Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 4
16 - Laugardagur 23. nóvember 1996 JDagur-®ínmm MENNING O G LISTIR Hímnaríki Himnaríkið er langt frá því að vera eintóm himnasæla. Hér eru Freydís Anna Armgríms- dóttir og Sverrir Guðmundsson í hlutverkum SÍnum. Myndir: Jóhanna Sigþórsdóttir Arnór Benónýsson er leikstjóri Himnaríkis. Leikstýrði síðast fyrir íjórum árum, þá hjá Litla leikklúbbnum á ísafírði." - Hefur þú gaman af að fara út á land og leikstýra? „Já, leiklistin í hinum dreifðu byggð- um er stórmerkilegur þáttur í leiklistar- fánu landsins. Það er ótrúlegt hvað fólk leggur á sig til að koma upp þessum sýn- ingum. Hér held ég að sé rótin að þeim mikla leiklistaráhuga sem við íslending- ar erum alltaf að monta okkur af.“ AI í Reykj adal Þingeyingar fá sann- kallaða himnasend- ingu í miðja jólaösina því næsta föstudag frum- sýnir Leikdeild Ungmenna- félagsins Eflingar í Reykja- dal leikritið „Himnaríki" eftir Árna Ibsen. Undirtitill er „Geðklofinn gamanleik- ur“. „Himnaríki er nafn á sumarbústað og leikritið gerist á einni helgi í þess- um sumarbústað þar sem þrjú pör í yngri kantinum koma saman,“ segir Arnór Benónýsson, leikstjóri, um efni leikritsins. Himnaríki hefur einu sinni áður verið sett upp hér- lendis, í Hafnariirði í fyrra, og voru við- tökurnar mjög góðar. Sýningar voru 85 og í framhaldi af því var Leikfélagi Hafn- aríjarðar boðið með leikritið á leiklistar- hátíðir á Norðurlöndum og víðar. „Verk- ið hefur alþjóðlega tilvísun og hefur vak- ið mikla eftirtekt erlendis. Vitað er að þrjú leikhús í Noregi eru að fara að setja það upp á þessu Ieikári og sama stendur fyrir dyrum í Svíþjóð og Danmörku," segir Arnór. Verkið er sérstakt að því leyti að leik- ið er á tveimur sviðum í einu. „Þetta er hluti geðklofans í sýnigunni,“ segir Arn- ór. Leikritið verður sýnt í Félagsheimil- inu á Breiðumýri og verður hið hefð- bundna svið áhorfendasvæði en leikið verður í salnum. Sviðsmyndin er sú sama og í Hafnarfirði og uppfærslan í Reykjadal er að mörgu leyti lík þeirri hafnfirsku. „Auðvitað eru samt alltaf mismunandi áherslur með nýjum leik- stjóra og nýjum leikurum,“ segir Arnór. „Hvað ertu að segja?“ Þorgerðui Sigurgeirsdóttir og Ingólf- ur Víðir Ingólfsson með furðusvip í hlutverkum sínum á æf- ingu í vikunni. Sex leikarar Leikarar í Himnarfld eru sex, þrír af hvoru kyni, og eru allir á sviðinu allan tímann. Um helmingur þeirra hefur ein- hverja leikreynslu en sumir eru þarna að stíga sín fyrstu skref á sviði í leikriti í fullri lengd. „Þetta er hörkuleikhópur og hefur gengið mjög vel að vinna með honum,“ segir leikstjórinn, ánægð- ur með sína menn. En hvað skyldi draga Arnór norður í Reykjadal til að leikstýra? „Ætli það séu ekki heimaslóðirnar, að hverfa aftur til upphafsins," segir Arnór og hlær við. „Svo er líka orðið talsvert langt síðan ég hef leikstýrt. Ekki heimsins besti leikari Magnús Scheving heldur trúboðinu áfram. Nú hefur hann brugðið sér í gervi leikskálds og leikara til að halda hollum lífsháttum að yngstu kynslóðinni. s dag verður frumsýnd leik- gerð Magnúsar og Baltas- ars Kormáks eftir sögunni um fólkið í Latabæ. Magnús er í einni af burðarrullum verksins. „Þetta er íþróttaálfur sem þarf að hreyfa sig mikið og ég á mjög auðvelt með að setja mig inn í það. Þetta er nú það sem ég hef verið að gera síðustu 10 ár,“ segir íþróttaálfurinn Magn- ús. - Hvernig karakter er þetta? „Hann er ör og dálítið ofvirk- ur. Hann ákveður að aðstoða bæjarstjórann við að halda íþróttahátíð og fer að heim- sækja alla krakkana; Sigga sæta sem borðar 70 karmellur á dag, Magga mjóa sem borðar aldrei fisk eða kjöt, Höllu hrekkjusvín sem hrekkir og stríðir stöðugt og Nenna níska sem er svo eigingjarn að hann vill helst ekki keppa á neinu móti nema hann vinni. En mér finnst mest spennandi þessi munur á ofbeldi og leik, hún Halla hrekkjusvín þekkir t.d. ekki muninn." - Gleypa krakkarnir við boð- skapnum? „Eins og í öllum barnaleikrit- um þá er hann dulbúinn. Á for- sýningunni voru þau svo æst að þegar keppnin stóð sem hæst og þjófarnir ætluðu að stela bikarnum þá ætlaði allt um koll að keyra.“ Teiknimyndir eru að nokkru leyti fyrirmynd umgjarðarinnar. Hljóðsetningin dregur dám af henni, búningar eru ýktir og þegar letin ríkir yfir bænum er sviðsmyndin svart/hvít en litur hleypur í hana þegar íþróttaálf- inum er að takast ætlunarverk sitt: að vekja bæjarbúa til betra lífs og hollari hátta. - Ætlarðu að leggja leiklist- ina fyrir þig? „Nja, ég myndi nú ekki segja að ég væri heimsins besti leik- ari og færðist undan hlutverk- inu. En það var ákveðið að auð- veldara væri að þjálfa upp leik- hæfileika í þetta hlutverk en að æfa leikara til að fara í splitt." LÓA

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.