Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 5
|Dagur-'9Immm Laugardagur 23. nóvember 1996 -17 MENNING O G LISTIR Fólk er alveg stórskrýtið Mitt í jólabókaflóðinu leynist ýxnislegt for- vitnilegt. Örsögur Elísabetar Jökulsdótt- ur, Lúðrasveit Ellu Stínu, eru þar á með- al. Þetta er önnur bókin sem Elísabet gefur úr sem hefur að geyma örsögur en fyrir þremur ár- um gaf hún út Galdrabók Ellu Stínu. „I upphafi var það eiginlega formið sem valdi mig fremur en ég það. En ég hef mjög gaman af að kljást við örsöguna," sagði Elísabet, þegar Dagur-Túninn sló á þráðinn til hennar í vikunni. Hún segir sögurnar bæði bera keim af dæmisög- um og bröndurum sem oft eru tveir aðskildir heimar. Það hafi því verið skemmtileg áskorun að reyna að sameina þetta tvennt. - Hvað aðskilur örsöguna frá öðrum sögum? „Aðallega hve mikið er sagt í stuttu máli. Þeg- ar best tekst til getur hausinn á lesendanum stækkað jafnmikið við að lesa eina örsögu eins og eina skáldsögu. Þegar Galdrabókin kom út kom einn vinur minn að máli við mig og skildi ekkert í því hvernig ég tímdi að láta þetta frá mér í örsöguformi. Af hverju ég skrifaði ekki frek- ar fimmtíu skáldsögur og yrði ríkari af því?“ - Um hvað eru sögurnar? „Ætli megi ekki segja að þetta séu óvenjulegar sögur um venjulegt fólk. Eða kannski frekar venjulegar sögur um óvenjulegt fólk, eða hvað venjulegasta fólkið er óvenjulegast? Eiginlega eru þær bara um hvað fólk er skrýtið. Fólk er alveg stór- skrýtið." AI Elísabet Jökulsdóttir: „Þegar best tekst til getur hausinn á lesandanum stækkað jafnmikið við að lesa eina örsögu eins og eina skáldsögu." Búðar- stelpan Einu sinni var búð- arstelpa sem vann í búð og það ætti ekki að koma á óvart að hún stal úr kassanum og svo stal hún úr kassan- um og stal svo meiru úr kassanum þangað til að allir fóru að glápa á hana en þá sagðist hún vera að gefa til baka eða setja peningana ofan í kass- ann og svo bætti hún við setningu úr íslend- ingasögunum og þá gat enginn sagt neitt. Elísabet Jökulsdóttir. Mynd Pjetur Akureyri riði loknu taka tónleikar Norð- anpilta við. Reykjavík Sungið á Lindinni Lindinni við Leiruveg á Akur- eyri í dag milli klukkan 15 og 17. Kórinn mun taka nokkur lög af nýútkomnum geisladiski. 101 Reykjavík og Norðanpiltar Hallgrímur Helgason les upp úr nýrri bók sinni, 101 Reykjavík, á Akureyri um helgina. Lesið verður í Bókvali klukkan 15 í dag en í kvöld mun Hallgrímur ásamt Haraldi Jónssyni, mynd- listarmanni, skemmta fólki í Deiglunni kl. 21. Að þeirra at- Listmunasýning Hörpu Sýning Hörpu Kristjánsdóttur, gull- og silfursmiðs, var opnuð í Galleríi Sævars Karls í gær og stendur til 12. desember. Þar verða sýndir smíðisgripir úr góðmálmum sem Harpa hefur hannað og smíðað undanfarin misseri. Sýningin er opin á verslunartíma. >\ ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson i kvöld. Föstud. 29. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Á morgun. Örfá sæti laus. Laugard. 30. nóv. Nokkur sæti laus. Kennarar óskast eftir Ólaf Hauk Símonarsonar 2. sýning: Miðvikud. 27. nóv. Nokkur sæti laus. 3. sýning: Sunnud. 1. des. Nokkur sæti laus. Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Á morgun. Uppselt. Sunnud. 1. des. Uppselt. Aukasýning laugard. 30. nóv. kl. 14.00 Laus sæti. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford I kvöld. Uppselt. Miðvikud. 27. nóv. Uppselt. Föstud. 29. nóv. Uppselt. Sunnud. 1. des. Laus sæti. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson Á morgun. Uppselt. Fimmtud. 28. nóv. Örfá sæti laus. Laugard. 30. nóv. Uppselt. Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum inn f salinn eftir að sýning hefst. ★ ★ ★ Listaklúbbur Leikhúskjallarans Afmæliskvöld L.A. Leikfélag Akureyrar með glæsilega afmælis- dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Meðal þeirra sem koma fram eru Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Amar Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen og fjöldamargir aðrir, auk leikhússtjórans Trausta Olafssonar. Almennt verð kr. 600, félagar f listaklúbbnum kr. 400. Húsið opnað kl. 20.30, dagskrá hefst kl. 20.00. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frákl. 10.00 virkadaga. Sími 551 1200. MEISTARAFELAG BYGGINGAMANNA NQRÐURLANDI Pípulagningamenn - pípulagningameistarar NÁMSKEIÐ Rör í rörlagnakerfið Grunnnámskeið rör í rör lagnakerfið verður haldið 29. og 30. nóvember nk. Á námskeiðinu verður m.a. farið í: • Áhrif lagna á burðarþol bygginga • Tjón vegna skemmdra lagna • Öruggari lagnir • Hönnun lagnakerfa með rör í rör • Kerfisuppbygging fyrir neyslu og hitaveitulagnir • Efnisfræði plaströra • Verklegar æfingar • Lokaúttekt - viðhald og eftirlit Námskeiðið verður haldið í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14, 4. hæð, föstudaginn 29. nóv. kl. 9-18 og laugar- daginn 30. nóv. kl. 9-18.30. Námskeiðsgjald er kr. 3.000,- Skráning hjá F.B.E. í síma 462 2890 og M.B.N. í síma 461 1222. Skráning stendur til miðvikudags 27. nóv. Fræðsluráð byggingariðnaðarins.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.