Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 1
Góða helgi!
Laugardagur 23. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 225. tölublað
VELKOMINN HEIM!
Hollywoodglansinn er lítill í samanburði við sjarma vinalegra anda á Tjörninni í Reykjavík. Valdi-
mar Flygenring hefur í það minnsta komist að þeirri niðurstöðu að heima sé best, hefur yfirgeilð
Ameríku sem honum þykir heldur lítið til koma, og er sestur aftur að á íslandi.
Sjá bls. 19
Leikhúslið landsins hefur fengið liðsauka úr
óvœntri átt. Magnús Scheving, þolfimimeistar-
inn sprœki, leikur ofvirkan íþróttaálf sem koll-
varpar lífsháttum íbúa Latabœjar í barnaleik-
ritinu Áfram Latibœr. Heilnœmum boðskap um
lífsgleði og holla lífshœtti er pakkað inn í líf-
legan leik og söng svo jafnvel 2ja ára púkar
œttu að dragast inn í atburðarásina og með-
taka heilræðin. Enda œttu þau að kannast við
sig í Loftkastalanum blessuð börnin því um-
gjörðin minnir œði mikið á teiknimyndir að
hœtti Disneys. Sjábls.16
MAÐUK
yiKUNNAR /
Dagur-Tíminn óskar eftir fjölskyldu! Ætl-
unin er að gera merkilega samfélagslega
tilraun á einni eða fleiri íslenskum fjöl-
skyldum. Óskað er eftir sjálfboðaliðum sem
fallast á að neita sér um að horfa á sjónvarp í
eina viku! Er hægt að lifa af án sjónvarps?
Hvað gerist þegar íjölskyldan getur ekki drepið
tímann við kassann? Við óskum eftir raunveru-
legum íslenskum íjölskyldum til að taka þátt í
þessari tilraun, halda dagbók og gefa skýrslu
til okkar hinna um það hvernig er að lifa án
sjónvarps.
Verðlaun í boði!
Við óskum eftir þátttöku heimila þar sem um er
að ræða 3-4 einstaklinga. T.d. hjón með eitt
barn á aldrinum 6-16 ára eða einstætt foreldri
með 2-3 börn á þessum aldri. Við veitum verð-
laun fyrir þátttökuna, en umfram allt verður
þetta fróðleg tilraun! Hugsið málið, verið með.
Verður þín fjölskylda sjónvarpslaus í eina viku?
Fylgist með Degi-Tímanum á þriðjudag og í
morgunútvarpi Bylgjunnar hjá Margréti og
Þorgeiri.