sauð- fénu beitt í flæðarmálinu. í ver- öld matargerðarlistarinnar heitir það „pre salé“, sem þýðir fyrirfram saltað, en kjötið fær í sig létta saltangan af fóðrinu. Þetta var mjög gott lambakjöt, maður fann sjávar- og saltkei- minn skemmtilega í gegn. Að vísu er ég nú viss um að mat- reiðslan sjálf hafi haft sitt að segja, því ekki var hún nú af verra taginu. Með sömu vand- virkni í matreiðslu hefði ís- lenska lambakjötið ekki komið verr út í þessum rétti. Seinna var ég einnig í Frakk- landi og þá staddur í vínhérað- inu Bordeaux og okkur var boð- ið út að borða á mjög fínum veitingastað. Þar var á matseðl- inum þetta sama fyrirfram salt- aða Ijörulamb. Ég bendi félög- um mínum á það og mæli ein- dregið með því að fá sér þetta lamb. Eins og venjulega voru menn tregir: „Neiij, maður fær sér nú ekki lambakjöt í útlönd- um, er það?“ Jú, ég hélt nú það: „Við verðum að prófa!“ Þetta voru mistök, þessir félag- ar mínir fá sér ekki aftur lambakjöt í útlöndum. Þvílíkt ullar- og hrútabragð var af þessu annars flott útb'tandi keti. Samt var þetta tabð það besta sem völ var á í heimi (að þeirra sögn). Af útlensku lambakjöti fannst mér best lambið frá Pýr- eneaijöllunum. Það fékk ég grillað í kótilettuformi með hvítlauk og rósmarín. Það voru löng kótiletturif og var það sér- staklega skemmtilegt að naga þau við rætur íjallanna Spánar- megin. Þær voru svo góðar að þær voru næstum því jafngóðar og íslensku grilluðu kótiletturn- ar, sem ég snæddi eftir góðan göngutúr á ættarmótinu mikla í Þórsmörk fyrir meira en tutt- ugu árum. Þær gleymast aldrei. íslenskt er best! að fer að koma tími á smákökurnar og jólasæl- gætið. Hér koma tvær uppskriftir af jólanammi, svona til að koma fólki af stað í jóla- bakstrinum. Súkkulaðihnetu- bitar 100 g dökkt súkkulaði 100 g mjólkursúkkulaði 150 g smjör 200 g möndlur Skerið súkkulaðið í bita og bræðið yfir vatnsgufu. Bætið mjúku smjöri smám saman útí. Hellið síðan möndlunum saman við. öllum í einu, og lirærið í þar til möndlurnar og súkku- laðið hafa blandast vel saman. Setjið álpappír á bökun- arplötu. Notið teskeið til að búa til litla, sporöskjulagaða bita úr súkkulaðiblöndunni og setjið bitana á bökunarplötuna. Kælið og geymið á köldum stað. Hnetukúlur 100 g heslihnetur 100 g möndlur 75 g smjör 1 tsk. kakó (duft) 1 tsk. kókómalt (duft) 40 g flórsykur 100 g appelsínumarmelaði 2 tsk. appelsínulíkjör 200 g sœtbeiskt súkkulaði 50 g mjólkursúkkulaði Léttsteikið möndlurnar og hnet- urnar á pönnu og hrærið í á meðan. Blandið síðan möndlun- um og hnetunum, smjörinu, kakóinu, kókómaltinu, flórsykr- inum, appelsínumarmelaðinu og líkjörnum saman í skál og gerið úr þessu deig. andir úr mjólkursúkkulaði á kúlurnar (sjá mynd). Látið þorna. Búið til kúlur í konfekt- molastærð úr þessu deigi, setjið á bök- unarplötu og geymið á köldum stað í 30 mínút- ur. Bræðið dökka súkkulaðið yfir vatnsbaði. Notið gaffal til að dýfa kúlunum í súkkulaðið og leyfið því að storkna. Bræðið síðan mjólkursúkku laðið og notið bökunar sprautu til að setja skrautr- Setjið hverja kúlu í minnstu gerð af pappírs- formum (eins og oft eru notuð ut- an um muffins) og geymið á köldum, þurr- um stað.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.