Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 9
JDbtgur-'QIímtmt
Laugardagur 23. nóvember 1996 - 21
Hannes í hópi leiksystkina sinna við iaufabrauðsskurð í Þórarinshúsi en það var frú Sigríður Ingvarsdóttir sem
tók myndina. Hannes er fyrir miðju í fremri röð.
inni. Að venju var hún í peysu-
fötununum sínum og ég fann
það þegar ég horfði á eftir
henni, þar sem hún gekk rösk-
um skrefum frá húsinu og
sveiflaði handleggjunum, að ég
ætti hauk í horni þar sem þessi
kona var, nú þegar mömmu
nyti ekki lengur við.
Þótt ég væri ungur að árum,
aðeins 13 áTa, og óþroskaður
skynjaði ég þá hljóðu sorg sem
ríkti í öllum kaupstaðnum
vegna fráfalls mömmu. Hún var
öllum í héraðinu harmdauði og
kannski höfum við
aldrei orðið eins
áþreifanlega vör við
þá vináttu og hlýhug
sem ríkti þar hvar-
vetna í okkar garð.
Sjálfur átti ég ákaf-
lega bágt. Mér fannst
ég vera orðinn of stór
og gamall til þess að
láta aðra sjá hvað
mér leið illa og á erf-
iðustu stundunum
laumaðist ég því nið-
ur í heyhlöðuna í
kjallaranum, lagðist
þar í heyið og gaf til-
finningunum og tár-
unum lausan taum-
inn.
Meðan mamma
stóð uppi og verið var
að undirbúa útförina
komu öll systkini mfn
heim. Ákveðið var að
hún yrði jarðsett í
Reykjavík en hún og pabbi
höfðu þá þegar ákveðið að eyða
ævikvöldi sínu þar, enda ljóst að
flest börn þeirra myndu ílengj-
ast syðra. Ég átti að fermast þá
um vorið en vegna aðstæðna
var ákveðið að flýta ferming-
unni og var það auðsótt mál hjá
síra Friðrik A. Friðrikssyni.
Fermdist ég því einn í Húsavík-
urkirkju á páskadag 9. apríl.
Við athöfnina gengu pabbi og
systkini mín með mér til altaris,
nema yngsta systir mín, Þór-
unn, sem var rúmliggjandi.
Fylgt til grafar
Hinn 10. apríl var mamma
kvödd hinstu kveðju á Húsavík.
Fyrst var húskveðja á sýslu-
mannsheimilinu og síðan minn-
ingarathöfn í Húsavíkurkirkju.
Gengu Völsungar fyrir líkfylgd-
inni til kirkju og báru þjóðfán-
ann, sýslufánann og félags-
merki sitt. Fánar blöktu þá
hvarvetna í hálfa stöng og gíf-
urlegt íjölmenni var við athöfn-
ina í kirkjunni. Kistan var síðan
flutt um borð í varðskipið Ægi
sem flutti hana og okkur til
Reykjavíkur. Hinn 13. apríl var
kveðjuathöfn á heimifi töntu
Soffu og Eggerts frænda að
Reynistað í Skerjafirði og flutti
þar vinur fjöfskyldunnar, Ragn-
ar E. Kvaran, minningarræðu.
Síðan var athöfn í Dómkirkj-
unni og að henni lokinni var
jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Margir urðu tif þess að
heiðra minningu mömmu og
sýna fjölskyldunni vináttu og
kærleika við fráfall hennar.
Pabbi gaf síðar út í minningar-
riti, sem hann dreifði til fjöl-
skyldunnar og nánustu vina,
þau kveðjufjóð og kveðjuorð
sem skrifuð voru um hana.
Fremst í ritinu er ljóð sem
Jakob, bróðir minn, orti og fagt
var í kistu mömmu. Það var
þakkaróður í nafni okkar systk-
inanna og segir þar m.a.:
„ Viö getum aldrei þakkað þér
hve þú varst okkur dýrðleg móðir,
og því er blítt og birta hér
um bernsku vorrar fyrstu slóðir.
Þú leiddir oss við Ijúfa hönd,
með líf og sál í öllum taugum.
Um œsku vorrar óskalönd
í óði og söng, með/
mildum augum. “
í ritinu voru einnig kveðjuræður
síra Friðriks A. Friðrikssonar á
Húsavík og Ragnars E. Kvaran,
auk minningarljóða eftir Guð-
mund Friðjónsson, skáld frá
Sandi, Karl Kristjánsson, oddvita
og síðar alþingismann og Árna
Sigurðsson, póst á Húsavík.
Á síðustu síðum ritsins skrifar
pabbi svo kveðjuorð sín til
mömmu. Ég held að þau skýri
betur en langar útlistingar þá
einlægu ást sem hann bar til
hennar og það trausta samband
og samheldni sem alltaf ein-
kenndi samband þeirra. Þar segir
hann:
„Elskulega Tótlan mín:
Jeg kveð þig ekki, þvíjeg má ekki
til þess hugsa, að missa þig burt
frá mér.
Hefi og á dásamlegan hátt orðið
þess var, að þú yfirgefur mig
ekki.
Lán mitt var, í þessu lífi, að jeg
eignaðist þig.
Gleði mín, var að sjá þig ham-
ingjusama.
Sœla mín verður, að sameinast
þér aftur.
Þú ert sannfœring mín um lífið
eftir dauðann.
Júlíus. “
Banamein mömmu mun hafa
verið blóðtappi og heyrði ég
síðar að sennilega hefði löng
rúmlega hennar orsakað mynd-
un hans. Á þessum árum var
ekkert lagt upp úr því að sjúkl-
ingar gjigju í fæturna .eða
hreyfðu sfg mikið en nú er íSmp
vegar lögð áhersla á að fólk fiiri
sem fyrst á stjá eftir aðgerðir
og uppskurði.
Hugsanir um örlög mömmu
blunduðu í mér þegar ég þuffti
sjálfur að gangast undir erfiðar
læknisaðgerðir en þegar ég
vaknaði upp eftir þær var fyrsta
hugsun mín sú að koma mér
fram úr og hreyfa mig. -,-m.
í bókinni segir Hannes frá fyrsta „stórferðalagi" sínu sem var á Alþingishátíðina á
Þingvöllum árið 1930 en þar var þessi mynd tekin. F.v.: Jakob Hafstein, Ragnheiður
Hafstein, Jón Kristinn Hafstein, Hannes Þ. Hafstein, Jóhann Hafstein, Þórunn Jóns-
dóttir Havsteen, Júlíus Havsteen og bræðurnir Vernharður og Stefán Bjarnasynir.
Umboðsmenn vantar
um landið allt
til léttra starfa fyrir liknarfélag við vinnu að
góðu málefni.
Ef þú hefur tíma aflögu þá sendu okkur örlitl-
ar upplýsingar um sjálfan þig, s.s. nafn, síma-
númer, heimilisfang og annað er máh skiptir,
til: P.G.P.,box 7870,127 Reykjavík.
Steinullarbíllinn auglýsir
Einangrum öll hús, ný sem gömul, með steinull
frá Sauðárkróki.
Ullinni er blásið á sinn stað hvort sem er
í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eða
ofan á loftplötur.
Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að.
Ókeypis skoðun - Gerum tilboð
JÓN ÞÓRÐARSON
Simi 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164
Hagstofa íslands - Þjóðskrá
Er lögheimi yðar rétt skráð í þjóðskrá?
Nú er unnið að frágangi árlegrar íbúaskrár 1. desember. Mik-
ilvægt er að lögheimili sé rétt skráð í þjóðskrá.
Hvað er lögheimili?
Samkvæmt lögheimilislögum frá 1. janúar 1991 er lögheimili
sá staður þar sem maður hefur fasta búsetu.
Hvað er föst búseta?
Föst búseta er sá staður þar sem maður hefur bækistöð
sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum. hefur heimilis-
muni sína og svefnstaður hans er. Þetta þýðir að lögheimili
manns skal jafnan vera þar sem hann býr á hverjum tíma.
Hvað er ekki föst búseta?
Dvöl frá heimili um stundarsakir t.d. vegna orlofs, vinnuferða
og veikinda er ekki breyting á fastri búsetu og þar af leiðandi
ekki breyting á lögheimili. Sama gildir t.d. um dvöl í gistihús-
um, sjúkrahúsum, heimavistarskólum og fangelsum.
Hvernig eiga hjón og fólk í óvígðri sambúð að vera
skráð?
Séu þessir aðilar samvistum eiga þeir að hafa sama lög-
heimili. Hvað barnafólk varðar er reglan sú að dvelji annar
hvor aðilinn fjarri fjölskyldu sinni um stundarsakir, t.d. vegna
atvinnu, skal lögheimili allrar fjölskyldunnar vera skráð hjá
þeim sem hefur börn þeirra hjá sér.
Hvenær og hvar skal tilkynna flutning?
Breytingu á fastri búsetu á að tilkynna innan 7 daga frá flutn-
ingi til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til. Ennfremur
má tilkynna flutning beint til Hagstofu íslands - Þjóðskrár eða
lögregluvarðstofu í Reykjavík. Tilkynningar skulu vera skrif-
legar á þar til gerðum eyðublöðum.
Hagstofa íslands - Þjóðskrá
Skuggasundi 3 -150 Reykjavík
Sfmi: 560 9800 - Brál^ími: 562 3312
HDagur-CLtntmtt
-besti tími dagsins!