Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 23. nóvember 1996 IJagur-CEmxmn
Móðurmissir
Nýlega er komin út bókin
Á VAKTINNI eftir Steinar
J. Lúðvíksson en bókin
hefur að geyma œvi-
minningar Hannesar Þ.
Hafstein sem varð þjóð-
kunnur maður fyrir störf
sín fyrir Slysavarnafélag
íslands. í upphafi frá-
sagnar sinnar fjallar
Hannes um œsku- og
bernskuár sín á Húsavík
og segir að sér sé enn í
dag tamt að tala um
Húsavík sem „ heima “.
Dagur-Tíminn birtir með
leyfi útgefanda stutt brot
úr bókinni þar sem
Hannes fjallar um árin
sín á Húsavík og þau
þáttaskil sem urðu í lífi
fjölskyldu hans er móðir
hansféllfrá snemma árs
1939, þá á besta aldrl
Millifyrirsagnir eru
blaðsins.
Það var mjög ríkt í pabba
að iunræta okkur systkin-
imum að umgangast fólk
af virðingu og var þar sama
hver átti í hlut. Þetta var stund-
um hægara sagt en gert því að
á Húsavík, eins og alls staðar
annars staðar, voru kynlegir
kvistir og slíkt fólk vill oft verða
skotspónn barna og ungmenna.
Ég man eftir því að maður, sem
þótti dáh'tið sérkennilegur, átti
oft leið fram hjá Sýslumanns-
húsinu. Ég gat hermt bærilega
eftir pabba og gat ekki stillt mig
þegar maðurinn var að ganga
fram hjá að kalla til hans með
rödd pabba:
„Komdu og finndu mig!“
Um leið og ég hafði kallað lét
ég mig hverfa en maðurinn
skálmaði rakleiðis upp á sýslu-
mannskontór. Pabbi tók honum
alúðlega og þeir spjölluðu sam-
an góða stund. Báðir biðu eftir
að erindi væri borið upp en
þegar það gerðist ekki hvarf
aðkomumaðurinn á braut.
Næstu daga endurtók ég leikinn
og pabba fór að grun að ekki
væri allt með felldu. Lagði hann
hramminn dálítið þungt á öxl-
ina á mér þegar hann stóð mig
að verki nokkru síðar og leiddi
mér það fyrir sjónir að þannig
hagaði maður sér ekki. Því má
bæta við að eitt sinn var það
sem oftar að maður þessi átti
erindi við pabba, sem bauð
honum inn á kontór, gaf honum
vindil og kveikti í honum. „Það
er svei mér gott að þú komst,
Guðmundur minn, ég hef all-
staðar verið að leita að þér,“
sagði pabbi. Karlinn hætti að
totta vindilinn og svaraði að
bragði: „Og var ég þá hvergi,
sýslumaður minn?“
væri hægt að beita.
Fxíkkalyf voru ekki komin til
sögunnar þegar þetta var og
engin önnur lyf eða lækrúng til
við kolbrandinum. Liðu svo
dagar og vikur. Stundum
lækkaði hitinn og mamma virt-
ist á batavegi en síðan blossaði
hann upp aftur og hún varð fár-
veik.
Þegar leið á marsmánuð fór
líðan hennar heldur að skána.
Lengra var orðið á milli hita-
kastanna og hún virtist hress-
ari. Undir kvöld 27. mars kom
ég heim eftir að hafa verið að
leika mér niðri í ijöru og á bát-
um í fjöruborðinu. Ég var að
kanna hvort rauðmagi væri
genginn svo nærri landi að
hægt væri að skutla hann. Þeg-
ar ég kom heim var Björn lækn-
ir þar fyrir og þegar ég kom
upp á loft heyrði ég að hann og
pabbi voru að tala saman um
að mamma væri orðin það
hress að hún gæti farið að fara
á fætur. Ég man hvað ég gladd-
ist í hjarta mínu að heyra þetta
og fannst að brátt yrði allt sem
áðxir en það var eins og mara
hvildi yfir heimilinu meðan hxín
átti í baráttunni við sjúkdóm-
inn.
Ég sofnaði því vært um
kvöldið en klukkan hálffimm
um morguninn kom pabbi,
vakti mig og sagði mér að
mamma væri dáin. Ekki þarf að
fara mörgum orðum xnn hvern-
ig mér varð við. Ég hafði alla
tíð verið mikill mömmustrákur.
Hún var það akkeri í lífi mínu
sem ég gat alltaf treyst á og
veikindi mín á barnsárunum
höfðu orðið til þess að við vor-
um tengdari en gerist og geng-
ur með mæðgin.
Jóhann frændi fór strax og
náði í Björn lækni og mömmu
voru veittar nábjargir. Pabbi fór
síðan að reyna að ná sambandi
við systkini mín sem flest voru
fyrir sunnan. Jóhann bróðir og
eiginkona hans, Ragnheiður
Hauksdóttir Thors, voru erlend-
is en Jóhann stundaði þar
framhaldsnám í lögfræði. Þegar
náðist samband við þau kom í
ljós að þau grunaði þá þegar að
eitthvað alvarlegt hefði komið
fyrir. Þau höfðu íslenskan fána
á fallegri borðstöng á heimili
sínu en þennan grip höfðu þau
fengið að gjöf við brottförina að
heiman. Þegar þau risu úr
rekkju morguninn sem mamma
dó var eitt það fyrsta sem þau
tóku eftir að fáninn var í hálfa
stöng. Þau töldu þetta fyrirboða
válegra tíðinda að heiman og sú
var líka raunin.
Grátið í hlöðunni
Andlát mömmu spurðist fljótt
út á Húsavík. Eldsnemma um
morguninn byrjaði fólk að
koma og votta Qölskyldunni
samúð sína. Ein af þeim fyrstu,
sem komu, var vinkona okkar,
Sigríður Ingvarsdóttir, sem
reyndi að styrkja okkur og
hugga. Enn þann dag í dag
geymi ég mynd hennar í mirrn-
ingu minni þegar hún labbaði
frá húsinu að heimsókninni lok-
Sýslumannshúsið - Fensalir á Húsavík.
Ský dregur fyrir sólu
Árið 1939 urðu mikil þáttaskil
hjá íjölskyldu minni á Húsavík
og þegar ég lít nú til baka finnst
mér að þá ljúki hinum áhyggju-
lausu og skemmtilegu æskudög-
um mínum og alvara lífsins taki
við.
Eins og ég hef áður vikið að
tók mamma virkan þátt í störf-
um Kvenfélags Húsavíkur. Eitt
af því, sem kvenfélagskonur
önnuðust oft, var undirbúning-
ur jarðarfara og erfidrykkjur.
Það var um miðjan febrúar
1939 sem mamma, ásamt fleiri
konum úr félaginu, var að und-
irbúa jarðarför og voru þær
m.a. að koma fyrir blóma-
skreytingu í kirkjunni. Þá varð
mamma fyrir því óhappi að
stinga sig annaðhvort á kaktusi
eða rósaþyrni. Strax um kvöldið
varð hún þess vör að illt var
hlaupið í lítið sár, sem af stung-
unni hlaust, og daginn eftir var
hún komin með háan hita og
leið illa. Kallað var á Björn Jós-
efsson lækni sem kvað upp
þann úrskurð að hún hefði
fengið blóðeitrun og að alvara
væri á ferðum.
Nokkrum dögum áður en
þetta gerðist hafði pabbi farið
suður til Reykjavíkur í erinda-
gjörum fyrir höfnina og síldar-
verksmiðjuna. Vegna slæmrar
tíðar var engin leið fyrir hann
að komast heim og má nærri
geta hvernig honum hefur liðið
ijarri heimili og fársjúkri eigin-
konu sem var í mikilli lífshættu.
Það var ekki fyrr en tveimur
vikum eftir að mamma veiktist
sem honum tókst loks að kom-
ast heim með Goðafossi. Skipið
átti reyndar ekki að hafa við-
komu á Húsavík en Pétur
Björnsson skipstjóri, sem frétt
hafði um veikindi mömmu, kom
þar við, pabba vegna. Þegar
mamma veiktist voru aðeins við
tvö yngstu syskinin heima, Þór-
unn og ég.
Váleg tíðindi
Mömmu hélt áfram að versna.
Hún var stöðugt með háan hita
og var algjörlega rúmfóst.
Björn læknir gerði allt, sem í
hans valdi stóð, og hjúkraði
mömmu af einstakri umhyggju.
Þá kom einnig Guðmimdur Karl
Pétursson, læknir frá Akureyri,
gagngert til Húsavíkur til þess
að reyna að Uðsinna starfsbróð-
ur sínum og ákveða í samráði
við hann hvaða læknismeðferð
Sýslumannshjónin á Húsavík með börnum sínum. Myndin var tekin á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 12. júlí 1937. F.v.:
Þóra, Hannes, Jóhann, Þórunn Jónsdóttir Havsteen, Jón Kristinn, Júlíus Havsteen, Ragnheiður, Þórunn, Soffía
og Jakob.