Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 23. nóvember 1996
JDagur-ÍEmTmn
ICONUNGLEGA SÍÐAN
Það væri þá
ástarsamband í lagi..
Ernst og Chantal á göngu í London nýlega.
BÚBBA tekur vin-
konu sína á orðinu
og jjallar um það
nýjasta í
konunglegu slúðri
að er úr þér allur vindur,“
sagði vinkona mín um
daginn (ein örfárra sem
vita að það er ég sem skrifa
þennan vikulega dálk), „þú ert
bara alveg hætt að slúðra.
Vertu nú með eitthvað bitastætt
næst.“ Og vegna þess að það er
dálítið sannleikskom í þessu
hjá henni vinkonu minni, þá
ætla ég að taka fyrir það „heit-
asta“ í konunglegu slúðri.
Nefnilega meint ástarsamband
Karólínu Mónakóprinsessu og
Ernst, prinsins af Hannover,
hertoga af Braunschweig og
Luneburg, prins af Stóra-Bret-
landi og írlandi. (En bara svo
að það misskiljist ekki, þá tel ég
mig ekki vera að slúðra hér á
hinni Konunglegu síðu. Rétt
eins og Snorri forðum þá íjalla
ég um kóngafólk. Svona miðað
við breytta tíma, væri Snorri
sjálfur líklega bara ánægður
með það að fá eina blaðsíðu til
umráða í hverri viku í þessu
ágæta fjölskyldublaði).
En fyrst er að vinda sér í að
segja frá honum Ernst, svo að
þið áttið ykkur sem best á því
hvað þetta er krassandi.
Höfuð
Hannoverættarinnar
Ernst er höfuð Hannoverættar-
innar í dag og æðsti meðlimur
þýsku íjölskyldunnar, sem ætti
réttmætt tilkall til þýsku krún-
unnar, ef þar væri konung-
dæmi. Hvorki meira né minna!
Hannoveríjölskyldan sá Bretum
fyrir nokkrum konungum: Ge-
org I, II, III og IV og Vilhjálmi
IV. Ef lög hefðu á sínum tíma
girt fyrir það að konur gætu
orðið þjóðhöfðingjar á Bret-
landi, hefði forfaðir Ernst orðið
konungur Breta í stað Viktoríu
og Ernst væri þá væntanlega
Bretakonungur í dag. Og þá
væri Karl líklega giftur Camillu
og talaði við blómin og Díana
myndi liklega ekki þekkja Karl
nema af afspurn. En það er
önnur saga.
Blóðið í Ernst af Hannover er
því svo blátt, að fyrir okkur,
sem fylgjumst með þróun kon-
ungsmála, eru fréttir af honum
nokkuð sem ekki má láta fraiff-
hjá sér fara. Ernst er hins viég-
ar algjörlega frábitinn nokkru
umtali og t.d. þykir breskum
Ijölmiðlamönnum það álíka lík-
legt að prinsinn gefi kost á við-
tali og að Elvis sjálfur Presley
gefi sig fram við blaðamenn.
Ernst er mikill „aristókrat";
mun meiri „aristókrat“ en t.d.
Díana prinsessa. Líklega myndi
Ernst þykja hann heldur taka
niður fyrir sig með því að bjóða
henni í hádegismat, en það er
annað mál.
Ernst á óskalista
Grace yfir tengdasyni
Pað er sagt að Grace prinsessa,
móðir Karólínu, hafi haft auga-
stað á einungis tveimur karl-
mönnum sem eiginmönnum
fyrir dóttur sína. Karli Breta-
prins og Ernst prins af
Hannover. Þegar þau Karólína
og Ernst voru að alast upp, var
kunningsskapur með foreldrum
þeirra og fátt gladdi Grace
meira en þegar þau Karólína og
Ernst léku sér saman í skíðafrí-
um í St. Moritz.
Ernst Hannoverprins er
fæddur árið 1946 og er elsti
sonur Ernst Ágústs, prins af
Hannover. Ernst yngri ólst upp
á hinu stórkostlega ættarsetri
Marienborgarhöll, rétt utan við
Hannover í Neðra-Saxlandi.
Hann á þrjár systur og tvo
bræður. Faðir hans var á undan
sinni samtíð og var staðráðinn í
því að erfingi hans yrði vel und-
ir það búinn að gegna stöðu
sinni sem höfuð ættarinnar
fram á næstu öld. Faðir hans
hvatti Ernst til að ferðast um
heiminn, tileinka sér siðfágun
og læra tungumál, en hann tal-
ar nokkur tungumál reiprenn-
andi.
Ernst stundaði háskólanám í
Kanada og síðar í Englandi. Á
þrítugsaldri hélt hann til Lond-
on, þar sem hann hóf viðskipti
einkum á sviði kvikmyndafram-
leiðslu. Afköst hans í kvenna-
málum þóttu á þeim tíma í frá-
sögur færandi, enda þótti hann,
og þykir enn, Ijallmyndarlegur
— hafa ómótstæðilega útgeislun
og „sjarma" (eins gott að dagur
Karólfna Mónakóprinsessa.
íslenskrar tungu er liðinn).
Hann er af góðum ættum (svo
ekki sé meira sagt) og er þess
utan óhemju
ríkur (sem er
ekki verra).
Sögu-
sagnir
komnar
á kreik
En Ernst er
giftur og það
til fimmtán
ára. Eigin-
kona hans er
svissnesk og
heitir Chantal
Hochuli. Þau
eiga tvo syni,
Christian og
Ernstie.
Chantal þykir
gullfalleg og
bráðskörp,
ekki síður en
eiginmaður
hennar.
Sögusagn-
ir af sam-
drætti þeirra
Ernst og Kar-
ólínu hafa
gengið fjöll-
unum hærra
síðan í vor.
Það sást til
þeirra í Tæ-
landi þar sem
þau dvöldust
á sama hóteli
(Ernst sagði
að það væri
bara tilviljun
að hann hefði
komið til Tæ-
lands um
sama leyti og
Karólína,
sem var þar í
menningar-
ferð). Og fyrir
nokkrum
vikum sást
til þeirra um
borð í
snekkju Kar-
ólínu, sem
ber heitið
„Pacha“ eftir
upphafsstöf-
um barn-
anna lienn-
ar.
Chantal
veit vel af
því að eigin-
maður henn-
ar er kvennamaður. En sögur
segja að henni gremjist að eig-
inmaðurinn, sem venjulega
laðast að ljóshærðum og
brjóstgóðum konum, skuli nú
láta sjá sig með horaðri og
sköllóttri konu eins og Karól-
ínu. Ekki láta ykkur bregða við
þessa lýsingu á Karótínu. Hún
er horuð og nauðasköllótt!
Karólína þjáist af blettaskalla
og missti hárið fyrir nokkrum
mánuðum. Ilún þykir hins veg-
ar alltaf jafnfögur, enda hefur
hún nefnilega stíl og heldur
sínu striki hvað sem öllum
áföllum á borð við hárlos líður.
Talsmenn þeirra Ernst og
Karólínu bera á móti öllunÍ'S'ög-
um af samdrætti þeirra. Lög-
fræðingur Ernst liótaði meira
að segja Iögsókn, ef því yrði
haldið fram opinberlega að þau
ættu í ástarsambandi.
Varnaraðgðgðfjr. f;,
settar af stsro i
Er eitthvað til f þessum sögum
eða ekki? Hefur Karólína loks-
ins höndlað hamingjuna hjá
Ernst? Engin staðfesting fæst á
því. En kannski má draga ein-
hverja ályktun af því að Ernst
og Chantal, sem aldrei láta sjá
sig opinberlega ef hætta er á
því að ljósmyndarar séu nálægt,
sáust nýlega á göngu í London
þar sem þau röltu í rólegheitum
eins og ástfangnir unglingar.
Rétt eins og þau biðu eftir því
að verða fest á filmu.
Og Chantal gerir eins og
skyldan býður. í viðtali við viku-
ritið Hello! nýverið segir hún að
allar sögur um samdrátt Ernst
og-Karóhni] séu uppspuni frá
rótum. Karólína sé ljölskyldu-
vinur, hún eigi erfitt og Ernst sé
einungis að vera henni góður
vinur á erfiðum tíma.
„Ég mun fylgjast vel með
þessum málum öllum og læt
ykkur vita hver framvindan
verður, ef mér finnst ástæða
til.“