Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 19
Laugardagur 23. nóvember 1996 - 31
Tveir frá Texas
Til eru margar gamansögur í
Bandaríkjunum sem ganga
út á það hve allt sé stórt og
mikið í Texas. Víst er það líka
að olían sem þar er víða í jörðu
auk öflugrar nautgriparæktar,
svo tvennt sé nefnt. Hefur það
gert fylkið að einu því búsæld-
arlegasta, þannig að sögurnar
eru ekki alveg út í loftið. Um
Texas hefur líka verið sagt í
hálfkæringi, að þar spili annar
hver strákur á gítar og syngi,
þvílíkur íjöldi er af slíkum tón-
listarmönnum þar. Hafa margir
þeirra svo orðið frægir langt út
fyrir landamörk Texas og jafn-
vel komist í flokk frægustu tón-
listarmanna heims. Er nafn
Stevie Ray Vaughan eitt besta
dæmið um það, en drengurinn
sá naut meðan hann var og hét,
virðingar og vinsælda hvar-
vetna á byggðu bóli. Vaughan
mótaðist, eins og svo margir
aðrir af sama sauðahúsi, í hinni
miklu tónlistarhringiðu sem
einkennir borgina Austin í Tex-
as og það sama gildir um tvo
aðra góða, en jafnframt um
margt ólika gítarleikara, Eric
Johnson og Doyle Bramhall II,
sem náð hafa að skapa sér nafn
með áberandi hætti. Sá munur
er þó á hjá þeim, að Johnson
kom upp í Austin á sama tíma
og Vaughan og var lengi vel
stillt upp sem hans helsta
„keppinaut", en Bramhall II er
öllu yngri og á skemmri feril að
baki. Aftur á móti á hann það
sameiginlegt með Johnson að
tengjast nafni Vaughans og það
á fleiri en einn hátt.
Vaughan fyrirmynd
Faðir Bramhalls II, Doyle
Bramhall I, var nefnilega náinn
vinur og samstarfsmaður Vaug-
hans, samdi t.d. með honum lög
og texta, þannig að hann varð
fyrir miklum áhrifum frá hetj-
unni, eins og svo margir aðrir
ungir menn honum samtíða.
Eftir lát Vaughans, árið 1992
var svo Bramhall II komin í
hljómsveit með félögum Vaug-
hans í Double Trouble tríóinu,
þeim Tommy Shannon bassa-
leikara og Chris Layton tromm-
ara, ásamt hinum góðkunna
söngvara og gítarleikara
Charlie Sexton, sem kallaðist
Arc Angels. Sendu þeir frá sér
velheppnaða samnefnda
rokkplötu, sem seldist dável, en
upp úr samstarfinu slitnaði hins
vegar ekki löngu eftir útgáfuna.
Bramhall II var þegar Arc Ang-
el kom til, kominn með samn-
ing við Geffen-risann upp á vas-
ann, en það er ekki fyrr en nú
að hans fyrsta einherjaplata
kemur út. Johnson er svo líka
fyrir skömmu búinn að senda
frá sér nýja plötu og er hann
líka á mála hjá Geffen. Undir
upptökustjórn kvennanna
þekktu, Wendy og Lisu (sem
reyndar eru frægari sem dúett-
inn Wendy og Lisa og hafa sent
frá sér einar þrjár lukkulegar
plötur) er hinn samnefndi
frumburður Bramhalls II,
blendingur af poppi, rókki og
þjóðlagatilþrifum með hinni
þokkalegustu útkomu, en ljóst
er að hann hefur ennþá ekki
mótast nema að takmörkuðu
leyti sem sjálfstæður tónlistar-
maður.
Með stílinn á hreinu
Hjá Eric Johnson er hins vegar
allt á hreinu hvað stílinn snert-
ir. Rétt eins og Vaughan og
Bramhall II reyndar líka, liggja
rætur hans í blústónlistinni að
stórum hluta, en með tímanum
hefur hann hins vegar nokkuð
fjarlægst ræturnar og mátast
sem alhliða djass/djassrokks
gítarleikari. Nýja platan hans,
Venus Isle, ber glöggt merki
stílistans, fljótandi og á köflum
draumkennd að hætt nútímans,
með miklum og tæknilegum út-
setningum. í ofanálag er svo
platan býsna melódísk, sem
ekki er alltaf upp á teningnum
á plötum sem þessari. Gerir
það hana því aðgengilegri en
e.t.v. ella hefði verið. Lagið
s.r.v., tileinkað minningu Vaug-
hans, er dæmi um þetta og sýn-
ir eitt og sér að Johnson er góð-
ur lagasmiður. Þeir sem aðhyll-
ast annars vegar djassrokk, t.d.
eins og Mezzoforte hefur staðið
fyrir og hrífast svo líka af góðu
og vel sömdu gítarrokk að hætti
Joe Satriani hins vegar, ættu
ekki að láta þessa plötu hans
fara.
Eric Johnson var eitt sinn stillt upp sem keppinauti Stevie Ray Vaughan,
en náði að rífa sig burt frá slíku og skapaði sinn eigin stil.
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
Stefán Hilmarsson hefur
mörg undanfarin ár verið
einn af mest áberandi og
vinsælli söngvurum landsins.
Kom hann fyrst fram á sjónar-
sviðið, eins og flestir sjálfsagt
muna, með Sniglabandinu, en
hefur síðan gert garðinn frægan
með Sálinni hans Jóns míns og
Pláhnetunni, auk þess að hafa
nú undir það síðasta verið að
syngja með hinum og þessum,
Millunum, Spookie Boogie o.fl.
Árið 1993 sendi Stefán svo frá
sér sína fyrstu plötu undir eigin
nafni, Líf, sem reyndist vera hin
besta og hugljúfasta poppplata
og er tvímælalaust með því
betra sem hann hefur komið
nálægt. Önnur platan, Eins og
er.., sem var eins og landsmenn
hafa væntanlega orðið varir við,
að koma út fyrir tæpum þremur
vikum, sýnir hins vegar allt
aðra hlið á söngvaranum og má
með sanni segja að hún sé rót-
tæk breyting frá fyrri plötunni.
Dulúðugt og seiðandi popp, sem
jafnvel á köflum jaðrar við að
vera dansættar, það er að segja
í stíl við trip hop og/eða drum &
base (þessar stefnur þarf ekki
Stefán Hilmarsson
fer nýjar leiðir
með annarri plötu sinni,
Eins og er...
að skýra nánar fyrir þeim sem
fylgjast vel með því sem er að
gerast í Bretlandi) lýsir því
einna best sem Stefán er að fást
við á plötunni, en hana vann
hann að mestu leyti með þeim
Friðriki Sturlusyni, félaga sín-
um til margra ára og Mána
Svavarssyni (Gests) „tækni-
trölli" úr Pís of keik m.a. Er
þetta mikið stökk frá fyrri
plötunni, en þó ekki alveg
ókunnugt viðfangsefni. Stefán
hefur nefnilega spreytt sig með
hljómsveitinni norðlensk ætt-
uðu, Fantasíu, á danspoppi, t.d.
í titillagi stuttmyndarinnar
Negli þig næst, en breytingin er
samt sem áður umtalsverð. Það
er óhætt út af fyrir sig að gefa
plús fyrir slíka róttækni, því í
henni felst óneitanlega áhætta,
en það virðist álitamál hversu
vel þetta hefur tekist sköpunar-
lega séð. Dæmi nú annars hver
fyrir sig.
• Salan á plötu Bubba, All-
ar áttir, er að sögn útgefanda
búin að vera ævintýraleg á
þeim tæpa mánuði frá því hún
kom út. Hafa yfir 3.000 eintök
selst á þessum stutta tíma,
sem að líkindum er met.
• Stone Roses, rokksveitin
framsækna frá Manchester,
sem fyrir sex árum gerði
Tricky fær mikið lof fyrir nýju
plötuna sína.
hreinlega allt vitlaust með
fyrstu stóru plötunni sinni,
virðist nú hafa lagt upp laup-
ana. Frá fyrstu hendi hafa
vandræði fylgt sveitinni. Það
tók hana t.d. fjögur ár að
koma með aðra plötu, Second
comming, sem svo alls ekki
stóð undir væntingum.
• Blessunin hún Björk,
fékk ekki verðlaun á evrópsku
MTV-hátíðinni fyrir rúmri
viku, en að mati sumra átti
hún ágæta möguleika á því.
Hún fór hins vegar vel af stað
með nýjasta lagið sitt, Possi-
bly Maybe, á breskum vin-
sældalistum nokkrum dögum
fyrir hátíðina. Fór það á topp
óháða listans svonefnda og í
13. sæti sölulistans. Því miður
dalaði lagið strax í liðinni
viku. Datt alla leið niður í 33.
sæti.
• Góðvinur Bjarkar, trip
hop goðið Tricky, byrjaði lak-
ar með sitt nýjasta lag,
Christian Sands, í 37. sæti og í
síðustu viku datt það svo út af
topp 40. Nýja platan hans
Tricky, Pre-Millennium Tensi-
on, fær aftur á móti hreint
frábæra dóma í bresku popp-
pressunni. Segir einn gagn-
rýnandi t.d. að platan sé sú
besta á 10. áratugnum,
hvorki meira né minna.
• í Bandaríkjunum tókst
ballöðurokkurunum í Van Ha-
len í þriðja sinn í röð a.m.k.að
fara með nýja plötu sína bein-
ustu leið á topp sölulistans.
Þetta gerðist fyrir tveimur
vikum með safnplötuna þeirra
nýju, Volume 1. Síðasta Ant-
hologyplata Bítlana númer 3
(þær áttu reyndar upphaflega
að verða ijórar, en forminu
var síðan breyttf) tók hins
vegar efsta sætið af Van Ha-
len í síðustu viku.