Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 7
Jkgur-®mröm Laugardagur 23. nóvember 1996 -19
Mynd: Hilmar Þór.
Valdimar Örn Flygenring, leikari, er kom-
inn heim. Eftir hálfs árs dvöl í Hollywood
sannfærðist hann um að sá heimur ætti
ekki við sig, og enn síður fjölskyldu sína.
Hann segist vera reynslunni ríkari og
sáttur við að hafa prófað, því nú veit
hann að hann er ekki að missa af neinu.
etta er ofsalega grimmt
þjóðfélag þarna úti. Þegar
við lögðum þetta á vogar-
skálar, annars vegar að ala
börnin okkar upp í svona þjóð-
félagi og hins vegar það sem í
boði var í kvikmyndaheiminum,
var valið í rauninni mjög auð-
velt. Ansi margir þarna eru til-
búnir til að gera hvað sem er,
hvenær sem er, hvernig sem er
og fyrir hvern sem er. Ég er ekki
tilbúinn að leggja sjálfan mig á
borðið án nokkurra spurninga
og þegar valið stendur á milli
þessa og barnanna þá er guhót-
in, sem á að vera agnið, aðeins
farin að skorpna. Ætli ég sé ekki
kominn á það stig í lífinu að
börnin mín skipta mig meira
máli en yíirborðskenndur
stundarframi."
Valdimar og Ásdís Sigurðar-
dóttir, eiginkona hans, fluttu
ásamt þremur börnum sínum til
Los Angeles í Bandaríkjunum í
sumar. Þau
höfðu dottið í
lukkupottinn og
unnið svokallað
„grænt kort“ í
happdrætti sem
gaf þeim mögu-
leika á að fara
til Bandaríkj-
anna og stunda
þar atvinnu.
Draumurinn um að reyna fyrir
sér í Hollywood hafði lengi
blundað í Valdimari og fjöl-
skyldan ákvað að láta slag
standa og flytja vestur um haf.
Ekkert þeirra heillaðist hins
vegar af útlandinu og var Valdi-
mar h'tið hrifinn af þeirri yfir-
borðsmennsku sem honum
fannst þarna ríkjandi. En hvað
með kvikmyndirnar, gekk hon-
um eitthvað að koma sér á
framfæri?
Heitur í helvíti
„Það gekk í rauninni ágætlega,"
svarar Valdimar. „Ég var hepp-
inn að því leyti að ég kynntist
mörgum sem voru mér hjálp-
legir. Ég komst t.d. inn í leik-
arafélagið, sem yfirleitt er mik-
ið mál, og lék eitthvert smá-
hlutverk í sjónvarpsþætti. Red
Shues Diary heitir hann og er
reyndar sýndur hér heima.
Ljósblár þáttur en ég var nú
samt í fötunum allan tímann,"
segir hann hlæjandi.
Annað hlutverk stóð Valdi-
mari einnig til boða sem honum
leist ekki á og lái það honum
hver sem vill. „Handritið var
eftir mann sem heitir Zhalman
King en hann skrifaði m.a. 9'A
viku. Heldur hefur honum nú
hrakað síðan þá, blessuðum
karlinum. Hann er með fyrir-
tæki innst í San Fernandodaln-
um og þangað keyrði ég til að
hitta hann. Hitinn var 42-3°C
og ég var í bíl
með engri loft-
kælingu og
varð alltaf heit-
ara og heitara.
Ég fór síðan
inn í eitthvert
hús og hitti
manninn. Hann
bauð mér strax
hlutverk og
vildi endilega fá mig til að lesa
textann sem ég og gerði. Efnið
var heldur í heitara kantinum
og mér leið eiginlega eins og ég
hefði keyrt til helvítis, hitt þar
fyrir sjálfan djöfulinn og lesið
upp fyrir hann eitthvað mjög
heitt. Þetta var ekki beint það
sem ég hafði hugsað mér,“ riQ-
ar Valdimar upp og brosir að
minningunni.
Ekki gert ráð fyrir
börnum
Þó nokkur tækifæri hafi rekið á
fjörur hans gerði Valdimar sér
grein fyrh að hann gæti þurft að
bíða í a.m.k. 2-5 ár eftir stóra
tækifærinu. Kannski kæmi það
aldrei, og jafnvel þó það kæmi
gæti það þróast á annan veg en
hann óskaði. Glansinn var óðum
að hverfa af Hollywood. Og ekki
hjálpaði til að á þessum slóðum
fær ijöiskyldufólk Utla fyrh-
greiðslu. Sjúkratryggingar eru
t.d. óheyrilega dýrar og sömu
sögu er að segja af leikskóla-
gjöldum. „Þó fólk þurfi að borga
eitthvað fyrh heilbrigðisþjón-
ustu og aðra þjónustu hér á ís-
Ég hef aldrei skynjað
eins sterkt áður hve
peningar eru mikið
eitur. Það er hægt að
sjá á fólki ef það er
mjög eitrað. Það er
búið að selja sál sína
fyrir peninga.
landi er það bara dropi í hafið
miðað við það sem þarna þurfti
að borga fyrir sömu þjónustu,"
segir hann.
„Þjóðfélagið er þannig að
börn eiga að vera voðalega sæt í
fínum fötum. Ef heyrist í þeim
vita Kanarnir síðan ekkert hvað
á að gera við þau. Þar sem við
bjuggum máttu krakkarnh ekki
leika sér við sundlaugina því
þau voru með hávaða og vöktu
einhverja sem voru á nætur-
vakt. Það var út af fyrh sig skilj-
anlegt. En þegar þau máttu ekki
heldur leika sér inni í íbúðinni
vegna þess að gólfin voru svo
þunn að húsverðinum, sem bjó
fyrir neðan, fannst það ómögu-
legt, var mér nóg boðið."
Valdimar vill ekki vera með
alhæfingar um alla bandarísku
þjóðina en það fólk sem hann
kynntist í Los Angeles var hon-
um ekki mikið að skapi. „Hann
er dálítið merkhegur þessi leik-
ur þeirra að peningum. Þeir
láta allt líta út fyrir að vera
miklu meira en það er. Ef ég á
að segja eins og er held ég að
ameríski draumurinn sé eitt-
hvert stórkostlegasta sölutrikk í
heimi. Ég hef aldrei skynjað
eins sterkt áður hve peningar
eru mikið eitur. Það er hægt að
sjá á fólki ef það er mjög eitrað.
Það er búið að selja sál sína fyr-
h peninga."
Annað sem fór fyrir brjóstið á
Valdimari var að honum fannst
fólk á þessum slóðum leggja lít-
ið upp úr því að segja satt og
rétt frá. „Ég hef nú hingað til
reynt að spegla mig í minni
samvisku en þetta fólk er algjör-
lega samviskulaust. Lýgur upp í
opið geðið á manni ef því sýnist
svo. Þetta er eitthvað sem ég get
ekki aðlagað mig að. Ég vil
miklu frekar grilla murtu við
Þingvallavatn en að standa í
þessu bulli. Ég er alvarlega að
íhuga að ganga til liðs við Al-
þýðubandalagið efth að hafa
séð hvað kapítalisminn, í sinni
sterkustu mynd, er hroðalegur.“
Samt sem áður sáttur
Þrátt fyrir vonbrigði með landið
sem auglýsir sig sem Land tæki-
færanna er Valdimar langt frá
því að vera bitur eða vonsvik-
inn. „Ég er ofsalega sáttur og
glaður að hafa farið út og próf-
að þetta, og við erum það
reyndar bæði hjónin. Við feng-
um þetta tækifæri og ef við hef-
um ekki farið
værum við sjálf-
sagt alltaf að
naga okkur í
handabökin. Nú
er ég líka búinn
að komast að
því að hérna
heima þurfum
við enga minni-
máttarkennd að
hafa gagnvart
Ameríku. Og þó mér finnist að
matvöruverðið gæti verið aðeins
lægra hér á íslandi og meðferð
okkar á áfengi mætti batna held
ég að við getum verið ansi glöð
og ánægð með þetta þjóðfélag
okkar.“
- Hvað er framundan hjá þér
núna?
„Ég veit það eiginlega ekki.
Fyrst er að finna íbúð og best að
nota hér tækifærið og kanna
auglýsingamátt Dags-Tímans.
Jú, svo er ég að fara að spila á
Blúsbarnum á laugardag [í
kvöld] og síðan spila ég með
gospelbandi í Hjallakirkju í
Kópavogi, fæðingarbæ konunn-
ar minnar á sunnudaginn. Rétt
dafnar best með röngu,“ svarar
Valdimar glottandi. „Annað veit
ég nú ekki. Ég var að tala við
frænda minn um daginn hvort
ég ætti ekki bara að fara á
samning hjá honum og læra að
verða smiður. Heiðarleg atvinna
er svolítið spennandi núna,“
bætir hann hugsandi við og tek-
ur fram að ekki veiti af að vinna
mikið. „Þetta var ekki ódýrt
ferðalag.“
Saknaði leikhússins
En hvað með leiklistina, er hann
búinn að gefa hana upp á bát-
inn?
„Leikhúsið er farið í gang og
búið að taka allar ákvarðanir
þannig að ég reikna ekki með
að komast þar inn í vetur. Ef
eitthvað myndi gerast í þeim
efnum væri það sannarlega
óvænt og furðuleg ánægja. Ég
komst hins vegar að því þegar
ég var úti hvað íslenska leikhús-
ið á mikið í mér. Þegar ég fékk
þær sorgarfréttir að hver stór-
höfðinginn á fætur öðrum í leik-
húsheiminum væri að falla frá
fór ég bara allur í keng. Þá fann
ég hvað ég saknaði leikhússins
og hvað mig langaði til að vera
þar.“
Áður en Qöl-
skylda
Valdimars flutti
heim dvaldi
hún einn mán-
uð í Miami þar
sem Ásdís kona
hans á ætt-
ingja. Hún og
börnin flugu
frá Vestur-
ströndinni til
Florida en Valdimar keyrði á
bflnum þehra. „Ég var aleinn á
einhverju mótelherbergi í Miss-
issippi þegar mér var sagt að
Helgi frændi [Skúlason] væri dá-
inn. Það helltust yfir mig alls-
konar tilfinningar og ég fann
hve ég tilheyrði leikhúsinu. Þær
tilfinningar sem höfðu verið að
veltast um í mér krystölluðust
skyndilega. Og svo Bríet líka,
þessi elska. Þó við höfum ekki
alltaf verið sammála þótti mér
alltaf óskaplega vænt um hana.
íslendingar eru yndislegt fólk og
ég elska þetta land. Hér vil ég
ala upp alla mína Flygenringa."
AI
/Etli ég sé ekki kominn
á það stig í lífinu að
börnin mín skipta mig
meira máli en yfir-
borðskenndur stundar-
frami.
Ég er alvarlega að
íhuga að ganga til liðs
við Alþýðubandalagið
eftir að hafa séð hvað
kapítalisminn, í sinni
sterkustu mynd, er
hroðalegur.