Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 23. nóvember 1996 Hctgur-'3Smtrm
Kaupmaðurinn
í kúlunni
Kaupmönnunum á horninu fer óðum
fækkandi. í Vestmannaeyjum gafst sá
næst síðasti upp í haust. Nú er aðeins
einn slíkur eftir og reyndar er hann tiltölu-
lega nýbyrjaður. Miklu nær væri að kalla
hann kaupmanninn í kúlunni því matvöru-
verslun hans er í eina kúluhúsinu
í Vestmannaeyjum.
Eina kúluhúsið í Vestmannaeyjum er jafnframt matvöruverslun.
Hann heitir Sigmar Ge-
orgsson, Eyjamaður í
húð og hár, sem hefur
verið í tæp 30 ár í kaup-
mennsku. Hann segir að kaup-
mennirnir á horninu í landinu
eigi á brattan að sækja því stór-
markaðirnir eigi auðveldara
aðgengi, í krafti stærðar sinnar,
í vörur á hagstæðara verði. Sig-
mar er Davíð Eyjamanna sem
berst við Goh'at á matvöru-
markaðinum í Eyjum og hefur
komið ár sinni vel fyrir borð á
aðeins þremur árum síðan
hann opnaði sína eigin verslun,
Vöruval.
Sigmar Georgsson er fæddur
kaupmaður að flestra mati.
Þjónustulipurðin uppmáluð,
tekur innkaupapokana fyrir
kerlingarnar og skokkar með
þá út í bíl og fær blíðlegt bros á
móti, og framtíðarkúnna. Kenn-
arinn hans í gagnfræðaskóla
ráðlagi Sigmari að gerast versl-
unarmaður eftir framúrskar-
andi árangur í bókfærslu. Sig-
mar réði sig til Kaupfélags
Vestmannaeyja 1967. Skömmu
síðar var þessi 17 ára piltur
gerður að verslunarstjóra
stærstu matvöruverslunar Vest-
mannaeyja, „alveg óvænt“ eins
og hann kemst sjálfur að orði.
Margt hefur breyst í versl-
unarrekstri á 30 árum. Sigmar
er til vitnis um það. Úrvalið
meira, nánast óendanlegt.
Ótrúlegur uppgangur
Tíu árum síðar vann hann í
aukavinnu í byggingavinnu og
var að sprengja fyrir grunni á
nýrri matvöruverslun, Tangan-
um. Sigmar var keyptur yfir á
Tanganum sem opnaði svo í
stórglæsilegu verslunarhúsnæði
sem KÁ leigir í dag. En það
blundaði í Sigmari að fara í
sjálfstæðan atvinnurekstur og
hann keypti kúluhúsið í Eyjum,
ásamt eiginkonu sinni, Eddu
Angantýsdóttur, og opnaði mat-
vöruverslunina Vöruval á 200
fermetrum í maí 1993.
„Ég var fyrst með tvær stelp-
ur í vinnu hjá mér. f dag eru 12
manns á launaskrá hjá mér
þannig að uppgangurinn hefur
verið ævintýralegur svo ekki sé
meira sagt. Árangurinn hefur
verið góður miðað við hversu'
lítil búðin er. Vonlaust er að
stækka hana enda stóð það ekki
til því ég átti ekki von á þessum
undirtektum. Ætli ég sé ekki
með um þrjátíu prósent af mat-
vörumarkaðinum í Eyjum í dag.
Síðustu tvö árin hafa skilað
ágætis afkomu," segir Sigmar.
Samkeppnisaðili hans í Eyjum
er Kaupfélag Árnesinga sem
rekur tvær stórar matvöru-
verslanir.
Samkeppnin á matvöru-
markaðinum fer sífellt harðn-
andi. Stórmörkuðum og versl-
unarkeðjum hefur farið fjölg-
andi á kostnað kaupmannsins á
horninu. En kaupmaðurinn í
kúlunni í Eyjum lætur ekki
deigan síga. Þegar helsti keppi-
nauturinn í Eyjum fór að hafa
opið á sunnudögum, varð Sig-
mar að sigla í kjölfarið og opna
einnig á sunnudögum því hann
var farinn að missa kúnna.
„Sunnudagar voru heilagir
hjá mér, ég ætlaði mér ekki að
vinna heldur slaka á heima. En
núna mæti óg um hálf átta á
morgnana og er heppinn að
sleppa heim um hálf níu á
kvöldin. Svona er þetta alla
daga vikunnar. Mikið er fyrir
þessu haft og oft er ég lúinn.
Auðvitað held ég að ég sé
ómissandi en eílaust yrði ég
„Sunnudagarvoru
heilagir hjá mér, ég
ætlaði mér ekki að
vinna heldur slaka á
heima. En núna
mæti ég um hálf
átta á morgnana og
er heppinn að
sleppa heim um
hálf níu á kvöldin.“
hissa hvað allt myndi ganga vel
ef ég færi í burtu í einhvern
tíma. En svona er þetta að
standa í eigin verslunarekstri,"
segir Sigmar.
í verðkönnunum hefur Vöru-
val hans Sigmars komið mjög
vel út og verið sambærilegt við
keppinautana og aðra kaup-
menn á landsbyggðinni. Sigmar
segir að litlu kaupmennirnir
eigi undir högg að sækja enda
hafi þeir ekki sama bolmagn og
stórmarkaðir til að kaupa inn í
miklu inagni og fá góðan af-
slátt. Eini mótleikur Sigmars er
að hafa álagninguna í algjöru
lágmarki. Ilann hlær að því,
segist hafa fengið mann úr stór-
markaði í Reykjavík í heimsókn
fyrir skömmu og sýnt honum
álagningu í búðinni. Stórmark-
aðsmaðurinn hristi bara haus-
inn og sagði að þetta gæti aldrei
gengið. En það gerir það nú
samt, með dugnaði og eljusemi
eigandans.
Kaupmaðurinn á
horninu á undir
högg að sækja
Styrkur kaupmannsins í kúl-
unni og á horninu felst í per-
sónulegri þjónustu. Sigmar seg-
ist getað útvegað viðskiptavin-
um sínum nánast allt sem þeir
óska eftir með skömmum fyrir-
vara. Ilins vegar hefur hann lít-
ið lagerpláss og getur því ekki
keypt mikið magn í einu.
„Ég er í sambandi við aðra
smákaupmenn á landinu. Róð-
urinn er þungur á sumum bæj-
um en betiá á öðrum. Það virð-
ist fara eftir staðsetningu búð-
anna, hún hefur allt að segja.
Þessar verslunarkeðjur sem
hafa sprottið upp eins og gor-
kúlur, hafa sett sig í samband
við mig til þess að athuga hvort
ég hafi áhuga á að vera með í
keðjunni. Ég hef afþakkað það
hingað til. Það eru kostir og
gallar sem fylgja því. Aðal
ástæðan er kannski sú að ég er
með svo lítið lagerpláss," segir
Sigmar.
Og þótt hann sé kominn
heim upp úr hálf níu á kvöldin
er ekki þar með sagt að hann
geti sest upp í sófa og slakað á.
Nei, þá bíður hans pappírs-
vinna og bókhald fram eftir
kvöldi. Þetta fylgir því að vera
sjálfstæður kaupmaður með
enga yíirbyggingu. Vinna og
aftur vinna. ÞoGuÆyjum
Hjónin Sigmar Georgsson og Edda Angantýsdóttir í kúlubúðinni sinni.