Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 23. nóvember 1996 JDagur-'QImrám KÓPAVOGSBÆR Frá Manntali Kópavogsbæjar Þeir sem flutt hafa í Kópavog og eins þeir sem hafa flutt innan bæjarins, eru beðnir að tilkynna nýtt heimil- isfang fyrir 1. des. nk. á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á Bæjarskrifstofunum, Fannborg 2 og á Lögreglustöðinni, Auðbrekku 10. Manntalsfulltrúi. Framsókn í 80 ár mj FRAMSÓKNARFLOKKURINN 1916-1996 24. flokksþing Framsóknarmanna Hótel Sögu 22.-24. nóvember 1996 Dagskrá: Föstudagurinn 22. nóvember 1996 Kl. 9.15 Afhending þinggagna Kl. 10.00 Þingsetning Kórsöngur Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum Kl. 10.10 Kosning þingforseta (6) Kosning þingritara (6) Kosning kjörbréfanefndar (5) Kosning dagskrámefndar (3) Kosning kjörnefndar (8) Kosning kjörstjómar (8) Kl. 10.30 Skýrsla ritara Kl. 10.45 Skýrsla gjaldkera Kl. 11.00 Mál lögð fyrir þingið Skipan í málefnahópa v/ nefndarstarfa Umræður um skýrslur og afgreiðsla þeirra Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.15 Yfirlitsræða formanns Kl. 14.15 Almennar umræðu Kl. 16.30 Nefndarstörf-starfshópar-undimefndir Laugardagurinn 23. nóvember 1996 Kl. 09.00 Almennar umræður, framhald Kl. 11.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.15 Kosningar: Fulltrúar í miðstjóm samkv. lögum Kl. 13.45 Opin afmælisdagskrá í Háskólabíói Kl. 16.15 Nefndarstörf - starfshópar - undimefndir Kl. 19.30 Kvöldverðarhóf í Súlnasal Sunnudagurinn 24. nóvember 1996 Kl. 10.00 Afgreiðsla mála - umræður Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.20 Kosningar: Formanns Varaformanns Ritara Gjaldkera Vararitara Varagjaldkera Kl. 14.00 Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá tæmdri Tímasetning dagskráliða kann að taka breytingum fram að flokksþingi. S IC Á IC Mennsk tölva Systkinin Helgi Áss og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák Hinir ýmsu tölvunarsér- fræðingar vinna nú að því hörðum höndum að búa til tölvu sem getur unnið sjálfan heimsmeistarann Kasp- arov í einvígi. Eitt aðalvanda- málið við að búa til slíka tölvu er að gefa henni stöðu- skilning og mannlegt inn- sæi, nokkuð sem líklega er ekki hægt svo vel sé. Og þö, er það kannski hægt?! Það virðist einmitt hafa verið gert um 1760 af hinum bráðsnið- uga ungverska uppfinn- ingamanni Wolfgang Kempelen, sem var þá við hirð Maríu Teresu, keisara- ynju Austinríkis. Kempelen var vel metinn við hirðina, enda hafði hann fundið upp hinn fegursta gosbrunn í garði keisaraynj- unnar, gufulyftu, tæki til að skrifa fyrir blinda, talandi dúkku og margt fleira sem féll í kramið í höllinni. Frægð hans og virðing náði hins vegar hápunkti þegar hann hannaði vél- menni sem gat teflt skák og unnið nær alfa sem við það tefldu. —• Vélmennið var í líki Týrkja sem sat við stórt og skrautlegt skákborð. Hjól snér- ust eftir ákveðnum teinum, gír- ar af alls kyns stærðum og gerðum hreyfðust á alla kanta og kúlur snérust í hringi með hljóðum á meðan vélmennið hugsaði. Vélmennið kinkaði þrisvar kolli þegar það skákaði kóng andstæðingsins. Seinna var því svo gefið mál þannig að það kallaði „skák“ um leið og það hristi höfuðið. Þegar and- stæðingurinn lék ólöglegan leik sat „Tyrkinn" hins vegar hreyf- ingarlaus og gerði ekki neitt fyrr en leikurinn var tekinn til baka. Eftir hverja tólf leiki þurfti sérstakur aðstoðarmaður að trekkja vélmennið upp með risastórum lykli svo það gæti haldið áfram að hugsa. Til að sanna fyrir vantrúuðum að hér væri ekki um plat að ræða, var hægt að opna allt borðið upp á gátt og sýna að enginn væri fal- inn inni í því. Vélmennið sló algjörlega í gegn. Virtir vísindamenn ósk- uðu Kempelen til hamingju með að hafa fundið upp fyrstu mennsku vélina, og ekki leið á löngu þar til Kempelen var sendur í ferðalag um alla Evr- ópu til að sýna undrið í kon- ungshöffum og helstu bæjum. Eftir að Kempelen dó árið 1804, var vélmennið keypt af Mælzel nokkrum sem græddi á tá og fingri með því að sýna það bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um. Árið 1809 fékk vélmennið þann heiður að tefla við sjálfan Napoleon Bonaparte í Schoen- brunn-höllinni í Vín. Napoleon brá á það ráð að trufla vél- mennið með því að leika þrem- ur ólöglegum leikjum í röð. Að endingu missti vélmennið stjórn á skapi sínu og sópaði ölfum mönnunum út af borðinu. Na- poleon varð þá kampakátur því að hönum hafði tekist það sem hann ætlaði sér: Að taka vél á taugum! Hann tapaði hins veg- ar öllum öðrum skákum sem hann tefldi við vélmennið, eins og flestir aðrir. Hvert var leyndarmálið á bak við þessa hugsandi og mannlegu vél? Hinn góðkunni rithöfundur Edgar Allan Poe var einn hinna fyrstu til að fletta ofan af platinu í langri grein sem hann skrifaði árið 1834. Með flóknum og snilldar- legum hólfum og speglum inni í borðinu var hægt að fela lítinn og grannvaxinn mann án þess að til hans sæist þegar borðið var opnað upp á gátt. Með sam- spili segulstáls, sem var inni í taflmönnunum, og stálkúlna, sem voru festar við hvern reit undir borðinu, gat faldi skák- maðurinn gert sér grein fyrir leik and- J&r stæðingsins. Þetta var r þó enginn hægðarleikur, hvorki líkamlega né andlega, enda voru bara fremstu (og léttustu!) skákmenn fengnir til að vera heili vélarinnar á þeim sjötíu árum sem hún var og hét. Sá sem sigraði Napole- on í gervi vélmennisins var enginn annar en Johann All- gaier, einn fremsti skákmaður Vínarborgar fyrr og síðar, en nafn hans var á sínum tíma gert ódauðlegt með því að nefna eitt af afbrigðum Kóngsbragðs eftir honum. Ætli tölvunarfræðingar nú á dögum gætu ekki lært heil- mikið af Kempelen heitnum? Hvernig væri nú að * gera tölvurnar svolítið manneskjulegri og fela til dæmis Karpov inni í hinni ógnarsterku tölvu „Deep Blue“ og plata Kasparov til að tefla við hann?! Við gætum þá ef til vill komist hjá því að verða þrælar tækninnar á þessu sviði eins og öðrum, og hver veit nema skákirnar væru eilítið frjórri fyrir vikið... Átvenjur kynjanna rír stjórir kleinuhringir á níu mínútum? Ætli við- komandi haíl fengið át- kast? Hjá flestum fer svarið að hluta til eftir því hvort sá sem borðaði kleinuhringina sé kona eða karl. í rannsókn sem bandaríski sálfræðingurinn David LaPorte framkvæmdi, og sagt er frá í sálfræðitímaritinu Psychology Today, kemur fram að rúmur helmingur þeirra 400 háskóla- nema sem svöruðu spurninga- lista töldu að um átkast væri að ræða - ef viðkomandi var kona! Karlmenn þurftu hinsvegar að borða a.m.k. sex kleinuhringi til að sama hlutfall svarenda flokkuðu átið sem átkast. Kven- menn voru líklegri til að finnast að karlmenn mættu borða meira en konur án þess að líta á það sem átkast. Fleira en magnið skiptir máli þegar reynt er að ákvarða hvað sé hægt að flokka sem átkast og hvað ekki. Tilfínningar spila hér stór hlutverk. „Konur eru lík- legri til að verða þunglyndar og fá samviskubit ef þær borða of mikið. Karlmenn hugsa hins- vegar fremur um mat í líkam- legu samhengi. f stað nei- kvæðra tilfinninga eru þeir saddir og fullnægðir eftir mikið át,“ segir LaPorte.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.