Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 12
Ódýrt og
auðvelt
Er klukkan orðin sjö, þú
rétt stigin(n) inn úr dyr-
unum og það er þinn dag-
ur að elda? Heimilisfólkið býð-
ur pirrað og svangt. Hér kemur
ein fljótleg og þægileg í slíkum
tilfellum. Og ekki spillir fyrir að
efnin í uppskriftina eru tiltölu-
lega ódýr.
350 g pasta
1 msk. ólífuolía
250 g brokkkál
1 hvítlauksgeiri (marinn)
200 g túnfiskur
2 msk. steinselja (fersk, skorin)
Salt og nýmalaður svartur pip-
ar
2 msk. Parmesan ostur (rifinn)
Sjóðið pastað í söltu vatni í 10-
12 mínútur, eða þar til mátu-
lega soðið. Hitið
olíu á pönnu og
steikið brokkkálið
á háum hita í 5
mínútur, eða þar
til það er byrjað
að brúnast. Bætið
hvítlauknum
saman við og
lækkið hitann.
Hitið í 5 mínútur í
viðbót. Saltið og
piprið.
Sigtið vatnið
frá pastanu og
setjið pastað, tún-
fiskinn og stein-
seljuna á pönn-
una. Setjið í skál-
ar og stráið
Parmesan osti og
nýmöluðum pipar
yfir.
Perur í roimni
Hútið opnað fyrir matargesti kl. 19.00
Borðnara -
Dansatriði frá Ballettskólanum Fimi
Kjólaatriði keppenda
; Þolfimiatriði
Tískusýning frá Joe's
k Bikiniatriði keppenda nfeR,.
Perur sem legið hafa í
rommblöndu eru fyrirtaks
eftirréttur og vel við hæfi í
jólaboðunum. Ef þær eru settar
í fallegar krukkur er líka komin
snotur jólagjöf. Perurnar eru
bestar ef þær hafa legið a.m.k.
1-2 vikur í rommblöndunni og
því er vissara að geyma ekki
þessa uppskrift fram á síðustu
daga fyrir jól.
8 msk. ávaxtate
12 litlar perur
1 kanelstöng
3 stk. stjörnuanís
1/2-3/4 l romm
Sjóðið 1 lítra af vatni og búið til
ávaxtate. Takið hýðið af perun-
um en skiljið stilkinn eftir. Tak-
ið kjarnann varlega úr. Hellið
teinu í gegnum síu í stóran pott
og setjið perurnar í pottinn.
Látið suðu koma upp en Ieyfið
perunum síðan að liggja í teinu
í fimm mínútur.
Færið perurnar úr pottinum
yfir í fallega glerkrukku. Bætið
stjörnuanís og kanelstöng út í
og fyllið krukkuna af rommi.
Skrúfið lokið á krukkuna.
Perurnar verða tilbúnar eftir
1-2 vikur og bragðast vel með
búðingi, ís eða rjóma.
Alvöru
súkkulaði
MEÐ LJÓSU O G DÖKKU SÚKKULAÐI
Magaóþægindi
og brjóstsviði
Silicol bætir meltinguna.
Silicol verndar okkur fyrir óæskilegum
eiturefnum.
Silicol er hrein náttúruafurö án hliöarverkana.
Silicol hjálpar.
Fæst í apótekinu.